Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
Fréttir
DV
DV, WALL STREET:__________________
Stemningin á Wall Street var ein-
kennileg fyrsta daginn sem kaup-
höllin opnaði eftir hörmungarnar
síðastliðinn þriðjudag. Sorg og reiði
var í hverju andliti en jafnframt
mátti merkja hörku og bjartsýni.
Tíðindin frá opnun verðbréfamark-
aðarins þar sem fall Nasdaqvísitöl-
unnar varð í takt við spá þeirra
bjartsýnustu vöktu með fólki von
um að markaðurinn hefði staðist
þolraunina. Allir virtust ákveðnir í
að byggja upp þann orðstír sem
markaðurinn hefur og standa sterk-
ari eftir.
Fyrir áhorfanda var afar ein-
kennileg sjón að sjá ryki þakta göt-
una og bísnessmenn með öndunar-
grímur. í gegnum reykmistrið varp-
aði sólin geislum sínum á þessa
miðstöð heimsviðskiptanna sem
lifnaði nú í fyrsta sinn eftir voða-
verkin fyrir viku. Fagnaðarfundir
urðu meðal fólks sem ekki hafði
sést frá því fyrir hryðjuverkið.
Margir vissu ekki hvort vinir og
kunningjar hefðu lifað af sprenging-
una og víða mátti merkja létti. Jafn-
framt var ljóst að sumir fundu ekki
þá sem þeir vonuðust til að hitta.
Frá byggingu Seðlabankans
hljómuðu ættjarðarlög úr hátölur-
um. Reykjarslæða frá logandi rúst-
um World Trade Center var í göt-
unni og henni fylgdi einkennilegur
fnykur sem auðvelt er að giska á
hvað inniheldur. Gatan er örstutt
frá brennandi rústum World Trade
Center þar sem likamsleifar þús-
unda manna eru. Víst er að lík
margra þeirra sem voru í bygging-
unni brunnu til agna sem skýrir að
ekki nema örfá lík hafa fundist.
Fréttamenn DV voru meðal
þeirra fyrstu sem fóru um götuna
eftir opnun. Baráttuhugur ein-
kenndi þá sem stunda þarna vinnu
sína. „Þetta er hræðileg aðkoma en
við munum standa okkur. Hér
standa allir saman, svartir, hvítir
og gulir. Bandaríska þjóðin er full-
komlega sameinuð vegna þessara
hryðjuverka. Loksins er þjóðin
eitt,“ sagði verðbréfasali sem starf-
að hefur á Wall Street í sjö ár.
Margir mættu
Fjöldi fólks mætti til að sinna við-
skiptum eftir lengstu lokun allra
tíma. Margir voru að koma í fyrsta
sinn í götuna frá því turnarnir
hrundu og þeir uröu að flýja út úr
Hreinsunarstarf
Allir tóku til viö aö þrífa eftir aö
bannsvæöiö var opnaö í gær.
þykkum rykmekki frá byggingun-
um. Einn þeirra sem DV ræddi við
sagðist hafa verið 20 mínútur að
komast eina húslengd þegar hann
flúði hverfið eftir hrun turnanna
tveggja. „Við munum standa okkur
en það verður að drepa alla þá sem
skipulögðu hryðjuverkið eða veittu
þessum vitfirringum einhvers kon-
ar skjól eða aðstoð," sagði hann.
Það þykir kraftaverki líkast að
þúsundir sjálfboðaliða og starfs-
manna New York-borgar skyldu ná
að hreinsa götuna og aðrar nær-
liggjandi götur í tíma áður en opnað
var. Allt svæðið var lokað þar til í
gærmorgun. Nú hefur lokunin um
„svæði núll“ verið þrengd mikið og
hjólin eru þegar farin að snúast.
Víða mátt sjá fólk vera að hreinsa
verslanir sínar og aðra vinnustaði
þar sem ryk var yfir öllu. Allir virt-
ust leggjast á eitt við að koma hlut-
um í eins gott horf og hægt er mið-
að við þær hrikalegu aðstæður sem
eru í grenndinni, þar sem þúsundir
björgunarmanna vinna að hreins-
unarstarfl og leita dag og nótt að
fólki sem hugsanlega kann enn að
vera á lífi í kjallaranum undir rúst-
unum.
Ljóst er af viðbrögðum fólks á
Wall Street, fyrsta daginn eftir
lengstu lokun allra tíma, að allir
eru ákveðnir að láta ekki ódæðis-
verkið í síðustu viku buga sig. -rt
Við opnun Wall Street
Jesús elskar þig, segir á skilti konunnar sem gekk um Wall Street í
gærmorgun. Lögreglumenn í baksýn gæta þess aö allt fari rétt fram.
DV-MYNDIR ÞÖK
Eftir opnun
Fjöldi fólks hélt strax inn á Wall Street eftir aö gatan var opnuö. Þeir sem starfa viö götuna eru á einu máli um aö
hryllingsatburðurinn þjappi fólki saman og viöskiptalífiö muni ná fyrri styrk og jafnvel eflast.
Kauphöllin í New York opnaði í gærmorgun eftir hörmungarnar:
Sorg blönduð
bjartsýni á
Wall Street
DV-MYND ÞÖK
Helmspressan
Margir fjölmiölar vildu ræöa viö Guömund Franklín Jónsson veröbréfasala
þegar hann kom í Wall Street í sömu andrá og gatan var opnuö.
Guðmundur Franklín Jónsson verðbréfasali:
Hryllilegt að sjá
DV, MANHATTAN: .. ~
„Þetta er hryllilegt að sjá og ekki
hægt að lýsa með orðum," sagði
Guðmundur Franklin Jónsson,
verðbréfasali og framkvæmdastjóri
hjá fjárfestingafélaginu Burnham
Securitys á Manhattan, þegar hann
kom ásamt fréttamönnum DV inn á
Wall Street i fyrsta sinn eftir ham-
farirnar á mánudag.
Guðmundur Franklin hóf feril
sinn sem verðbréfasali í næstu
byggingu við World Trade Center
fyrir tólf árum. Hann sagði aðdáun-
arvert að mögulegt skyldi að opna
markaðinn á svo skömm-
um tíma sem raun ber
vitni.
„Mörg fyrirtæki
misstu aðstöðu sína og
öll tæki. Þá fórust marg-
ir starfsmanna þeirra.
Það er því stórkostlegt
að þeim skyldi takast að
koma starfsemi sinni í
gang aðeins sex dögum
eftir eyðilegginguna,"
segir hann.
Hann segist vera bjart-
sýnn á að markaðurinn
muni taka við sér eftir
stöðvunina. Markaður-
inn hefur verið í lægð
undanfarna mánuði en
nú segir hann að vonir
standi til að það breytist.
„Það er auðvitað mikil
óvissa en margir vilja
trúa því að vísitölurnar
fari upp eins og jafnan
hefur gerst í kjölfar mik-
illa atburða. En þetta
veit enginn," segir Guð-
mundur Franklín.
-rt
Guömundur Franklin.