Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Page 28
28 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Helgarblað I>V Myrkur yfir Manhattan tUA *. J í «3»- ■ «*-•» mmm rnmmmmm • *S" f WWI« . ••• # -• ». ... • •# •+••#• .«** * •* -f •*«+(» * * * •* % j V fti Legsteinar auðmagnsins A/ew VörA er höfuðborg heimsins þótt hún sé ekki höfuöborg Bandaríkjanna. Heiminum er stjórnaö frá þessari eyju sem landnemar keyptu af indíánum fyrir rúmum 200 árum oggáfu glingur og skartgripi fyrir. Þaö grúfir myrkuryfir Manhattan í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Skýjakljúfarnir minna meira á legsteina en táknmyndir kapítalismans. DV-myndir Þorvaldur Örn Kristmundsson Hry ð j uverk Afleiðingar hryðjuverkanna á Manhattan 11. september blasa við frá Jersey City. Stærstu skýjakljúfarnir hrundu og skarðið minnir á eitt mesta fólskuverk sem framið hefur verið á óbreyttum borgurum. Eldur logar í rústunum og reykinn leggur yfir borgina sem aldrei sefur. Á með- an þúsundir björgunarmanna leita lífs í rústunum eru milljónir borgar- búa að minnast þeirra sem saknað er. Blóm, kveðjur og myndir eru alls staðar. Sumir vilja frið en aðrir heimta grimmilega hefnd sem hætt er við að bitni á saklausum borgurum annars staðar í heiminum. Athygli vakti að þegar flugræningjarnir breyttu farþegaþotum í vopn og steyptu þeim jarðar þá gengu nokkrir heimilislausir einstaklingar hart fram í að bjarga fólki frá hinu logandi víti. Allt í einu urðu allir jafnir og forríkir verðbréfasalar og flækingar unnu sameiginlega að því að hjálpa fólki úr nauð. Seinna mun samfélagið í New York aftur komast i jafnvægi og stéttamunurinn verður aftur sýnilegur. Þó standa vonir til þess að eft- ir standi að fólk verði betra hvað við annað og náungakærleikurinn fái meiri sess í tilverunni. -rt Stund milli stríöa Brýningaroröin á skiltinu „andi okkar er öflugur“ er í æpandi mótsögn viö manninn sem liggur úrvinda í Central Park. Risiö á ibúum New York er lágt en þeir brýna hver annan meö hvatningaroröum og samstööu. Blómin tala Ung stúlka horfir sorgmædd yfir blómabreiöu til minningar um þúsundir fórnarlamba hryðjuverkanna i New York ellefta september síðastliðinn. Sá dagur á sér engan líka í sögu veraldarinnar. Dagur sorgar, dagur myrkurs og ógnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.