Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Síða 25
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Helgarblað I>V Páll segist ekkert vera orðinn of gamall. Hann var hætt kominn fyrir fáum árum þegar hann veiktist af kransæöastíflu og æöagúl en segist hafa náö fullri heilsu á ný eftir erfiöa aögerö og þakkar þaö þeim snillingum í læknastétt sem þar um véluöu. Hann hlær þegar ég spyr hann hvort hann hafi haldið aö hann myndi deyja og segir aö þaö hafí sér aldrei dottiö í hug. tímabili. Það liggur ljóst fyrir að ég er ekkert hættur í pólitík. Það eru kjósendur Framsóknarflokks- ins sem ráða hvort framhald verð- ur á minni þingsetu. Ég hef haft traust Norðlendinga í öll þessi ár. Nú er orðin breytt kjördæmaskip- an sem ég tel reyndar óheppilega en viö verðum að búa við hana. Ég veit ekkert hvaða stuðning ég hef á Vestfjöröum og Vesturlandi en ég tel að það sé vel rúm fyrir þrjá framsóknarþingmenn í kjör- dæminu.“ - Steingrímur Hermannsson segir í ævisögu sinni að þegar hann kom að stjórn flokksins hafi gengið erfiðlega að yngja upp þingmannalið flokksins. Er þetta svona enn? „Hann breytti um skoðun með aldrinum. Ég hef farið í gegnum bæði almenn prófkjör og prófkjör á kjördæmisþingi og gengið vel. Mér finnst ég ekkert vera orðinn of gamall." - Hvað finnst þér athugavert viö þessa nýju kjördæmaskipan? „Það hefði verið skömminni skárra að gera landið að einu kjör- dæmi, þá hefðu allir haft skyldur við alla. Það er auk þess erfitt að mynda persónuleg tengsl við fólk- iö í svona víðlendu kjördæmi." - Mun Framsóknarflokkurinn bíða afhroð í kosningum eftir nýrri kjördæmaskipan þar sem vitað er að fylgi flokksins hefur verið meira í hinum dreiföu byggðum en í þéttbýlinu sem fær aukið vægi með nýrri skipan? „Það er ofmælt að hann bíði af- hroð. Það er vitað að þessi nýja kjördæmaskipan er ekkert sér- staklega hagstæð Framsóknar- flokknum.1' Blönduvirkjun var mistök - Talið berst að virkjanafram- kvæmdum og Páll segir slæmt að ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun hafi verið frestað en telur það ekk- ert sérstakt áfall fyrir Framsókn- arflokkinn þótt ekkert verði af framkvæmdum yfirhöfuð, það yrði áfall fyrir landsmenn alla og sannarlega áfall fyrir Austfirðinga sem hafa bundið vonir við at- vinnubyggingu. Páll er ekki með öllu ókunnur virkjanafram- kvæmdum því Blönduvirkjun er í túnfætinum heima hjá honum á Höllustöðum. Var góð reynsla af þeim framkvæmdum? „Ég vildi virkja með öðrum hætti þar. Að horfa upp á menn eins og Steingrím Hermannsson og Hjörleif Guttormsson vera allt í einu á móti virkjunum fyrir aust- an eftir þau hervirki sem þeir unnu á afréttarlöndum mínum er stórundarlegt. Blönduvirkjun var mesta inngrip í íslenska náttúru af mannavöldum á sögulegum Engin tölva Páll Pétursson félagsmálaráöherra er ekki meö tölvu á skrifstofu sinni. Hann segist ekki þurfa þess. tíma og allt annaö er smáræði. Þarna fóru 60 ferkílómetrar af grónu landi undir lón sem er miklu meira en tapast við Kára- hnjúka. Unnið hefði verið að bjarga helmingnum af því landi og byggja jafngóða virkjun. Þessar framkvæmdir höfðu engin varan- leg áhrif á atvinnuuppbyggingu og búsetu í kjördæminu því orkan er seld til Grundartanga en það var reyndar enginn markaður fyrir hana lengi vel.“ Er enginn graðfoli - Páll Pétursson var hætt kom- inn fyrir fáum árum þegar hann veiktist af kransæöastíflu og æða- gúl en segist hafa náð fullri heilsu á ný eftir erfiöa aðgerð og þakkar það þeim snillingum í læknastétt sem þar um véluðu. Hann hlær þegar ég spyr hann hvort hann hafi haldið að hann myndi deyja og segir að það hafi sér aldrei dottið í hug. Það er nokkur staðfesting á skikkanlegu heilsufari þessa roskna ráðherra að þegar viö hittumst er hann ný- kominn úr fjögurra daga göngum á Auðkúluheiði, afréttum Svín- vetninga. Hann segir að veðrið hafi verið gott. Þaö vakti mikla at- hygli í eftirmálum veikinda Páls þegar hann sagðist vera til heils- unnar eins og sex vetra graðfoli í samtali við sjónvarpsfréttamann. Ertu svona brattur ennþá? „Þetta var nú svolítið mistúlk- að á sínum tíma. Það sem ég sagði var að ég væri með æðakerfi eins og sex vetra graöfoli. Það hefði verið bölvað karlagrobb ef ég hefði líkt mér við hann að öðru leyti og það á enn þá við.“ -PÁÁ ki f!kl4 nordica Brauðgerðarvél með íslenskum leiðbeiningum og uppskriftarhefti _ Verð áður J Hnífaparasett zwilunq j hæsta gæðaflokki Verð áður T.900 9.900 i OLYMPUS ViewZoom 120 Verð áður ■19.900 6 manna sett -18/8 stál ?% - ■ r&am — 6.500 15.900 n ■ AEG Ryksugu m m GAMEBOY NYR LEIKUR rfWTTTíl Verð áður 5.490 í dag er rétti dagurinn til þess að fá sér AEG ryksugu 3.990 SHARP 20% afsláttur Reiknivél Sú eina rétta fyrir bókhaldið Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.