Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 36
.* J* FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFIIR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Hraður vöxtur skatta og skulda - vaxandi kröfur um skattalækkanir Opinber gjöld á einstaklinga hafa stööugt verið aö aukast og hafa nær þrefaldast á tíu árum, eða frá 1991 til 2001. Nemur gjalda- aukningin um 65,9 milljörðum króna. Á sama tímabili er sláandi lítil aukning bóta. Þær aukast úr 7,2 milljörðum króna 1991 í aðeins 8,7 miUjarða króna árið 2001. Er aukningin á þessum lið aðeins ríf- lega 1,4 milljarðar króna. Þá eru einnig sláandi tölur Rík- isskattstjóra um eignir og skuldir einstaklinga. Samkvæmt framtöl- um hafa eignir tvöfaldast á tíu ára tímabili en skuldimar hafa vaxið talsvert hraðar eða rétt tæplega þrefaldast. I gær streymdi fólk í Fasteigna- mat ríkisins til að kæra breyting- ar á brunabóta- og fatseignamati. Við lokun skrifstofunnar í gær höfðu yfir 8000 manns kært niður- stöðu matsins. Kærur héldu þó áfram að berast eftir lokun með faxi, netpósti og bréflega inn um lúgu embættisins til miðnættis. Mikil viöbrögð hafa verið við breytingum á brunabóta- og fast- eignamati sem getur leitt til um- talsverðrar íþyngingar á gjaldalið heimilanna í landinu. Pétur H. Blöndal alþingismaður sagði í samtali við DV fyrir helgi að skattaálögur á landsmenn hefðu verið að stóraukast. Eignir og tekjur hefðu hækkað langt um- fram verðlag og bæði eignaskatt- ur og tekjuskattur hafi síðan hækkað enn meira. Kröfur um skattalækkanir verða stöðugt hág- værari. Nærtækast er að geta áskorunar SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, á ríkisstjóm- ina um helgina um verulegar skattalækkanir. Sjá nánar bls. 4. -HKr. ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 Mun ekki lækka íslenska vexti Birgir Isleifur Gunnarsson. - segir Seölabanki Þrátt tyrir að ýmsir seðlabankar í heiminum séu með í skoðun eða hafi þegar lækkað vexti til að bregðast við afleiðingum hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum, heldur Seðlabanki íslands sínu striki. Birgir ísleifur Gimnars- son seðlabanka- stjóri sagði í sam- tali við DV í morg- un að aðgerðir er- lendu seðlabank- anna hefðu ekkert fordæmisgildi gagnvart íslensk- um vaxtaákvörð- unum. „Menn eru fyrst og fremst að forð- ast kreppu í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og það er alveg ljóst að okkar ákvarðanir um vexti hafa engin áhrif á heimsbúskapinn. Við verðum fyrst og fremst að líta á það sem er að gerast hér. Við erum áð berjast við verðbólguna sem reyndist 8,4% á 12 mánaða grundvelli í síðustu mælingu og það er mjög erfltt að hefja vaxtalækkun undir slíkum kringum- stæöum," sagði Birgir ísleifur. Hann segir að bankinn treysti sér ekki til að gefa upp tímasetningu á vaxtalækkun og liídegt er að þess verði langt að bíða. „Það er ljóst að það kemur að því en við viljum sjá okkar spár um minnkandi verðbólgu rætast fyrst. Við spáum að verðbólgan muni lækka undir lok ársins og það viljum við sjá rætast áður en eitthvað er gert í vaxtamálunum." -BÞ I3IRGIR ER KLETTUR... Gjöld einstaklinga hækka um tugmilljarða á áratug: FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ Bandarískur hlutabréfamarkaður: Viðunandi staða eftir fyrsta daginn DV, MANHATTAN „Lækkunin á mörkuðunum varð minni en búist hafði verið við. Þetta var viðunandi staða í upphafi," segir Guömundur Franklín Jónsson. Sigurbjörn Þorkelsson. - segir Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri Burnham Securities, segir niðurstöðu dags- ins ákveðinn varnarsigur. „Þetta er sigur miðað við að- stæður. Mesta fallið varð í bréfum fyrir- tækja 1 ferðaþjónustu og flug- rekstri en þau sem tengjast her- gagnaframleiðslu og tölvugeymsl- um hækkuðu mest í verði. Miklar umræður eru um það í Bandaríkjunum að ríkið verði að hlaupa undir bagga með flugfélög- unum sem eiga í miklum vanda vegna rekstrartruflana. Guðmund- ur Franklín kveðst þeirrar skoð- unar að ríkinu beri að hlaupa und- ir bagga með flugfélögunum í slík- um erfiðleikum. Hann telur jafhframt að íslensk stjórnvöld ættu að íhuga vandlega hvort ekki sé rétt að aðstoða Flugleiðir með slíkum hætti þar sem félagið hefur tapað fjármunum vegna rekstrar- truflana af völdum hryðjuverk- anna. „íslendingar geta ekki verið án reglubundinna flugsamgangna og undir núverandi kringiunstæðum er fullkomlega réttlætanlegt að stjórnvöld komi til hjálpar," segir Guðmundur Franklín. -rt Sigurbjörn Þor- kelsson, fram- kvæmdastjóri hlutabréfaafleið- unnar hjá Lehman Brothers í New York. Lokastaða á bandarískum hlutabréfamörk- uðum í gær varð mörgum léttir en vísitölur Nasdaq og Dow Jones lækkuðu hlut- fallslega í það sama og gerðist á öðrum mörk- uðum. Dow Jo- nes fór niður um 684 stig og Nas- daq lækkaði um 115 stig. Mikill titringur var meðal verðbréfasala fyrir opnun og vangaveltur um það hvernig markaðurinn þróaðist fyrsta daginn. Guðmundur Franklín Jónsson, DV-MYND SIGURÐUR K. HJALMARSSON. Fór flatt á fýlnum Fálkinn, sem bóndi hljóp uppi, varaðist ekki varnarvopn fýlsins, lýsiö. Bóndi hljóp uppi fálka DV. VlK: Ólafrn- Steinar Bjömsson, bóndi á Reyni í Mýrdal, var í gær í Höfðabrekkuafrétti. Við Fálkanef, sem er strýta fremst í Raufargili, varð hann var við fálka sem baks- aði þar og gat ekki hafið sig til flugs. Bóndi er léttur á sér og hljóp hann fuglinn uppi og handsamaði. Setti Ólafur Steinar fuglinn í pappakassa og flutti heim með sér. Fálkinn lét illa í kassanum, en menn undruðustu mjög hversu sterkur hann er í klónum. Greini- lega hafði fálkinn ætlað sér fýl til matar en hann fýllinn hefur snúist til vamar og ælt lýsinu yfir fálk- ann. Þá verða flugfjaðrir oftast óvirkar. Fálkinn fór klukkan 10 I morgun til Náttúrufræðistofnunar i Reykjavík og þar ætluðu fugla- fræðingar að hreinsa hann og væntanlega sleppa honum síöan út í náttúruna. -SKH i i i i i i i i i Nefnd um endurskoðun fiskveiðistjórnunar: Enn ekkert samkomulag á \TníViíl pÍÓttowi4-Trr»rrf>v»óAV»r»v»v»o pnm /-»r» nlrlrí nínp milTÍl vni r\ct Vnin uov ' i Nefnd sjávarútvegsráðherra sem vinnur að því að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun hefur enn ekki lokið störfum en Friðrik Már Bald- ursson formaður nefndarinnar hafði sagt að stefnt væri að því að nefndin skilaði af sér nú um miðjan mánuðinn. Ljóst er að bjartsýni nefndarmanna á að samkomulag ná- ist er ekki eins mikil nú og hún var fyrir um hálfum mánuði, en þá áttu menn allt eins von á að saman gegni í nefndinni og voru fundir boðaðir nokkuð þétt. Nú líður aftur lengra miili funda og er búist við að málið verði afgreit úr nefndinni me ein- hverjum hætti á fundi sem boðað hefur verið til í næstu viku. -BG Megn óánægja með að sætum var fjölgað á kostnað gesta: Tvíbókað var í sum sætin „Það komu þarna upp tilvik, þar sem tvíbókað var í sæti,“ sagði Sveinn Kragh einn þeirra sem stóð fyrir tón- leikum José Carreras og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Urgur var í hundruðum tónieika- gestanna þegar þeim var vísað í önn- ur sæti en þeir höfðu keypt í vor á 12.500 kr. stykkið. Virtist svo sem svæðið þar sem þessi sæti voru hefði verið fleygað af „aukasætum" því til var i dæminu aö fólk sem hafði keypt sér sæti saman væri aðskilið af tugum sæta. Enda var slík örtröð í upphafi þegar fólk fann ekki sætin sín að tón- leikarnir töfðust um hálftíma. Hjón sem komu alla leið norðan af DV-MYND EJ Fögnuður Listamönnunum var fagnaö ákaflega eftir tónleikana í gær Siglufirði á tónleikana og höfðu keypt sér miða á fyrsta söludegi í vor sátu í gærkvöldi alveg úti við dyravegg sal- arins og áttu ekki möguleika á að sjá upp á sviðið. „Okkur var sagt að sæt- in okkar væru fyrir miðjum sal og erum óánægð að fá allt aðra vöru en við borguðum fyrir,“ sögðu þau. Því sem gerðist á sviðinu var varp- að á stóra sjónvarpsskjái báðum meg- in við sviðið en ekki er alveg það sama að sjá listamenn á skjá og á sviði. „Miðasala.is sá um sölu að- göngumiðana fyrir okkur. Þetta virð- ist eitthvað hafa riðlast hjá þeim,“ sagði Sveinn, sem kvað tónleikahald- ara sjálfa hafa sett upp salinn. Hann sagði skoðað hvort tónleikagestir sem lent hefðu í að fá önnur sæti en þeir hefðu upphaflega keypt fengju miða sína endurgreidda. -SA/-JSS Sjá bls. 6 og 17 Brother merkiuélin UCÖ Rafport nú er unnt að merhja alit í heimilinu, hdkubauha, spólur, shóla- dót, gelsta- dlsha o.fl. nýbýtauegl 14 • sfmi 554 4443 • if.is/rafport Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.