Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 10
10 DV LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Framkvœmdastjóri: Hjaltl Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk„ Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Breytileg pólitík Bandaríkjamenn undirbúa nú sókn sína inn í greni myrkraverkamanna í fjallaskörðum Afganistans. Þeir kalla þessa aðgerð sína „óskorað réttlæti“ og er það æði afdráttarlaus nafngift. Bandaríkjaforseti fór mikinn í ræðu sinni á þingi landsins í fyrrinótt og dró þar nýja víg- línu með eftirminnilegum hætti: Hér eftir fylkja þjóðir sér annaðhvort með Bandaríkjamönnum ellegar þær verða flokkaðar undir óvini þeirra. Þetta er ný heimssýn. Þetta er ný tegund af stríði. Framundan er falda stríðið fremur en kalda stríðið. Þar mun mest mæða á sérsveitum Bandaríkjahers, næstum þrjátíu þúsund manna liði og þess verk verður að velta við hverjum steini á stóru landsvæði í hrjóstrugum fjalla- héruðum Asíulanda. Bandaríkjastjóm stendur líka frammi fyrir því að stórefla njósnakerfi sitt á þessu svæði, en síðustu daga hafa fréttaskýrendur verið ólatir við að benda á að bandaríska þjóðin sé að gjalda fyrir áralangt „áhugaleysi“ leyniþjónustunnar á fóldu löndunum i Asíu. Athyglisvert er að Bandaríkjastjórn er jafnframt þessu að breyta utanríkisstefnu sinni. Á sama tima og ný víglina er dregin og stóru orðin falla i garð hryðjuverkamanna er stefna Washingtonvaldsins gagnvart „viðurkenndum“ þjóðum að mildast. Athygli vakti í ræðu George Bush á Bandaríkjaþingi að hann líkti fólsku hryðjuverkamanna við verstu gjörðir nasista og fasista á öldinni sem leið, en minntist ekki orði á illvirki kommúnista sem hafa verið álika hroðaleg á síðustu árum og áratugum. Þessi orð George Bush verða ekki túlkuð öðruvísi en svo að hanrí vilji ekki styggja kommúnísku stjórnvöldin í Kína. í nýjustu baráttunni við hryðjuverkamenn hafa Kínverjar reynst samherjar Bandarikjamanna, en Peking- valdið hefur heitið Bandaríkjastjórn aðstoð í baráttunni við hryðjuverkamenn án þess þó að tala um á hvem hátt aðstoðin verði veitt. Þetta nýja samstarf Kínverja og Bandaríkjamanna minnir á að blessuð pólitíkin verður alltaf háð aðstæðum hverju sinni. Þá er einnig eftirtektarvert að fylgjast með nýjum og vaxandi þrýstingi Bandaríkjastjómar á deilendur fyrir botni Miðjarðarhafs. Stjórnin svo gott sem biðlar til beggja fylkinga. Haft hefur verið eftir talsmanni banda- rísku ríkisstjórnarinnar að þar á bæ vilji menn sjá minnk- andi spennu á svæðinu, sem sé ein af forsendum fyrir því að árangur náist i viðræðum bandarískra stjórnvalda við arabaríkin um stuðning þeirra í baráttunni gegn hryðju- verkum. Hér hljóðar gamall strokkur öðruvísi en áður. Með öðrum orðum er afstaða Bandaríkjastjórnar til gamalla og þekktra óvina að mildast, á meðan hún harðn- ar verulega gagnvart nýjum og óþekktum óvini. Banda- ríkjastjóm er ef til vill að vakna upp við þau tíðindi að af- dráttarlaus stuðningur hennar við ísraela á siðustu ára- tugum er ekki lengur aðeins tilefni til að kveikja i fánum þeirra og kasta grjóti, heldur er að springa út uppsafnað hatur heitustu hópanna sem túlka stuðningin við ísrael sem óafsakanlega móðgun við allan arabaheiminn. Ný víglína hefur verið dregin. Þegar að er gáð er þessi lína hinsvegar ósköp óljós. Ekki verður sagt að öðrumeg- in standi þeir góðu og hinumegin þeir illu. Heimurinn er ekki ennþá orðin svo einfaldur. í nýju liði Bandarikja- manna eru þjóðir sem traðka gegndarlaust á mannréttind- um, rétt eins og nýju óvinimir í Afganistan. Þar nægir að nefna Kinverja sem Bush forseti þorði ekki að nefna kommúnista í ræðu sinni á Bandaríkjaþingi á fimmtudag. Af því aðstæður breyta pólitík hverju sinni. Sigmundur Ernir Þegar útlitiö er slæmt Við sem nálgumst óðfluga miðj- an aldur eða erum þegar miðaldra, erum nú í harla vondum málum og jafnvel „in deep shit“ eins flestir segjast uppstyttulaust vera í amer- ískum biómyndum sem eru bann- aðar innan 12 ára. Ekki er viö hæfi að þýða þennan óþverrafrasa í svo orðvöru og sómakæru blaði sem DV er í huga flestra, nema kannski örfárra fæðingarframsóknarmanna á heiðarbýlum. Það er sem sé komið á daginn að ýmsir forkólfar atvinnulífsins telja það einn helsta dragbít í fyrir- tækjarekstri ef fólk sem er orðið 45 ára og eldra er þar viö störf, a.m.k. sýnileg störf, í verulegum mæli. Forstjórarnir nota því hvert tæki- færi til að segja þessum gamlingj- um upp og ráða í staðinn yngra og meira aðlaðandi fólk. Enginn for- stjóri vifl reyndar viðurkenna að svona sé í pottinn búið en þeir sem gerst þekkja til segja að staðreynd- imar tali sínu máli, fólk við aldur sé frekar rekið en yngra fólk og undantekning ef fyrirtæki ráða miðöldunga til starfa. Og viðkvæð- ið æfinlega það sama: „Útlit þessa fólks hentar ekki ímynd fyrirtækis- ins.“ Við miðöldungar erum sem sagt í „dyb skid“ eins og dónalegir Dan- ir orða það og mun ekki þýtt hér af áðurnefndum ástæðum. Neyðarkall Egils Hinir miðaldra Stuðmenn sömdu og sungu um árið lag sem gæti ver- ið þjóðsöngur okkar sem erum á miðjum aldri: „Vill enginn elska 49 ára gamlan mann?“ kyrjaði Egifl Ólafsson í taumlausri örvæntingu og bætti við: „sem safnar þjóöbún- ingadúkkum!" Enginn svör munu hafa borist við neyöarkalli Egils fyrir hönd okkar miðöldunga, nema fyrst núna frá atvinnurekendum og það er neikvætt. Atvinnurekendur elska sem sé ekki 49 ára gamalt fólk og ekki einu sinni 45 ára gamalt fólk. Atvinnurekendur vilja losna við 45 ára gamla sorrí grána sem rekstrarráðgjafar segja búa yfir fælingarmætti gagnvart viðskipta- vinum og ráða í staðinn tvítuga töífara og túttuprúðar blondínur sem virka eins og segull á kúnnann og ríma við ímyndina. Fílamannsígildi? Ég er ekki lengur beinlinis tví- tugur og sannast sagna nær því að vera 49 ára og því eðlilegt að ég velti fyrir mér á þessari ögur- stundu í öldrunarfælni fyrirtækja, hvaða afstöðu mitt fyrirtæki hefur til mín. Sem betur fer veit enginn innan þess að ég safna þjóðbún- ingadúkkum þannig að það hlýtur að bæta mína stöðu verulega. Hitt er öllu verra að með þessum pistli og ýmsum öðrum sem ég skrifa birtist mynd af mér þar sem greini- lega sést að ég er ekki lengur tví- tugur. Fjörgamlar frænkur mínar, sem eru meira að segja komnar hærra á fimmtugsaldurinn en ég, hafa tjáð mér að ég sé jafnvel enn aldurs- og ófrýnilegri á þessari mynd en ég er í raun og veru. „Þú ert vissulega enginn sexbolla á borð við Hreim eða Ricky Martin en dags daglega lítur þú samt ekki út eins og fila- maðurinn eftir mánaðarfyllirí, eins og þú gerir á þessari mynd í DV. í guðs bænum láttu taka betri mynd af þér. Það les enginn pistla með mynd af svona útlitandi manni,“ segja miðaldra frænkur mínar en ekki mamma. Örlagavaldur Dags? Frænkur mínar vaða reyndar í villu og svíma í þessu máli og eru augljóslega slegnar ættingjablindu. Dags daglega lít ég nefnilega ná- kvæmlega eins og út og ég geri á meðfylgjandi mynd. Og skammast mín ekkert fyrir það, jafnvel þó stundum sé hvað mig varðar vitnað til vísunnar góðu: „Útlitið er inn- rætinu skárra,/er hann þó með skuggalegri mönnum.“ En kannski hafa þessar glám- Hinir miðaldra Stuðmenn sömdu og sungu um árið lag sem gœti verið þjóðsöngur okkar sem erum á miðjum aldri: „Vill enginn elska 49 ára gamlan mann?“ kyrjaði Egill Ólafsson í taumlausri örvæntingu og bætti við: „sem safnar þjóðbúningadúkkum!“ skyggnu frænkur mínar rétt fyrir sér. Kannski les enginn þennan pistill vegna myndarinnar sem fylgir. Og það leiöir hugann að því Copy/pciste cand. jur.? Páll Sigurðsson, forseti laga- deildar Háskóla íslands, skrifar grein í Morgunblaðið sl. miðviku- dag þar sem hann er að fjalla um lagakennslu í samkeppnisum- hverfi. Tilefnið er að bæði Háskól- inn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hyggjast bjóða upp á sér- hæft laganám til BS-prófs. Laga- deildarforsetinn er í grein sinni að biðla til stjómvalda og almennings um að meira fé verði lagt í laga- deildina til þess að hún geti staðið sig í samkeppni við nýju skólana. Páll segir m.a.: „Sérhæfðu laga- námi fylgja hins vegar engar skuld- bindingar um lögfræðikennslu eða rannsóknir á breiðum akademísk- um grundvelli sem veiti braut- skráðum nemendum m.a. réttindi til aö gegna dómara- eða lögmanns- störfum þar sem embættisprófs í lögum, í hefðbundnum skilningi, er krafist lögum samkvæmt. Þær skuldbindingar hvíla hins vegar á lagadeild Háskóla Islands." Vissulega er þaö rétt hjá Páli að við hljótum að gera miklu meiri kröfur til lagadeildarinnar við HÍ að þessu leyti en til einkaháskól- anna. Hitt er e.t.v. erfiöara að sjá hvers vegna samkeppnin þarf endi- lega að vera svo mikil. Þvert á móti virðast bæði Bifröst og Háskólinn í Reykjavík vera að marka sér mjög afmarkaðan bás en láta Háskóla ís- lands eftir hinn akademíska vett- vang sem Páll er að tala um. Það er engin þörf fyrir HÍ að vera að elta þessa tvo skóla út í einhverja um- fangsmikla kennslu í viðskiptalög- fræði, næg eru verkefnin samt. Ritstuldur Grein Páls kemur hins vegar á óheppilegum tíma því sama dag og hún birtist er lagadeildin að úr- skurða í klögumáli sem hlýtur aö teljast algjör hneisa fyrir hana, hvernig sem á málið er litið. Kandídatsritgerð, sem deildin hef- ur samþykkt sem fullgilda, reynist vera að verulegum hluta orðrétt endurbirting á greinum og ritgerð- um sem birst hafa um þetta efni víða, í blöðum og tímaritum. í raun hafði deildin samþykkt sem full- gilda „rannsókn á breiðum akademískum grundvelli, sem veit- ir brautskráðum nemanda réttindi til að gegna dómara- eða lögmanns- störfum", framlag sem var að stór- um hluta „copy-paste“-fræði. Deild- arfundur ákvað á miðvikudag að ógilda kandídatsritgeröina og aftur- kalla réttindi námsmannsins til að kalla sig lögfræðing. Raunar virðist hafa verið staöið heldur klaufalega að þeim úrskurði þvi ásakanir hafa komið fram um að námsmaðurinn hafi ekki notið andmælaréttar. Það væri raunar eftir öðru í þessu máli að sjálf lagadeild Háskólans færi ekki aö stjórnsýslulögum og regl- um! Ábyrgð kennara Það stendur sem sé ekki á því að nemandanum sé refsað fyrir yfir- sjón sína, misskilning, eöa hvað maður á að kalla þennan ritstuld. Hins vegar virðist lagadeild ekki sjá ástæðu til að gera athugasemd við störf leiðbeinanda og prófdóm- ara, sem eru þó þeir aðilar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.