Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 21 I>V Helgarblað Kate Hudson hættir við að leika í mynd Leikkonan Kate Hudson, sem sló í gegn í myndinni Almost Famous, hef- ur öllum á óvart hætt við að leika í myndinni The Girl with the Pearl Earrings, aðeins fjórum vikum áður en tökur myndarinnar áttu að hefjast. Þessi ákvörðun Hudson setur fram- leiðslu myndarinnar í mikla óvissu og hafa fjármögnunaraðilar hennar þeg- ar kippt að sér höndum. Sjálf hafði hún áður lýst ánægju sinni með þetta dramatíska hlutverk og sagt það mjög kröftugt og athyglisvert og þess vegna kemur þessi ákvörðun hennar öllum í opna skjöldu. Handrit myndarinnar er byggt á metsölubók Tracys Chevaliers, um þjónustustúlku hollenska sautjándu aldar málarans, Jans Vermeers og hafði Mike Newell verið falin leik- stjórnin. Andy Paterson, framleiðandi mynd- arinnar, var mjög óhress með fram- komu Hudson og sagði að hún hefði beitt miklum þrýstingi til að fá hlut- verkið. „Hún lagði mikið á sig til að fá það og var mjög ánægð þegar það var loksins í höfn. Síðan hefur ekkert breyst og þess vegna kemur á óvart að hún skuli bera við breyttum áherslum sem við könnumst ekki viö,“ sagði Paterson sem er ákveðinn í því að gef- ast ekki upp. „Við munum fmna nýja fjármögnunaraðila og ef allt gengur upp ættum við að geta byrjað tökur i nóvember. Ralph Fiennes mun eftir sem áður leika hlutverk málarans, Vermeers, og þá er bara að finna hon- um nýjan mótleikara." Kate Hudson Kate Hudson er öltum á óvart hætt viö að leika í The Girl with the Pearl Earrings. Maddonna David Schwimmer gerði grín að Madonnu á tónieikum. Vinurinn móögaði Madonnu Það er ekki bara venjulegt fólk sem gerir sig að algjörum flflum fyr- ir framan frægt fólk. David Schwimmer, Friends-pattinn við- kunnanlegi, sannaði þetta eftir- minnilega fyrir skömmu þegar hann fór með vini sínum á tónleika með Madonnu. Hegðun hans var með því móti að ekki er líklegt að Madonna verði gestastjarna í Friends alveg á næstunni. Schwimmer hafði alis ekki ætlað að fara á þessa tónleika en þegar vinur hans trommaði upp með miða þá gat hann ekki sagt nei og dreif sig með.'En í stað þess að hlusta dol- fallnir á tónlist Madonnu voru þeir félagarnir að flflast með myndavél. Þeir sneru baki i sviðið og tóku myndir af sjálfum sér þar sem þeir grettu sig með Madonnu í bak- grunni. Söngkonan tók þessum fífla- gangi ekki sérlega vel og vinirnir voru beðnir um að færa sig. „Við eigum frábærar myndir frá tónleik- unum,“ segir Schwimmer, „og ég hlakkaði mjög til að hitta Madonnu eftir tónleikana. En mér var sagt að hún þyrfti að fara.“ Og kemur það einhverjmn á óvart? jjrval góður ferðafélagi -tilfróðleiksog skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa Grand Vitara XL-7 er nýjasti og stærsti jeppinn frá Suzuki. Hann er byggður á traustum grunni og áratuga reynslu Suzuki í smíði rúmgóðra og sparneytinna jeppa. Grand Vitara XL-7 er byggður á heilli grind og er með háu og lágu drifi, sem gefur frábæra aksturseiginleika jafnt á vegum sem vegleysum. Til að auka öryggi ökumanns og farþega er XL-7 með öryggispúða, styrktarbita í hurðum og ABS hemlalæsivörn með tölvustýrðri jöfnun sem staðalbúnað. Þarfir manna eru misjafnar, því eru sæti fyrir 7 en mjög einfalt er að breyta farþega og farangursrými eftir þörfum hvers og eins. Vélin í XL-7 er 2,7 lítra DOHC V6, 173 hestöfl og meðaleyðslan er aðeins 10,8 lítrar á hundraóið. SAMANBURÐARTAFLA: Tegund lengd breidd hæð hjólahaf Mercedes Benz M 4587 1833 1776 2820 Pajero Sport 4610 1775 1735 2725 Grand Cherokee 4611 1858 1805 2690 Musso 4656 1864 1755 2630 Grand Vitara XL-7 4685 1780 1740 2800 Terrano II 4697 1755 1850 2650 Discovery 4705 1855 1883 2540 Landcruiser 90 LX 4730 1730 1860 2675 Pajero 4775 1845 1855 2780 Trooper 4795 1835 1840 2760 *DV. 25.8.01 Verð: Aðeins Beinsk. 2.980.000 Sjálfsk. 3.180.000 SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. www.suzukibilar.is $ SUZUKI /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.