Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 Viðskipti Umsjón: Vidskiptablaöiö Hlutabréfamarkaðir lækkuðu töluvert í gær - þrátt fyrir vænar vaxtalækkanir bæði austan hafs og vestan Hlutabréfamarkaðir vestanhafs lækkuðu nokkuð í verði í gær eftir að þeir voru opnaðir í fyrsta skiptið frá því að fólskuleg hryðjuverka- árás var gerð á tvíburaturnana í New York og vamarmálaráðuneyti Bandarikjanna í Washington DC á þriðudaginn. Þessar lækkanir urðu þrátt fyrir að bandaríski seðlabank- inn hefði tilkynnt um 50 punkta vaxtalækkun fyrir opnun markaða. Evrópski seðlabankinn lækkaði einnig stýrivexti sina seinna um daginn um 50 punkta og sama gerðu seðlabankar víða um heim. Þessar lækkanir var ráðist í til að hug- hreysta fjárfesta á hlutabréfamörk- uðum og koma í veg fyrir að sam- drátturinn sem heimurinn var að ganga i gegnum yrði meiri vegna þessara hræðilegu atburöa. Þegar þessar línur eru skrifaðar hefur Dow Jones lækkað um 6% og er núna alveg við 9000 stiga múrinn. Fyrr um daginn lækkaði hún niður fyrir 9000 stigin og haföi þá ekki verið á þeim slóðum síðan í desember 1998. Nasdaq hefur lækkað um 5,5% og S&P 500 um 4,2%. Það má því ljóst vera að þrátt fyrir vaxtalækk- anirnar komu þær ekki i veg fyrir lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum. Flugfélög guldu af- hroð í gær vegna ótta um að stuldur flugvél- anna mundi auka kostnað fyrirtækj- anna og að mikill samdráttur verði í eftirspum eftir flugi. UAL, móður- félag United Airlines, lækkaði um 40%, Norhwest Airlines um 31% og UA Airways um 43%. Boeing, stærsti flugvélaframleið- andi heimsins, lækkaði um 12%. Lækkanir urðu einnig á trygg- ingafyrirtækjum þar sem áhrif hryðjuverkanna á bótagreiðslur þeirra eru enn óviss. St. Paul lækk- aði um 7,9% og American Express um 15%. Olíuverð hélt áfram að hækka. Síðasta hækkunin kom vegna þess að OPEC neitaöi tilkynningum þess efnis að Bandaríkin hefðu krafíst þess af OPEC að samtökin myndu auka framleiðslu eöa draga úr við- miðunarverðum sínum. Olíufatið seldist á 29,8 dollara á olíumarkaðnum í London. Tap Norður- Ijósa eykst verulega - fyrstu fjóra mánuði ársins Tap Norðurljósa hf. fyrstu fjóra mánuði ársins nam 629 milljónum króna en var á sama tíma i fyrra 57 milljónir króna. Tekjur félagsins aukast um 107 milljónir króna en rekstrargjöld aukast á sama tíma um 94 m.kr. Hagnaður fyrir afskriftir nemur þannig 91 milljón króna. Alls nema afskriftir 241 m.kr. sem er hækkun um rúm 7% frá fyrra ári og nemur rekstrartapið því 150 millj- ónum króna sbr. við 24 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Vaxta- gjöld og verðbætur nema 280 m.kr. og haldast næstum óbreytt milli tímabila en mikill viðsnúningur er á gengis- mun. Gengismunur fyrstu fjóra mán- uði ársins var neikvæður um 314 m.kr. en var jákvæður um 97 m.kr. árið áður. Hreint veltufé til rekstrar er 40 m.kr. en í fyrra var veltufé frá rekstri 63 m.kr. Handbært fé frá rekstri er 132 m.kr. en var 47 m.kr. fyrstu fjóra mán- uðina í fyrra. Alls nemur handbært fé í lok tímabils tæpum 22 m.kr. Marel með stór- | samning í Noregi - metinn á rúmar 300 m. kr. Marel gerir samning Samningurinn er viðurkenning markaðarins á að Marel/Carnitech og starfsfólk fyrir- tækjanna eru í fararbroddi í heiminum á þessu sviði. Marel hf. og dótturfyrirtæki þess, Camitech, hafa skrifað undir víðtæk- an þróunarsamning við Fiskerinær- ings Landforening (FNL) sem eru samtök fyrirtækja í veiðum og vinnslu í Noregi. Samningurinn felur í sér að Marel og Carnitech þrói há- tæknibúnað til að fjarlægja beingarðs- bein úr fiskflökum. Samningurinn hljóðar upp á rúmar 300 m.kr. og munu norskir aðilar greiða helming samningsupphæðar. Búnaðinum er einnig ætlað að gæðaskoða flök með tilliti til beina í þvi markmiði að stórauka nýtingu i flakavinnslu og lækka launakostnað. Fiskvinnslufyrirtæki í Norður-Nor- egi mynduðu með sér samtök fyrir rúmlega þrem ámm. Sameiginlegt markmið þeirra er að auka sjálfvirkni í flakavinnslu. Samtökin hafa lýst því yfir að sjávarútvegsfyrirtæki þar í landi hafi ekki nema nokkur ár í við- bót til að bregðast við skorti á vinnu- afli og auka samkeppnishæfni sína. í samráði við FNL var ákveðið að fjár- magna slíkt verkefni í samstarfi við leiðandi framleiðendur á fiskvinnslu- búnaði. Eftir nokkra skoðun fyrir- tækja sem bjóða búnað til fiskvinnslu í Evrópu var Marel valið til verksins. Stærsti þróunarsamningur Marels frá upphafi Ljóst er að ef vel tekst til hefur þetta verkefni mikil áhrif á fisk- vinnslu eins og hún er stunduð í dag. Vonir standa til að nýting fiskafurða geti aukist um 3-4% samhliða lækk- andi launakostnaði. Með aukinni sjálfvirkni og minni meðhöndlun er gert ráð fyrir auknum gæðum. Saman munu þessir þættir auka nýtingu, hækka verð og minnka framleiðslu- kostnað. Samningurinn er mjög mikilvægur fyrir Marel og Carnitech. Samningur- inn er viðurkenning markaðarins á að Marel/Carnitech og starfsfólk fyr- irtækjanna eru í fararbroddi i heimin- um á þessu sviði. Marel getur með þessum samningi eflt vöruþróun fyr- irtækisins sem leiðir til nýrrar tækni og véla á næstu árum. Tekjur af slík- um búnaði munu þó ekki hafa áhrif á rekstur Marels fyrr en á árinu 2003. DV PiMZHlŒBÐBSa HEILDARVIÐSKIPTI 3800 m.kr. - Hlutabréf 300 m.kr. - Húsbréf 1000 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI 1 Kaupþing 69 m.kr. Pharmaco 62 m.kr. , i‘ Eimskip 30 m.kr. MESTA HÆKKUN O Olíufélagið 2,8% ©Eimskip 2,2% © ÚA 2% MESTA LÆKKUN O Flugleiðir 10,5% O Kaupþing 6,6% © Landsbankinn 5,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1017 stig - Breyting O -1,18% Inngrip til að styrkja dollar gagnvart jeni Seðlabanki Japans greip inn á gjaldeyrismarkað í Japan í nótt til að stöðva styrkingu jensins gagnvart Bandaríkjadollar. Fjármálaráðherra Japans sagði að styrking jensins gagnvart dollar gæti haft neikvæð áhrif á efnahagsbata Japans en að öðru leyti fengust forsvarsmenn jap- anska seðlabankans eða ríkisstjórnar- innar ekki til að tjá sig um inngripin. Þeir neituðu meðal annars að tjá sig um hvort um sameiginlegar aðgerðir helstu iðnríkja heims væri að ræða til að styðja við gengi dollarans. Stjórn SAS segir af sér Allir stjómarmenn flugfélagsins SAS sögðu af sér i gær þrátt fyrir að ný skýrsla sýni að þeir hafi ekki vit- að um ólöglegt samráð við Maersk- flugfélagið um fargjöld. Stjórnar- menn telja i yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér að þrátt fyrir niður- stöðu skýrslunnar sé það félaginu fyrir bestu að nýir menn taki við. 18.09.2001 kl. 9.15 KAUP SALA Hs/j Dollar 99,320 99,830 fcSpund 145,590 146,330 1 S*U Kau. dollar 63,230 63,620 |Bff: Dönsk kr. 12,2920 12,3600 S3 Norsk kr 11,4110 11,4740 £ S Sænsk kr. 9,4060 9,4580 iBHfí. mark 15,3871 15,4796 1 Fra. franki 13,9472 14,0310 i nBolg. franki 2,2679 2,2815 1 £3: Sviss. franki 61,6400 61,9800 ICIhoII. gyllini 41,5152 41,7647 ""1 Þýskt mark 46,7768 47,0579 1 Bit. líra 0,04725 0,04753 g]Aust. sch. 6,6487 6,6886 ; L i Port. escudo 0,4563 0,4591 : iSpá. peseti 0,5499 0,5532 II * Ijap. yen 0,84180 0,84680 |||_jjirskt pund 116,165 116,863 SDR 128,1600 128,9300 fÍECU 91,4876 92,0373 „ALLT hefur verhð fundið upp SEM HÆBT ER A€> finna upp“, CHARLS8 H. DUELL, STJÓ«NARf'ORMAÍ)U« OANDARÍSKU CINKALEVriSE9KRIF0TOPL)NNAH, 1 099, ER EKKl FULL ASTÆÐA TIL PESS A€> FYLSdAST MEÐ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.