Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 Skoðun DV Jón Kjartan ingólfsson verslunarmaður: Fuglaskoðun, það eru svo ótrúleg tilbrigði í gangi. Gunnar Þór Eggertsson tónlistarmaður: Tónlist, tækni og svo myndlist, ég mála mikið. Kári Bertelsson nemi, VSÍ: Tölvur, ég er mikið fyrir tæknina. Ingibjörg Jónsdóttir nemi: Hestar, ég fer mikið á hestbak. Sigurjón Guðbergsson nemi: Fótbolti og tölvur. Fordómar í garð innflytjenda? Orðbragð og hegðun vinstri manna Sigrún Jónsdóttir skrifar: Ég varð undrandi við lestur við- tals sem birtist i Fréttablaðinu 30. ágúst sl. við Báru Snæfeld, verk- efnastjóra hjá Miðstöð nýbúa. í þvi talaði hún m.a. um aukna fordóma í garð innflytjenda á Islandi. Það voru þó einkum tvær staðhæFmgar hennar sem vöktu mesta furðu. Báð- ar vour þær hluti af svari við spurn- ingunni: Hvers vegna hafa fordóm- ar aukist? Fyrri staðhæfingin var á þá leið að þjóðernissinnar hefðu fengið mjög góða auglýsingu í fjölmiðlum. Vissulega hefur töluvert verið íjall- að um félagsskap þjóðernissinna (ég geri ráð fyrir að Bára hafi þarna átt við hið nýstofnaða félag þjóðernis- sinna en ekki þjóðernissinna svona almennt talað) í blöðum sem öðrum upplýsingamiðlum en sú umfjöllun er síst til þess fallin að snúa fólki á sveif með þeim. Þeir hafa verið mál- aðir dökkum litum, t.d. ávallt sýnd- ir sem fáfróðir kynþáttahatarar og ógnun við lýðræðið. - Varla getur slík umfjöllun verið flokkuð sem „góð auglýsing". Seinni fullyrðing Báru kom mér jafnvel enn meira á óvart. Hún var sú að fréttaflutningur um fólk er- lendis frá hafi verið mjög neikvæð- ur. Ef Bára lítur á nær daglegar greinar og viðtöl, þar sem fjallað er t.d. um málefni nýbúa frá þeirra sjónarhóli sem neikvæða umfjöllun neyðist ég til að efast um skilning hennar á merkingingarmuni orð- anna; jákvæður - neikvæður. Aldrei er orði hallað á nýbúa í fjölmiðlum, Frá hátíð nýbúa á íslandi Hafa fordómar aukist? Enginn efast um skoðanamótandi áhrif fjölmiðla. Ef nálgun þeirra á umræddu málefni heldur áfram að einkennast af hlutdrægni, alhæfing- um og markleysu verður æ erfiðara fyrir almenning að sjá báðar hliðar málsins og mynda sér skoðun sem byggð er á hlutlausum athugunum á stöðu mála. Það er því von mín að fjölmiðlar geri sér grein fyrir hlut- verki sínu í lýðræðisþjóðfélagi og leyfi fulltrúum allra fylkinga að tjá sig svo að hinn almenni borgari geti grundvallað afstöðu sína á stað- reyndum en ekki innantómum stað- hæfmgum, líkum þeim sem Bára Snæfeld heldur fram. „Það er því von mín ctð fjöl- miðlar geri sér grein fyrir hlutverki sínu í lýðræðis- þjóðfélagi og leyfi fulltrúum allra fylkinga að tjá sig svo að hinn almenni borgari geti grundvallað afstöðu sína á staðreyndum en ekki innan- tómum staðhæfingum.“ þeir eru annaðhvort í stöðu saklausa fórnarlambsins eða hins ástríka bjargvættar mannlegra gilda. - Held- ur betur neikvæð umfjöllun það! Vinstri mönn- um ætlar seint að takast að losa grímuna af sér. Einn þeirra er Helgi nokkur Hjörvar. Hann sker sig mjög úr fyrir allt sem hann lætur frá sér; rætið og heiftugt. Þetta er nokkuð sem mað- ur á ekki að venjast, ekki einu sinni þótt kommi sé. Helgi hefur komið sér vel fyrir hjá R-listanum, póli- tískur uppalningur borgarstjóra, ásamt Hrannari B. Amarssyn, sem hefur lagast heilmikið við útlegð sinni á öðrum vettvangi. Leita þarf allt aftur til þingsetu Einars heitins Olgeirssonar til að „Það er furðulegt að komm- arnir skuli hafa mœlst í skoðanakönnun með um 20% fylgi. Skoðanakannan- ir eru náttúrlega ekki kosn- ingar, en eru stundum kvik- indislega nákvæmar. finna sambærilegt því sem Helgi Hjörvar lætur frá sér fara. Stefna og hugmyndir hans svífa yfir beði og líkjast stefnu hins fræga Georgíu- manns Jóseps Visovionovitch Stalin á fyrri hluta tuttugustu aldar. For- maður kommanna (V.G.), Stein- grímur J. Sigfússon, er einnig þekktur fyrir sóðaorðbragð sem fáir taka sér í munn. En svona tala bara ekki alvöru stjómmálamenn. Það er ekki nóg að vera greindur, það verður lfka að kunna að nota sér greindina. Stjórnmálamenn sem klifa alltaf á sömu tuggunni; að rík- ið eigi að gera þetta og hitt, hætta að hafa áhrif. Það er furðulegt að kommarnir skuli hafa mælst i skoð- anakönnun með um 20% fylgi. Skoð- anakannanir eru náttúrlega ekki kosningar, en eru stundum kvikind- islega nákvæmar. Menn sem velja sér alltaf svona sóðaorðbragð hljóta þó að skilja að þeir geta ekki (allir) orðið forsetar. Munum, að ekki eru nema þrir áratugir síðan sú aðstaða skapaðist að landið var nær vamarlaust, nokkuð sem kommamir hafa núna á stefnuskrá sinni, eftir langt hlé. - Þeir mega aldrei festa hér rætur. lög og með aukamennina í liðinu eru jú meiri líkur á að forðast þá niðurlægingu að tapa borg- inni í þriðja sinn í röð. Bæði Björn og Davíð eru farnir að hita upp fyrir leikinn og senda Ingi- björgu Sólrúnu og Reykjavíkurlistanum baneitr- aöar pílur í ræðum sínum og ritum. í því ljósi ber t.d. að skoða yfirlýsingar forsætisráðherra um rýtingsstungur R-listans í bak samherja sinna í Framókn á landsvísu - en eins og Þor- steinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðis- flokksins, ætti að geta staðfest, veit Davíð vel hvað hann er að tala um í þeim efnum. GcllTÍ Nýtt leikkerfi Garri er búinn að sjá það út að úr því sem komið er mun Björn Bjarnason tæplega fara sjálfur í slag við Ingu Jónu Þórðardóttur um það hver skuli leiða listann í Reykjavík. Sjálfstæðis- menn hafa tekið upp aðra taktfk, sem í raun er miklu áhrifameiri og líklegri til árangurs í slagnum eilífa við Ingibjörgu Sólrúnu og hennar lið í R-listanum. Þessi nýja taktík er þekkt úr íþróttum, t.d. handabolta, og er henni þá gjarnan beitt þegar mikið liggur við og menn telja sig ekki hafa miklu að tapa. Það sem menn gera er að bæta við aukamanni f sóknina og freista þess að setja leikkerfi andstæðingsins úr skorðum með því móti. Þannig þekkja menn t.d. að mark- mönnum er skipt út af og útileikmaður er settur inn á þegar mikið liggur við í lok handbolta- leikja. Sjö sóknarmenn eru þá að spila gegn 6 varnarmönnum. Stundum gengur svona lagað upp - stundum ekki. Landsliösmenn í öllu falli þá hafa sjálfstæðismenn nú greini- lega ákveðið að grípa til þessa ráðs, nema hvað aö þeir ætla ekki að taka neinn útaf- og fjölga bara í sókninni. Þetta er hægt í ljósi þess að eng- ar sérstakar reglur banna mönnum að taka þátt í hinum þólitfská íéik þó þ'eir séu ekki beinlínis munstraðir á framboðs- lista. Strangt til tekið eru því engin takmörk fyrir því hve margir aukamennirnir geta orð- ið, en hitt liggur þó í hlutarins eðli að þeir geta ekki orðið nema visst margir áður en þeir fara að þvælast hver fyrir öðrum. Því er betra að velja bara nokkra góða aukamenn og helst landsliðsmenn, sem ná þá hámarksárangri fyrir liðið. Rýtingsstungur Og það er einmitt þetta sem sjálfstæðismenn hafa gert. Þeir Bjöm Bjarnason og Davíð Odds- son og raunar fleiri ráöherrar flokksins hafa ákveðið að skipta sér inn á í borgarstjórnar- leiknum án þess að taka neinn út af í staðinn. Inga Jóna fær þannig að vera áfram í markinu, en þeir Björn og Davíð ætla að freista þess að skora sirkusmark til að sveifla borginni yfir í réttar hendur á ný. Að vísu felst í þessu ákveðin vantrú á það lið sem fyrir er, en nauðsyn brýtur Viö erum varnarlaus Hafliði Helgason skrifar m.a.: í ljósi atburðanna í Bandaríkjun- um vakna spurningar hvað varðar varnarleysf okkar sjálfra. Fyrir nokkrum dögum auglýsti utanríkis- ráðuneytið eftir friðargæslumönn- um til starfa með skömmum fyrir- vara. Er ekki tímabært að endur- skoða þessi mál þar sem við íslend- ingar erum í NATO og arabar hóta okkur refsingu ef við aðstoðum Bandaríkjamenn í aðgerðum þeirra? Er ekki kominn tími á heima- varnarlið undir stjórn Landhelgis- gæslunnar? Hvernig er háttað gæslu á Reykjavíkurflugvelli og öðr- um flugvöllum landsins? Ég held að við séum varnarlaus með öllu. Mánaberg ÓF Metaflatúr kallar á svör, segir út- gerðarmaður í bréfi til blaðsins. Nánar um met- veiði fljótandi frystihúss Garðar Björgvinsson, útgerðarmaður og bátasmiður, skrifar: Metveiði hjá Mánabergi ÓF segir Mogginn fóstudaginn 7. september. Ýmislegt vantar í fréttina. Hversu mörg voru tonnin? Hversu góð var nýtingin? Hvar á landgrunninu var þetta fljótandi frystihús að vinna við rányrkju sína? Nýtingin uppgef- in af Fiskistofu er 37% á frystitog- ara. Hið rétta er reyndar 16%. Því: Hvar er stórfiskurinn? Hvar er smá- fiskurinn? Hvar er meðalaflinn? Já og hvar eru hausarnir og slógið og öll beinin? Á sama tíma og þessi rányrkja á sér stað, þá er verið að afleggja krókaveiðar og drepa landsbyggð- ina. Þetta er ísland í dag með besta fiskveiðikerfi í heimi. Börðu bfla með kylfum t l&sSiMS kaaA- tortto*. 7#tn u* gn **' SS5a*<tB}!ft Sí I'tel't-jJÍtBSirO' MÍUT 1K lifÚIIIUilltavlJÆ, ctft ijjjn- ttóf&iB i .*• jffr ‘Jk.u-.~ma a & sr.MCiúr unr /ééna a&dva* *jí auear I Ká-.siiv'ójtí cw» tgáe lik.títxK&n^p nf imií. iuii -jc.ÉmuC Pi Blaðafrásögn - af furðulegri skrílmennsku og skemmdaræði. Hvað amar að? Siguröur G. Guðmundsson hringdi: Ég verð alltaf jafn undrandi á þeim (litla?) hópi fólks sem hefur ánægju af að eyðileggja eigur ann- ars fólks. Hvað amar að þessu fólki? Menn ganga um bæinn og skemma eigur annarra, mest á nóttunni en líka um hábjartan daginn. Þeir brjóta rúður, troða niður gróður, beina úðabrúsum með málningu að húsum. Þetta bendir til að viðkom- andi eigi við sálrænan vanda að stríða. Þetta er fólk sem þarf hið fyrsta að komasf undir manna hendur áður en það gerir enn meiri óskunda. Blöðin eru full af þessum óhugnaði og mál að linni. Lesendurgeta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. cSrsjT riBjwsfrnf HaEfe %*** '-*«* ** tssrx aJt í»r*> | íbf t#m taa i . fS®*0* f yttgftn .QCK* ’ itátcm *«r Ipé* «1- VFXiitt' A n«ítur. Tt .ii'fr-igufí t fcíjwtajjí- Mt *fi jur ■ ‘áiííwtÁw «n» d» tíSíií SftrccBv ts»- íBldHír SaífcíMinif ttoóí'ir •; " m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.