Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Helgarblað DV Bööullinn aftur tekinn til starfa Verki lokið Lokið er við að grafa þá hengdu og halla fangar sér fram á skóflur sínar eftir erfiðið. í augum umheimsins eru eyjamar í Karíbahafinu, Vestur-Indíur, einna líkastar þeirri paradís sem trúaða dreymir um að flytja til í fyllingu tímans. Veðurlag og náttúrugæði taka flestum öðrum byggðum bólum fram. Samt sem áður er líka hægt að telja Vestur-Indíur til lökustu byggðra bóla þar sem fátækt, spilling og pólitískur vanþroski hamlar því að íbúamir geti notið þeirra gæða sem annars eru til staðar í heims- hlutanum. Nýverið brá böðullinn á Trínidad snörunni um háls níu glæpamanna sem dæmdir vora og teknir af lífi samtímis. Fleiri tugir dauðadæmdra bíða örlaga sinna í dauðaklefum fangelsanna í Trínidad og Tobago. Aftökumar fóru fram i fangelsi í Port of Spain, höfuðborg ríkisins. Fangelsisbyggingin er með þeim elstu við Karíbahaf og var reist af breskum plantekraeigendum til að hýsa óhlýðna þræla, þjófa og brugg- ara. Núna er fangelsið yfirfuilt af glæpamönnum, nauðguram og morð- ingjum. Fæstir vissu af tilurð stofn- unarinnar í ferðamannaparadísinni þar til nú að fjöldaaftökur fóru þar fram. Skelegg ungfrú alheimur Það var 4. júní 1999 sem böðullinn og fikniefnabaróninn Dole Chadee áttu stefnumót á pallinum undir fangelsisgálganum. Fundi þeirra lauk tuttugu mínútum síðar þegar glæpamaðurinn var úrskurðaður lát- inn þar sem hann hékk i snörunni. Átta vikapiltar hans hittu böðulinn á sama stað og vora afgreiddir á sama hátt. Dauðarefsing á mikinn hljóm- grann á Trínidad og fáir era tU að mótmæla opinberum aftökum. Göm- ul kona í höfuðborginni Port of Spain sagði við blaðamann að réttast væri að aftökur glæpamanna færu fram á tlorgi þar sem fólk gæti fylgst með og séð hvemig fer fyrir illmennum. Hún itrekaði að almenningur kærði sig ekki um að landinu væri stjómað af bófum. Ungfrú alheimur árið 1999, Wendy FitzwiOiam, er borgari í Trínidad og nemur þar lög. Hún hafði sitt að segja um aftökumar og fór ekki hefð- bundnar leiðir fegurðardísa sem eru að þykjast vera miklir bamavinir og starfa að velferðarmálum og hafa mikinn áhuga á mannréttindum og friðarmálefnum. Þess í stað lýsti ungfrúin yfir að hún væri hlynnt dauðarefsingmn og færði þau rök fyrir máli sínu að sá sem pyntar og myrðir fólk að yfir- lögðu ráði fyrirgeri rétti sínum til að lifa og slíkt fólk eigi að dæma og líf- láta. Samkvæmt nýlegum skoðana- könnunum eru 90 af hundraði hinna 1,3 milljóna íbúa Trínidad og Tobago hlynntir dauðarefsingum. í skoðana- könnunum 1994 vora 96 af hundraði á því að taka ætti stórglæpamenn af lífi. Afdr'rfarík möðgun Á eyjum Karíbahafs bíða nú um þúsund dæmdir fangar eftir að verða teknir af lífi en frá árinu 1979 þar til fjöldaaftökurnar fóru fram í Port of Spain var aðeins einn fangi tekinn af lifi á eyjunum. Áður vora aftökur al- geng refsing en fyrrum nýlenduherr- ar, Bretar, hafa enn nokkur tögl og hagldir varðandi stjóm eyjanna og Foringinn Dole Chadee var umsvlfamiklll fíkni- efnasali og afgreiddi böðullinn hann fyrstan. sérstakur ráðgjafardómstóll í London tók upp á því að banna aftökur en gat ekki komið í veg fyrir líflátsdóma. Jafnvel í maímánuði 1999 ætlaði breski dómstóllinn að fresta aftöku Dole Chadee og kumpána hans en ekki var orðið við þeirri kröfu. Era íbúar Vestur-Indía orðnir leiðir á af- skiptasemi fyrrum nýlenduherra og hættir að hlusta á þá og dæma og refsa samkvæmt eigin réttlætishug- myndum. Dole Chadee var foringi glæpaklíku sem sérhæfði sig í við- skiptum með ólögleg fikniefni. Hann var fyrstur félaganna á aftökupall- inn. Hann og átta félagar vora dæmd- ir fyrir hroðaleg morö á fiölskyldu og var sök hennar sú að fiölskyldumeð- limur hafði móðgað eiturefnasalann. Lífið var murkað úr hverjum fiöl- skyldumeðlim eftir annan að söku- dólgnum ásjáandi og hann var síðast- ur til að vera pyntaður og tekinn af lífi. Eftir að Dole var handtekinn fann lögreglan mikið af fíkniefhum og um- talsverðar peningupphæðir grafhar í garði hans. Einn af fylgismönnum Doles gerðist uppljóstrari og skýrði lögreglunni frá glæpum félaga sinna. Hann var myrtur á heimili sínu áður en réttarhöldin hófust. Dolé hélt áfram að stjóma glæpaverkum eftir að hann var fangelsaður. Hótanir og mútur Glæpaklíka Doles var tengd 30 morðum öðrum en á fiölskyldunni sem meðlimimir vora dæmdir fyrir að deyða. En frá 1990 var klíkan hin öflugasta í eiturefnageiranum i rík- inu Trínidad Tobago. Árum saman var foringinn svo öflugur að hann taldi sig hafinn yfir lög og rétt. Þótt yfirvöld vissu um starfsemina og glæpaverkin var erfitt að fá fólk til að bera vitni af ótta við grimmilega hefnd glæpamannanna. Þá er upplýst að margir lögreglumenn og embætt- ismenn voru á launalista hjá samtök- unum sem Dole drottnaði yfir. Síðast von hinna dauðadæmdu var að farið yrði að úrskurði ráðgjafar- dómstólsins í London um bann við dauðarefsingum. En yfirvöldin á Trínidad sinntu ekki lengur fyrir- skipunum frá gömlu nýlenduherrun- um og eiturlyfiabaróninn og hand- bendi hans voru hengdir samkvæmt gömlum breskum sið. Um leið fengu um hundrað karlar í dauðadeildum fangelsa á Trínidad og nokkrar konur þar að auki skila- boð um hvaða örlaga þau mættu vænta, Hlusta ekki á Breta íbúar fyrram breskra nýlendna á Karabíahafi kæra sig ekki lengur um að taka við fyrirskipunum frá London um hvað þeir mega gera og hvað ekki. Þeir vilja sjálfir ráða lög- um sínum og hvemig þau skuli fram- kvæmd. Giæpir sem tengjast ólögleg- um fikniefnaviðskiptum fara hrað- vaxandi í heimshlutanum og völd bófanna og áhrif aukast að sama skapi. Löghlýðnir borgarar eru orðnir þreyttir á yfirgangi glæpamanna og mútuþægni lögreglu og embættis- manna og heimta aðgerðir og harðar refsingar. Að fullnægja dauðadómum er almenn krafa. 15 ríki við Karabíahaf mynda ríkjasambandið Caricom og sögðu skilið við ráðgjafardómstólinn í London árið 1999 og samþykktu eigin hegningarlög og neita að taka við skipunum frá gömlu nýlenduherrun- um um hvemig eigi að framfylgja þeim. Saksóknari Trínidad, Ramesh Ma- haraj, sagði þegar Dole og félagar Löghlýðnir borgarar eru orðnir þreyttir á yf- irgangi glæpamanna og mútuþægni lögreglu og embœttismanna og heimta aðgerðir og harðar refsingar. Að fullnœgja dauðadóm- um er almenn krafa. voru hengdir að fullnægja yrði dóm- um fyrir morö ef halda ætti uppi lög- um og reglu og tiltrú almennings á dómstóla og lögreglu. Einu sinni var ríkissaksóknarinn virkur innan Amnesty Intemational og barðist þar gegn dauðarefsingum. Núna er hann mikilvægur hlekkur í stjómkerfi Trínidad og styður dauða- dóma og aftökur. En hugur hans kann að vera blendinn því bróðir hans Krishna Maharaj, sem er breskur þegn, sat í tíu ár í dauðadeild fangelsins í Flór- ída fyrir að myrða tvo viðskiptafé- laga sín. í fyrra var dómnum breytt í lífstiðarfangelsi. Maharja þessi var milljónamæringur og átti verðmæta veðhlaupahesta. Núna er ákveðið að taka 70 dauða- dæmda fanga á Trínidad af lífi. Síðan breska ráðgjafardómstólnum var af- neitað í Vestur-Indíum hafa aftökur farið fram á Bahamaeyjum, St. Vincent, St. Kitts og Nevis. Allt eru þetta auglýsar sælueyjar og ferða- mannaparadísir. í gullnum lundi Sáralítið hefur borið á mótmælum á Trínidad vegna dauðadóma og full- nægingar þeirra. Erlendis hefur þeim verið mótmælt en kirkjudeildir á eyjunum eru ekki á einu máli um hvort dauðadómar og aftökur eru guði þóknanlegar eða á móti skapi. Á Trínidad era tveir opinberir böðlar. Þeir fá 50 dollara þóknun fyr- ir að bregða snörunni um háls hvers fanga og kippa hleranum undan fót- um þeirra. Lík Doles og kumpána hans voru grafm í ómrektri gröf innan fangels- isgirðingarinar. Ættingjar þeirra fóru fram á að fá líkin afhent til að veita þeim kristilega greftrun en þeim óskum var neitað. Parturinn sem þeir era grafnir í ber heitið Gullni lundurinn. Grafararnir Fangar taka grafir í fangelsisgarðinum þar sem hinir líflátnu voru lagðir til hinstu hvílu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.