Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 Tilvera I>V lí f iö E F T I R V I N N U September- tónleikar í Selfosskirkju Tónleikar verða í Selfosskirkju í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Við orgelið er Dougias Brotchie, organisti 1 Háteigskirkju í Reykjavík. Hann leikur nlu verk eftir sjö höfunda, allt frá tíma endurreisnar til vorra daga. Nefna má höfundana Obrecht, Jón Nordal og Egil Hovland. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Klassík ■ PIANOTONLEIKAR I SALNUM Roman Rudnytsky píanóleikari flytur verk eftir Bach-Busoni, L.v. Beet- hoven, A. Copland, G. Gershwin, M. Ravel, F. Chopin, A. Rudnytsky, R. Wagner, F. Liszt og Moszkowski í Salnum í kvöld, kl. 20. Fyrirlestrar B KÝNNINGARRJNDUR UM MBA- NAM I HASKOLA REYKJAVIKUR Kynningarfundur verður í Háskólanum í Reykjavík um alþjóðlegt MBA-nám sem á að hefja við skólann í byrjun janúar 2002. A fundinum, sem hefst klukkan 17.15, mun deildarforseti viðskiptadeildar ásamt kennurum og núverandi nemendum kynna námið og svara spurningum. Sýningar ■ HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON T GERÐARSAFNI Hjörleifur Sigurösson listmálari opnar sýningu í Geröarsafni í dag. Kappinn sýnir þar vatnslitamyndir sem byggjast aö mestu leyti á sérkennum jaþónsku pappírsarkanna, bæði hinna örþunnu og næstum ósnertanlegu og þar sem,vefurinn er orðinn mýkri og þykkari. í austursal safnsins eru ijóðræn verk frá 1992-2000 en á neðri hæð konstrúktífar myndir frá 2000-1. Sýningin er oþin alla daga nema mánudaga, milli 11 og 17. ■ MARKMK) V Sýningin Markmiö V sem sett er upp af Gallerí Hlemmi færist milli ýmissa staöa þessa dagana og dúkkar uþþ víðs vegar í Reykjavík, við hinar þyngri umferðaræðar. ■ GÍSLI LESBÓK j LISTASAFNI KOPAVOGS I Listasafni Kópavogs er sýning á myndverkum eftir Gísla Sigurðsson sem var umsjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins í meira en 30 ár. Myndlist hefur veriö viðfangsefni Gísla í hálfa öld, jafnhliöa blaðamennsku og öörum ritstörfum, og er þetta 15. einkasýning hans. Yfirskrift hennar er Rætur og vísar til þess aö meö verkunum bendir höfundurinn á jarðveginn sem myndlist hans er sþrottin úr. ■ LEYNDARDÓMAR SAFNAHÚSS BORGARFJARÐAR I Safnahúsi Borgarfjaröar stendur yfir Ijósmyndasýning sem ber yfirskriftina Leyndardómar Héraðsskjalasafns Borgarfjaröar I myndum og munu Ijósmyndir prýöa veggi sýningarsalarins til 5. október. Einkum er um að ræða mannamyndir frá fyrstu áratugum 20. aldar, sem bárust safninu í febrúar síðastliðnum. Þær eru úr fórum Kristjáns Guðmundssonar og Elísabetar Þorsteinsdóttur á Indriðastööum. ■ LITRÍKAR MYNDIR í GULLSMARA I fordyri Gullsmára 9 í Kóþavogi getur að lita litríkar pastelmyndir eftir keflvísku listakonuna Steinunni Sigurðardóttur. Sjá nánar: Líflð eftlr vlnnu á Vísl.is Pétur Guðvarðsson fréttaritari fór í réttirnar og rifjaði upp samskipti manns og sauðkindar gegnum íslandssöguna: Rómantík á réttardaginn DV, EGILSSTODUM: Á haustin í kringum 20. septem- ber fara fjárbændur að smala fé sínu af íjöllum og reka til réttar. Hefur svo verið um allar aldir á ís- landi. Réttardagurinn var hátíðis- dagur, fólk íjölmennti í réttirnar, oft búið sínu besta skarti. Það var spenna i lofti og lif í tuskunum, kliður af jarmi kindanna rofinn af skræku gelti hundanna og brátt blandaðist söngur góðglaðra gangnamanna við allt saman. Fólk- ið hlakkaði til réttardagsins, af mis- munandi ástæðum þó. Börnin höfðu lengi hlakkað til að verða nógu stór til að fá að fara á réttimar, unga fólkið hlakkaði til að hittast, gjaf- vaxta meyjar gátu skoðað mannval- ið og bændaefni höfðu augun hjá sér hvar rösk stúlka færi. Oft fór róm- antíkin í humáttina og blik í augna- króknum. Sums staðar var siður að fara í leiki við þetta tækifæri, ungu mennirnir tóku „eina bröndótta", stundum var dansað þegar skyggja tók „á grundinni við réttarvegg- inn“. Hefur þetta allt orðið mörgu skáldinu að yrkisefni. Lífið snerist um sauðkindina Réttirnar hafa vafalaust verið helsta útihátíðin á landinu fyrr á tímum, kannski að undanskildu Al- þingi meðan það var háð á Þingvöll- um. Bændur og húsfreyjur hlökk- uðu til undir niðri að sjá árangur- inn af striti ársins. Vissulega upp- skáru þau umbun erfiðis síns á þessum degi. Og svo er enn, þótt ekki sé það eins almennt og áður var. Þó er dilkakjötið enn þá algeng- asta fæðutegundin á íslenskum heimilum. Landnámsmenn fluttu sauðfé með sér til landsins. Fyrir kristni- töku var í lög leitt að eyrnamarka allt fé til þess að tryggja að ekki yrðu deilur um hver átti hvað. í Jónsbók frá því í kringum aldamót- in 1300 eru ítarleg lagaákvæði um fjallskil og fjárréttir og eru rnörg þeirra í gildi enn í dag. Sauðfjár- ræktin var um aldir eini undir- stöðuatvinnuvegur landsins. Af henni fékkst hráefni til heimilisiðn- aðarins: ull, skinn og horn í spæni og fleira auk matvæla aö sjálfsögðu. DV-MYND PÉTUR GUÐVARÐSSON Safniö nálgast Féö rennur sína leiö í átt til Melaréttar. Réttardagurinn er hátíðisdagur og gleöidagur og oft fer rómantíkin í humáttina. Jafnvel leikfong barnanna komu af sauðfénu: hom, leggir og kjálkar. Lífið snerist um sauðkindina, rétt eins og síldina síðar og þorskinn nú. Ef hart var í ári og fjárfellir var yiðbúið að mannfellir fylgdi á eftir. Manni bregður því undarlega þegar rithöfundar skrifa niðrandi um þessa þörfu skepnu og tala með lítilsvirðingu um „dýrkun sauð- kindarinnar". Melarétt - í túnjaðri Gunnars skálds í öllum hinum víðlendari héruð- um landsins eru stórar réttir sem þekktar eru orðnar af fréttaflutn- ingi fjölmiöla. Á Austurlandi er ein slík sem þó er lítt þekkt utan Hér- aðs. Það er Melarétt í Fljótsdal. Hún var upphaflega á bökkum Hengi- fossár í landi Mela en var flutt upp úr aldamótunum 1900 þangað sem hún er nú á bökkum Bessastaðaár i landi Hamborgar. Réttin stendur á malareyri sem myndast hefur af framburði Bessastaðaár en er nú allvel gróin. Réttin er byggð úr hnullungs- grjóti sem menn hafa tínt saman á eyrinni. Margir steinar hafa farið í mannvirki þetta og mörg handtök- in, þó eru enn fleiri steinar eftir. Þarna komu allt að 25 þúsund fjár til réttar þegar best lét. Vafalaust hefur Gunnar Gunnarsson skáld mætt í réttirnar, virðulegur í fasi eins og aristokrat, þegar hann bjó á Skriðuklaustri enda réttin í túnfæt- inum. Hann var fjármargur. Einn „Qáðasti" bóndinn var Metusalem Kjerúlf, sem bjó á Hrafnkelsstöðum fram yfir miðja 20. öldina. Hann er sagður hafa haft um 800 fjár á fóðr- um, en börn, vinnufólk og þurra- búðarfólk átti nokkuð af því. Tilraunabúið, sem sett var upp á Skriðuklaustri eftir að skáldið hvarf á braut, var með svipaðan fjölda. Þar náðist raunar merkur árangur í erfðarannsóknum á sauðfé, sem leiddi til mun betri ullareiginleika. Nú á síðustu tímum hefur sauðfénu fækkað mjög af eðlilegum ástæðum og fólkinu sem lifir á sauðfjárrækt- inni hefur fækkað enn meira. Tæknin er komin til sögunnar. Menn fara á bílum og fjórhjólum upp um öll fjöll og vélsleðum og jafnvel flugvélum í eftirleitir. Slík er þróun tímanna og tjóar lítt að harma það, enda er sagan betur geymd á prenti en í daglega lífmu. -PG mmm Kolbrún Bergþórsdöttir skrifar. Fótbolti í rigningu Síðasti sunnudagur var einn af góðu dögunum af því þá hellirigndi. Ég er einu sinni þannig gerð að ekk- ert hefur jafn róandi áhrif á mig og rigning, svo lengi s,em ég er innan dyra. Ég vildi ekki ná sambandi við grimman umheiminn með því að kveikja á Sky eða CNN og kveikti því á Rás 2. Þar var verið að lýsa fjórum knattspymuleikjum samtím- is. Ég hélt að svoleiðis væri ekki hægt. En þetta gekk Ijómandi vel hjá þulunum sem skiptust á að kalla sin á milli. Leikimir gengu reyndar ekki ýkja vel, því af lýsingum skild- ist mér að barátta liðanna væri að- allega við rigningu og vind sem réðu meiru um það hvort bolti rataði í netið en fæmi leikmanna. Mér fannst ekki sanngjamt að veð- urguðirnir fengju að ráða útslitum leikjanna og það fannst heldur ekki góða dómaranum á Akranesi sem flautaði sinn leik af. Eftir það þurfti ég bara að fylgjast með þremur leikjum, og það auðveldaði mér nokkuð að fylgjast með gangi mála og átta mig á þvi hvaða lið væru að keppa innbyrðis. Ég er vesturbæingur en í hverfa- skiptingu knattspymunnar teygir vesturbærinn sig allt upp í Þver- holt. Það hefur því ekki farið fram- hjá mér að KR-ingar höfðu búið sig vandlega undir leikinn við Fram. KR-ingar taka sína leiki mjög alvar- lega og þess vegna skil ég ekki af hverju þeir eru alltaf að tapa þeim. Framarar eru annarrar gerðar. Þeir „Eiginlega hélt ég meö Fram í þessum leik en ég vor- kenndi KR-ingum, svo á endanum varð ég bara fegin að þeir skyldu vinna leikinn. Það myndi skapa alls kyns sálfrœðiflækjur í vesturbœnum ef KR félli í skussadeildina. Framarar mega fremur við því, þeir hafa þá líka meiri tíma til að lesa Shakespeare. “ mæta á völlinn en eiga sér líka líf utan hans og virðast hafa jafn gam- an af að tala um bókmenntir og fót- bolta. Þegar maður hittir Framara flnnst manni alltaf að þeir hljóti að vera í einu af efstu sætum deildar- innar af því þeir tala aldrei öðruvísi en allt sé í góðu gengi. KR-ingar bera stöðu sfns liðs hins vegar utan á sér, enda hafa þeir verið ansi daufir f dálkinn undanfarið og reyndar svo hvumpnir að þeir hafa ekki mátt við saklausustu stríðni. Eiginlega hélt ég með Fram í þessum leik en ég vorkenndi KR- ingum, svo á endanum varð ég bara fegin að þeir skyldu vinna leikinn. Það myndi skapa alls kyns sálfræði- flækjur í vesturbænum ef KR félli í skussadeildina. Framarar mega fremur við þvi, þeir hafa þá líka meiri tíma til að lesa Shakespeare. Um kvöldið horfði ég á íþrótta- hornið þar sem sýnt var frá öllum leikjunum fjórum. Þetta voru svona ljómandi fallegar myndir. Regnið hafði sest á myndavélalinsur og strákarnir voru því í soft-fókus. Þeir urðu einhvem veginn fallegri fyrir vikið og þegar þeir hlupu í rigningunni var það eins og að sjá dádýr í dásamlegu náttúrulífsmynd- unum hans Davids Attenborough. Er nú ekki ráð að setja fagurfræð- ina i fyrsta sæti og taka síðustu um- ferð Símadeildarinnar upp í soft fókus?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.