Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
Norðurland DV
Akureyringar bíða spenntir eftir „skíðavetrinum" og nýju stólalyftunni:
Bylting fýrir hinn
venjulega skíðamann
- segir Júlíus Jónsson, formaður Skíðafélags Akureyrar
DV-MYND BG
Fleiri í hverri ferö
Fjórir stólar veröa í hverri röö í nýju lyftunni, eins og sjá má á fyrstu stólaröö-
inni, en þeir eru þessa dagana í Ráðhúsinu á Akureyri þar sem myndin var
tekin í gær.
„Afkastageta lyftunnar verður
það miklu meiri en gömlu lyftunnar
aö ég tel að biðraðir séu eitthvað
sem við munum aldrei sjá. Það
skiptir hinn venjulega skíðamann
mjög miklu og það má segja að um
byltingu sé að ræða,“ segir Július
Jónsson, formaður Skíðafélags Ak-
ureyrar, um tilkomu nýju stólalyft-
unnar sem á að vera tilbúin í Hlíð-
arfjalli um miðjan desember.
Atkastageta nýju stólalyftunnar,
sem hefur fjóra stóla í röð í stað
tveggja í gömlu lyftunni, mun verða
2.040 manns á klukkustund. Til sam-
anburðar má nefna að gamla lyftan í
Hlíðarfjalli flutti um 450 manns á
klukkustund og stólalyftan í Bláfjöll-
um flytur 1100-1200 manns á
klukkustund. Með viðbótarbúnaði
sem settur verður í nýju lyftuna í
Hlíðarfjalli strax á næsta ári eykst
afkastageta hennar í 2.240 manns á
klukkustund.
Mesti hraði gömlu lyftunnar upp
á endastað var um 8 mínútur en ef
oft þurfti að stoppa gat tekið allt að
12 mínútur að fara upp með lyft-
unni. í nýju lyftunni verða sem fyrr
sagði 4 sæti i hverri röð, skíöafólkið
stígur inn á færiband sem fer á 1,5
metra hraða á sekúndu, en stólamir
koma að fólkinu 1,2 metrum hraðar
miðað við sekúndu og hefur skíða-
fólkið 7 sek. til að koma sér fyrir í
stólunum. Þurfi að stöðva lyftuna
eða hægja á ferð hennar er hún
þannig útbúin að mun skemmri
tíma tekur að koma henni á fulla
ferð að nýju en gömlu lyftunni.
Menn eiga því von á byltingu í
Hlíðarfjalli, afkastagetan margfald-
ast og biðraðimar verða úr sögunni
sem þýðir að hinn almenni skíða-
maður sem eyðir dagstimd í íjallinu
nær að renna sér mun fleiri ferðir
niður brekkumar. Þetta mun eflaust
þýða mjög aúkna aðsókn í Hlíðar-
fjall.
„Það er spenna í ferðaþjónustunni
vegna tilkomu nýju lyftunnar," seg-
ir Guðmundur Ámason sem rekur
gistiheimilið Gulu Villuna á Akur-
eyri. Hann segir ekkert vafamál að
tilkoma nýju lyftunnar muni leiða
til þess að fleiri skíðamenn leggi leið
sína til Akureyrar og þess geti farið
að gæta strax i janúar.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins í Hliðar-
fjalli, segir að framkvæmdir vegna
lyftunnar séu samkvæmt áætlun,
steypuvinnu vegna undirstöðu lyft-
unnar lýkur í byrjun næsta mánað-
ar og í þessari viku fara fyrstu hlut-
ar hennar i skip erlendis. Það eru
m.a. lyftumöstrin og hefst uppsetn-
ing þeirra I næsta mánuði. -gk
Enn unniö í Skinnaiönaöi
Um 30 manns eru enn að störfum hjá Skinnaiönaöi en allur þorri starfs-
fólksins er þó hættur störfum.
Líf í Skinnaiðnaði:
30 manns að störfum
- endurreisn ekki óhugsandi
þ.e.a.s. birgðir, vélar, tæki og kröf-
ur sem þær eiga veð í og jafnframt
hef ég leigt þeim tímabundið þær
fasteignir sem félagið á,“ sagði
skiptastjóri í samtali við DV í gær.
Um er að ræða mánaðar
vinnslutíma og er með þessari að-
gerð verið að bjarga verðmætum,
að sögn Örlygs. Eins og DV hefur
greint frá er ekki útilokað að
Skinnaiðnaður verði endurreistur
með einhverjum hætti. Ljóst er að
starfsmenn fyrirtækisins búa yfir
mikilli sérþekkingu og hafa orðið
umbætur í vinnslu hjá fyrirtæk-
inu undanfarið. Örygur Hnefill
segir alltaf meiri líkur á slíkri
endurreisn ef lifi sé haldið áfram í
starfseminni. „Þetta er mjög já-
kvætt,“ sagði Örlygur. -BÞ
Um 30 manns
voru að störfum í
verksmiðju Skinna-
iðnaðar á Akureyri
í gær, eftir gjald-
þrot fyrirtækisins
sl. fimmtudag.
Landsbankinn og
skiptastjóri, Örlyg-
ur Hnefill örlygs-
son, tóku ákvörðun
um að starfsemi
skyldi fara fram næstu vikur en eft-
ir það verður staðan endurmetin.
120 manns voru að störfum fyrir
gjaldþrotiö þannig að sem stendur
er rekin um fjórðungsstarfsemi
miðað við fyrri rekstur.
„Hömlur, félag Landsbankans,
hefur leyst til sín eignir félagsins,