Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Helgarblað I> V \BV Eyjamenn hafa alls gert 21 mark í sumar þar af 6 þeirra verið sigurmörk. Mörk Eyjamanna í Símadeildinni í sum- ar skiptast annars þannig: Mörk í fyrri hálfleik 10, mörk í seinni hálfleik 11, mörk úr markteig 4, mörk utan teigs 2, mörk með vinstri fótar skoti 11, mörk með hægri fótar skoti 7, skallamörk 1, mörk úr víti 1, mörk úr aukaspyrnu 1, mörk úr föstum leikatriðum 6. Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur leikið best leikmanna liðsins sam- kvæmt einkunnagjöf DV-Sport. Hlynur er með meðaleinkunnina 3,89 og er í þriðja sæti meðal leikmanna deildarinn- ar fyrir siðustu umferðina. Félagi Hlyns í miðju vamarinnar, Kjartan Antons- son, kemur honum næstur með 3,6 í meðaleinkunn og Birkir Kristinsson, markvörður, er þriðji með 3,53. Tómas Ingi Tómasson og Gunnar Heiöar Þorvaldsson hafa geflð flestar stoðsendingar af leikmönnum ÍBV í deildinni i sumar eöa fjórar hvor. Þeir Atli Jóhannsson og Ingi Sigurðsson hafa síðan lagt upp tvö mörk hvor. Auk Qögurra stoðsendinga á Tómas Ingi þátt í marki þegar fylgt var á eftir skoti hans sem var varið. Eyjamenn hafa verið sterkir síöasta hálftíma leikjanna í sumar en leikmenn ÍBV hafa þá gert 9 mörk gegn aðeins 3. Eyjamenn hafa þar af gert 6 mörk gegn 2 á 61. til 75. mínútu. Njáll Eiösson, þjálfari ÍBV, hefur notað 21 leikmann i sumar þar af 18 þeirra í byrjunarliðið sitt. Fjórir leik- menn hafa náð að leika alla leikina og aðeins tveir hafa spilað allar 1530 mínút- urnar sem hafa verið í boði en það eru þeir Birkir Kristinsson og Hlynur Stef- ánsson. Átta leikmenn hafa náð að skora fyrir ÍBV í sumar og 10 hafa lagt upp mark. Eyjamenn hafa aðeins tapað einum af síðustu tíu deildarleikjum og hafa hirt öll þijú stigin í síðustu fimm leikjunum. ÍBV þurfti aðeins átta mörk til að inn- byrða 20 fyrstu stigin í sumar en hafa skorað 12 mörk í síðustu fimm sigurleikj- Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV, hefur haldið hreinu gegn Skaga- mönnum í fjórum leikjum í röð og alls í 429 mínútur. Síðasti Skagamaðurinn til að skora hjá Birki var Kenneth Matij- ani sem skoraöi 16. júlí 1999. Birkir getur jafnað met sitt með Fram frá 1988 og Sigurðar Haraldsson- ar hjá Val 1978 ef hann heldur marki sínu hreinu í leiknum því hann hefur haldið marki sínu hreinu í 11 af 17 leikj- um ÍBV í sumar. Hér á síðunni má finna nánari útlistun á frammistöðu Birkis í sumar en enginn markvöröur státar af betri hlutfallsmarkvörslu en hann í deildinni. Birkir hefur varið 87% þeirra skota sem á hann hafa komið. Eyjamenn fengu sitt fyrsta víti í sumar í síðasta leik gegn Val. Vítið var af ódýrara taginu en tryggöi samt mikil- vægan sigur á Val. ÍBV hafði fyrir leik- inn leikið 26 deildarleiki í röð án þess að fá víti. ÍBV hefur jafnframt fengið á sig tvö víti sem mótherjar hafa bæði nýtt, annað þeirra í síðasta leik gegn Val. Eyjamenn eiga kost á því að brjóta blað í sögu tíu liða efstu deildar með því að verða fyrstu meistararnir til aö vera aðeins einu sinni í efsta sæti, eftir 18. og siöustu umferö. Eyjamenn hafa hæst ver- ið í öðru sæti í Símadeildinni í sumar en þar hefur liðið verið í síðustu fjórum um- ferðum. Eyjamenn myndu bæta sitt eigið met frá 1979 þegar ÍBV hafði aðeins einu sinni fyrr um sumarið verið í toppsætinu áður en liðið tryggöi sér titilinn með 1-0 sigri á Víkingi í 18. og síöustu umferð. Valsmenn gerðu á sama tíma jafntefli við KA sem þá var fallið og missti um leið toppsætið sem hafði verið þeirra í sjö umferðum þar á undan. ÍBV og ÍA hafa aldrei mæst í úrslita- leik um titilinn en í þremur bikarúrslita- leiHjum liðanna hafa Skagamenn alltaf haft betur. Skagamenn hafa unnið alla þrjá leikina með markatölunni 2-1,1983, 1996 og svo í fyrra. Bæði liðin hafa aftur á móti unnið úrslitaleik um titilinn á síð- ustu árum, ÍA vann KR á Akranesi, 4-1, 1996 og ÍBV vann KR í Vesturbænum, 0-2,1998. Slagur Vestmannaeyir^ íslandsmeistaratitilinn í knat ---- --------—■—— ----------L Fram "I • • • bjort vonu Eyjamenn hafa farið lengra á ís- landsmótinu i knattspymu en búist var við af mörgum þegar mótið hófst í vor. í dag standa þeir frammi fyrir þeirri staðreynd að geta landað Córða íslandsmeistaratitlinum í sögu félags- ins þegar liðið mætir Fyiki i hreinum úrslitaleik á Hásteinsvellinum í Vest- mannaeyjum. Það má með sanni segja að fram- ganga Eyjaliðsins í deildinni hafi farið fram úr björtustu vonum manna og ekki síður hjá stuðningsmönnum liðs- ins. Töluverðar breytingar urðu á leik- mannahópnum frá þvi í fyrra og m.a. sáu þeir á eftir markahrók sinum, Steingrími Jóhannessyni, í herbúðir Fylkismanna. Þegar á mótið leið kom í ljós að veikasti hlekkur liðsins var sóknin og átti liðið stundum í erfiðleik- um með að skora en fyrir ieikinn á morgun heiúr liðið skorað 21 mark í 17 leikjum en á síðasta tímabili skoraði liðið 29 mörk í deildinni. Það sem hefur fleytt Eyjaliðinu í deildinni í sumar er sterkur vamar- leikur þar sem Hlynur Stefánsson hef- ur farið fremstur í flokki. Hjalti Jó- hannesson hefur einnig reynst liðinu einstaklega drjúgur og ekki má gleyma Birki Kristinssyni markverði en það er Atli Jóhannsson hefur leikiö vel með Eyjamönnum í sumar. ekki ónýtt að vita af jafnsterkum og reyndum leikmanni og hann er fyrir aftan vömina. Það kom aukinn styrk- ur í sóknarleikinn þegar Tómas Ingi Tómasson gekk í raðir Eyjaliðsins og hann ásamt Gunnari Heiðari Þorvalds- syni hafa skorað rúmlega helming marka liðsins til þessa. Lokasprettur Eyjaliðsins hefur verið einstaklega sterkur en fimm leikir hafa unnist í röð. Það hefur oft verið sagt að til að komast í toppbaráttu þarf að komast frá útileikjum og það hafa Eyjamenn svo sannarlega gert. Upp- skeran úr þeim er góð, fimm leikir hafa unnist, og þessi árangur vegur hvað þyngst í þeirra staðreynd hvað liðið hefur náð í deildinni eins og raun ber vitni. Oft hefur verið talað um heppnina, sem fylgt hefur liðinu í sumar í nokkrum leikjum. Það má ef tO vill til sanns vegar færa en fylgir ekki alltaf liðum sem lengst komast einhver heppni í bland? Hvað Eyjamenn hafa náð langt í sumar má ekki gleyma þætti þjálfar- ans í þvt sambandi. Það verður ekki tekið af Njáli Eiðssyni að þar fer fær þjálfari sem hefur náð að kreista ótrú- legum mætti út úr þeim mannskap sem hann hafði í höndunum. Hans þáttur er mikill. Eyjamenn ættu að hafa svolítið for- skot á Skagamenn á morgun af þeirri ástæðu að þeir leika á heimavelli. Á Hásteinsvelli tapa Eyjamenn sjaldan en hvemig þeir höndla það svo í rimmunni gegn Skagamönnum kemur í ljós á morgun. Dagsformið og með hvaða hug liðin mæta með til leiks skiptir miklu máli. Með þessa þætti að vopni er hægt að fara alla leið. -JKS Birkir lokar Eyjamarkinu Breiöablik (Ú) 0-1*0 FH (H) 0-0000 Fram (Ú) 1-00000 KR (H) 1-00006) Grindavík (Ú) 1-30000000 Keflavík (H) 1-00000 Fylkir (Ú) 0-4000000 Valur (H) 2-0000 ÍA (Ú) 0-00000000000 Breiöablik (H) 1-000000 FH (Ú) 1-00000000 Fram (H) 1-30000000 KR (Ú) 2-00000000 Grindavík (H) 3-o000®0©0@0 Keflavík (Ú) 2—0 Fylklr (H) 3-100300 Valur (Ú) 2-1 06X0000 Hólt hreinu í 372 mínútur Hólt hrelnu I 387 mínútur Hólt hreínu I 280 mínútur Hér fyrir ofan má sjá frammistööu Birkis Kristinssonar, markvarðar ÍBV í Símadeild karia í sumar en hann hefiir variö 90 af 103 skotum sem á hann hafa komið í leikjunum sautján þar af öll ellefu frá Skagamönnum í fýrri leiknum. Birkír hefur auk þess haldiö hreinu í 11 leikjum, einu frá metinu í tíu liða efstu deild og hefur auk þess þrísvar sinnum haldið Eyjamarkinu hreinu í 280 mínútur eða lengur. Lið ÍBV er sigurstranglegra - segir Logi Ólafsson „Mér finnst svona fljótt á litið að Eyjamenn séu sig- urstranglegri og líklegri til að krækja í íslandsmeist- aratitilinn. Þetta byggi ég aðallega á góðum árangri Eyjamanna undan- farið og leik liðsins í síðustu leikjum," sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, um úrslitaleik ÍBV og ÍA í Eyjum á sunnudag. „Þaö má segja aö gengi Skagamanna hafi verið betra í sumar en þeir þorðu að vona fyrir íslandsmótið. Það er spurning hvernig liðið kemur undan mjög erfiðum leikjum gegn Fylki undanfarið og ljóst að Eyjamenn hafa fengið betri hvíld fyrir þennan mikilvæga leik. Annars hef ég fulla trú á Skagamönnum. Þar á bæ gefast menn aldrei upp og kannski allra síst þegar mikið er í húfi,“ sagði Logi. Aðspurður kvaðst hann eiga erfitt með að spá fyrir um úrslit leiksins í tölum. „Ég held að það verði ekki mikið skorað af mörkum i þessum leik og eitt mark skilji að í lokin.“ -SK Hallast að sigri heimamanna - segir Jörundur Áki Sveinsson „Bæði liðin hafa komið á óvart í sumar og ég er viss um að þetta verður hörkuleikur. Frekar hallast ég að sigri heimamanna og ég held að heimavöllurinn muni hafa mikið að segja í þessum leik,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, um úrslita- leikinn í Eyjum á sunnudag. „Báðir þjálfaramir eru mikil hörkutól og þeir eiga eftir að blása miklu lífi í sína menn. Heimavöllur ÍBV og fleiri leikir að undanfórnu er það sem er á móti ÍA fyrir þennan leik. Á meðan Skagamenn hafa átt í erfið- um leikjum gegn Fylki hafa leikmenn ÍBV slakað á og fylgst með leik andstæðingsins. Bæði liðin verða í raun að sigra og ég hef enga trú á að Skagamenn muni spila upp á jafntefli sem nægir þeim tii sigurs á mót- inu. Þetta mun gera leikinn enn skemmtilegri fyrir vikið. Ég tel það rétta ákvörðun aö fresta leiknum tO sunnudags og fannst NjáO Eiðsson, þjálf- ari Eyjamanna, taka drengOega á því máli,“ sagði Jörundur Áki. -SK Jörundur Aki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna. Logl Ólafsson, þjálfari FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.