Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 23 DV Helgarblað Spurningar Ara - hvernig á að svara hinum einföldu en erfiðu spurningum barnanna? Hann Ari er lítill. Hann er átta ára „trítill" meö augu svofalleg og skœr. Hann er bara sœtur, jafnvel eins, er hann grœtur og hugljúfur þegar hann hlœr. En spurningum Ara er ei auóvelt að svara: - Mamma, af hverju er himinninn blár? - Sendir Guó okkur jólin? - Hve gömul er sólin? - Pabbi, því hafa hundarnir hár? Bœði pabba og mömmu og afa og ömmu þreytir endalaust spurninga suð: - Hvar er sólin um nœtur? - Því er sykurinn sœtur? - 4/1, gegndu, hver skapaði Guð? - Hvar er heimsendir, amma? - Hvað er eilífðin, mamma? - Pabbi, af hverju vex á þér skegg? - Því er afi svo feitur? - Því er eldurinn heitur? - Því eiga ekki hanarnir egg? Þetta brot úr ljóði Stefáns Jónssonar er vonandi mörgum enn vel kunnugt en fleiri en ein kynslóð foreldra hefur raulað þetta fyrir böm sín enda Stefán þama að yrkja um sigilt viðfangsefni. Börn em afskaplega spurular mann- eskjur og hafa um aldir reynt á lang- lundargeð foreldra sinna með þessum einfóldu spurningum sem getur verið svo erfitt að svara. Þess má geta að Stefán Jónsson orti þessar vísur fyrir lítinn frænda sinn, Ara Ólafsson, fyrir rúmum 50 árum síðan. Umræddur Ari lærði síðan verkfræði og hefúr alla tíð látið sér fátt finnast um sinn ódauðlega sess í bók- menntasögu þjcðarinnar. En hver em réttu svörin við dæmi- gerðum erfiðum spumingum forvit- inna bama? Lítum á nokkur svör. Drekka fiskar? Sumir gera þaö en aðrir ekki. Af hverju er himininn biár? Þetta er ein þeirra spuminga sem gæti virst einföld en svarið er aðeins einfalt ef menn halda sig við aðalatriði málsins en fara ekki ofan i saumana á bláma himinsins. Þegar sólarljósið kemur inn í lofthjúp jarðar sundrast það vegna árekstra við ryk og ýmsar eindir. Blái hluti litrófsins sundrast meira en hinn rauði og þess vegna verður meira af bláum lit í lofthjúpn- um. Hinn blái litur hefur ekkert að gera með uppgufun vatns eða endur- kast frá sjónum. Þetta segir dr. Ro- bert Massey, stjömufræðingur við Greenwich- rannsóknarstöðina í Bretlandi. Drekka fiskar? Þetta hljómar eins og góð spum- ing. Hvað gera fisk- arnir ef þorsti sæk- ir á þá? Drekka þeir vatnið sem þeir synda i? Svarið er já og nei. Ferskvatnsfiskar drekka ekki heldur drekka í sig vatn gegnum roðið og gefa frá sér úrgangsefni í staðinn. Salt- vatnsfiskar drekka hins vegar líkt og önnur dýr gegnum munninn. Þeir hafa flestir hæfileika til að skilja salt úr vökva í vélindanu og losa sig við það gegnum tálknin. Hvers vegna svifa skýin í lausu lofti? Margir vita að ský innihalda raka sem er í rauninni vatn. Þar af leiðandi hljóta þau að vera þyngri en andrúms- loftið. Hvemig geta þau þá svifið? Svarið felst í hitauppstreymi. Ský myndast þegar heitt loft stígur upp og kólnar svo rakinn þéttist. Uppstreymi hlýrra lofts heldur skýjunum svifandi og þau ský sem ná mestu flugi komast upp í 11.600 metra hæð eða 38 þúsund fet. Ský haldast venjulega á lofti þar til rakinn hefur fallið til jarðar sem regn eða gufað upp. Sérlega þung þrumuský geta undir sérstökum kringumstæðum misst flugið og nánast hrapað. Hvað er stærsti hlutur í heim- inum? Það er eðlilega skilgreiningaratriði hvernig svara skal spumingu eins og þessari. Hvað skal skilgreina sem einn samfelldan hlut. Eitt svarið gæti verið Kyrrahafið sem er samfellt eitt svæði en svarið gæti líka verið að möttull jarðar væri einn hlutur og þar af leiðandi sá stærsti. Möttullinn er þykkt lag milli kjama jarðar og jarðskorpunnar. Besta svarið er þó sennilega að Hawaii sé stærsti hlutur eða fyrirbæri í heiminum en eyjan Hawaii er hinn sýnilegi hluti stærsta eldfjalls jarðar- innar. Frá rótum á hafsbotni að hæsta tindi er það hærra en Everest og er Detta fuglarnir ekki? Sofandi fugiar siaka ekki á vöðvun- um í fótunum. „Spurningum Ara er ei auðvelt að svara.“ Þótt spurningar ungra barna séu oft einfatdar getur verið býsna erfitt að svara þeim. Er himinninn blár? Hann er það víst en ekki er einfalt að útskýra hvers vegna svo er. jafnan talið stærsta einstaka jarðfi-æði- fyrirbæri á jörðinni. Af hverju ertu svona loðinn, pabbi? Hið hefðbundna svar við þessari spumingu er að þegar maðurinn fór að ganga uppréttur gat hann nýtt sér vindkælingu til að svitna minna og því meira sem hann var minna loðinn. Þannig varð maðurinn smátt og smátt nær hárlaus. Hitt er meiri ráðgáta hvers vegna konur em ekki eins loðnar og karl- menn og aftur kemur að þróunarkenn- ingunni sem gerir ráð fyrir að karl- menn hafi laðast meira að barnslegum og lítt hærðum konum og talið þær lík- legri til frjósemi en gamlar og loðnar. Nútíma rannsóknir sýna að karlmenn laðast að konum sem hafa bamslega beinabyggingu eins og litla höku en stórt enni. Af hverju detta fuglar ekki niður á jörð þegar þeir sofa? Vöðvakerfi margra fugla starfar þannig að þegar þeir sitja sofandi á greinum eða raflínum kreppast vöðvar í klóm þeirra gagngert til þess að þeir detti ekki niður á jörð. Sumir fuglar sem ráða yfir mikilli flughæfni sofa svífandi úr mikilli hæð og geta náð ótrúlega löngum dúrum áður en þeir lenda nálægt jörð. Hvernig vitum við aö Guð er til fyrst við sjáum hann ekki? Þetta er ein þeirra spuminga sem mannkynið hefur baslað við að svara síðan í Eden. Besta svarið fyrir böm er sennilega að Guð er eins og ástin, við sjáum áhrif hennar þótt við sjáum hana sjáifa ekki. Honum má einnig líkja við vindinn sem við heyrum í, sjáum trén bærast og vatnið bylgjast og vitum hvað hann getur gert en samt getum við ekki haft hönd á vindinum, fangað hann og skilgreint. PÁÁ Samskiptareglur ókunnugra eru flóknar, sérstaklega fyrir lokaða íslendinga: Hvenær ávarpar maður íslending? íslendingar teljast ekki til opn- ustu og einlægustu þjóða heimsins. Okkur er oft líkt við frændur okkar í Finnlandi en hvorugir finna gleði sinni útrás nema með hjálp alkó- hóls. Þó má segja að Finnar standi okkur nokkru framar í útrás þvi þeir fara þó allsberir í gufubað og velta sér að því búnu upp úr snjón- um. Djarfir íslendingar láta sér nægja að bretta upp ermarnar á góðviðrisdögum. Islendingar hafa þó á síðustu árum orðið heldur ófeimnari við að sýna nakið hold sitt. Sumir eru reyndar svo ákafir í þessari opin- berunarstefnu sinni að eldri frúm þykir nóg um. Sálartetrið er hins vegar enn þá harðlokað og opnast ekki nema með hjálp vímuefna. Þeir sem brosa á almannafæri eru taldir skrýtnir og þeir sem ávarpa ókunn- ugt fólk án sýnilegrar ástæðu eru sniðgengnir því enn ríkir sú for- dómafulla skoðun á íslandi að mað- ur eigi ekki að blanda geði við ókunnuga geðsjúklinga. Forseti í sambandi viö ókunnugt fólk íslendingar teljast ekki til opnustu einstaklinga í heimi. En eins og aðrar þjóðir ávarpa þeir ókunnuga að ástæðulausu undir ákveðnum kringumstæðum. Samkenndin er mikilvæg í þessu sambandi. Kona í rigningu Eftir því sem best er vitað hafa fé- lagsfræðingar Háskóla íslands ekki tekið saman samskiptareglur ís- lendinga. Enginn hefur séð ástæðu til að svipta hulunni af því hvenær maður heilsar Islendingi og hvenær ekki. I þessari stuttu grein er um stund vaðið inn á starfssvið há- skólamanna og fjallað um nokkrar þær aðstæður sem liðka um mál- bein íslendinga án þess að áfengi og aðrir vímugjafar komi við sögu. Ástæða þess að grein þessi varð til er sú að í mígandi rigningu fyrir rúmri viku var ég að fara yfir Rauð- arárstíginn. Á móti mér gekk kona, fullkomlega ókunnug, og þar sem við mætumst í dynjandi rigning- unni lítur hún á mig og mælir eins og skondin aukapersóna í lélegri bíómynd: „Það er nú meira helvitis veðrið alltaf hér á íslandi." Þetta kom mér fullkomlega í opna skjöldu og ég þurfti að endurhugsa allt sam- skiptamynstur mitt upp á nýtt. Mað- ur á þessu nefnilega ekki að venjast. I kvikmyndum eru svona skrýtnar aukapersónur yfirleitt hlaðnar merkingu. Ég hef þrátt fyrir mikla umhugsun ekki fundið neina merk- ingu í þessu ávarpi. En hvað var það sem fékk þessa ókunnugu konu til að yrða á mig? Húsvíkingar heilsast Húsvikingar eru um tvö þúsund talsins og því augljóst mál að þeir eru ekki allir málkunnugir þótt lík- legt sé að þeir kannist hver við ann- an í sjón. Tveir Húsvíkingar sem ekki þekkjast nema í sjón ramba báðir til Reykjavíkur sömu helgina. I verslunarleiðöngrum ganga þeir marmaraflísar Kringlunnar allrar og fyrir framan Ðkonomi Sko rekur annar þeirra augun i hinn þar sem hann stendur hinum megin á gang- inum. Sjáandinn rýkur til, þramm- ar að hinum og heilsar kumpánlega. Þeir ræðast kannski við í smástund en svo liggur leiöin aftur eftir víð- lendum flísanna. Þegar norður er komið hittast þeir í Essóskálanum í Naustagili, þeir standa hlið við hlið og bíða eftir að Garðar afgreiði þá en heilsast ekki. Og þeir munu ekki heilsast nema þeir rekist hvor á annan á fjarlægum stað, í Edinborg eða Kópavogi. Frægi „fjölskylduvinurinnu Frægt er orðið hversu íslendinga- elskir íslendingar eru þegar þeir standa á laugarbarminum í sumar- fríinu sínu í Portúgal. Sumir ís- lenskir ferðamenn eru einfaldlega þeirrar náttúru að þeir mega ekki heyra íslenskan hreim í tali fólks án þess að hertaka það næstu klukku- stundirnar. Þeir sem eru einhverra hluta vegna fræg andlit á íslandi eru sjaldnast ávarpaðir á leið niður Laugaveginn í rigningu á miðviku- dagsmorgni. Þegar sandurinn er kominn milli tánna og sólarolían á mjóhrygginn þá er frægi maðurinn orðinn fjölskylduvinur til margra ára. Og talandi um fræga fólkið á Is- landi þá er það staðreynd að ef fræg- ur maður mætir öðrum frægum á götu þá heilsast þeir þótt þeir hafi aldrei áður talast við. Slíkar kveðj- ur eru vanalega afar kumpánlegar og nálgast það stundum að vera hjartnæmar. Kassadama klikkast I eölilegum biðröðum í stórmörk- uðum ræðist fólk ekki við þótt það standi þétt hvert upp við annað. Ef svo einkennilega vill til að stúlkan á kassanum gengur af göflunum og byrjar að henda kartöflum í þá fremstu er þó líklegt að þeir sem aftar eru í biðröðinni fari að tala saman. Niðurstaðan er því sú að til að fólk ávarpi ókunnuga þurfi fólk að finna með sér samkennd. Manni verður að finnast maður tilheyra sama hópi og viðkomandi. Þess vegna heilsast göngumenn í Heið- mörkinni, þess vegna heilsa skokk- arar hver öðrum á Ægisíðunni en yrða ekki á göngufólk. I útlöndum heyrum við kunnuglegt mál og litla hjartað fer að slá á íslensku. Kassadama gengur berserksgang og við hættum að vera bara við- skiptavinir verslunarinnar, breyt- umst í fórnarlömb og þau geta rætt saman. Frímúrari sér frímúrara- hringinn á fingri skosks aðals- manns og hann rýkur á hann og þeir ræða saman um daginn og veginn. Rigningin dynur á reyk- vískum götum og ókunn kona ávarpar þjáningarbróður sinn í vætunni: „Það er nú meira helvítis veðrið alltaf hér á íslandi." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.