Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 7 DV Fréttir Minnkandi bílasala veldur uppsögnum starfsfólks: Hrun hjá sumum - krísa sem ekki varð við ráðið, segir framkvæmdastjóri Brimborgar „Það fer ekki fram hjá neinum að það er ekkert góðæri hjá bílasölum," segir Finnbogi Eyjólfsson hjá Heklu. Hekla hefur orðið að fækka starfs- fólki undanfarið og fleiri hafa gert svipaðar ráðstafanir, s.s. Brimborg. Menn vona þó að úr rætist, að sögn Finnboga. „Þeir sem hlusta á Davíð eru bjartsýnir en þeir sem hlusta á verkalýðsforkólfana og iðnaðinn eru svartsýnni. Það er þó t.d. nóg að gera hjá okkur á bílaverkstæðum, í vara- hlutum og í notuðum bílum. Þar hef- ur orðið hlutfallsleg aukning," segir Finnbogi. Hjá P. Samúelsson, sem flytur inn Toyota, segir Skúli Skúlason sölu- stjóri að þar hafl fólki hvorki verið fækkað né standi það til. Samdráttur á sölu nýrra Toyota-bíla milli ára er alla jafna minni en hjá keppinautun- um. Þannig er Toyota með 25,74% markaðshiutdeild í seldum bílum fyrstu 8 mánuði ársins og 31. ágúst sl. nam samdrátturinn milli ára 22,28% hjá þeim. Þeir sem koma næst Toyota í markaðshlutdeild eru Volkswagen og Nissan. Samdráttur- inn hjá Volkswagen er 49,29% en markaðshlutdeildin er 9,41%. Hjá Nissan nemur samdrátturinn 55,33%. Þar er markaðshlutdeildin 8,83% Varð ekki við ráðið Mesta hrun milli ára er hjá Dai- hatsu-bílunum sem Brimborg flytur inn. Aðeins 25 Daihatsubílar höfðu selst í ár fyrstu átta mánuðina, mið- að við 235 í fyrra, sem jafngildir 89,36% samdrætti. Egill Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Brimborg- ar, hefur skýringar á þvi. „Jenið hefur leikið þetta vörumerki nokk- uð grátt. Japanar hafa ekki getað lækkað verð bílanna í samræmi við styrkingu jensins og svo hefur is- lenska krónan fallið til viðbótar. Þetta eru meginskýringamar.“ Egill bendir þó á að Brimborg hafi aukið sölu undanfarið, t.d. á Volvo og Ford, og eins hafi vöru- bílainnflutningur gengið vel. „Þetta er hins vegar fjandi erfitt við að eiga og sérstaklega í bílum eins og Daihatsu. Daihatsu framleiðir ein- göngu smábíla og álagningin í krónum talið er miklu minni inn- anlands í smábílunum en stærri bílum, eins og jeppum, þannig að svigrúmið er ekkert. Þegar maður lendir í svona utanaðkomandi krísu þá verður ekki við neitt ráð- ið.“ Egill hyggur þó að betri tíð sé í vændum og segir að annríki sé í sölu notaðra bíla. Það lélegasta í fimm ár Samkvæmt upplýsingum frá Bíl- greinasambandinu náði bílainnflutn- ingur hæstu hæðum árin 1999 og 2000 en árið í ár stefnir í að verða það léleg- asta frá 1996. Þá voru alls fluttir 10.598 bílar til landsins, 13.136 árið 1997, 16.711 árið 1998,18.979 árið 1999,17.119 árið 2000 en innan við sjö þúsund fyrstu átta mánuði þessa árs. Björn Þorláksson blaðamaður Jónas Þór Steinarsson hjá Bíl- greinasambandinu sagði miklar sveifl- ur ekki nýjar af nálinni. Þær væri hægt að greina allt frá árinu 1970 en Jónas treystir sér ekki til að álykta hvenær innflutningur gæti aftur tekið kipp. Jónas sagði gengisbreytingar að líkindum skýra að mestu leyti af hverju sumar bíltegundir seljast minna en aðrar. Áhrif slíks væru mis- munandi eftir viðskiptalöndum. Toyota-bílar hafa mesta hlutdeild á bifreiðamarkaöi Nýir bílar standa nú í hrönnum á landinu. Árið stefnir í að veröa lélegasta söluárið frá árinu 1996. Eignin sem aldrei varö Menn hefur greint á um skýringar á því að bílar seljast lítt í ár. Sumir tala um kreppueinkenni en aðrir telja að markaðurinn hafl einfaldlega mettast í fyrra. Forstjóri Brimborgar er ekki sammála því. „Grunnástæðan er einfaldlega gengisbreytingarnar og ástæða tvö er skuldsetning. Fólk hefur skuldsett sig mjög mikið. Þá hefur verðfallið á hlutabréfunum augljóslega haft áhrif. Fólk átti hluta- bréf sem höfðu hækkað og fyrir vik- ið voru menn í huga sínum miklu ríkari en svo reyndist. Þá fóru menn að kaupa bila fyrir væntanlega inn- eign og fleiri ástæður mætti nefna,“ segir Egill Jóhannsson. HLE0SLU/ B0RVEL FESTO ..það sem fagmaðurinn notar! Ármútí 17, 103 Reyhjavík. sími: 533 1E34 fax: 5EB 0499 system Töskur. fyrir öll uerkfæri og þú kemur reglu á hlutina! Úruggur staður fyrir FEST0 verkfærin og alla fylgihluti Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. Straumur FJÁRFESTINGARFÉLAG Kirkjusandi 2,155 Reykjavík, s. 560 8900 Mánudaginn 15. október 2001 verða hlutabréf í Fjárfest- ingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórn- ar Fjárfestingarfélagsins Straums hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrir- tækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um raf- ræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar. Þau eru gefin út á nafn hluthafa og útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur hlutabréfa í félaginu sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé rétti- lega fært í hlutaskrá Fjárfestingarfélagsins Straums hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Fjár- festingarfélagsins Straums hf., Kirkjusandi 2,155 Reykjavík eða í stma 560 8900. Komi í Ijós við slíka könnun að eig- endaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönn- ur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuó rétt- indi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildar- samning við Verðbréfaskráningu íslands hf., fyrir skrán- ingardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er.ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli raf- rænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikn- ingsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikn- ingsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni við- komandi hluthafa. Stjórn Fjárfestingarfélagsins Straums hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.