Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Side 49
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 57 I>V Afmælisbörn Andrea Bocelli 43 ára ítalski óperusöngvarinn Andrea Bocelli fæddist 22. september 1958 í Lajatico í Toscana og er því 43 ára í dag. Bocelli byrjaði ungur að syngja og dreymdi frá unga aldri um að verða stór tenór. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1992 sem hjólin fóru að snúast og í dag er hann heimsfrægur fyrir einlægan söng sinn. Meðal laga sem Bocelli hefur gert vinsæl eru Con Te Partirö og Time To Say Good- bye sem hann söng með bresku söngkon- unni Sarah Brightman. Bruce Springsteen 52 ára á morgun Söngvarinn Bruce Springsteen verður 52 ára á morgun en hann fæddist í New Jersey i Bandaríkjunum 23. september 1949. Hann ólst upp í miðstéttarfjölskyldu og byrjaði að spila á gítar þegar hann var í grunnskóla. Springsteen skaust upp á stjörnuhimininn árið 1974 með plötu sinni Born to Run og hef- ur síðan verið ein vinsælasta poppstjarnari i rokkbransanum. Eitt eftirminnilegasta lag hans, Streets of Philadelphia, sem var titillag myndarinnar Philadelphia vann til ósk- arsverðlauna árið 1994. Stjörnuspá Glldlr fyrir sunnudaginn 23. september og mánudaginn 24. september Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): Spá sunnudagsins l 1 Spá sunnudagsins Það gengur ekki allt upp sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Ekki taka gagnrýni nærri þér. Happatölur þínar eru 4, 9 og 23. Þú verður var við illt umtal og ættir að forðast í lengstu lög að koma nálægt því. Það gæti haft leiðinlegar afleiðingar. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: |®iai Þú uppskerð eins og þú sáir og ættir því að leggja hart að þér í dag. Taktu þér þó frí í kvöld og gerður eitthvað skemmtilegt. Taktu ekki meira að þér en þú ræður við. Þú vilt vinna verk þín vel og er því afar mikilvægt að þú náir góðri einbeitingu. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: ímyndunarafl þitt er mJ/ fijótt i dag og þú ættir \ að nýta þér það sem best. Þú þarft að treysta á sjálfan þig þvi samvinna gengur ekki sem best. Atburðir dagsins gera þig líklega bjartsýnan en þú verður að gæta hófs, sérstaklega í peningamálum. Ekki vera kærulaus. Llónið (23. iúlí- 22. aeústl: Spa sunnudagsins ' Þú ert í góðu ástandi til að taka ákvarðanir í sambandi við minni háttar breytingar. Þú átt auðvelt með að gera upp hug þinn. Einhver vandamál koma upp en þegar þú kynnir þér málið nánar sérð þú að þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Fáðu hjálp ef þú getur. Vogin (23. sept.-23. okt.): Oy Þú getur lært margt af \f öðrum og ættir að lita */ til annarra varðandi tómstundir. Þú verður virkur í félagslífinu á næstimni. Þú þarft að einbeita þér aö einka- málunum og rækta samband þitt við ákveðna manneskju sem þú ert að fjarlægjast. Bogamaður (22. nóv.-2i. des.): pa sunnudagslns 'Hætta er á að fólk sé of upptekið af sínum eigin málum til að samskiptin gangi vel. Ástarmálin ganga þó vel þessa dagana. Haltu þig við áætlanir þínar eins og þú getur og vertu skipulagður. Þér bjóðast góð tækifæri í vinnunni og skaltu fremur stökkva en hrökkva. Fiskarnlr (19. febr.-20. mars): 3 Seinni hluti vikunnar verður hagstæðari fyrir þig og dagurinn verður fremur viðburðalítill. Farðu var- lega varðandi öll útgjöld. Fréttir sem þú færð eru ákaflega ánægjulegar fyrir þína nánustu. Hætta er á smávægilegum deilum seinni hluta dagsins. Nautið (20. apríl-20. maí.): / BBBmnspaiia Þú ert ekki hrifinn af j því aö fólk sé að skipta sér of mikið af þér. Þú ert spenntur og þarft að reyna að láta spennuna ekki ná tökum á þér. Viöbrögð þín við því sem þér er sagt eru mikilvæg. Þú mátt ekki vera of gagnrýnin, það gæti valdið misskilningi. Krabbinn (??. iúnt-22. iúin: Spá sunnudagsins | Til að forðast misskiln- ing í dag verða upplýs- ingar að vera nákvæm- ar og þú verður aö gæta þess að vera stundvís. Taktu ekki mark á fólki sem er nei- kvætt og svartsýnt. Kvöldið verður afar skemmtilegt í góðra vina hópi. Happatölur þínar eru 5, 8 og 23. Mevian (23. áaúst-22. sept.): AVm Þú færð margar góðar ^V^^fréttir í dag. Félagslíf- ' ið er með besta móti en þú þarft að taka þig á í námi eða starfi. Spá mánudagsms Eitthvað sem þú vinnur að um þessar mundir gæti valdið þér hugarangri. Taktu þér góðan tima til að íhuga máhð. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Dagurinn verður frem- Jiur rólegur og vanda- málin virðast leysast af sjálfu sér. Kvöldið verður ánægju- legt í faðmi fjölskyldimnar. Dagurinn verður viðburðaríkur og þú hefur meira en nóg að gera. Var- aðu þig á að vera ekki of tortrygg- inn. Happatölur þínar eru 5, 9 og 35. Steingeitin (22. des.-19. ian.): tmmsmm ÍÆW Þú skalt nýta þér þau tækifæri sem gefast eins vel og þú getur. Dagur- inn gæti orðið nokkuð erfiður en þú færð styrk frá góðum vini. Þótt þú sért ekki fyllilega ánægð- ur með ástandiö eins og er er það ekki endilega ástæða til að íhuga miklar breytingar. Tilvera tr Bíógagnrýni Sambíóin/Háskólabíó - Skriðdýrin í Paris: ★ ★ I mömmuleit Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Þótt ég hafi verið að sjá fyrirbærin Skriðdýr í fyrsta skiptið í teikni- myndinni Skriðdýrin í París, þá eru þau búin að skemmta mörgu barninu undanfarin ár skilst mér. Bæði eru þetta sjónvarps- þættir og fyrir fjórum árum var frumsýnd um kvikindin teiknimynd í bíó. Hún varð víst svo óhemju vinsæl aö það var aldrei vafamál að númer tvö myndi koma fyrir augu almennings. Skriðdýrin eru lítil börn, flest svo litil að þau eru enn með bleiu enda er mikið fjallað um það sem lendir í bleiu eða koppi. Myndin er líka fyr- ir aldurshóp sem er bara eilitið eldri en sá sem fjallað er um, ég myndi halda að 4-7 ára börn gætu skemmt sér prýðilega. Atriðin eru stutt og einfóld og allar persón- ur auðþekkjanlegar og einlitar. Skriðdýrin í París hefst á brúð- kaupi í heimabæ skriðdýranna í Ameriku þar sem Kiddi litli er afar óhamingjusamur vegna þess að hann er búinn að missa mömmu sina og getur ekki dansað „mömmu- dansinn" eins og hin börnin. Sem betur fer eiga bæði hann og pabbi hans góða vini sem taka heilshugar þátt í leitinni að nýrri mömmu og eiginkonu. Svo gerist hið ótrúlega að vegna óútskýranlegrar heppni þá fara Kiddi, pabbi hans og fullt af vinum þeirra til Parísar - og þar er nú nóg af líklegum mömmum. Þar búa Kiddi og vinir hans í Erind- rekagarðinum sem er eins konar EuroDisneygarður - bara japanskur með risaeðlum og er rekinn af hinni djöfullegu Kókó sem þolir ekki börn. En til að öðlast frama í fyrir- tækinu þarf Kókó eiginmann og barn í hvelli - og hvað þá með pabba Kidda? Aðeins skriðdýrin með hjálp vélknúinnar risaeðlu geta forðað pabba Kidda frá þeirri hjónabandsmartröð. Á aðeins alvar- legri nótum þá fjallar myndin líka um það að það er erfitt að eiga bara eitt foreldri og að flestir krakkar þrá að eiga bæði mömmu og pabba. Það er ýmislegt gert hér til að stytta fullorðn- um stundir f bfó. Mynd- ín hefst á bráðfyndnu hermiatriði úr Guðfóð- urnum og fleiri þekktar kvikmyndir koma við sögu á þessum 70 mfnút- um. Svo er aðeins potað í teiknimyndarisann Disney, t.d. gert grín að frægasta atriði teikni- myndarinnar Lady and the Tramp. Það er sem sagt ýmis- legt ágætt við skriðdýra- myndina og börn í rétt- um aldursflokki eiga ef- laust eftir aö hlæja mik- ið en útlitið er frekar billegt og það er lítið gert til aö færa skriðdýr- in úr sjónvarpi yfir á tjaldið. Hvað íslenska áhorfendur varðar þá finnst mér skrýtið að söngtextar hafa ekki allir verið þýddir því þeir hafa allir ákveðna merkingu fyrir söguþráðinn. Eins fannst mér merkilegt að þegar á tjaldinu birtist skýringartexti á ensku - eins og t.d. „heima ftmm mánuðum síðar“ þá er þaö heldur ekki þýtt og það er bara óvirðing við hina ungu áhorfendur. En það er þó hægt að gera margt verra um helgina. Leikstjórar: Stig Bergqvist, Paul Demeyer Handrit: David N. Weiss & J. David Stem og Jill Gorey & Barbara Herndon og Kate Boutilier. Krakkar burfa kalk Krakka Kalk eru bragðgóðar og freyðandi tuggutöflur með D-vítamíni. Ein tafla af Biomega Krakka Kalki inniheldur sama kalkmagn og eitt glas af mjólk. Fæst í apótekum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.