Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 Tilvera DV Grafarvogsdagurinn 2001 - Grafarvogsbúar gera sér glaðan dag Grafarvogshverfi iðaði af lífi á laugardaginn þegar Grafarvogsdag- urinn var haldinn hátíðlegur. Fjöl- breytt dagskrá stóð Grafarvogsbú- um og gestum þeirra til boða og ekki spillti fyrir að veður hélst þurrt þó að vissulega blési nokkuð. Dagskráin fór fram víða um hverfið en mest var þó að gerast í Borgar- holtsskóla og í Gufunesbæ. Nemend- ur Borgarholtsskóla kynntu gestum og gangandi skólann sinn, myndlist- armenn úr hverfinu sýndu verk sín og fjölbreytt skemmtidagskrá fór fram í matsalnum. Þegar dag- skránni í Borgarholtsskóla lauk hélt öll hersingin í Gufunesbæ þar sem ungviðið komst í leiktæki af öllum stærðum og gerðum en hinir eldri gátu sest niður og fengið sér kafíi og með því. A trampolini Börn Grafarvogs undu sér í leiktækjum viö Gufunesbæ enda var veður meö besta móti. Þrautabraut í Gufunesbæ héldu hátíöahöldin áfram. Meöal annars höföu skátar komiö þar upp þrautabraut sem var vinsæl hjá yngstu kynslóöinni. Sungiö fyrir Grafarvogsbúa Meðal þeirra sem komu fram á skemmtidagskránni í Borgarholtsskóla voru nokkrir nemendur úr sérdeild skólans. DV-MYNDIR EINAR J. Helgistund undir berum himni Á þyggingarreit kirkjunnar viö Spöngina fór fram helgistund eftir hádegiö. Skemmtidagskrá í Borgarholtsskóla Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Óiafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, voru sértegir gestir Grafarvogsbúa á laugardaginn. Hér eru þau ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni sóknarpresti á skemmtidagskrá í Borgarholtsskóla Á morgun, miðvikudaginn 19. september, kemur út 16 síöna aukablað um vinnuvélar. Meðal efnis í blaðinu er: Einn fullkomnasti malardreifari landsins Nómsbraut um vinnuvélar á framhaldsskólastigi Umhveifisvœnar vinnuvélar Viðtal við Bíla-Benna Róbótar sem létta mönnum vinnuna Atburðirnir í New York: Aldrei upplifað neitt þessu líkt - segja unglingar í FÁ sem voru í starfskynningu hjá DV Á föstudaginn síðasta voru þrír nemendur úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í heimsókn á DV. Nem- endurnir eru á upplýsinga- og fjöl- miðlabraut og heita Halldór Magn- ússon, Guðrún Jensdóttir og Guð- mundur S. Hallgrímsson. Til að skyggnast inn i heim ung- linganna voru þeir fengnir til að segja frá upplifun sinni á atburðum síðustu daga og hvernig þeim leið eftir hörmungarnar í New York. Halldór segir að þegar hörmung- arnar í New York áttu sér stað hafi hann verið að læra undir próf. „Ég gat ekki einbeitt mér lengur vegna þess að kveikt var á sjónvarpinu og það glumdi inn í herbergið; alltaf þegar eitthvað hræðilegt gerist heyrist inn i herbergi: „Ha, nei, það getur ekki verið!“ „Þegar atburðirnir dundu yfir var ég stödd i skólanum," segir Guð- rún, „við vorum í fréttaleit á Netinu þannig að við fengum þetta í beinni útsendingu fyrir framan nefið á okkur.“ Hún segir að hún hafi ekki trúað þessu. „Þetta var hræöilegt og ég bjóst ekki við að ég myndi upp- lifa eitthvað þessu likt.“ Guðmundur segist hafa verið á spjallrásum Netsins þegar atburð- irnir áttu sér stað. „Menn voru þar að tala um að flugvélar hefðu skoll- ið á World Trade Center. Ég frétti fljótlega af heimasíðu þar sem hægt var að skoða myndir og video af at- burðunum. Ég kveikti eiginlega ekki á perunni fyrr en farið var að tala um aö þetta væri á CNN og Sky News. Ég kveikti þá á sjónvarpinu og sá þar byggingarnar brenna." -HM/GJ/GSH I starfskynningu Guömundur S. Hallgrímsson, Guörún Jensdóttir og Halldór Magnússon sýndu starfi blaöamanna mikinn áhuga og sýndu snilldartilþrif viö skriftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.