Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Page 9
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 9 ÐV Fréttir Óánægja með verðskrá Landssímans: Verð fjarfundaþjón- ; usta hækkar verulega - allt önnur þjónusta og meiri gæði, segir forstöðumaður upplýsingasviðs Landssíminn hefur hækkað verðskrá á þjónustu vegna mynd- funda töluvert, eða úr 1.556 krón- um, sem er verðskrá sem hefur gilt sl. 4 ár, í 4.300 krónur á tím- ann, þ.e. nýja verðskráin er 2,7 sinnum hærri en sú gamla. Nokk- urrar óánægju hefur gætt með þessa miklu verðhækkun, t.d. hjá skólum sem nota þessa þjónustu, og telja sumir að með því sé verið að kippa fótunum undan forsend- um fyrir notkun hennar. Lands- síminn telur hins vegar að verið sé að selja allt aðra þjónustu en verið hefur og mun meiri gæði, þannig að það sé ekki sanngjarnt að setja þetta upp sem beina hækkun, þótt þetta komi vissulega sem hækkun inn t.d. hjá skólum, en þá er verið að selja miklu meira en áður. Landssíminn segir verðskrána jafnframt mun lægri en tíðkist í Evrópu. Myndfundaþjónusta Landssím- ans var opnuð á ný 15. ágúst sl. eftir gagngerar endurbætur. Fjár- fest hefur verið í nýjum búnaði með það að markmiði að byggja upp góða og áreiðanlega þjónustu. Búnaður þessi er einn af þeim bestu sem þekkjast og starfsfólk hefur verið sérþjálfað vegna þessa. Landssíminn rak áður svo- kallaða byggðabrú í samvinnu við Byggðastofnun. Sá rekstur var á engan hátt sambærilegur við þá þjónustu sem nú er verið að byggja upp. Samningurinn við Byggðastofnun rann út í júli sl. og hefur ekki verið endurnýjaður. Landssíminn hefur endurskipu- lagt þjónustuna frá grunni og fjár- fest hefur verið fyrir tugi milljóna í nýjum búnaði. „Þeir aðilar sem mest nota þjón- ustuna, t.d. háskólar og Símennt- unarmiðstöðvar, eru með samn- inga um mun lægra verð, og verið er að semja við þá aðila um að lækka verðið enn frekar t.d. með hagræðingu á fyrirkomulagi þjón- ustunnar. Auk þessa þá er búið að semja við menntamálaráðuneytið um lægra verð fram að áramótum sem tryggir að skólar og símennt- unarmiðstöðvar verða að litlu leyti varar við þessa hækkun. Ekki er enn búið að útfæra það endanlega," segir Heiðrún Jóns- dóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. -GG Frá undirritun samningsins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og bæjarstjórarnir Magnús Gunnars- son og Ásdís Halla Bragadóttir undirrituóu samninginn í Ráðhúsinu í gær. Hafnarfjörður og Garðabær: Eignast hlut í Orkuveitunni Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórarnir í Hafnarfirði og Garðabæ undirrituðu í gær samn- inga um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu í bæjarfélögunum tveim- ur. Við það falla úr gildi eldri samn- ingar þeirra við Hitaveitu Reykja- víkur um dreifingu og sölu á heitu vatni. Nýi samningurinn felur í sér að Hafnarfjörður og Garðabær verða meðeigendur borgarinnar i Orku- veitu Reykjavíkur. Réttur þeirra til hlutdeildar í hagnaði Hitaveitunnar fellur niður en í staðinn kemur hlutdeild í arðgreiðslum Orkuveit- unnar í samræmi við eignarhluta. Hafnarfjörður eignast 1% hluti í Orkuveitunni en Garðabær 0,5%. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjómarformanns Orkuveitunnar, hafa á vissan hátt staðið deilur milli Hafn- arfjarðar og Garðabæjar um túlkun eldri samninga. „Með þessum samn- ingi er sá ágreiningur leiddur til lykta,“ segir Alfreð. -MA IE1 HEKLA® - íforystu á nýrri öld! HEKLA or skrúsott vðmmorH. Rúmlega öruggur • Volkswagen Passat er fjölskyldubíl! sem stenst allar væntingar. Passat er einstaklega rúmgóður bíll sem er hlaðinn staðalbúnaði og uppfyllir ströngustu öryggiskröfur. Komdu, prófaðu og fínndu hversu vel eiginleikar Passat svara þínum kröfum. Passat Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.