Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Síða 6
6_______
Fréttir
Vígbúnaður og
mið í öðruvísi
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
mark-
stríði
Stefna Bandarlkjastjómar gagn-
vart hryðjuverkastarfsemi skerptist
mjög eftir árásirnar 11. september
sl. En þá hafði ekki verið ráðist á
Bandaríkin síðan 1776 þegar sjálf-
stæði var lýst yfir og Bretar svör-
uðu með árásum á hið nýja lýðveldi.
I borgarastríðinu, þar sem tekist
var á um einingu ríkjasambandsins,
var barist heiftarlega, en þeim átök-
um lauk 1863 og síðan hafa herir
ekki barist á bandarískri grund.
Þegar árásin var gerð á Kyrrahafs-
flotann í Pearl Harbour voru
Hawaiieyjar undir vernd Banda-
ríkjamanna en gengu ekki í ríkja-
sambandið fyrr en nokkru síðar.
Árásir hryðjuverkamanna á New
York og Washington eru því fyrstu
árásirnar sem erlend öfl gera á
Bandariki Norður-Ameríku síðan
Georg 3. sendi nýlenduher sinn á
móti frelsissveitum Georgs Was-
hington. Síðan hafa Bandaríkja-
menn marga hildi háð en ávallt á er-
lendri grund eða á höfum úti.
Hermdarverkamenn hafa oft ráð-
ist á bandarísk skotmörk, svo sem á
sendiráðsbyggingar erlendis og
sprengt flugvélar. 1993 var gerð til-
raun til að sprengja annan turn
WTC, en bygg-
ingin stóðst þá
tilraun, en sex
manns létust
og á annað
hundrað
manns særðist.
Gerð var til-
raun til að
sökkva her-
skipinu U.S.S.
Cole við
strendur Jem-
ens og nokkir
sjóliðar fórust.
En alvarleg-
asta hermdar-
verkið sem
unnið var inn-
anlands var
þegar stjórn-
sýslubyggingin í Oklahomaborg var
sprengd og á annað hundrað manns
létu lífið. Þar var heimamaður að
verki og ekki við aðrar þjóðir að
sakast um þann verknað.
ar glæpaklíkur geti ráðist að borg-
urum með svo hryflilegum hætti.
Stórtækur vígbúnaður
Bandaríska utanríkisráðuneytið
skilgreinir ríki sem fóstra og hýsa
hryðjuverkamenn sem óvinveitt og
takmarka efnahagsleg og stjóm-
málaleg samskipti við þau. Við-
onxzsaiHi
Oddur Ólafsson
blaðamaður
skiptabann er helsta tækið sem
beitt er til að halda þeim ríkjum í
skeíjum. Róttækir bókstafstrúar-
menn meðal þjóða múslímaheims-
ins og nágranna eru taldir ógn við
sjálfstæði margra rikja sem talin
eru vinveitt Bandaríkjunum. Þau
eru Alsír, Barein, Egyptaland, Isra-
el, Jórdanía, Pakistan og má jafnvel
Osima bin Laden er helsta skotmark bandarísku hervél-
arinnar en það kann að reynast erfitt að finna hann.
- «. ■
Arásin á New York var hin fyrsta sem erlendir stríðsmenn frömdu síöan
breski nylenduherinn réðst á þjóðfrelsisher Georgs Washington 1776.
Ógnarvopn fátæka mannsins
Bandarísk stjómvöld skilgreina
hryðjuverkstarfsemi þannig að
hermdarverk sem unnin eru af ein-
staklingum eða klíkum í auðgunar-
skyni teljast ekki til hryðjuverka
sem beint er gegn almannahags-
munum. Ekki heldur glæpaverk
sem eiga sér trúarlegar rætur.
Skemmdarverk á tölvukerfum og
hugbúnaði eru ekki talin til hermd-
arverka, hvað sem síðar kann að
verða, að því er segir i nýútgefinni
skýrslu utanríkisráðuneytisins um
hryðjuverkastarfsemi og varnir
gegn þeim sem að henni standa.
Höfuðáhersla er lögð á forvarnir.
Til þess þarf mikla upplýsingaöflun
og víðtæk kerfi til að komast að því
hvar líklegast er að hryðjuverka-
menn beri niður, hverjar eru ráð-
gerðir þeirra, skipulag og hvaða að-
ferðum og vopnum þeir beita.
Reynt er að fylgjast meö hvaða
möguleika hryðjuverkamenn hafa á
aðgangi að kjamorkuvopnum, eða
efna- og sýklavopnum. Miklar birgð-
ir eru til af öflum þessum tegundum
stórvirkra drápstækja og sum
þeirra er auðvelt fyrir kunnáttu-
menn að búa til og framleiða. Kostn-
aður þarf ekki að vera mikill en
sýkla- og efnavopn eru stundum
kölluð kjarnorkusprengjur fátæka
mannsins. Allar ríkisstjómir óttast
árásir af því tagi og víðast hvar eru
nokkrar varnaraðgeröir skipulagð-
ar til að koma í veg fyrir að pólitísk-
telja Rússland og Sádi-Arabíu til
þeirra landa sem þannig er ástatt
fýrir.
Meðal þeirra sjö ríkja sem talin
eru geta skaðað bandaríska hags-
muni með því að halda verndar-
hendi yfir hryðjuverkamönnum og
vopnbúast af kappi er Iran efst á
lista. Vitað er að stjórnvöld þar
leggja mikla áherslu á að verða sér
úti um efni og tækniþekkingu til að
framleiða kjarnorkuvopn. Hótanir
um viðskiptabönn og aðrar kárinur,
sem þeim löndum er hótað sem selja
írönum efni og tækniþekkingu í
þessu skyni, virðast ekki bera mik-
inn árangur að áliti utanrikisráðu-
neytisins. Samkvæmt því eru íranir
komnir áleiðs í þeirri kúnst að setja
saman atómbombur.
Vinveitt ríki í hættu
Pólitísk hryðjuverk eru framin
víða um heim, en á síðari árum
hafa þau beinst í stigvaxandi mæli
að bandarískum hagsmunum. Árið
2000 var 47 af hundraði allra hermd-
arverka í heiminum beint að banda-
rískum fyrirtækjum og hagsmun-
um, en aðallega á erlendri grund.
En aflar tölur og hlutföll í þessu til-
liti breyttust hrikalega 11. sept-
ember 2001.
Á heimsvísu voru framin 233 skil-
greind hermdarverkamorð 1999.
Árið 2000 voru þau 405. Særðum
fjölgaði úr 706 í 791 á sama tímabili.
Flest voru morðin framin í Asíu,
Afríka var í næsta sæti og Mið-
Austurlönd í hinu þriðja. I Vestur-
Evrópu fækkaði hryðjuverkaárás-
um verulega aldamótaárið.
Nokkrir sérfræðingar í málefnum
sem varða hryðjuverk og pólitískar
afleiðingar þeirra óttast að þeim
verði beitt í æ ríkara mæli til að
bola ríkisstjómum í ríkjum vin-
veittum Bandarikjunum frá völd-
um. Átökin í ísrael eru sú púður-
tunna sem getur valdið því að öfga-
sinnaðir bókstafstrúarmenn verði á
færum um að vinna mikil óhæfu-
verk í ríkjum sem hafa góð sam-
skipti við Bandaríkin og önnur
Vesturlönd. I Sádi-Arabíu er alltaf
hætta á að andstæðingar þeirra sem
þar ráða ríkjum efni til uppþota og
jafnvel stjórnarbyltingar. Mörgum
hreintrúuðum þykir nóg um nær-
veru bandarískra útsendara olíufé-
laga og hermanna á heilagri jörð,
þar sem Múhameð gekk fyrrum og
boðaði trúna á Allah. Önnur lönd
sem verður að hafa allan vara á að
falli í hendur hermdarverkamanna
eða þeirra sem hafa þá á sínum
snærum eru Alsír, Barein, Egypta-
land, Indland, Jórdanía, Tyrkland
og Pakistan,
Þá má má ekki líta fram hjá
þeirri staðreynd að nokkur riki sem
fyrr tflheyrðu Sovétríkjunum eru
byggð múslímum og eiga sameigin-
leg landamæri með þeim löndum
sem illskeyttust eru í garð Banda-
ríkjanna. I Rússlandi er múslíma-
héraðið Tsjetsjenía þar sem barist
er grimmilega og hafa Rússar orðið
fyrir barðinu á grimmilegum
hemdarverkum.
Áhrifasvæði þeirra sem undirbúa
hryðjuverk virðast vera að færast
austur á bóginn, frá Líbíu, Sýrlandi
og Líbanon til Suður-Asíulanda, sér-
staklega til Afganistan þar sem tali-
banar ráða ríkjum og hýsa Osama
bin Laden sem lengi hefur verið
sagt um að hann fjármagni starf-
semina með auði sinum.
En hitt er talið víst að mikið af
hryðjuverkastarfsemi er fjármagn-
að með frjálsum framlögum afla
sem þykir lítið vænt um Bandarík-
in og vestræna menningu og lífs-
háttu. Mannrán gefa vel af sér og
fíkniefnaframleiðsla og dreifing
þeirra til ríku velferðarþjóðfélag-
anna er einnig mjög ábatasöm.
Falinn óvinur
Hryðjuverk eru skilgreind á þann
veg, að hópur manna ræðst að
mannvirkjum og borgurum í póli-
tískum tilgangi sem oftast er til að
leggja áherslu á einhvers konar
kröfur sem ætlast er til að ríkis-
stjórnir taki til athugunar og breyti
stefnu í tilteknum málum. Oft bein-
ast hryðjuverkin gegn Bandaríkjun-
um og þá að fá þau til að hætta
stuðningi við ísrael í langvarandi
valdaskaki við Palestínumenn.
Samkvæmt skilgreiningu utan-
ríkisráðuneytisins er vafasamt að
telja árásina á U.S.S. Cole hermdar-
verk, þar sem hún var gerð á vopn-
að herskip og hermenn. Sama er að
segja um árásina á bandarísku land-
gönguliðana í Libanon á sínum
tíma, en þá var á þriðja hundrað
hermanna sprengt í loft upp á einu
bretti. Sú árás varð til þess að Reag-
an fyrirskipaði að afskiptum af
stríðinu í Líbanon skyldi hætt og
dró flotinn sig umsvifalaust í hlé.
Sú bílasprengja var hápólitísk og
bar þann árangur sem ætlast var til.
Bush forseti hefur nú lýst yfir
stríði viö hryðjuverkamenn og hót-
að þeim þjóðum sem styðja þá og að-
stoða á nokkurn hátt afarkostum.
Hafin er ný tegund styrjaldar þar
sem öflugum og hátæknivædduni
her er beitt gegn óvinum sem erfitt
er að finna og berjast við. En treyst
er á samstöðu þjóöa heims til að
vinna bug á þeim vágesti sem morð-
óðir ofsatrúarmenn eru hvar sem
þeir beita sér.
En það er einmitt samstaða allrá
siðmenntaðra þjóða og vilji ríkis-
stjórna til að leita hryðjuverka-
mennina uppi og uppræta þá sem
gefur von um að sigur vinnist í
fyrstu stórstyrjöld þúsaldarinnar.
Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt allri hryöjuverkastarfsemi striö a hendur og heitir á allar þjóöir aö
veita liösinni til aö vinna bug á ófögnuöinum.