Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Page 20
20
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
DV
öskrað á mann Ofvirk börn þurfa að líða fyrir það sem þau ráða ekki við:
Þaö er verst þegar fullorðið fólk öskrar
á mann. Maður veröur svo hræddur. Ég
er stundum fjörugur og æstur innan í
mér þar sem margir eru. Þaö endar oft-
ast í leiðindum. Þá er öskrað á mann.
Kunni aö
sýna um-
hyggju
Skammir allan
Þessi
kennari
kann ekki
að vera góður viö
mig. Ekki eíns og
hinn sem ég
haföi. Hann
sagöi bara
þegar ég var
órólegur: Ró-
aðu þig nú,
vinur minn. Þetta veröur allt í lagi. Hann
kunni aö sýna manni umhyggju. Maður
róaöist bara.
Eg var leiðinlegur
Ég var leiðinlegur við mömmu af því
aö enginn vildi leika viö mig. Það endar
meö því aö enginn vill vera meö mér. Ég
nenni ekki aö lenda alltaf í vandræöum.
Þaö gerist samt. Ég baö mömmu fyrir-
gefningar.
Eftir frímínútur
Viö vorum í
leik. Ég ýtti við
stelpu. Hún þoldi
þaö ekki og baröi
mig. Þá varð ég reið-
ur. Þetta endaði
með því aö hún fór
aö gráta. Hún græt-
ur. Ég græt ekki. Þó
mig langi til þess.
Verö ég
reiður?
Þessir krakkar hafa aldrei
þurft aö kvíöa fyrir því aö fara i skólann.
Þeir þurfa ekki aö hugsa: Hvernig veröur
þessi dagur? Berja eldri krakkarnir mig í
dag? Þarf ég aö vera hræddur? Verö ég
reiður? Þeir þurfa ekki að hugsa um
þetta á hverjum degi.
í friði
Ég vildi aö skólinn væri þannig að allir
létu mig í friöi. Þá væri allt í lagi. Ég er
búinn að reyna að vera góöur. Þaö þýðir
ekki neitt.
Nema mamma
Ég hef veriö ofvirkur frá því ég fædd-
ist. Næstum því allir segja aö ég sé
alltaf óþekkur og ömurlegur maur. Nema
mamma. Hún er alltaf góö viö mig.
daginn
Of lítill
Ég nenni þessu ekki lengur. Ég hata
þennan skóla. Ég hata þetta líf. Maöur
verður alltaf svo ómögulegur. Alltaf. Maö-
ur er of lítill til aö gera eitthvaö I þessu.
Þetta veröur alltaf svona.
Ef ég dey
Hvaö myndirðu gera ef ég dræpist?
- Ég myndi gráta og vera mjög sorg-
mædd.
Þú ert samt ekki mamma mín.
- Nei, en mér þykir mjög vænt um þig.
Þótt ég sé óþekkur?
Úr Ofvirknibókirmi.
ViOtöl Rögnu Freyju Karlsdóttur vió ofvirk
börn sem hún hefur starfaö
meö hin síöari ár.
„Orðið ofvirkni er oftast
hlaðið neikvœðri merk-
ingu og ég vildi reyna að
snúast gegn þeirri
neikvœðni með því að
hafa bókina mína fal-
lega, “ segir Ragna Freyja
Karlsdóttir sérkennari og
strýkur himinbláa Of-
virknibókina, sem hún
gaf út í vor. Hún segist
hafa skrifað Ofvirknibók-
ina með ofvirku börnin
sín í huga. Hún hafi í
starfi sínu skrifað hjá sér
fjölmargar athugasemdir
sem bömin hafi látið
falla og langi að veita
foreldrum og kennurum
innsýn í hugarheim
þeirra. Fyrst og fremst sé
bókin bömunum til
styrktar.
Ragna Freyja hefur verið kenn-
ari í 40 ár, þar af sérkennari í 30
og nú hin síðari ár einkum starf-
að með börnum sem eiga í vand-
kvæðum vegna þess sem hún kall-
ar AMO - athyglisbrest meö of-
virkni. Ragna Freyja hefur einnig
starfað með Eirð - hópi fagfólks
sem hefur haldið fyrirlestra um
AMO fyrir foreldra og kennara.
„Þörfin fyrir lesefni er mikil og
þetta varð til þess að fyrirlestur-
inn minn um AMO hlöð utan á
sig. Mér datt í hug að koma
reynslu minni og þekkingu í litla
bók til þess að fræða foreldra,
kennara og börn um AMO.“
- Hefur tíðni ofvirkni verið að
aukast eða eru það greiningarnar
sem verða fleiri? Fyrir nokkrum
árum var ofvirkni tiltölulega
óþekkt fyrirbrigði en núna er í
flestum bekkjum einhver nem-
andi ofvirkur.
„Það er ekkert einfalt svar til
við þessu. Með aukinni þekkingu
höfum við meiri möguleika á því
að greina ofvirknina. Hér áður
voru börnin bara „óþekk" og allt
var það foreldrunum að kenna -
sem ekki „kunnu“ að ala börnin
upp. Það er ekki hægt að skella
skuldinni á þá mötun sem börn í
dag hljóta eða agaleysi - þó að
hvort tveggja hafi aukist í seinni
tíð - vegna þess að AMO er talið
hafa líffræðilegar orsakir. Fjölg-
un greininga sýnir aðeins að þjón-
usta við börn er betri en áður,“
segir Ragna Freyja og bætir við
að börnum sem greinast með
AMO sé engin huggun í því að of-
virknin sé talin erfðafræðileg.
Hún búi samt sem áður í þeim og
valdi þeim erfiðleikum. - Hana er
heldur ekki hægt að lækna, en
með sameiginlegum aðgerðum
heimilis og skóla er unnt að bæta
líðan bamanna.
wmm
Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkenn-
ari og höfundur Ofvlrknibókarinnar
fyrir kennara og foreldra.
„Heimskt, latt og óþekkt“
„Þau gætu öll hafa sagt þessar
setningar," segir Ragna Freyja
þegar hún er spurð um þær setn-
ingar sem hafðar eru eftir þeim
ofvirku bömum sem hún hefur
umgengist og birtast hér til hlið-
„Vanlíðanin er stundum svo mikil að maður trúirþvi ekki.Að standa frammi
fyrir því að geta ekki stjómað sér, en þurfa líka að taka því að það sé verið að
skamma mann allan daginn, afforeldrum og kennumm. Bœði heima og í skól-
anum. Bamið sér sig með augum annarra og dœmir sig eftir því. Það fœr oft að
heyra að það sé „heimskt og skilningslaust‘% „latt og óþekkt“ og á því dynur
sífellt „ekki gera þetta, láttu ekki svona.“
Ofvirkni eöa óþekkt?
Talið er að 3-5% grunnskótanema hafi athyglis-
brest meö ofvirkni og i þeim hópi sé ein stúlka
á móti hverjum 3-4 drengjum. Myndin tengist
efni greinarinnar ekki á nokkurn hátt.
ar. „Vanlíðanin er stundum svo
mikil að maður trúir þvi ekki. Aö
standa frammi fyrir því að geta
ekki stjórnað sér, en þurfa líka að
taka því að það sé verið að
skamma mann allan daginn, bæði
foreldrar og kennarar, bæði
heima og í skólanum. Barniö sér
sig með augum annarra og dæmir
sig eftir því. Það fær oft að heyra
að það sé „heimskt og skilnings-
laust", „latt og óþekkt" og á því
dynur sífellt „ekki gera þetta,
láttu ekki svona“.“ Ragna Freyja
bætir því við að þegar aukið sé
við þekkingu foreldra og kennara,
þá læri þau að taka ööruvísi á
málunum.
- Hverju eiga foreldrar einkum
að horfa eftir ef þá grunar að börn
þeirra séu ofvirk?
„Það er oft erfitt að gera mun á
ofvirkni og því sem kallað er
óþekkt. Að sumu leyti má segja að
ekki sé auðvelt fyrir foreldra að
greina það. Við faglega greiningu
er gerð úttekt á mörgum þáttum
og lögð fyrir ýmis próf. En ef
barnið er órólegt og á erfitt með
að einbeita sér, er mjög hvatvíst,
getur ekki fariö eftir reglum og
kallaö „óþekkt" - þó að sjálf noti
ég aldrei þaö orð - þá er ástæða
til þess að athuga málið.“
- Margir segja að ofvirknin sé
tískusjúkdómur. Nú megi krakk-
ar ekki vera svolítið fjörugir
nema það sé búið að greina þá of-
virka og setja þá á rital-
in. Er til í dæminu að
börn séu greind ofvirk
sem ekki eru það?
„Orðið ofvirkni er
misnotað, en ekki grein-
ingin og meðferðin.
Fólk notar orðið gáleys-
islega um allt óæskilegt
atferli sem börn sýna.
Það er því eyrnamerkt
fleiru en greiningunni
AMO. Enginn sem hefur
þekkingarbakgrunn
segði að barn væri of-
virkt sem ekki er það,“
segir Ragna Freyja og
vill taka það fram að til
eru þrjár tegundir af of-
| virkni. Það er AMO (at-
hyglisbrestur með of-
virkni), síðan athyglis-
brestur án ofvirkni og
sú þriðja; en þá ber
mest á hvatvísi.
Léttir aö geta
stjórnað gerðum
sínum
- Nú hefur lyfjagjöf til
þessara barna mjög nei-
kvæðan stimpil á sér;
setningar heyrast á
borö við: „Til þess að
losna við að hugsa um
börnin eru þau sett á ró-
andi lyf og spyrst þá
ekki meira til þeirra ..."
„Börn eru aldrei sett
á lyf nema það liggi fyr-
ir örugg greining. En
þetta er sorgarsaga. For-
eldrar hafa verið hrelld-
ir svo mjög að þeir þora
ekki að þiggja lyf fyrir
börnin sem þurfa á
þeim að halda,“ segir
Ragna Freyja. Hún segir
enn fremur að henni
þyki sjálfsagt að gefa of-
virkum börnum tæki-
færi til þess að prófa lyf,
vegna þess að breyting-
in á líðan þeirra sé oft-
ast stórkostleg. Ekki
geti börnin einungis
einbeitt sér betur í námi heldur
gangi þeim betur að umgangast
aöra og árekstrarnir verði færri.
„Þau eru svo meðvituð um
hvað þau eru alltaf ómöguleg og
síðan fá þau vitaskuld staðfest-
ingu á því í félagahópnum og
meðal hinna fullorðnu," segir
Ragna Freyja. „Það er mikill létt-
ir þegar þau geta stjórnað gerðum
sínum aftur, með hjálp skipulegra
aðgerða og lyfja.“
- Það er iðulega talað um of-
virkni barna. Hvað gerist þegar
þessi börn verða fullorðin?
„Á unglingsárunum breytist of-
virknin oft. Hjá yngri bömum ber
meira á hreyfivirkni en á hvatvísi
og einbeitingarskorti hjá ungling-
um. Hluti þessara unglinga er í
áhættuhópi fyrir vímuefni og and-
félagslega hegðun, meðal annars
vegna þess að þeim hefur oft ver-
ið hafnað félagslega í æsku og
sjálfsmynd þeirra er brotin. Þá
leiðast þau út í slíkt vegna þess að
þeim þykir betra að fá neikvæða
athygli en að vera alveg utan-
gátta. Margir fullorðnir geta aftur
á móti nýtt ofvirknina sér í hag
og til þess að koma sér áfram í líf-
inu. Þetta fólk er oft mjög duglegt
en til þess að svo vel megi til
takast er mikilvægt að taka
skipulega á vanda ofvirkninnar
strax á fyrstu mótunarárum
barnsins." -þhs