Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 24
28
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
Tilvera
Upplifði árásirnar á Japan í heimsstyrjöldinni:
N áungakærleikur
sprettur af illvirkinu
- segir Megumi Vogelmann sjálfboðaliði
DV, MANHATTAN:____________________
„Þetta er það versta sem ég hef
nokkru sinni upplifað. Ég horfði á
hörmungarnar út um gluggana hjá
mér - sá tumana hrynja. Sú lífs-
reynsla er óskapleg," segir Megumi
Vogelmann sem býr örskammt frá
svæði núll þar sem World Trade
Center var áður. Hún fær ekki að
búa í íbúð sinni en starfar sem sjálf-
boðaliði viö að gefa björgunarmönn-
um mat og drykk.
Megumi er fædd i Japan og hún
var á bamsaldri þegar Bandaríkja-
menn gerðu kjarnorkuárásirnar á
Nagasaki og Hiroshima. Sjálf bjó
hún skammt utan við Tokyo.
„Á þeim tíma voru foreldrar mín-
ir alltaf við öllu búnir og við vorum
með nauðsynjar í bakpoka til að
geta farið út í snarhasti ef til árásar
kæmi. Eina nóttina var varað við
loftárás og við þustum út. Yfir höfð-
um okkar flaug sprengjuþota sem
varpaði mörgum eldsprengjum. Við
héldum að þær myndu lenda á okk-
ur en vindurinn bar þær af leið og
við sluppum," segir hún.
Megami segir upplifun sína að
Fórnfúst starf
Megumi Vogeimann vinnur sjálfboða-
starf við að fæða björgunarmenn
sem vinna dag og nótt í rústum
Manhattan.
þessu sinni vera verri en í Japan.
Kannski sé þaö nálægðin við hörm-
ungarnar sem veki þá tilfmningu.
„Rétt eins og í Japan þá slapp ég
þessu sinni. Þegar seinni turninn
hrundi þyrlaðist upp mikið brak og
þétt rykský. Ég hélt að það myndi
ná til okkar og færa okkur á kaf en
það gerðist ekki og ég slapp aftur.
Þessi atburður er hræðilegur og ég
mun aldrei geta gleymt því sem ég
sá að morgni 11. september," segir
hún.
Megami segir að þrátt fyrir að
hörmungarnar séu nær óbærilegar
og svæði núll minni helst á drauga-
borg vonist hún til að lífið komist í
samt lag. Hún vilji þar leggja sitt af
mörkum með því að hjálpa til við
hreinsunarstarfið og leit að hinum
horfnu.
„Það er hræðilega dapurlegt að
ganga hér um - götumar iöa jafnan
af fjölbreyttu mannlífi. Nú er allt
lokað. Aftur á móti verð ég vör við
að náungakærleikurinn er alls stað-
ar og fólk hugsar betur hvað um
annað. Það kann því að vera að
þessi óskiljanlegu fólskuverk skili
af sér betra mannlífi," segir
Megumi. -rt
Syrgjendur alls staöar á Manhattan:
Sjötti hver maður fórst
- segir John Borgia slökkviliösmaður
Sorg á slökkvistöð
Fjöldi fótks kom við á siökkvistöðinni til að votta virðingu sína
og samúð. Hér tekur John Borgia við teikningu frá barni sem
vildi votta samúð sína og hvetja hetjurnar til dáða.
DV, MANHATTAN:_________________________________
„Við misstum 10 menn í þessari ómanneskju-
legu árás. Þessu fylgir mikil sorg og stórt skarð er
höggvið í raðir okkar,“ segir John Borgia, slökkvi-
liðsmaður í slökkviliði New York-borgar, í samtali
við DV. Stór hluti slökkviliðsmanna borgarinnar
fórst þegar tumar World Trade Center hrundu til
grunna eftir að þotunum tveimur var flogið í þá af
fullkomnu mannhatri.
Slökkvistöð Johns er á 51. stræti, á milli annarr-
ar og þriðju breiðgötu á Manhattan. Hann segir að
aðrar stöðvar hafi einnig misst marga menn en
hlutfall fallinna félaga þeirra væri hátt í saman-
burði við flestar aðrar stöðvar.
Alls störfuðu 65 manns á slökkvistöðinni sem er
ein af um 70 stöðvum.
Sorgin var allsráðandi á slökkvistööinni og
fjöldi fólks kom þar við til að votta slökkviliðs-
mönnunum samúð sína. Myndir af látnum og þeim
sem saknað er héngu uppi og margir komu með
blóm sem þeir lögðu framan við myndirnar. Börn
komu með bréf til slökkviliðsmanna og orðið hetj-
ur kom fyrir í þeim flestum. Mörg barnanna
ávörpuðu slökkviliðsmennina sem eftir lifa og
fóðmuðu þá. Mátti sjá marga þeirra vikna við.
Enginn sem leið átti hjá var ósnortinn og alls stað-
ar var fólk að tjá sig um atburðina hræðilegu.
John Borgia slökkviliðsmaður segir marga
hugsa um það hvers konar menn hafi fengist til
þess að fremja þann glæp gagnvart fólki sem átt
hafi sér stað.
„Það er ekki hægt að kalla þá menn sem unnu
þama grimmdarlegasta hermdarverk allra tíma.
Við vonum að óvinurinn finnist og hægt verði að
uppræta hann. En núna er sorgin okkur efst í huga
og við gerum allt til að heiðra minningu félaga
okkar og allra annarra sem létu lífið vegna
grimmdar sem við fáum ekki skilið," segir John
Borgia. -rt
Söknuður
Fjölmargir minntust þeirra sem féllu í hinum hroðalegu árásum. Hér er búið
að setja upp fána á Times Square. Fjöldi manns kveikti á kertum og átti
kyrrðarstund.
Þjónustustúlka á Manhattan:
Eins og
draugaborg
DV, MANHATTAN:_____________________
„Manhattan var eins og drauga-
borg fyrst eftir þessa hræðilegu at-
burði,“ segir Heather Lawson,
þjónn á Maison Café á 10. stræti á
Manhattan. Hún segir fólk hafa ver-
ið bugað af sorg en á föstudag hafi
borgarlífið tekið að breytast á ný til
hins betra. Fólk hafi farið að opna
sig.
„í stað hyldjúprar sorgar er nú
farið aö bera á því að fólk sé kvíðið
um það sem gerast kunni í fram-
haldinu. Hjá sumum örlar á hefnd-
arþorsta og það fólk vill að við
ráðumst á önnur ríki til að refsa
þeim fyrir hönd hermdarverka-
manna. Aðrir benda á að Banda-
ríkjamenn hafi staðið að árásum á
önnur riki og þar hafi saklausir
borgarar látið lífið rétt eins og hér,“
segir hún.
Heather bjó á Flórída áður en
hún settist að á Manhattan fyrir
nokkrum árum, skammt frá vinnu-
stað sínum. Hún þekkir til margra
þeirra sem fórust eða er saknað.
„Allir þekktu eitthvert fórnarlamb
eða einhvem sem missti nákominn
ættingja,“ segir hún.
Hún segist óttast þær breytingar
sem verði á samfélaginu.
„Við verðum að mæta þessum at-
burðum með skynsemi. Við verðum
að lifa með þeim. Manhattan var í
mínum huga skemmtilegasti staður
á jarðríki. Samfélagið mun örugg-
lega breytast mikið við þessa at-
burði. Enginn veit hvað verður
byggt þar sem byggingarnar stóðu
áður. Ég vil sjá World Trade Center
risa aftur í sem líkastri mynd. Við
verðum að sýna heiminum að ekk-
ert fái bugað okkur. En hér verður
aldrei aftur eins og áður,“ segir
Heather. -rt
Förðunarmeistari á Manhattan:
Ekkert verður eins
„Ekkert verður nokkum tím-
ann eins í bandarísku þjóðllfl eft-
ir þessa atburði," segir Candi Dav-
is, förðunarmeistari á Manhattan,
um þær þjáningar sem íbúar Man-
hattan eru að ganga í gegnum.
Hún eins og flestir aðrir átti
vini og kunningja sem taldir eru
hafa farist í World Trade Center.
„Fólk óttast hvað kann að ger-
ast í framhaldi þessara atburða.
Sá ótti er ekki bundinn við Man-
hattan heldur um nær öll Banda-
ríkin. Ég vil að Bandaríkjastjórn
bregðist við atburðunum og upp-
ræti hermdarverkamenn en sú að-
gerð verður að vera takmörkuð
við hermdarverkamennina og þá
sem skýla þeim. Saklausir borgar-
ar mega ekki verða fyrir þeim
árásum. Breyta verður þeirri
stefnu okkar að ekki megi senda
flugumenn til höfuðs þeim sem
fremja hryðjuverk. Þessir atburð-
ir mega ekki leiða til stórstyrjald-
ar milli þjóða," segir Candi.
-rt
DV-MYNDIR ÞÖK
Allt breytt
Bandarískt samfélag verður aldrei
eins og fyrir atburðina á þriðjudag í
síðustu viku.
i- 7aS5PT||T- ^xrn
r ,. . ' 4? l/í
* | \ íÆkm'' r'JPwk.J/