Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Síða 15
15 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 DV og Skagamanna um tspyrnu í Eyjum á sunnudag: Pressa á Skaganum Skagamenn hafa, líkt og Eyja- menn, komið nokkuð á óvart i sum- ar, en hefðin fyrir að vera í fremstu röð er hvergi jafn sterk og á Akra- nesi. Það hlýtur þó að vera töluverð pressa á þeim að landa titlinum stóra á morgun eftir að þeir töpuðu fyrir Fylki í undanúrslitum bikarkeppn- innar. Það eru margir leikmenn sem hafa átt mjög gott tímabil með Skagalið- inu. Hjörtur Hjartarson er nánast ör- uggur með markakóngstitilinn, fyrir- liðinn Gunnlaugur Jónsson er senni- lega aö spila sitt besta timabil í sum- ar og hinn ungi Grétar Rafn Steins- son hefur vakið athygli á miðju Skagamanna fyrir góða frammistöðu. Þá hafa menn eins og Kári Steinn Reynisson og Pálmi Haraldsson hafa leikið vel. Seinni hluta tímabilsins hafa svo leikmenn eins og EUert Jón Björns- son og Hjálmur Dór Hjálmsson látið að sér kveða. Og aðalsmerki Ólafs Þórðarsonar, baráttugleðin og að gef- ast aldrei upp, sést vel á Skagaliðinu enda er það eflaust honum að miklu leyti að þakka að liðið kom sér í þessa stöðu eftir frekar slaka byrjun í deildinni. Enn geta knattspyrnuunnendur orðið jafn undrandi á þvi að aUtaf virðist koma maður í manns stað í þessu liði og það er eins og þeir geti framleitt knattspymumenn á færi- bandi þarna á Skaganum. Og þeir virðast einnig hafa lag á að koma á óvart og verða í toppbaráttunni þeg- ar menn búast ekki við miklu af þeim, eins og raunin varð fyrir þetta tímabU. I þessu liði er góð blanda af ungum og efnUegum leikmönnum og reyndum jöxlum, og slík blanda er yf- irleitt vænleg til árangurs. Nú er spurning hvort þessi blanda sem nú er á Skaganum reynist vera upp- skrift af íslandsmeistaratitli. Eitt er víst að það verður erfitt að sækja þrjú stig til Vestmannaeyja, sérstak- lega þegar svo mikið er í húfi. -HI Þetta eru • •• • •• /» i • mjog jofn lið - segir Bjarni Jóhannsson „Þessi úrslitaleikur ÍBV og ÍA er fyrir margra hluta sakir mikill leikur. Fáir áttu í raun von á því að þessi Jóhannsson, tvö lið myndu berjast um titilinn og önnur félög voru þjálfari Fylkis. nefnd til sögunnar. Bæði hafa þessi lið komið veru- lega á óvart í sumar og náð frábærum árangri," segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis og fyrrverandi þjálfari Eyjamanna. „Á heildina litið hefur mér fundist ÍA vera betra lið í sumar. Slíkur dómur skiptir þó auðvitað litlu þegar út í svona leik er komið. Skaga- mönnum nægir jafntefli en ég held að þeir megi ekki hugsa um það. Að- eins að þiggja það ef það er i boði í lokin. í raun eru þetta mjög jöfn lið og hafa svipaða styrkleika og veikleika. Þessi úrslitaleikur er í stU við allt mótið þar sem hefðin hefur verið hungrinu yfirsterkari. Það er frá- bært að fá svona dramatískan leik i lokin og vonandi fer hann fram í góðu veðri.“ -SK ÍBV og ÍA eru sigurvegarar - segir Gústaf Björnsson „Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Fyrir mótið töluðu bókstaflega allir um KR, Fylki og Grindavík sem hugsanlega meistara. Þetta var í raun ekkert óeðlUegt. Niðurstaðan, nefnilega að ÍBV og ÍA leiki hreinan úrslitaleik um titUinn, er sigur fyrir þau lið sem hafa trú á sínum eigin mönnum og mjög skýr skilaboð til annarra liða,“ sagði Gústaf Björnsson, þjálfari KeUavíkur. „Skagamönnum nægir jafntefli og það þarf ekki að vera betra. Eyjamenn eru gríðarlega erfiðir heim að sækja. Þeir gefa litil færi á sér og leika sterkan vamarleik með Birki í markinu sem er maður mótsins aö mínu mati. Hvernig sem þessi leikur fer verður ekki fram hjá því litið að þessi tvö lið eru að mínu mati sigurvegarar mótsins. Annað liðið fær allan heiðurinn á sunnudaginn en hitt þátttökurétt í Evrópukeppni." -SK Gústaf Björnsson, þjálfari Keflavíkur. Hjartarson, markaskorarinn mikli í liöi Skagamanna, hefur skoraö 15 mörk í sumar. Tekst honum aö skora í Eyjum á sunnudag? Hjörtur Mörk skoruö moö vlnstri: Nr. # íf og íf Mörk skoruö meö skaiia: Nr. Z'.ogít. Mörk skoruö meö hægri: Nr. $j, & aj. Í9, ig og 14 Mörk Hjartar Hjartarsonar í sumar 1. 17. maí, FH (heima), 34. mínúta, vítaspyrna 2. 17. maí, FH (heima), 82. minúta, skallamark af 9 metra færi 3. 11. júní, Valur (úti), 49. mínúta, skot með vinstri af 13 metrum 4. 11. júní, Valur (úti), 56. mínúta, skot meö vinstri af 14 metrum 5. 18. júní, Breiðablik (heima), 52. minúta, vítaspyrna 6. 27. júní, Grindavík (heima), 1. mín., skot meö hægri af 6 metrum 7. 27. júní, Grindavík (heima), 31. mín., skot með hægri af 7 metrum 8. 2. júlí, Fylkir (úti), 9. mínúta, skallamark af 9 metra færi 9. 15. júlí, FH (úti), 4. mínúta, skot með hægri af 8 metra færi 10. 2. ágúst, Keflavík (úti), 5. mínúta, skot með hægri af 1 metra færi 11. 19. ágúst, Breiðablik (úti), 28. mín., vítaspyrna 12.19. ágúst, Breiðablik (úti), 53. mín., skot með hægri af 4 metrum 13. 19. ágúst, Breiðablik (úti), 89. mín., skot með vinstri af 3 metrum 14.17. sept., Fylkir (heima), 55. mínúta, skot með hægri af 5 metrum 15. 17. sept., Fylkir (heima), 88. mínúta, skot með hægri af 6 metrum Hjörtur Hjartarson hjá ÍA hefur nán- ast gulltryggt sér markakóngstitil- inn í Símadeildinni enda meö 6 marka forustu fyr- ir síðustu umferö. Hér má finna allt um hvernig hann gerði mörkin sín fimmtán í sumar. Fimmtán mörk Hjartar í sumar Hjörtur hefur auk þess gert 3 sigurmörk, skorað 10 mörk í fyrstu snertingu, 2 mörk eftir 2 til 4 snertingar og 9 mörk eftir tost leikatriði. -----------------------------1 ; ............................................... Helgarblað Skagamenn hafa alls gert 27 mörk í sumar þar af hafa 12 þeirra verið fyrsta markið í leikjum þeirra og 4 sig- urmörk. Mörk Skagamanna í Síma- deildinni í sumar skiptast annars þannig: Mörk í fyrri hálfleik 12, mörk í seinni hálfleik 15, mörk úr markteig 8, mörk utan teigs 2, mörk meö vinstri fótar skoti 7, mörk með hægri fótar skoti 15, skalíamörk 2, mörk úr víti 3, mörk úr aukaspymu 0, mörk úr fóst- um leikatriðum 14. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliöi ÍA, hefur leikið best leikmanna liðsins samkvæmt einkunnagjöf DV-Sport. Gunniaugur er með meðaleinkunnina 3,89 og er í þriðja sæti meðal leik- manna deildarinnar fyrir síðustu um- ferðina. Næstur Gunnlaugi er hinn ungi og skemmtilegi leikmaður, Ellert Jón Björnsson, með 3,64 i meðalein- kunn og þriðji er Ólafur Þórðarson með meðaleinkunnina 3,6 í 10 leikj- um en hann hefur ekki verið meö síð- an gegn FH 15. júlí. Skagamenn eru þekktir fyrir að byija hálfleikina mjög sterkt og það sést vel á þvi að þeir hafa gert 9 mörk gegn 3 á fyrstu 10 mínútum hálfleikja deildarleikja sinna i sumar. Skaga- menn hafa meðal annars gert þrjú mörk á fyrstu 5 mínútunum í sumar. Ólafur Þór Gunnarsson, mark- vörður Skagamanna, hefur varið öll þijú vítin sem á hann hafa komið í sumar. Skagamenn hafa sjáifir fengið fjögur víti. Hjörtur Hjartarson hefur tekið þau öli og nýtt þrjú þeirra en hann lét Gunnar Sigurósson, mark- vörð Framara, verja frá sér víti í 15. umferö. Skagamenn hafa fengið funm mörk á sig í síðustu tveimur útileikj- um en það eru jafnframt einu skiptin sem Ólafur Þór Gunnarsson, mark- vörður liðsins, hefur þurft að sækja boltann í deildinni síðan 2. júlí því hann hefur haldið hreinu í sjö af síð- ustu níu deildarleikjum Skagamanna. Ólafur Þóróarson, þjálfari ÍA, hef- ur notað 20 leikmenn i sumar þar af 17 þeirra í byrjunarliðið sitt. Sex leik- menn hafa náð að leika alla leikina og þrir þeirra hafa spilað allar 1530 mín- úturnar sem hafa verið í boði en það eru þeir Ólafur Þór Gunnarsson, Gunnlaugur Jónsson og Reynir Le- ósson. Sex leikmenn hafa náð að skora fyrir ÍA í sumar og 11 hafa lagt upp mark. Hjörtur Hjartarson er marka- hæsti leikmaður Símadeildarinnar í sumar með 15 mörk en enginn hefur heldur átt þátt í fleiri mörkum en hann því hann hefur komið að sköpun 21 af 27 mörkum Skagamanna eða yfir 70%. Hjörtur hefur búið til jafnmörg mörk og allt Eyjaliðið en hér á síðunni má sjá úttekt á markaskorun hans í sumar. Hörtur Hjartarson hefur gefið flestar stoðsendingar af leikmönnum ÍA i deildinni í sumar en Hjörtur hef- ur lagt upp fjögur mörk. Unnar Val- geirsson og Kóri Steinn Reynisson hafa lagt upp þrjú mörk hvor og þeir Haraldur Hinriksson, Grétar Rafn Steinsson, Gunnlaugur Jónsson eitt mark hver. Hjörtur hefur auk þess fiskað tvö víti sem hann hefur skorað sjálfur úr og hefur Kári Steinn einnig fiskað eitt víti. Skagamenn hafa farið stigalausir heim frá Eyjum síðustu fimm árin og hafa aðeins náö aö vinna einn deildar- leik af síðustu tíu gegn ÍBV á sama tíma og Eyjamenn hafa sex sinnum borið sigur úr býtum. Vinni Skagamenn titilinn í Eyjum veröur þetta sjötti íslandsmeistaratit- illinn hjá félaginu á síðustu tíu tíma- bilum og jafna þeir þar með hið fræga gullna tímabil á árunum 1951-1960 þegar ÍA vann 6 fyrstu meistaratitla sína. Egill Múr Markússon dæmir leik- inn en hann hefur dæmt þrjá leiki hjá þessum liðum í sumar, tvo hjá ÍA og einn hjá ÍBV. EgiU Már dæmdi tapleik Skagamanna gegn Fylki á útiveUi og sigurleik þeirra gegn KR heima og dæmdi sigurleik IBV á Fram á Val- bjamarveUi. Þetta verður 14. leikur EgUs í sumar en enginn hefur dæmt fleiri leiki en hann í deUdinni. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.