Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
37
1>V
Tilvera
Bíófréttir
Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum:
Leiðin til betra lífs
Eftir hina hræðilegu atburði i
New York hafa markaðsmenn í
Hollywood staðið í ströngu við að
breyta áætluðum frumsýningum
mynda sem að einhverju leyti tengj-
ast New York eða hryðjuverka-
mönnum. Er þegar búið að taka út
af frumsýningardögum nokkrar
myndir og er því tómarúm í frum-
sýningum næstu vikurnar. Engin
mynd var þó tekin út um síðustu
helgi og sú sem fyrir fram þótti lík-
legustu til afreka, HardbaU, stóðst
væntingar þó að aðsókn hafi verið
með minnsta móti. í Hardball leikur
Keanu Reeves ungan mann i
Chicago sem er hlaðinn spilaskuld-
um. Þegar hann biður vjn sinn um
lán fær hann það svar að hann skuli
lána honum með því skilyrði að
hann taki að sér þjálfun hafna-
boltaliðs sem eingöngu séu í ungir
drengir. Reeves á engra kosta völ og
lýsir myndin síðan þvi strögli sem
HELGIN 15. 17. september
ALLAR UPPHÆÐIR I PUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O Hardball 9.386 9.386 2137
© The Glass House 5.738 5.734 1591
© 1 The Musketeer 5.471 17.771 2476
© 5 The Others 4.604 13.813 2843
© 2 Two Can Play That Game 4.574 73.422 1297
© 6 Rush Hour 2 4.092 211.149 2266
© 3 Jeepers Creepers 3.844 29.665 2847
© 8 Rat Race 3.601 135.928 2495
© 7 American Pie 2 -3.553 47.689 2339
© 4 Rock Star 3.388 11.045 2525
© 9 The Princess Diary 2.489 100.057 2155
© 10 O 1.457 12.935 1734
© 11 Jay and Silent Bob Strike Back 1.440 27.796 1406
© 13 Captain Corelli's Mandolin 1.064 23.412 1223
© 12 Summer Catch 1.006 18.147 1305
© 14 Planet of the Apes 938 176.287 913
© 18 Legally Blonde 764 90.600 655
© 17 The Deep End 749 6.850 412
© 16 Jurassic Park III 742 117.993 743
© 15 Soul Survivors 587 2.014 604
Hardball
Keanu Reeves í hlutverki hafna-
boltaþjálfarans ásamt liösmönnum
sínum.
hann lendir í með drenginga. Önnur
ný mynd er í öðru sæti listans, The
Glass House, hrollvekjandi saka-
málamjmd með hinni ungu Leelee
Sobieski í aðalhlutverki. -HK
Vinsælustu myndböndin:
Umsátrið um
Stalíngrad
Dýrasta kvikmynd sem
gerð hefur verið í Evrópu af
evrópskum framleiðendum,
Enemy at the Gates, fer beint
í efsta sæti myndbandalistans
þessa vikuna. Leikstjóri
myndarinnar, Jean Jaques
Annaud, var lengi með þessa
mynd í smíðum sem er
kannski ekki svo óvanalegt
þegar hann á i hlut. Myndin,
sem gerist í seinni heimsstyrj-
öldinni, segir frá rússneskum
skæruliða, Vasili Zait-
sev (Jude Law), sem
fer út á kvöldin í
Stalíngrad og skýtur
þýska hermenn. Mikl-
ar sögur fara af þess-
ari skyttu og er sér-
stakur njósnari frá
Gestapo, Konig (Ed
Harris), sendur frá
Berlín Jil Stalingrad
til að hafa uppi á Zait-
sev og drepa hann.
Snýst baráttan upp í
eltingaleik á milli
þessara tveggja
manna um það hvor
verður á undan að
drepa hinn. Inn í sög-
una er svo sett bar-
átta Zaitsevs um ástir
Taniu (Rachel Weisz),
sem einnig er í and-
spyrnuhreyfmgunni,
en hann *r ekki einn
um að reyna að ná
ástum hennar.
-HK
VIKAN 10. .16. september
FYRRI VIKUR
SÆTI ViKA TiTiLL (DREIFINGARAÐILI) Á USTA
© Enemy at the Gates (sam myndböndi 1
© 1 What Women Want (skífan) 4
© 4 Almost Famous iskífani 2
© 2 Hannibal (sam myndbónd) 3
© 3 Proof of Life (sam myndbönd) 4
© 5 The Wedding Planner imyndform) 4
© _ ChOCOlat (SKÍFAN) 1
© 7 Tomcats (myndform) 3
© 10 The Watcher (myndform) 2
© 8 The Boondock Saints (bergvík) 5
© 9 Bounce iskífan) 3
© 6 The Wedding Planner imyndform) 5
© _ Cherry Falls iskífan) 1
© 11 Thirteen Days isam myndböndj 3
© _ The Ladies Man isam myndbönd) 1
© 14 TraffÍC (SAM MYNDBÖND) 7
© 12 Dude, Where’s My Car? iskífan) 7
© 15 Murder of Crows (bergvíkj 4
© _ Double Whammy (myndform) 1
ÍLf) ■m&f 19 BÍIIy EllÍOt (SAM MYNDBÖND) 9
Enemy at the Gates
Jude Law og Rachel Weisz í hlutverkum
sínum.
DV-MYNDIR EINAR J
Borgarstjórinn mætti í Höllina
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Hjörleifur
Sveinbjörnsson, eiginmaöur hennar, voru meöal gesta
á tónleikum Carreras.
Menntamálaráðherra og frú
Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Rut Ingólfs-
dóttir, eiginkona hans og tónlistarmaður, mættu prúö-
búin í Laugardalshöll til aö hlusta á stórtenórinn.
Einn tenóranna þriggja á íslandi:
Carreras
hylltur í
Höllinni
Stórtenórnum José Carreras var fagnað vel og lengi að
loknum tónleikum hans í Laugardalshöllinni í gær.
Troðfullt var á tónleikunum og mynduðust langar raðir
við inngang hallarinnar við upphaf þeirra. Sinfóníu-
hljómsveit íslands lék undir og sá sem hélt um tónsprot-
ann var enginn annar en frændi tenórsins, David
Gimenez. Auk Carreras kom sópransöngkonan Sigrún
Hjálmtýsdóttir fram á tónleikunum og var henni ekki
síður vel fagnað af ánægðum áheyrendum.
Framkvæmdastjóri Sinfóníunnar
Sinfóníuhljómsveit ístands. átti stórleik í Laugardals-
höllinni í gær. Hér mætir Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri hennar, ásamt Þórunni Klemensdóttur,
eiginkonu sinni.
v
Listelsk hjón
Þórunn Siguröardóttir er ekki óvön aö skipuleggja
menningarviðburði afýmsum toga. í þetta skipti lét
hún sér nægja aö mæta á staöinn og njóta og bauö
aö sjálfsögðu eiginmanninum meö sér, Stefáni Bald-
urssyni Þjóðleikhússtjóra.
Einn af Alþingi
Kristján Pálsson alþingismaöur var í hópi fjölmargra
stjórnmáiamanna sem sóttu tónleikana. Hér er hann
ásamt Sóleyju Höllu Þórhallsdóttur, eiginkonu sinni.
Ari og Þórunn
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins,
og Þórunn Pálsdóttir gáfu sér tíma til myndatöku á
meöan þau biðu eftir aö komast inn.
Annar söngvari
Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi og Svanhildur
Blöndal, eiginkona hans, létu sig ekki vanta á tónleika
eins mesta tenórs okkar tíma. Sjálfur er Júiíus Vífill
liötækur óperusöngvari þó aö hann sé kannski þekkt-
ari fyrir önnur störf sín.
De Niro og félagar koma til hjálpar
Björgunarliðar í Bandaríkjunum,
sem unnið hafa nótt og dag við björg-
unarstörf í rústum World Trade Cent-
er á Manhattan, hafa fengiö góðan
liðsstyrk í þeim Robert De Niro og
tveimur félögum hans úr kvikmynda-
og veitingabransanum, þeim Jane
Rosanthal og Don Pintabona. Málið er
að tríóið stendur fyrir matargjöfum
fyrir björgunarliðana og nýtir til þess
lúxusskemmtiferðaskip þar sem tekið
er á móti 500 manns í mat í einu.
Pintabona, yfirmatreiðslumeistari
TriBeCa veitingakeðjunnar, sem De
Niro er meðeigandi í, sagðist hafa gert
sér grein fyrir þörflnni þegar hann sá
skip flytja vatnsbirgðir til björgunar-
lisins. „Ég áttaði mig á því að eina
leiðin til að koma mat til fólksins var
um ána og þvi ekki að koma til W
hjálpar?" sagði Pintabona.