Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 11 DV Fréttir íslenskur byggingaverktaki á Manhattan: Verður að reisa stærri turna - segir Guðlaugur Þórðarson DV, MANHATTAN: „Það verður að endurbyggja World Trade Center sem fyrst aftur og sýna hermdarverkamönnunum að það er sama hvað þeir gera,“ seg- ir Guðlaugur Þórðarson sem unnið hefur síðastliðin tvö ár að endur- byggingu húsa. Fyrirtæki Guðlaugs sérhæf- ir sig í byggingum slíkra húsa og ræður verktaka til hinna ýmsu þátta. Guðlaugur segir skoðanir vera skiptar á því til hvaða ráða Bandaríkjastjórn eigi að grípa til að svara árás hryðjuverkamannanna. Allir séu sammáia um að svara verði ódæðinu af fullum þunga en deilt er um hvort hefja eigi stríð gegn þjóðum éða binda árásirnar við hermdarverkamennina og þá sem skýla þeim. „Gamia fólkið er herskárra en þeir yngri sem aldrei hafa upplifað styrjöld. Aðalatriðið er að Bandaríkin svari af hörku,“ segir Guðlaugur. Byggingaverktakar hafa þegar fengið sendar teikning- ar af World Trade Center og hafnarstjórn New Yorkborgar er að undirbúa endurreisn svæðisins. Það mun þó taka mörg ár að byggja World Tra- de Center upp að nýju. Enginn veit hve langan tíma muni taka að hreinsa svæðið en þar er talað um nokkra mánuði. Þegar World Tráde Center var byggt á sínum tók sú framkvæmd sex ár. Guðlaugur er ekki í neinum vafa um hve hátt eigi að byggja. „Það er mín skoðun að nýir turn- ar World Trade Center eigi að rísa og verða tveimur hæðum hærri en fyrir árásina," segir hann. -rt Guölaugur Þóröarson DVWYND Þ0K Hann vill aö tvíburaturnarnir verði reistir aö nýju og veröi hærri en áöur. Öryggisvörður á Wall Street: Gulir, hvítir og svartir sameinaðir DV, MANHATTAN:__________ __........ „Það var áfall að koma hingað í morgun; mikið áfall," segir John Blondi, yfirmaður sbs öryggisgæslu á Wall Street í samtali við DV í gær- morgun. John er fæddur á Ítalíu en flutti til Bandarikjanna. Hann var DV-MYND ÞÖK Samstaöa John Blondi er stoltur af því aö vera Bandaríkjamaöur. ásamt starfsmönnum sínum í óða- önn að þrífa vinnustað sinn þegar DV ræddi við hann. „Þegar ég horfi á landa mína og viðbrögð þeirra eftir slysið er ég stoltur af því að vera Bandaríkja- maður. Allir eru sameinaðir í kjöl- far þessa hryllingsatburðar. Banda- ríska þjóðin stendur saman sem einn maður," segir John. Hann segir miklar tilfinningar bærast með sér eftir atburðinn. Hann hati þó engan en sé reiður vegna þeirrar einstöku mann- vonsku sem atburðurinn lýsi. „Við verðum að refsa þeim seku. Ég sakna allra þeirra þúsunda sem fórust en á meðal þeirra sem er saknað eru um 20 kunningjar mínir. Þeirra verður að hefna,“ segir John. Hann segist viss um að banda- ríska þjóðin muni sameinuð vinna sig út úr hörmungunum. „Þar sem ég stend hérna i reyk og lykt frá brennandi rústunum þar sem þúsundir landa minna létu lífið að óþörfu fmn ég nauðsyn þess að við stöndum öll saman og endur- heimtum fyrri tiiveru okkar. Og ég er sannfærður um að við munum koma sterkari frá þessum atburði en við vorum áður. Hér hjálpast all- ir að,“ segir John. -rt DVJYIYND ÞOK Til hjálpar Ellen LaCroix er einn fjölmargra sjáifboöaliöa sem komu til New York til aö styöja þá sem um sárt eiga aö binda. Rauði krossinn leiðbeinir syrgjendum: Sumir féllu sam- an og grétu DV, WALL STREET:____________ „Eg var komin hingað klukkan sjö í morgun. Þá kom fólk hér sem var að sjá umhverfið í kringum vinnustað sinn í fyrsta sinn eftir árásimar. Það fólk var greinilega að koma til að sjá en ekki að mæta í vinnu. Því var mjög brugðið og sumir féllu saman og grétu," segir Ellen LaCroix, sjálfboða- liði Rauða krossins, sem stóð í allan gærdag og rétti fólki dreifirit um það hvernig það gæti veitt sjálfum sér og öðrum áfallahjálp og greint þörfina íyrir aðstoð. Rauði kossinn vinnur að alls konar hjálparstarfi; húsnæðislausir fá mat og fatnað og starfsmenn hjálpa alls staðar þar sem hjálpar er þörf. „Gíf- urlegur fjöldi er i sárri þörf fyrir að- stoð eftir hryllilega lífsreynslu. Hundruð þúsunda manns hafa misst nákomna ættingja og vini og þeir þurfa margir hjálp. Engin leið er til að ná til alls þessa fólks og við viljum virkja almenning til að hver hjálpi öðrum,“ segir Ellen. Hún kom sjálf frá Buffalo til New York til að hjálpa þeim sem um sárt eiga að binda. Hún segist vera þjálfuð til þess að veita fólki áfallahjálp en eigi að síður sé það henni sársauka- fullt að heyra raunasögur fólksins. „Ég tekst á við þær tilfmningar þegar vinnu líkur. Ég er þakklát fyr- ir að fá tækifæri til að hjálpa fólki í þessari miklu sorg,“ segir Ellen. -rt DV-MYND ÞÖK Hefnd Bandaríkin munu slá til baka. Juan Beasy á Wall Street skömmu eftir opnunina. Fyrrverandi sjóliði: Réðust á hjarta landsins DV. WALL STREET:___________________ „Hér býr fólk frá öllum heimshom- um og það er styrkur Bandarikjanna. Nú hefúr þessi styrkur sýnt sig og heimsbyggðin mun verða mjög undr- andi þegar samstaða þjóðarinnar kem- ur í ljós,“ segir Juan Beasy, starfsmað- ur verðbréfafyrirtækis á Wall Street og fyrrverandi sjóliði í bandariska hem- um og lögreglumaður í lögreglu New York. „Nokkrir þeirra lögreglumanna sem fórast í World Trade Center vom vin- ir mínir. Þeir falla ekki óbættir," segir hann og bætir við að Bandaríkin muni hegna ódæðismönnunum grimmilega. „Bandaríkin munu slá til baka rétt eins og eftir árásina á Pearl Harbour. Ég fullyrði að við munum elta uppi hvem einasta glæpamann sem aðild á að þessum verknaði. Við munum hefna. Ef ég væri ekki orðinn of gam- all myndi ég umsvifalaust ganga í her- inn aftur,“ segir Juan. Hann segist vera ánægður með framgöngu George Bush Bandaríkja- forseta og annarra stjómvalda í fram- haldi hörmunganna. „Stjómvöld hafa staðið sig vel í að koma jafnvægi á eftir atburðina í síð- ustu viku. Ég er mjög stoltur af öEum þeim sem komið hafa að málum og þá ekki síst mínum gömlu félögum í lög- reglunni og slökkviliðinu. Þá hefur borgarstjórinn í New York staðið sig einstaklega vel við að skipuleggja að- gerðir," segir Juan Beasy. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.