Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Side 41
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 49 Helgarblað DV-MYNDIR PETUR JÓHANNSSOf IslensKumæland Nevio Flego til vinstri og Walter Sker, þeir félagar eru í „ vinnufötunum“ sínum á ströndinni í Portoroz. í baksýn sést i hiö fræga Hótel Metropoi í Portoroz. Þar er meöal annars frægt spilavíti sem mikiö er sóít. Vinsæll dvalarstaður íslendinga í Slóveníu á árum áður aftur í fullu fjöri: „íslenskir“ strand- verðir í Portoroz Heimurinn er litill, það sannaðist þegar komið var á ströndina í Por- toroz fyrsta dag tíðindamanns DV í Rósahöfn á dögunum. Til Portoroz eru íslenskir ferðamenn farnir að fara að nýju eftir margra ára hlé. Þarna í sandinum mætti honum hlýleg kveðja tveggja strandvarða: „Góðan daginn!" Þar voru þá komnir þeir Walter Sker og Nevio Flego, sem báðir eru Slóven- ar og tala mjög góða íslensku. Walter, sem heitir reyndar Valtýr og er með íslenskan ríkisborgararétt, og Nevio félagi hans, komu til íslands 1978 og 1979. Unnu þeir við fiskvinnslu í Ólafsvík í nokkur ár. Walter starfaði á íslandi síðasta vetur við bæði sjó- mennsku og framreiðslustörf og kem- ur aftur i haust. Nevio starfar ein- göngu við strandvörslu í Portoroz og segist vera hættur að koma til að vinna á íslandi. Hann langar til að koma sem ferðamaður með konu sína en hún rekur skemmtilega verslun í Piran. Tíðindamaður DV naut hins fræga og vinsæla ferðamannabæjar Piran í Slóveníu enda hefur staðurinn upp á margt að bjóða. Slóvenía, sem er mjög fallegt land, er aðeins um fjórðungur af stærð Islands og þar lifa um 2 millj- ónir manna sem þó þykir ekki þétt- býlt. Höfuðborgin er Lubljana og þar búa um 400 þúsund manns. Strand- lengja Slóveníu er 46 km. Piran hefur verið íjölsóttur staður um langan tíma og þar rétt hjá er hinn frægi sumarleyfisstaður Por- toroz eða Höfn rósanna eins og það Þröngar götur Stundum er ekki nema faðmslengd á milli húsana. mun útleggjast á íslensku. Til Por- toroz fóru fjölmargir íslendingar á vegum ferðaskrifstofanna Sunnu og Útsýnar i kringum árið 1980. Seinna var skipulögðum ferðum þangað hætt þegar ófriður skall á á Balkanskaga, en nú eru ferðamenn af mörgum þjóð- ernum mættir að nýju. Piran er skemmtileg borg og þar búa um 5000 manns. Mjög gaman er að ganga um hinar mörgu þröngu göt- ur bæjarins, þar sem varla er nema faðmslengd á milli húsanna. Fjöl- margir góðir veitingastaðir freista ferðalanganna í þessum þröngu göt- um og það er vel tekið á móti gestum enda eru Slóvenar miklir höfðingar heim að sækja. Við höfnina í Piran er gaman að virða fyrir sér sjómennina sem þar hreinsa netin sín á morgnana og spjalla við þá. Þeir landa snemma og aflinn, fiskur af ýmsu tagi, er fluttur rakleiðis í veitingahúsin. Portoroz iðar af lífi allan daginn. Þar eru mjög góðar strendur til sólbaða á daginn. Á kvöldin iða göturnar af lífi enda fjöl- margt þar um að vera. Stórt torg er í Portoroz þar sem boðið er upp á margs konar skemmtanir og sölu- mennsku sem gaman er að fylgjast með. Fyrir þá sem hafa nóg fé á milli handanna, er hægt að heimsækja hið fræga spilavíti á hinu glæsilaga hóteli Metropol. Spilavítið hefur verið opið síðan 1913. Vonandi sjá ferðamálamenn á ís- landi sér hag í að koma á ferðum til Portoroz aftur því þetta er skemmti- legur dvalarstaður bæði fyrir unga sem aldna og margir fslendingar eiga góðar minningar frá þessu fallega stað. Þá eru staðir eins og Postojna, sem er fræg fyrir hellana sína, og Lipica með heimsins frægustu hesta, mikið sóttir. Þá er Bled-vatnið ógleymanlegur staður og þriggja tíma sigling er frá fiskimannabænum Izola til Feneyja þannig að nóg er um að vera fyrir þá sem sækja Slóveníu heim. -PSJ Auglýsingasími: 550 5000 I tilefni af opnun Smáralindar miðvikudaginn 10. október gefur DV út veglegt sérblað þriðjudaginn 9. október. í blaðinu verður sagt frá öllu því helsta sem bíður gesta við opnun Smáralindar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.