Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
Helqarblað
DV
ífeftg
/azar-e
\ Sharif
Það mun hafa verið árið 1994 sem
heimsbyggðin varð fyrst vör við fylk-
ingu svokallaðra talibana, þegar
stjórnvöld í Islamabad í Pakistan
fengu þá í lið með sér til að halda op-
inni flutningaleið milli Pakistans og
Mið-Asíu. Meðlimir fylkingarinnar,
sem stundað höfðu nám í Pakistan og
stofnað þar með sér íslamska heittrú-
arhreyflngu, höfðu hlotið þjálfun í
hernaði hjá hópum Mujaheddin-
skæruliða og var nú ætlað það hlut-
verk að vernda vöruflutningalestir á
áðurnefndri leið, en þær urðu gjarnan
fyrir árásum annarra skæruliðahópa
Mujaheddin sem sátu um að ræna
góssinu á leiðinni.
-
1 ■
ima
Takmarkið að ná völdum
Slðan þá hefur talibönum heldur
betur vaxið fiskur um hrygg, enda
hefur það'verið takmark þeirra að ná
völdum í öllu landinu og koma þar á
ströngu íslömsku stjórnarfari. Það
hefur þeim nú að mestu tekist undir
stjórn hins andlega leiðtoga síns,
Mullah Mohammed Omars, sem
einnig hefur verið nefndur Mullah
Muhammed Hasan Akhund og eru um
95 prósent landsins nú undir þeirra
stjóm. Aðeins fjallendið í norðurhlut-
anum er þar undanskilið, en þar
stjórna Tadjikar, sem telja fjórðung
afgönsku þjóðarinnar. Skarð var þó
höggvið í raðir þeirra í síðustu viku,
en þá lést helsti leiðtogi þeirra, her-
foringinn Ahmed Shan Masood, eftir
sprengjutilræði sem talið er að tali-
banar hafi staðið fyrir. Tilræðismenn-
irnir smygluðu sér inn í búðir Ma-
soods í gervi sjónvarpsfréttamanna og
sprakk sjónvarpsmyndavélin framan
í hann í miðri upptöku, með þeim af-
leiðingum að hann lést af sárum sín-
um nokkrum dögum síðar.
Samfellt styrjaldarástand
Til að gera sér nánari grein fyrir
ástandinu í Afganistan er nauðsynlegt
að fletta aðeins upp í sögunni, en þar-
virðist ófriðurinn elta þessa stríðs-
hrjáðu þjóð á röndum og hefur
ástandið síst batnað með áranum.
Segja má að frá lokum seinni heims-
styrjaldar hafi þjóðarbrotin með litl-
um hléum eldað grátt silfur og á síð-
ustu áram samfellt í rúm tuttugu ár.
Sú óöld mun reyndar eiga rætur að
rekja til ársins 1973 þegar kommúnist-
ar undir forystu Muhammad Daouds,
fyrrum forsætisráðherra, rændu völd-
um með hjálp hersins á meðan Zahir
forseti var á ferðalagi í Evrópu. Da-
oud leysti upp einræðisstjórn hans,
skipaði sjálfan sig í embætti forseta
og forsætisráöherra og stofnaði síöan
lýðveldið Afganistan. Á næstu árum
kynnir Daoud nýja stjórnarskrá og er
hlutur kvenna þar bættur verulega.
Pólltískar hrelnsanlr
í kjölfarið hefjast svo pólitískar
hreinsanir í þinginu, þar sem Daoud
losar sig við óæskilega andstæðinga
með ýmsum hætti. Það endar með
blóöugri byltingu marxískra komm-
únista, þar sem Daoud er drepinn, en
Taraki skipaður forseti í hans stað og
Babrak Karmal sem forsætisráðherra.
Þeir félagar, Karmal og Taraki, sem
eru af þjóðarbroti Patana, höfðu áður
staðið að stofnun marxíska kommún-
istaflokksins árið 1965 og hélt sá
flokkur um stjórnartaumana í land-
inu á árunum 1978 til 1992. Flokkur-
inn er nú klofinn í tvær fylkingar,
Banners, með Karmal í broddi fylk-
framhaldinu stofna frelsararnir ís-
lamskt ríki og efna til kosninga þar
sem prófessor Burhannudin Rabbani
er kosinn forseti.
Þrátt fyrir stofnun íslamsks ríkis
varaði friðurinn ekki lengi og nú voru
heittrúaðir talibanar komnir til sög-
unnar, með Mullah Muhammed Omar
í broddi fylkingar. Omar hafði áður
verið foringi hjá Mujaheddin skæru-
liðunum og hafði nú unnið sér hylli
almennings fyrir trúarstríð sitt gegn
spillingu ríkjandi stjórnvalda. Gengu
hugsjónir hans út á það að koma á
lögum og reglu í landinu í anda Kór-
ansins og ávann hann sér fyrir það sí-
fellt auknar vinsældir almennings,
sem nú hyllti hann sem foringja
hinna trúuðu.
Endurkoma bin Ladens
Eftir að talibanar voru komnir til
valda í Afganistan buðu þeir hryðju-
verkamanninum Osama bin Laden
hæli í landinu undir sínum verndar-
væng, en bin Laden var þá nýkominn
aftur til landsins frá Súdan, þar sem
hann hafði bækistöðvar sínar um
stundarsakir og munu flestir stuðn-
ingsmenn hans úr búðunum hafa
fylgt honum til Afganistans. Bin
Laden, sem er af sádí-arabískum upp-
runa, hafði þá nýlega erft 25 milljónir
dollara eftir föður sinn og er talið að
hann hafl látið töluverða fjármuni af
hendi rakna í sjóði talibana til að fjár-
magna veldi þeirra í Afganistan.
Þannig hefur honum tekist að gera
stjórnvöld Qárhagslega háð sér, eins
og honum hafði einnig tekist í Súdan,
enda er talið að áhrif hans séu svo
mikil að ekki komi til mála að tali-
banar afhendi hann bandarískum yf-
irvöldum.
Kænskan í fyrirrúmi
Með kænsku sinni virðist honum
einnig hafa tekist að bindast Mullah
Muhammed Omar tryggum böndum,
en þeir félagar munu nábúar í
Kandahar, þar sem bin Laden hefur
látið byggja handa honum stærðar
villu til að búa í. Heimildir segja að
þeir hafi einnig verið tengdir fjöl-
skylduböndum síðan árið 1998, en þá
mun Omar hafa tekið sér elstu dóttur
bin Ladens fyrir konu og það sama
hafi bin Landen gert síðar þegar hann
bætti dóttur Omars í sitt kvennabúr.
Þar með hafi bin Laden gert sig
ósnertanlegan i landinu og tryggt sér
þar fasta búsetu undir verndarvæng
gamals vopnabróður síns frá tíu ára
stríðinu gegn Sovétmönnum.
Örbirgö og volæöi
Þó Mullah Muhammed Omar sé
ótviræður foringi talibanastjórnar-
innar hefur hann frekar kosið að
standa til hliðar í ríkisstjórn taibana
og hefur falið öðram vopnabræðrum
sínum að halda opinberlega um
stjórnartaumana. En áhrifa hans gæ-
tir sterkt og auðséð að hann er
kominn langt út fyrir kenningar Kór-
ansins. Það sést best á því að stjórn-
arstefna hans er farin að bitna harð-
ast á þjóðinni, sem verður að lifa viö
örbirgð og volæði í einangrun sinni.
En trúin er sterk og flytur fjöll, en
spurning hvort þjóðin heldur það út
til lengdar. Verði innrás Bandarikja-
manna að veruleika er ljóst að and-
legt og veraldlegt ástand þjóðarinnar
á eftir að versna til muna og þá reyn-
ir fyrst á stjórnkænsku leiðtogans,
sem virðist trúa og treysta á forna
frægð og ótrúlega þrautseigju þjóðar-
innar. En hvers verður hún megnug
gegn tæknivæddum herjum vestur-
veldanna og er eitthvað til í þvi sem
Bush sagði: „Hvað stoðar að skjóta
tug milljóna dollara flugskeyti á tíu
dollara tjald ef aðeins einn úlfaldi
liggur í valnum.“
Tadsjikistan
Indland
Indland
Kasmír
Herat X J W^KabÚ?
Afqánistán
Kandahar
Pakistan
ingar, og Masses, sem Taraki leiðir
og er studd af hernum.
Skrattinn laus
Frá og með byltingu marxista má
segja að losnað hafi um skrattann
sjálfan í þjóðarsálinni og upp risu rót-
tækar skæruliðasveitir eins og Muja-
heddin. Á meðan leitaði Taraki forseti
á náðir Sovétstjómarinnar og gerði í
framhaldinu við hana sáttmála árið
1978.
Árið eftir blossa upp mikið óeirða-
bál í landinu sem segja má að hafi
ekki slokknað síðan. Sendiherra
Bandaríkjanna er drepinn og stuttu
seinna fer Taraki forseti sömu leið.
Hafizuflah Amin tekur þá við forseta-
embættinu, en hefur ekki setið langan
tíma þegar hann er tekinn af lífi og
Babrak Karmal gerður að forseta.
SovéskInnrás
1 kjölfarið ræðst sovéski herinn svo
inn i Afganistan til að berjast við ís-
lamskar skæruliðasveitir sem ógna
kommúnistastjórninni og árið eftir er
Dr. Najibuflah sem dvalið hafði í Sov-
étríkjunum kallaður heim til að taka
við starfi yfirmanns öryggislögregl-
unnar i landinu. Þar með var tíu ára
striðið hafiö og þær hörmungar sem
því fylgdu, bæði fyrir Afgana og sov-
éska herinn. Sovétmenn áttu þar held-
ur betur eftir að finna til tevatnsins
og er talið að mannfall þeirra í stríð-
inu hafi verið á milli 40 og 50 þúsund
mannns.
Afganska þjóðin sagöi þeim heilagt
stríð á hendur og það var vopn sem
Sovétmenn réðu engan veginn við,
auk þess sem stórbrotin náttúra
Sex sinnum stærra en Island
Eins og viö sjáum hérá myndinni erAfganistan stórt og víðáttumikið iand, sex
sinnum stærra en ísland. Hlutföllin eru þó ekki nákvæm en nálægt lagi.
landsins hentar vel til skærahernað-
ar. Sótt var að sovéska hernum úr öll-
um áttum og að lokum stóðu þeir
skelfingu lostnir frammi fyrir barátt-
uglöðum frelsisunnandi Afgönum sem
vora meira en tilbúnir til að deyja fyr-
ir málstaðinn. Enda leystist baráttu-
þrek Sovéthersins fljótlega upp í ang-
ist og taugaveikhm og oftar en ekki
var byssukúlum þeirra og sprengjum
beint gegn saklausu fólk og börnum
sem létust í þúsundatali.
Stórl bróðir til hjálpar
Á þessum örlagatímum í sögu
Afganistans kom „stóri bróðir",
Bandaríkjamenn, nú til hjálpar við
skæruliðasveitir múslíma og styrkti
þær með ráðum og dáð gegn kommún-
ismanum. Og margt er skrýtið í kýr-
hausnum, því nú var óvinur Banda-
ríkjanna númer eitt í dag á þeirra eig-
in bandi, á mála hjá leyniþjónustunni
CLA. Sem sagt, bin Laden var mættur
á þeirra vegum með hersveit sína,
sem að mestu var skipuð félögum
hans að heiman. Bin Laden þótti sýna
mikla hetjulund og stýrði hann sínum
mönnum af mikilli hæfni og hefur
hann síðan verið dáður af afgönsku
þjóöinni sem þjóðhetja.
Leikbrúður óvinarins
Árið 1986, þegar veralega var farið
að síga á ógæfuhliðina hjá Rússum,
tekur Dr. Najibullah við forsetaemb-
ættinu af Babrak Karmal og árið eftir
reynir hann árangurslaust aö semja
um vopnahlé við skæruliðasveitir
Mujaheddin, sem nú höfðu fengið á
sig stimpil frelsissveita. Skæruliðarn-
ir skynjuðu vel slæma stöðu Sov-
éthersins og neituðu því að semja um
vopnahlé við leikbrúður óvinarins,
eins og þeir kölluðu ríkisstjórn
kommúnista.
Að lokum nást þó friðarsamningar
sem undirritaðir voru í Genf árið 1988
og í kjölfarið hörfa Sovétmenn með lið
sitt út úr Afganistan með skæruliðana
á hælunum, við mikið mannfall.
Stríðinu var samt ekki lokið því
skæruliðar héldu áfram að berjast
gegn stjórnarhernum og tilnefna Sib-
hhatullah Mojadidi sem forystumann
útlagastjórnar sinnar.
í apríl 1992 ná skæruliðar Muja-
heddin loksins takmarki sínu þegar
þeir hertaka höfuðborgina Kabúl og
frelsa landiö þar með úr höndum
kommúnistastjórnarinnar, en Naji-
bullah forseti flýr á náðir Sameinuðu
þjóðanna, sem veita honum vernd. i
Tíml fyrir te
Liösmenn talibana viröast bíöa rólegir eft-
ir viðbrögðum Bandaríkjamanna og eins
og myndin sýnir tilbúnir i tuskiö.
i%.K • •; v ■■?:
Talibanar til alls líklegir
í heilögu stríði múslima