Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 26
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 Tilvera x>v Þröng á þingi Fjölmargir lögöu leiö sína í búningsherbergiö aö sýningu lokinni til aö sam- fagna leikurum. Þorgeröur Katrín Gunnarsdóttir albingismaöur og Hallgrímur Helgason rithöfundur þurftu aö gera sér aö góöu aö hírast undir fatahengi. Brosað breitt Hávar Sigurjónsson leikskáld, Nína Dögg Filippusdóttir leikari og Hilmar Jóns- son leikstjóri brostu sínu breiöasta þegar allt var yfirstaöiö. Nýtt íslenskt leikrit: Englabörn í Hafnarfirði Nýtt íslenskt leikrit, Engla- böm, var frumsýnt í Hafnar- fjarðarleikhúsinu á fóstudag- inn. Verkið fjallar um stjúp- systkinin Jóa og Karen sem eiga í mikilli togstreitu, jafnt við fjölskyldu sína og fjand- samlegt umhverfi. Höfundur leikritsins er Hávar Sigurjóns- son en hann hefur hingað til verið þekktari sem leiklistar- gagnrýnandi en leikritasmið- ur. Var leikurum og öðrum að- standendum sýningarinnar vel fagnaö í lokin og var ekki annað að heyra en að menn væru ánægðir með hvemig til tókst. DV-MYNDIR EINAR 1. Fólkið að baki Englabörnum Leikurum, listrænum stjórnendum og öörum aöstandendum leikritsins var vel fagnaö aö sýningu lokinni. Tvær góðar Þaö fór vel á meö þeim Guörúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Hafnar- fjaröarleikhússins, og Maríu Reyndal aöstoöarleikstjóra. Bíógagnrýni Finnur og Olafur Finnur Arnar Arnarson, leikmyndahönnuður Englabarna, og Ólafur Haukur Símonarson, leikritasmiður með meiru. Laugarásbíó/Stjörnubíó - A Knight’s Tale -Jf Poppaður miðaldariddari Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Flestir sem eitthvað fylgjast með kvikmyndum og fara á bíó eru sjálfsagt sammála um að sumarið 2001 er með lélegri kvikmynda- summm. Á fjörur okkar hér á Fróni hefur hverja verksmiðju- framleiðsluna af annarri rekið frá Hollywood, kvikmyndir sem fylgja fyrirfram staðlaðri formúlu um hvað það er sem áhorfendur vilja sjá og standa alls ekki undir því að vera sjálfstæð verk. Sumar þeirra hafa fengið þá aðsókn sem búist var við en geysiöflug markaðssetn- ing á sjálfsagt mikinn þátt í að- sókninni. A Knight’s Tale fellur undir þessa innantómu kvikmyndgerð sem stunduð er í Hollywood. Hún er samt um leið að hluta frumleg tilraun til að nálgast þá kynslóð sem mest fer i bíó. Sú kynslóð er lítt hrifin af miðaldarómantík með hugdjörfum riddurum og hreinum aðalsmeyjum. Þetta veit leikstjór- inn og handritshöfundurinn Brian Helgeland. Til að ná til fjöldans læt- ur hann allt raunsæi lönd og leið og poppar upp miðaldarómantíkina Heath Ledger leikur riddarann hug- rakka, William Thatcher, ööru nafni Sir Ulrich von Lichtenstein of Gelder- land. með húmor upp á nútímann, farsa- kenndum uppákomum og þekktum rokklögum. Tekst honum bærilega að sjóða úr þessum kokkteil. Þetta gerir það að verkum að myndin minnir einstaka sinnum á Monthy Python eða Mel Brooks, er á næsta andartaki sykursæt rómantík eða minnir um margt á tónlistarmynd- band. Þetta er ekki gæfuleg blanda við fyrstu sýn en einhvern veginn gengur þetta upp hjá Helgeland og má þar meðal annars þakka leik- gleði hjá flestum leikurum. Aðalpersónan er fátækur sonur þakgerðarmanns, William Thatcher (Heath Ledger) sem er að- stoðarmaður riddara. Hann sér leik á borði þegar riddarinn deyr og tekur stað hans í burtreiðakeppni og vinnur keppnina undir hinum þekkta Queen-slagara, We Will Rock You. Þarna má segja að tónn- inn sé gefinn um framhaldið: Gleymið því sem lært var í sögu- tímum og minnist aðeins þess hvernig stemningin er á landsleik í fótbolta. Til að geta haldið áfram burtreiðum þarf William að verða sér úti um aðalsmannstitil og ætt- artölu og þá er gott að eiga hæfi- leikaríka vini sem sjá um slík mál. William er fljótur að slá í gegn í burtreiðum og er orðinn stjarna að nokkrum mánuðum liðnum, að visu undir fölsku flaggi. Handrit Brians Helgelands er lip- urlega skrifað eins og vænta má af þeim er skrifaði L.A. Confídental, oft með hárfínum húmor og mikl- um og skáldlegum orðaflaumi þeg- ar það á við. Gallinn við A Knight’s Tale er hins vegar sá að leikstjór- inn Helgeland er að rembast við að koma í hjónaband miðöldum og nú- tímanum og á erfitt með að gera upp við sig hvort myndin eigi að vera farsakennd gamanmynd eða spennandi ævintýramynd. Eins og hún kemur fyrir sjónir er hún sitt lítið af hvoru í misheppnuðu hjóna- bandi, en er samt sem áður hin sæmilegasta skemmtun. Leikstjóri og handritshöfundur: Brian Helgeland. Kvikmyndataka: Richard Greatrex. Tónlist: Carter Burwell. Aðal- leikarar: Heath Ledger, Mark Addy, Rufus Sewell, Paul Bettany og Shannyn Sossamon. Jacko vill koma til aðstodar Michael Jackson og Britney Spe- ars stóðu saman á sviðinu í New York fjórum dögum fyrir hryðju- verkaárásirnar á New York og Washington. Nú vill Jacko endur- taka leikinn og fá Britney í lið með sér til að safna peningum til styrkt- ar þeim sem eiga um sárt að binda. Markmið Jackos er að hala inn sem svarar hátt í fjórum milljörðum ís- lenskra króna með útgáfu plötu. Popparar hafa margoft áður sungið til styrktar bágstöddum og safnað stórfé. „Ég trúi því af öllu hjarta að tónlistarfólk komi saman og leggi sitt af mörkum til þúsunda bág- staddra,” segir Jacko litli. Skattmann enn á eftir Pavarotti Aumingja stórtenórinn Luciano Pavarotti á ekki sjö dagana sæla vegna endalausra ofsókna skattayf- irvalda í heimalandi hans, Ítalíu. Söngvarinn og fjármálaráðgjafar hans héldu að málið hefði verið leyst í fyrra þegar hann greiddi um sjö hundruð milljónir króna til ítalska ríkisins, bæði gamlar skatta- skuldir og sektir fyrir að hafa ekki staðið í skilum. Nú vilja yfirvöld hins vegar draga söngvarann fyrir dóm og að sögn á hann yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Strandgella í eiturvandræðum Strandvarðagellan fyrrverandi Yasmine Bleeth lenti í umtalsverðum vandræðum um daginn þegar lögregl- an fann kókaín í veskinu hennar. Lög- reglan hafði verið til kvödd eftir að stjarnan lögulega ók bil sínum út af skammt frá Detroit. Hvorki Yasmine né steggurinn sem var með henni í bilnum meiddust í óhappinu en stúlk- an varð að dúsa í steininum um nótt- ina vegna eiturfundarins. Að sögn lög- reglunnar virtist leikkonan í annar- legu ástandi. Yasmine hefur áður átt í vandræðum með fiknir sínar því í fyrra dvaldi hún um tíma á afvötnun- arstöð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.