Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
DV
Fréttir
^ Skipstjóri snurvoöarbátsins Bjarma viðurkennir „svakalegt lögbrot“:
Eg á von á handtöku
- segir Níels Ársælsson. Engar yfirheyrslur vegna brottkasts
Þrátt fyrir að
I sjávarútvegsráð-
herra hafi ásamt
Fiskistofu boðað
hertar rannsóknir
og viðurlög við
brottkasti virðist
lögreglurannsókn
enn ekki hafin
' vegna myndanna
sem Sjónvarpið
sýndi í síðustu
viku. Níels Ársælsson, skipstjóri á
Bjarma frá Tálknafirði og annar
tveggja skipstjóra sem eiga í hlut,
segist eiga von á aðgerðum lögreglu
innan skamms. Hann hyggst senda
frá sér fréttatilkynningu um sína af-
stöðu nk. þriðjudag.
„Ég á von á því aö verða tekinn
Arni
Mathiesen.
viöurkenndi brottkast i Helgarblaði DV.
Játning
Sigurður Marinósson útgerðarmaöur
fastur og áhöfnin
líka, sem og þessir
tveir fréttamenn sem
voru um borð,“ sagðj
Níels í samtali við DV
í gærkvöld þar sem
hann var staddur úti
á sjó. Fréttamennirn-
ir sem Niels getur um
eru Magnús Þór Haf-
steinsson og Friðþjóf-
ur Helgason frá Sjón-
varpinu. Friðþjófur
er jafnframt ljós-
myndari Morgun-
blaðsins. „Þarna er
náttúrlega um alveg
svakalegt lögbrot að
ræða af okkar hálfu
eða af minni hálfu. Ég
er skipstjórinn og ræð
þvi sem er gert,“ sagði Níels,
Brottkast
Myndir sem Friðþjófur Helgason tók af brottkasti á
fiski frá snurvoðarbátnum Bjarma og netabátnum
Báru vöktu mikla athygli.
Gríöarlegt brottkast
Spurður hvort það hafi verið erf-
ið ákvörðun að fara út með frétta-
mennina játar Níels að svo hafi ver-
ið. Hann vill hins vegar ekki svara
til um hvort hann hafi sjálfur átt
frumkvæði að því að bjóða þeim
með. Varðandi það hvort fréttamað-
ur Sjónvarpsins hafi komið að ein-
hverju leyti í bakið á Níels með
myndatökunum segir hann: „Ég
hvorki játa því né neita.“
Ríkisútvarpið hélt því fram í gær
að aflaskýrslur bátanna tveggja
væru „undarlegar" og gætu gefið
vísbendingar um stórfellt brottkast
undanfarið. Þvi neitar Níels sem
jafnframt er eigandi úgerðar báts
síns. Hann segir að allur smár fisk-
ur hafi verið flakaður á markað, að-
Bjarmi ÍS.
allega fyrir Bandaríkin. „Mjög hátt
hlutfall af okkar afla er undirmáls-
fiskur og við látum flaka þetta fyrir
okkur í verktöku. Það er mjög eöli-
leg skýring á þessu. Skipið er fyrst
og fremst að veiða þorsk og ýsu,“
segir Níels og bætir við: „Við vor-
um fyrst og fremst að vekja athygli
á hvemig ástandið er hjá stórum
hluta flotans. Það viðgengst gríöar-
legt brottkast á þeim skipum sem
ekki eiga kvóta og svo hefur verið í
mörg ár.“
„Bull í ráöherra“
Sigurður Marinósson, skipstjóri á
Báru, sem kom fram undir nafni í DV-
yfirheyrslu um helgina, svarar því
sama og kollegi hans, Níels, að lög-
reglan sé ekki enn búin að hafa sam-
band við hann eða kalla til yfir-
heyrslu vegna brottkastsins. Hann á
von á rannsókn innan skamms en er
ósammála Árna Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra um að nálægðin í dreif-
býlinu sé of mikil milli lögreglu og
sjómanna til að rannsóknum á brott-
kasti sé fylgt eftir sem skyldi. Árni
sagði þetta í DV um helgina en Sig-
urður afgreiðir þetta sem „bara bull“.
Hins vegar vonast hann eftir harðri
rannsókn, enda sé lykilatriðið að yflr-
völd fari í málið með „alvöruyfir-
heyrslum" eins og Sigurður orðar
það. „Ef þeir gera það ekki verð ég að
gera eitthvað meira. Það er enginn
saklaus í þessu. Þjóðin á auðlindina
og henni ber að fá að vita um hvað
málið snýst. Viö gætum veitt um
400.000 tonn ef við gerðum það á rétt-
an hátt,“ segir Sigurður og getur sér-
staklega vísbendinga um mikið brott-
kast á ufsa.
Á Báru er nánast enginn kvóti
skráður en á Bjarma eru skráð hátt í
400 þorskígUdi. -BÞ
*#•- rp«.>... ttat^ <ékn«kA>. 'bkowomiw \
Fiski aldrei veriöi
■ • <+ m m m *
DV á föstudag
Níels Ársælsson staðhæfði að hann
henti aldrei fiski. Nú viðurkennir
hann brottkast.
Sýslumaðurinn á ísafirði ósammála sjávarútvegsráðherra:
Misskilningur hjá Árna
- að fámennið í sjávarbyggðunum hafi áhrif á rannsókn brottkastsmála
Ólafur Helgi
Kjartansson, sýslu-
maður á isafirði,
telur að ummæli
Árna Mathiesens
sjávarútvegsráð-
herra um sýslu-
menn og lögreglu
byggist að hluta á
misskilningi. Ráð-
herra gagnrýndi
sýslumenn og lögreglu í DV fyrir að
sinna ekki rannsóknarskyldu sinni í
brottkastsmálum. Hann sagði kærur
frá Fiskistofu afgreiddar með því að
lögreglan spyrði skipstjórana einfald-
lega hvort þeir hefðu hent fiski og ef
þeir neituðu væri málið úr sögunni.
„Nú get ég ekki svarað nema fyrir
mig en þessi ummæli byggjast að
hluta til á misskilningi. Hjá embætti
sýslumannsins á ísafirði erum við
alltaf að taka á málum sem gætu fall-
ið undir þá skilgreiningu að samfé-
lagið sé of smátt. Það á ekki bara við
um sjávarútvegsmálin," segir Ólafur
Helgi vegna þeirra orða ráðherra að
nálægðin milli fólks í dreifbýlinu
valdi því að brottkastsmálin verði
erfið. Sýslumenn eigi hins vegar að
vera yfir það hafnir að láta slíkt
stöðva sig.
Almennt segir sýslumaður að erfitt
sé að fylgja rannsóknum eftir sem
skyldi þegar meint brot eigi sér stað
úti á sjó í skjóli myrkurs. Sönnunar-
byrðin sé mjög rík og spurningin sé
hvort ganga eigi svo langt að skrá lög-
reglumenn um borð. „Ég skil vel að
ráðherra vilji að tekið sá þessum mál-
um því það á viö um öll lögbrot. Hins
vegar er ekki hægt um vik - ekki
vegna fámennisins heldur hinnar
ríku sönnunarbyrðar. Það virðist sem
maður þyrfti að standa sjómennina að
verki og það er nú svo að löggæslan á
sjónum er í höndum Landhelgisgæsl-
unnar en við tökum við þegar i land
er komið,“ segir Ólafur Helgi.
Varðandi mál Níelsar Ársælssonar,
skipstjóra frá Tálknafirði, sem lesa
má um á öðrum stað í blaðinu í dag,
staðfestir sýslumaður að ekki sé búið
að yfirheyra hann. „Ég vissi ekki fyrr
en seint í gær að um væri að ræða
þennan bát og ég geri ekki ráð fyrir að
þaö hefði breytt neinu þótt menn
hefðu verið kallaðir út í aukavinnu til
að sinna þessu um helgina," segir
sýslumaður. -BÞ
Ólafur Helgi
Kjartansson.
Bjarni Ármannsson:
Markaðurinn
vel við
Krónan hélt sínu
striki á föstudag
eftir að hafa styrkst
um rúmt prósent
daginn áður að því
er menn telja vegna
væntinga um
vaxtalækkun. Svip-
aða sögu má segja
um ávöxtunarkröfu
skuldabréfa sem á
siðustu dögum hef-
ur verið að lækka og lækkaði enn frek-
ar á fóstudag. Sérfræðingar verðbréfa-
fyrirtækjanna virðast meta þessi teikn
sem svo að verðbólguhorfur til
skemmri tíma hafi batnað við vaxta-
lækkun Seðlabankans í síðustu viku.
Viðskiptabankarnir hafa almennt
brugðist viö og lækkað útlánsvexti um
80 punkta til samræmis við lækkun
Seðlabankans. „Mérsýnist markaður-
inn bregðast jákvætt við,“ segir Bjarni
Ármannsson, forstjóri íslandsbanka.
Varðandi lækkun á ávöxtunarkröfu
skuldabréfa segir Bjarni viöbrögðin
líka jákvæð. „En það er ljóst að með
inngripum sínum á gjaldeyrismarkaði
á undanfórnum vikum og mánuðum
hefur Seðlabankinn tekið mikið magn
af krónum út af markaðnum, þannig
að það er frekar krónuskortur en hitt
og því þröngt um vik hjá mörgum.
Maður hefur því verið að vonast til að
sjá aðgerðir til að létta á þeirri stöðu,
hvort sem það væri með uppkaupum á
skuldabréfum og setja þannig krónur
inn í kerfið eða með öðrum aðgerð-
um,“ segir Bjarni._-BG
Þurfandi fái
bregst
Bjarni
Ármannsson.
þjónustu
Jónína
Bjartmarz.
Jónína Bjart-
marz, formaður
heilbrigðisnefndar
alþingis, tekur und-
ir með landlæknis-
embættinu um að
einkaheimsóknir
sérfræðings í heim-
ilislækningum geti
ýtt undir stétta-
skiptingu. Fram
hefur komið að
vitjanir i hús á
læknirinn býður
4.000-5.000 krónur án þess að Trygg-
ingastofnun komi að niðurgreiðslum.
Vitjanir heimilislækna heyra nánast
sögunni til og virðist ljóst að aðeins
þeir efnameiri muni geta greitt fyrir
þjónustu sérfræðingsins.
„Við framsóknarmenn viljum að for-
gangsröðun í heilbrigðisþjónustu þýði í
raun að þeir sem hafi mesta þörf fyrir
þjónustuna fái hana og mönnum sé
ekki mismunað á grundvelli fjárhags
eða félagslegra aðstæðna," sagði Jón-
ína. -BÞ
V*N>/R> I k» old
Frost um allt land
Norðlæg átt, 8 til 13 m/s og él viö
norðausturströndina en hægari vindur og bjart
veður annars staðar. Austan 3 til 8 m/s,
dálítil slydda eöa snjókoma suðvestan til á
morgun.
SoJii/gaítgwr' ag, sj
REYKJAVlK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 16.39 16.18
Sólarupprás á morgun 09.46 09.45
Sibdegisflóö 16.13 20.46
Árdegisflóð á morgun 04.44 09.07
Skýdngar á vaöurtákmnn
J *-^VINDÁTT —HITI
ú „ -io! „2£.
151 '-*Nvíndstyrkur í metru.Ti á sekúndu 10° XFROST HEiÐSKIRT
O '& ö
IETTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAÐ
w* >:;x;
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
==
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
ÁliþyáJlt^; ytNðiaj
í ritinu Veörinu, sem Veðurstofan gaf út
á árunum 1956 til 1978, er aö finna
eitt og annað um alþýðlega veöurspeki,
þar segir m.a.
„Kornsnjór mjög smár fallandi merkir
frost og aukningu kuldans.
Snjódrífa sú sem niður fellur svo sem í
flokkum eða hnoðrum er vér köllum
skæöadrifu, merkir þaö þurrt veður
eftir komi.“
Vaxandi hæðarhryggur
VTöáttumikil 960 mb lægð yfir N-Noregi sem fjarlægist en yfir Islandi er
vaxandi hæðarhryggur. Skammt suöur af Hvarfi er 1010 mb lægðardrag
sem fer noröaustur.
««
Vindur:
8*13 trt/ft
Hiti 1° til 6®
—— Á---*
Hiti 0°til 5°
Hiti 0° ti!7°
Vestanátt, skúrlr og mllt.
Hitl 1 tll 6 stig.
Suóaustanátt og rigning
sunnan til en slydda eóa
snjókoma norðanlands og
heldur kólnandi veður.
Vestlæg átt, snjó- eða
slydduél og hltl i krlngum
frostmark. Hlýnandi veður.
AKUREYRI snjókoma -3
BERGSSTAÐIR léttskýjað -3
BOLUNGARVÍK skýjað -1
EGILSSTAÐIR skýjaö -2
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 1
KEFLAVÍK hálfskýjaö 2
RAUFARHÖFN skýjað -4
REYKJAVÍK hálfskýjaö 2
STÓRHÖFÐI léttskýjað 2
BERGEN úrkoma í grennd 5
HELSINKI úrkoma í grennd 7
KAUPMANNAHÖFN skýjað 10
ÖSLÓ léttskýjaö 8
STOKKHÓLMUR 8
ÞÓRSHÖFN snjóél 5
ÞRÁNDHEIMUR skúrir 1
ALGARVE ■ léttskýjað 13
AMSTERDAM súld 8
BARCELONA alskýjaö 7
BERLÍN rigning 3
CHICAGO skýjað 3
DUBLIN léttskýjað 12
HALIFAX þokumóöa 7
FRANKFURT léttskýjaö 5
HAMBORG þokumóöa 6
JAN MAYEN snjóél -5
LONDON skýjað 12
LÚXEMBORG léttskýjaö 6
MALLORCA súld 14
MONTREAL
NARSSARSSUAQ alskýjaö 3
NEWYORK hálfskýjaö 9
ORLANDO þókumóöa 11
PARÍS skýjað 8
VÍN léttskýjaö 6
WASHINGTON skýjað 8
WINNIPEG heiðskírt -4