Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
Útlönd
H>"V
REUTER-MYND
Blair til Washington
Forsætisráöherra Bretíands er á teiö
til Washington aö ræöa viö Bush.
Gestkvæmt hjá
Bush og félögum
Mikill gestagangur verður hjá Ge-
orge W. Bush Bandaríkjaforseta og
stjómvöldum í Washington næstu
daga. Jacques Chirac Frakklands-
forseti kemur í Hvíta húsið í dag og
munu viðræður forsetanna einkum
snúast um hryöjuverkin í síðustu
viku. Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, heimsækir Bush síðan á
fimmtudag og verður meðal annars
farið með hann til New York til að
skoða verksummerkin þar sem
World Trade Center stóð áður.
Þá verða erlendir utanrikisráð-
herrar á ferðinni í Washington í
vikunni, menn eins og Joschka
Fischer frá Þýskalandi og ígor
ívanov frá Rússlandi. Þeir munu
ræða við bandarískan starfsbróður
sinn, Colin Powell.
Tugir létust af
völdum fellibyls
á Taívan í nótt
Þúsundir hermanna voru við
hreinsunarstörf á götum Taipei,
höfuðborgar Taívans, í morgun eftir
að fellibylurinn Nari fór yflr eyjuna
með úrhellisrigningu. Að minnsta
kosti 36 manns týndu lífi í hamför-
unum.
Fimmtán manns að minnsta kosti
er enn saknað og 135 eru slasaðir.
Úrhellið sem fylgdi fellibylnum
varð til þess að götur höfuðborgar-
innar breyttust í ólgandi stórfljót og
náði vatnið upp á aðra hæð húsa.
Fómarlömb fellibylsins ýmist
drukknuðu, grófust undir aurskrið-
um eða fengu raflost þegar raf-
magnsstaurar brotnuðu.
REUTER-MYND
Rugfélög í vanda
Fiugfélög víöa um heim horfast í
augu viö gríöarlegan fjárhagsvanda í
kjölfar hryöjuverkaárásanna.
Gengi bréfa í
flugfélögum féll
Miklir erfiðleikar steðja nú að
flugfélögum víða um heim í kjölfar
hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin
í síðustu viku. Gengi hlutabréfa í
bandarískum flugfélögum hrapaði í
gær, á fyrsta degi viðskipta eftir
árásirnar. Bandaríkjaþing íhugar
að koma flugfélögunum vestan hafs
til hjálpar og við blasa uppsagnir
tuga þúsunda starfsmanna þeirra í
Bandaríkjunum og Evrópu. Banda-
rísk flugfélög vilja um 2.400 millj-
arða króna í opinbera aðstoð.
Litlar líkur á að bin Laden verði framseldur frá Afganistan:
Ákvörðuninni
slegið á frest
Lúkasjenkó stal kosningu
Bandarísk stjórn-
völd fordæmdu
harðlega I gær for-
setakosningarnar í
Hvíta-Rússlandi á
dögunum og sögðu
að Alexander Lúk-
asjenkó forseti
hefði beinlínis
stolið þeim. Samkvæmt opinberum
tölum frá Hvíta-Rússlandi sigraði
Lúkasjenkó með yfirburðum.
Rússar streitast á móti
Samfylking ótímabær
Hosni Mubarak Egyptalandsfor-
seti sagði i gær að enn væri ótíma-
bært að ræða um samfylkingu gegn
hryðjuverkum og að Bandaríkja-
menn ættu að hugsa sig um tvisvar
áður en þeir réðust í hernaðarað-
gerðir sem hefðu för með sér dauða
óbreyttra borgara.
Hume ætlar að hætta
John Hume, sem
hefur gegnt lykil-
hlutverki í friðar-
ferlinu á Norður-ír-
landi, tilkynnti í
gær að hann ætlaði
að hætta sem leið-
togi Jafnaðar- og
verkamannaflokks-
ins. Hann sagðist jafnframt vona að
samkomulagið sem hamí átti þátt í
að koma á laggimar myndi vísa
mönnum veginn.
Klerkaráðið í Afganistan hefur
slegið ákvörðun um hvort sádí-arab-
íski hryðjuverkamaðurinn Osama
bin Laden verði framseldur á frest
til morguns eða flmmtudags, að því
er embættismaður talibana sagði í
morgun.
Klerkaráðið átti að koma saman
til fundar í dag til að fjalla um kröf-
una um framsal bins Ladens, sem
grunaður er um að hafa skipulagt
hryðjuverkaárásirnar á New York
og Washington fyrir viku, þar sem
sem talið er að á sjötta þúsund
manna hafi látið lífið. Litlar líkur
þykja á því að talibanar verði við
kröfum Bandaríkjamanna um fram-
sal bins Ladens.
„Fundurinn verður annað hvort á
morgun eða hinn daginn,“ sagði
háttsettur embættismaður talibana,
sem ráða ríkjum í Afganistan, við
fréttamann Reuters.
Um eitt þúsund klerkar eiga sæti
í klerkaráðinu sem var kallað sam-
an af Omari æðstapresti, trúarleg-
um leiðtoga talibana, en ekki var
gert ráð fyrir að hann myndi sitja
fundinn.
Pakistanskir embættismenn
sögðu í morgun að hugsanlega
myndi pakistönsk sendinefnd, sem
er í Afganistan til að telja talibana á
að framselja bin Laden, fá að sitja
fund klerkaráðsins eða fá fréttir af
niðurstöðu hans. Pakistönsku
sendifulltrúarnir reyna að koma
talibönum í skilning um hættuna
sem steðjar að þeim ef Bandaríkja-
menn hefna hryðjuverkanna með
árásum á Afganistan.
Pakistanska sendinefndin ræddi í
þrjár klukkustundir við Omar
æðstaprest í höfuðvígi hans í borg-
inni Kandahar i sunnanverðu
Afganistan. Að sögn fóru viðræð-
urnar vel fram en ekki hefur neitt
verið látið uppi um hvort einhver
árangur hafi náðst.
Bin Laden og talibanar hafa vísað
á bug allri ábyrgð á hryðjuverkun-
um vestan hafs, þegar farþegaflug-
vélum var flogið á World Trade
Center í New York og landvarna-
ráðuneytið i Washington.
Eftirlitsmenn með fjármálamörk-
uðum í Bandaríkjunum og Japan
hafa hafið rannsókn á því hvort
Osama bin Laden og samverka-
menn hans hafi stundað hlutabréfa-
brask til að fjármagna hryðjuverk
sín. Verið er að kanna viðskipti sem
gerð voru fyrir árásirnar.
Rússneskir hermenn reyndu að
endurheimta Gúdermes, næst-
stærstu borg Tsjetsjeníu, úr hönd-
um skæruliða í gær.
Bin Laden sökudólgurinn
Margt bendir til að samverka-
menn hryðjuverkamannsins Osama
bins Ladens hafl staðið fyrir morð-
inu á afganska skæruliðaforingjan-
um Ahmad Shah Masood.
Hlutu þjálfun í Bretlandi
Að minnsta kosti fimm flugræn-
ingjanna sem stóðu fyrir hryðju-
verkaárásunum í Bandaríkjunum i
síðustu viku hlutu þjálfun sína í
Bretlandi, að því er blaðið Daily
Mail sagði í morgun.
REUTERMYND
Róttafólk í Afganistan
Mikill ótti hefur gripiö um sig meöal óbreyttra borgara i Afganistan vegna hræðslu við yfírvofandi innrás Bandaríkjamanna í landiö
og er nú stríöur straumur fióttamanna til allra landamæra landsins. Afganinstan er aö mestu fjalllent og liggja landamæri þess aö
Pakistan i suöri, íran i vestri, Turkmenistan, Úsbekistan,Tadsjikistan í noröri og Kína í austri. Hér á myndinni sjáum viö konur og
börn biöa eftir því aö komast meö rútubíl út úr Kabúl, höfuöborg landsins.
Fallast á öryggissveit
Stjómvöld í Makedóníu létu í gær
undan þrýstingi frá Evrópusam-
bandinu og féllust á að NATÖ sendi
tiltölulega fámenna öryggissveit til
að renna stoðum undir friðarsam-
komulagið sem gert var við al-
banska skæruliða, að undirlagi
Vesturveldanna.
ísraelar ekki með
Colin Powell, utan-
W * ” ríkisráðherra Banda-
■ 1 rikjanna, sagði í gær
P"** ' JJ að stjórnvöld í Was-
r ^ ■ hington sæju ekki fyr-
k'-T-' ir sér að israelar
BMpP M myndu hafa ein-
iV Æ hverju hlutverki að
MJLjÆ gegna í hugsanlegum
hernaðaraðgerðum gegn þeim bera
ábyrgð á hryðjuverkunum í Banda-
rikjunum á þriðjudaginn var.
Hækkun á mörkuðum Asíu
Gengi hlutabréfa hækkaði þegar
markaöir í Asíu opnuðu í morgun.
Nikkei vísitalan í Japan hækkaði til
dæmis um 3,22 prósent og því
greinilegt að þar létu menn lækkun
Dow Jones vestra ekki trufla sig.
John Ashcroft dómsmálaráðherra vill lagabreytingar:
Telur hryðjuverkamenn
enn leika lausum hala
John Ashcroft, dómsmálaráðherra
bandaríkjanna sagði í gær, að líkur
væru á því að þeir sem aðstoðuðu við
hryðjuverkin í siðustu viku væru
flestir staðsettir innan Bandaríkj-
anna. Ashcroft sagði þ.etta á frétta-
mannafundi sem hann hélt í aðal-
stöðvum bandarísku alríkislögregl-
unnar, FBÍ, þar sem hann lagði
áherslu á hertar aðgerðir og hvatti
um leið þingið til að gefa lögregluyfir-
völdum opið leyfi til símahleranna.
Ashcroft sagði einnig að þar semill-
virkjarnir væru auðsjáanlega í tengsl-
um við skipulögð hryðjuverkasamtök
væri hættan á áframhaldandi hryðju-
verkum yfirvofandi. „Það kallar á ný
lög til að auðvelda FBI baráttuna gegn
hryðjuverkum og til þess er nauðsyn-
legt að fá opið leyfi til að hlera allar
hugsanlegar gerðir af símum og
einnig til að opna fyrir frekari leiðir
John Ashcroft
John Ashcroft, dómsmálaráöherra
Bandaríkjanna, vill aðlaga hryöjuverkalög
breyttum aðstæðum.
við rannsóknir á fjármögnun hryðju-
verkanna," sagöi Ashcroft, en ljóst er
að fjármagnið kemur að mestu leyti
erlendis frá. „Við munum fara fram á
að þingið afgreiði þessi mál í vikunni
og að niðurstaðan verði samkvæmt
óskum okkar. Við þurfum virkilrga á
því að halda til aö vinna gegn þessari
nýju ógnun,“ bætti Ashcroft við. Að-
spurður um rannsóknina sagði As-
hcroft að henni miðaði vel árfam.
„Okkur hafa borist vel á áttunda þús-
und símtöl, auk þess að hafa vengið
sendar um 47 þúsund vísbendingar á
Internetinu og úr því er nú unnið af
fullum krafti. Til að auðvelda okkur
vinnuna er nauðsynlegt að samræma
lögin því ástandi sem við stöndum
frami fyrir. Samkvæmt núverandi
lögum er mun auðveldara að fást við
njósnara og dópsala, heldur en
hryðjuverkamenn, “ sagði Ashcroft.