Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Helgarblað I>V Neitar að hætta - Páll Pétursson félagsmálaráðherra talar um samstarfið við R-listann, framboð í næstu kosningtun og hið óréttláta brunabótamat fyrir. Meðallækkun á brunabóta- mati yfir landið allt var 4% en 13% i Reykjavík." Tökum lögin upp aftur - Er þessi breyting þá lands- byggðinni til hagsbóta á kostnað Reykvíkinga? „Ég þori ekki að segja til um það. Hér í miðbænum eru mörg hrörleg hús og ekkert óeðlOegt þótt matið lækki þar. Þar sem gömul hús hafa verið endurbætt eru þau í háu verði. Það getur ekki staðist að tala um eignaupp- töku í þessu samhengi. Þessar rúmlega átta þúsund kærur benda til þess að það hafl verið gengið of langt. Ef mikið misræmi kemur fram þá finnst mér ekkert fráleitt að taka þessi lög upp aftur og breyta þeim. Það var áreiðanlega ekki ætlan Alþingis eða viðskipta- ráðherra að fara að snuða ein- hvern.“ Engir hnífar í bakinu - Er ekki nokkuð sanngjarnt að segja að Sjálfstæðisílokkurinn sé í virkri stjómarandstöðu við R-list- ann í Reykjavík þar sem Fram- sóknarflokkurinn er innan borðs. Hefur þetta einhver áhrif á stjórn- arsamstarfið? „Nei, þótt hnútur hafi gengið þarna á milli þá er gott samstarf innan ríkisstjórnar um sveitar- stjórnarmál. Mitt ráöuneyti fer með málefni sveitarfélaga og þar á ég gott samstarf bæði við fjár- málaráðherra og forsætisráð- herra. Fjórir af ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins eru þingmenn Reykvíkinga og það væri mjög óeðlilegt ef þeir færu að ganga á hlut Reykvikinga." - Davíð Oddsson forsætisráð- herra oröaði það svo á dögunum að R-listinn ræki stöðugt rýtinga í bak Framsóknar í ríkisstjórn. Eru hnífar í bakinu á þér? „Samfylkingin er í stjórnarand- stöðu. Það vill svo til að í borgar- ráði, frá því í sumar, sitja ein- göngu fulltrúar Samfylkingarinn- ar og þar á Framsókn engan full- trúa núna. Þetta tel ég afar óheppilegt. Ég þarf ekkert að vera hissa á því þótt einhver skeyti komi frá Samfylkingunni í borgar- ráði.“ Mikil vanþekking - Þú sagðir sjálfur um daginn að málflutningur R-listans væri ótrúlegt rugl. Varstu þar að tala gegn eigin flokksmönnum? „Ég var ekkert að tala um kon- una mína þar. Ég var að tala um bókanir frá R-listanum í borgar- ráði. Þau bókuðu um húsnæðis- mál af mikilli vanþekkingu eða þaðan af verra. - Sigrún Magnúsdóttir, eigin- kona Páls, situr í borgarstjórn R- listans í Reykjavík. Ertu aldrei i óþægilegri aðstöðu þegar borgar- málin eru til umræðu. Talar þú aldrei gegn þínum eigin mönnum á því sviði? „Nei, ég á gott sam- starf við sveitarstjórnarmenn Framsóknar um land allt.“ Verðum ekki einir með Samfylkingu - Páll segist vera nokkuð sáttur við þátttöku Framsóknarflokksins í R-listanum í Reykjavík þrátt fyr- ir fulltrúaskortinn í borgarráöi núna og segir flokkinn hafa haft veruleg áhrif á stjórn borgarinnar til góðs á undanförnum árum. Hann segist vona að R-listinn haldi borginni í komandi borgar- stjórnarkosningum. En er það háð því að samstarf takist við Vinstri- græna um þátttöku í R-listanum? „Ef vinstri grænir eru ekki með þá tel ég mjög óeðlilegt aö Framsóknarflokkurinn sé í sam- floti við Samfylkinguna eina. Við erum ekki í neinu sérstöku kompaníi við Samfylkinguna og ef Vinstri-grænir bjóða fram sér þá verðum við að gera það líka. Það var mynduð samsteypustjórn, samvinnuverkefni ólíkra flokka og þannig hefur þaö verið." Steingrímur á móti öllu - Hver er virkasti andstæðingur ríkisstjórnarinnar? „Það ber miklu meira á vinstri grænum en Samfylkingunni. Þeir eru upplagður andstæðingur því þeir eru á móti öllu sem gert er. Það er hægt aö ganga að því vísu hvort sem málið er gráupplagt eða ekki. Fyrir vikið fá þeir alltaf ein- hvern hluta af sviðinu." - En er þetta ekki hefðbundið hlutverk stjórnarandstöðu. Ég minnist þess að hafa heyrt Davíð Oddsson lýsa starfi sínu í stjórn- arandstöðu einmitt meö þessum hætti? „Ég er ekki sammála því og hans lýsing á eigin stjórnarand- stöðu er ekkert til fyrirmyndar. Hlutverk stjórnarandstöðu er að gagnrýna og leiðbeina. Ég hef ekki mjög langa reynslu af því að vera í stjórnarandstöðu það hef ég ver- ið í fjögur ár og nokkra mánuði og við framsóknarmenn reyndum að vera jákvæðir og gagnrýna það sem var gagnrýnivert en styðja annað.“ - Vinstri grænir hafa notið meira fylgis í kosningum og könn- unum en reiknað var með og þeir hafa ótvírætt sótt fylgi sitt að ein- hverju leyti í raðir ykkar fram- sóknarmanna. Er þetta rétt? „Hryggsúlan úr Alþýðubanda- laginu er í vinstri grænum. Það er mikill vinstri strengur í hjörtum framsóknarmanna. Það höfðar ekki til framsóknarmanna að kjósa kratana. Vinstri grænir hafa þvi náð til einhverra óánægðra framsóknarmanna, en það hefur íhaldið líka gert.“ Framsóknarmaður til vinstri - Er það staðfesting þess að Framsóknarflokkurinn hafi færst til hægri í núverandi stjórnarsam- starfi? „Þaö er vafalaust eitt og annað af verkum núverandi ríkisstjórn- ar sem vinstrisinnuðum fram- sóknarmönnum geðjast ekki að. Ég hef alltaf taliö mig til vinstri- sinnaðra framsóknarmanna, eða að minnsta kosti á þeim bekk, en við erum ekki einráðir í þessari ríkisstjórn og mér finnst við hafa haldið okkar striki nokkuð vel. Ég hef ekkert breyst þótt ég hafi þurft að vinna með sjálfstæðismönnum. Ég hef ekkert tekið það nærri mér og samstarf í ríkisstjórn er gott og á jafnréttisgrundvelli." - Ertu þá á öndverðum meiði við hægrisinnaða forystu flokks- ins? „Ég vil ekki kalla hana hægri- sinnaða. Ég tel að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og formaður hefur engar ákvarðanir tekið þar um. Ég hef átt afar gott samstarf við ýmsa foringja Fram- sóknarflokkssins en best við Ólaf Jóhannesson sem sennilega hefur verið lengst til hægri af formönn- um flokksins." Er ekki oröinn of gamall - Páll Pétursson er fæddur i mars 1937 sem þýðir að hann er 64 ára gamall. Hann er ekki elstur þeirra sem nú sitja á þingi sé mið- að við lífaldur en hann hefur setið lengst á þingi. Þegar næstu þing- kosningar fara fram árið 2003 veröur hann 66 ára gamall. Er þetta ekki oröiö gott eða ætlar þú að bjóða þig fram aftur? „Ég kom inn á þing 1974 og telst því aldursforseti því ég hef setið þar lengst. Ef Guð lofar get ég orð- ið elstur þingmanna á næsta kjör- Páll Pétursson félagsmálaráð- herra er framsóknarmaður. Hann segist reyndar vera vinstrisinnað- ur framsóknarmaður en margt í fari hans bendir til þess að hann sé líka íhaldsmaður. Páll er á móti Evrópubandalaginu, var hernáms- andstæðingur, á móti nýrri kjör- dæmaskipan og telur að Blöndu- virkjun hafi verið mistök, eins og hún var byggð. Hann greiddi at- kvæði gegn bjómum og það er engin tölya á borði hans í ráðu- neytinu. Á veggjunum hanga tvær áberandi myndir. Önnur eftir Ás- grím Jónsson af manni með hesta- kerru í Hvítársíðu. Hin eftir Jón Stefánsson af hesti á hrokasundi. Páll segir að hann sé í Héraðs- vötnum í Skagafiröi. Það er fallegt útsýni af skrifstof- unni í Hafnarhúsinu. Tveir horn- gluggar snúa út að Reykjavíkur- höfn þar sem lognið ríkir. Það ríkir samt ekkert logn í ráðuneyti félagsmála um þessar mundir. Ævareiðir húseigendur senda Fasteignamati ríkisins kær- ur í þúsundatali vegna breytinga á brunabótamati og fasteignamati sem margir telja Pál Pétursson bera ábyrgð á. Menn tala um eignaupptöku og óréttlæti. Val- gerður Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra telur félagsmálaráðherra að hluta ábyrgan og Jóhanna Sigurð- ardóttir ræðst harkalega að hon- um af sömu sökum. Valgeröur er ábyrg Hver ber ábyrgðina, Páll? „Ábyrgðin liggur klárlega hjá viðskiptaráðherra. Það er alveg ljóst. Frumvarpið var flutt af við- skiptaráðherra 1999 að beiðni sveitarfélaganna. Fasteignamat ríkisins, sem vann brunabótamat- ið, heyrir undir fjármálaráðherra. Þetta mál var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd og kemur þvi ekkert þessu ráðuneyti við að einu eða neinu leyti nema því að lánveitingar íbúðalánasjóðs voru áður miðaðar við brunabótamat. Þegar það lækkar er ekki eðlilegt að miða viö 65% af því sem há- mark lána. Við breyttum þessu og miðum nú við 65% af kaupveröi en 70% þegar um fyrstu íbúð er að ræða. Lánsupphæð verður þó að rúmast innan 85% af brunabóta- mati.“ - Er þessi breyting þá fasteigna- eigendum til góðs? „Hún getur verið það. Fast- eignaeigendum er hagur að því að fasteignamat sé nálægt raunviröi. Mér hefur hins vegar komið á óvart hvað lækkun brunabóta- mats var mikil og hvatti fólk til þess að kæra og reikna með að flestir fái úrlausn sinna mála. Okkar markmið er aö verja íbúöa- lánasjóö fyrir áfollum og hann láni ekki hærra en tryggingar eru DV-MYNDIRGVA Páll Pétursson félagsmálaráöherra er ekki af baki dottinn „Þaö liggur Ijóst fyrir aö ég er ekkert hættur í pólitík. Þaö eru kjósendur Framsóknarflokksins sem ráöa hvort fram- hald veröur á minni þingsetu. Ég hefhaft traust Norölendinga í öll þessi ár. Nú er oröin breytt kjördæmaskipan sem ég tel reyndar óheppilega en viö veröum aö búa viö hana. Ég veit ekkert hvaöa stuöning ég hef á Vestijöröum og Vesturlandi en ég tel aö þaö sé vel rúm fyrir þrjá framsóknarþingmenn í kjördæminu. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.