Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 22 . SEPTEMBER 2001 55 DV Tilvera 90 ára___________________________ Hólmfríöur Jóhannesdóttir, Aöalgötu 3, Sauðárkróki. 85 ára___________________________ Elín Dagmar Guöjónsdóttir, Æsufelli 2, Reykjavík. Rögnvaldur Þorkelsson, Eikjuvogi 23, Reykjavík. 80 ára___________________________ Aldís Dúa Þórarinsdóttir, Garöabraut 16, Akranesi. Haraldur Tryggvason, Svertingsstöðum 2, Akureyri. 70 ára___________________________ Ebba Jóhannesdóttir, Túnbrekku 5, Ólafsvík. Óskar H. Ólafsson, Dælengi 2, Selfossi. Snjólaug Bruun, Dynskógum 22, Hverageröi. 60 ára____________________________ Birgir Björnsson, Egilsgötu 8, Borgarnesi. Elin Ósk Snorradóttir, Vallarbraut 21, Seltjarnarnesi. Jónas Þorvaldsson, Trönuhjalla 5, Kópavogi. 50 ára____________________________ Ástmundur Guönason, Háaleitisbraut 123, Reykjavík. Birgir Þór Þóröarson, Steinageröi 8, Húsavík. Einar G. Haröarson, Engjaseli 84, Reykjavík. Genowefa Ziglinska, Óseyrarbraut 24, Þorlákshöfn. Guöbjörg Jónsdóttir, Bollagörðum 17, Seltjarnarnesi. Leó Jóhannesson, Reynigrund 16, Akranesi. Magnús Skúlason, Þinghólsbraut 20, Kópavogi. 40 ára____________________________ Ólöf Herborg Hartmannsdóttir, Skagfiröingabraut 15, Sauðárkróki. Rögnvaldur Ó. Snorrason, Hörpulundi 10, Akureyri. Víöir Ólafsson, Góuholti 7, ísafirði. Örn Haraldsson, Skeljatanga 9, Mosfellsbæ. Sjötiu of* fímm ára Elísabet Þórunn Sigurgeirsdóttir fyrrv. forstöðumaður félagsstarfs aldraðra á Blönduósi Elísabet Þórunn Sigurgeirsdóttir, fyrrv. forstöðumaöur félagsstarfs aldraðra á Blönduósi, Grímshaga 7, Reykjavik, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferiil Elísabet fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hún flutti til Blönduóss 1944 og var búsett þar til 1996 er hún flutti til Reykjavíkur. Elísabet var starfsstúlka Héraðs- hælis Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi 1973-84 og var forstöðu- maður félagsstarfs aldraðra á Blönduósi 1984-94. Elísabet var formaður kvenfélags- ins Vöku á Blönduósi í níu ár, for- maður Sambands austur-hún- vetnskra kvenna 1968-82 og 1986-87 og annaðist safnvörslu við Heimilis- iðnaðarsafnið á Blönduósi um ára- bil. Hún var einn af stofnendum Krabbameinsfélags Austur-Hún- vetninga og var gjaldkeri félagsins um skeið, sat í þjóðhátiðarnefnd og var formaður sögusýningar Blöndu- óss végna hundrað ára afmælis staðarins auk ýmissa annarra fé- lags- og trúnaðarstarfa. Fjölskylda Elísabet giftist 7.10. 1945 Jóhanni Sverri Kristóferssyni, f. 3.3. 1921, d. 9.12. 1995, hrepþstjóra og flugvallar- verði á Blönduósi. Hann var sonur Kristófers Kristóferssonar frá Köldukinn og Dómhildar S. Jó- hannsdóttur, af Nesjavallaætt. Börn Elísabetar og Jóhanns Sverris eru Kristófer Sverrir, f. 7.6. 1945, mjólkurfræðingur, kvæntur önnu G. Vigfúsdóttur aðalgjald- kera; Hildur Björg, f. 26.3.1947, hús- móðir i Reykjavík, gift Birni Búa Jónssyni, kennara við MR; Sigur- geir, f. 14.10. 1948, d. 6.9. 1995, vann við bílaviðgerðir og var tónlistar- maður en fyrri kona hans var Jóna Guðmundsdóttir en seinni kona hans Hulda Baldursdóttir; Jón, f. 11.6.1958, smiður og tónlistarmaöur á Blönduósi, kvæntur Jóhönnu Harðardóttur hjúkrunarfræðingi en fyrri kona hans var Helga Snorra- dóttir, aðalgjaldkeri hjá sýslu- mannsembættinu í Kópavogi; Sverr- ir Sumarliði, f. 3.3. 1964, smiður i Reykjavik, en kona hans er Júlía Björk Árnadóttir, starfsstúlka hjá Freyju. Barnabörn Elísabetar eru nú orð- in fimmtán en langömmubörnin eru þrettán. Systkini Elísabetar: Jóhann Árni Sigurgeirsson, f. 16.8. 1911, d. 2.3. 1987, verslunarmaður á Isafirði; Þóra Sigurgeirsdóttir, f. 12.9.1913, d. 9.5. 1999, húsmóðir á Blönduósi; Svava Sigurgeirsdóttir, f. 26.8. 1915, d. 8.7. 1990, var búsett á Akureyri; Gústav Sigurgeirsson, f. 5.11. 1919, d. 25.12. 1994, múrari í Reykjavík; Sumarliöi Sigurgeirsson, f. 26.1. 1922, d. 12.2. 1936; Þorgerður Sigur- geirsdóttir, f. 14.12. 1928, fyrrv. full- trúi hjá Raunvísindastofnun HÍ. Foreldrar Elísabetar voru Sigur- geir Sigurðsson, f. 2.4. 1886, d. 10.9. 1963, sjómaður á ísafiröi, og Ingi- björg Þórunn Jóhannsdóttir, f. 6.12. 1891, d. 25.6. 1950, húsmóðir. Ætt Sigurgeir var sonur Sigurðar, landpósts á Akureyri, Sumariiða- sonar, landpósts á Kjarna, Guð- mundssonar, sjómanns í Malarbúð á Snæfellsnesi, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Guð- rún Sigurðardótt- ir, vinnumanns á Leikskálum, Jóns- sonar, b. í Skriðu- koti, Kolbeinsson- ar. Móðir Jóns var Ingibjörg Hall- dórsdóttir, b. í Villingadal, Þórð- arsonar. Móðir Guðrúnar var Sig- ríður Skeggjadótt- ur, b. á Svarfhóli í Miðdölum, Jóns- sonar og Þorbjarg- ar Þórðardóttur. Móðir Þorbjargar var Sigríður Jóns- dóttir, systir Jóns, íoður Páls, prests og skálds á Völl- um í Svarfaðardal, langafa Einars 01- geirssonar. Páll var einnig langafi Katrínar, móður Jórunnar Viðar. Systir Sigríðar var Ástríður, amma Saura-Gísla og Sveinbjamar, langafa Gunnars, fóður Gísla, lekt- ors í sagnfræði. Móðir Sigurgeirs var Kristin Pálsdóttir, b. á Stóra- Mosfelli, Guðmundssonar, b. á Keld- um, Halldórssonar. Móðir Kristínar var Halldóra Hálfdánardóttir, vinnumanns á Tjöm i Svarfaðardal, Hálfdánarsonar og Margrétar Björnsdóttur, b. á Starrastöðum í Hörgárdal, Hallssonar. Móðir Mar- grétar var Margrét Jónsdóttir John- soníusar, sýslumanns í Vigur, bróð- ur Þorgerðar, móður Hallgrims, langafa Filippíu, móður Guöjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Hallgrím- ur var einnig langafi Baldvins, foð- ur Björns Th. Björnssonar. Ingibjörg var dóttir Jóhanns, skó- smiðs á ísafirði, bróður Einars, hljómskálavarðar í Reykjavík, og Erlends, fóður Einars, húsameist- ara og arkitekts. Jóhann var sonur Árna, sjómanns í Brekkukoti á Álftanesi, Jóhannssonar, b. á Arnar- nesi, Jónssonar, b. í Hrauntúni í Leirársveit, Arnþórssonar. Móðir Ingibjargar var Kristín Guðrún Guðmundsdóttir frá Ásmundarnesi í Strandasýslu. Elísabet er aö heiman. T Uindið Goðafoss: Allt að fimmtíu rútur á dag „Það hefur verið mikið um ferðamenn viö Goöafoss í sumar og mikið að gera hjá ferðaþjónust- unni,“ sagði Sigríður Karlsdóttir í v’ersluninni á Fosshóli í Suður- Þingeyjarsýslu. „Hingað hafa kom- ið um fimmtíu rútur sama daginn fyrir utan lausatraffíkina." Ferðaþjónustan á Fosshóli rekur verslunina, gistingu og veitinga- sölu. Þar er einnig starfræktur svo- kallaður Goðafossmarkaður þar sem konur úr nágrenninu eru með margs konar handunninn varning til sölu. Sigríður segir aö þegar skemmti- ferðaskip liggi við Akureyri sé gíf- urlegt rennerí af ferðamönnum við Goðafoss. í flestum tilfellum stoppa skipin bara einn dag og þá er farið í rútuferð þar sem viðkomustað- imir eru Laufás og Goöafoss. Þeir sem hafa rýmri tíma fara jafnvel í Mývatnssveit. Sigriður segir að rúturnar fari yfirleitt beint að foss- inum og þar fari fólkið út. Þegar það hafi stoppað nógu lengi við fossinn komi það í verslunina. Búið er að gera upp gömlu brún- a sem er rétt við verslunina þannig að nú gengur fólk þar um og nýtur náttúrufegurðarinnar við niðinn frá fossinum, að sögn Sigríðar Karlsdóttur. DV-MYND ÖRN Erlendir feröamenn viö Goöafoss Goöafoss er segull fyrir erlenda feröamenn. Hvaö skyldu vera teknar þar margar myndir yfir feröamanna- tímann? C Landsvirkjun Norðlingaðlduveita: Kynning á matsáætlun Landsvirkjun kynnir tillögu að matsáætiun Norðlingaölduveitu í opnu húsi í Reykjavík Fundarstaður: Stjornstöó Landsvirkjunar við Bústaðaveg í dag laugardaginn 22. september kl. 13:00-17:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 14:00 og 16:00. Á kynningarfundunum gefst tækifærí til að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar og ráðgjafa fyrirtækisins um umhverfismatið. Á heimasíðu verkefnisins, www.nordlingaalda.is, er einnig hægt að kynna sér matsáætlunina og koma á framfæri athugasemdum og fyrirspumum. - --- -■■■' ■ -■■ : v •-. ■■--- •*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.