Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Page 6
6 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 I>V Fréttir Hársbreidd munaði að Örfirisey RE ræki upp í Grænuhlíð í ofsaveðri: Æskuvinur til bjargar á síðustu stundu - í áttundu tilraun tókst að koma línu um borð í skipið Togaranum Örfirisey, í eigu Granda hf„ var á laugardagsmorgun bjargað naumlega frá strandi við Grænuhlíð í mynni Jökulfjarða, norðan ísafjarðardjúps. Örfirisey var, að sögn Símonar Jónssonar skipstjóra, á leið í var inn á ísafjarðardjúp undan „vitlausu" veðri, vestanstormi, 30 til 35 metra á sekúndu. Þegar togarinn átti skammt ófarið inn á Djúpið bilaði gír skipsins með þeim afleiðingum að tengsl milli skrúíú og vélar rofnuðu. Skrúfan stöðvaðist og rak skipið hratt með rokinu sem stóð beint upp í Grænu- hlíð. Þegar bilunin varð var skipið statt 15 sjómílur frá hlíðinni. Símon segist þá hafa reiknað út að miðað viö rekhraða skipsins tæki það þrjár til fjórar klukkustundir að ná landi. „Ég ákvað að biða i hálftíma og sjá hvort vélstjóramir um borð kæmu skrúfunni aftur í gang. Þegar umfang bilunarinnar kom i ljós og ljóst varð að þeir næðu ekki að gera við hana kallaði ég á aðstoð gæslunnar og skip í nágrenninu voru látin vita,“ segir Símon. Til að hægja á rekinu höfðu bæði akkeri skipsins verið látin út. Það reyndist árangurslaust þvi keðjurnar slitnuðu. Þegar skipið nálgaðist ströndina var trollið einnig sett út til að freista þess að það festist í sjávar- botninum og hægði á rekinu og bar sú ráðstöfun nokkurn árangur. Varðskipið Ægir gerði tvær tO- raunir til að koma línu um borð í skipið en í bæði skiptin slitnaði lín- an þegar verið var að draga hana og dráttarvírinn, sem festur var við hana, um borð. Þegar reynt er að koma línu um borð í skip i nauðum er aðferðin sú að grannri línu er skotið úr nokkurs konar rakettu- byssu yfir skipið. Skipverjar þurfa svo að koma höndum á línuna þegar hún hefur fallið niður á þaö. Síðan þurfa þeir að draga línuna um borð en hún gOdnar smám saman þangað tO kemur að sjálfum dráttarvírnum. Eftir að síðari tilraun Ægis til að koma taug í mOli mistókst var lýst yfir neyðarástandi og óskað eftir að- stoð frá þyrlu. Vegna stórviðrisins sem var um allt vestanvert landið tókst ekki að ná þyrlunni út úr flug- skýli Landhelgisgæslunnar. Úrslitatilraun Þegar Örfirisey var aðeins 1,1 sjó- mílu frá landi tókst skipverjum á öðru skipi Granda, Snorra Sturlu- Svarthamarsmálið: Akærðir fyrir milljónaþjófnaö á málverkum Þrír menn voru í gær ákærðir fyrir innbrot í gaOeríið Svarthamar við Skólavörðustíg þann 27. apríl síðast- liðinn. Ákæran er i tveimur liðum og er mönnunum þremur gefið að sök að hafa brotið sér leið inn í gaOeríið með þvi að losa stormjárn í glugga og skera í sundur járn fyrir innan glugg- ann. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa stolið tólf listaverkum að verðmæti aUs 2,7 mOljónir króna. í seinni hluta ákærunnar er einum þremenninganna gefið að sök að hafa sömu nótt haldið aftur í galleriið og í þeirri ferð haft á brott með sér fimm málverk og tvær möppur sem inni- héldu 41 myndlistarverk. Mennirnir þrír játuðu aðild að inn- brotunum í byrjun júní síðastliðins en þá hafði einn þeirra setið í viku- löngu gæsluvarðhaldi. Hann var grip- inn á hlaupum eftir síðara innbrotið og var það fyrir árvekni blaðburðar- barns að hann náðist. -aþ Æskuvinirnir Símon Jónsson, skipstjóri á Örfirisey, og Kristinn Gestsson, skipstjóri á Snorra Sturlusyni, viö stýriö á Örfiriseynni eftir komuna til ísafjaröar. Vinafundur DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON syni, loksins að renna meðfram síðu Örfiriseyjar og skjóta línu um borð í skipið sem hélt þangað til dráttarvír- inn náðist um borð. Símon segir ekki hafa mátt tæpara standa: „Þetta var neyðarskot númer sjö eða átta og úrslitatOraunin til að koma línu um borð áður en varðskip- ið hæfist handa við að ná mönnum frá borði. Skipið hefði þá farið með briminu í grjótið. Þeir renndu fram hjá okkur og höfðu aðeins þetta eina tækifæri tO að koma tauginni yfir. Búið var að raða flotgöllunum upp og ef þeir á Snorra hefðu ekki komið lín- unni um borð hefði næsta skref ver- ið að koma áhöfninni í gallana og yf- irgefa skipið. Hættan var á þessum tímapunkti orðin rosaleg." Voruð þið skipverjarnir hrœddir meðan á björguninni stóð? „Við höfðum, held ég, ekki tima til að velta því fyrir okkur enda allir á kafi i verkefnum. Áhöfnin stóð úti á dekki í djöfulganginum, haugasjó og stormi, við að taka á móti línunni. En mönnum var sennilega brugðið eftir á. Þetta var sérstakt afreksverk hjá áhöfn Snorra Sturlusonar. Þetta fór allt saman vel, sem betur fer, og það tjóar svo sem lítið að spyrja: Hvað ef...? Vélarbilun er eins og hvert annað óhapp." Kristinn Gestsson, skipstjóri á Snorra Sturlusyni, og Símon eru æskufélagar frá Súgandafirði og hafa þekkst frá blautu barnsbeini. „Við vorum saman tO sjós í gamla daga - rerum á árabát á rauðmaga- netum. Ég hafði fulla trú á að hann og áhöfnin á Snorra myndi standa sig. Björgunin var ekki mér að þakka heldur þeim og einhverjum almáttug- um.“ Þegar tauginni hafði verið komið í Örfiriseyna dró Snorri Sturluson skipið yfir Ísafjaröardjúp og komu skipin tO hafnar síðdegis. Tjón á skipinu og veiðarfærum var lítið og enginn skipverja slasaðist. Áhöfninni á Örfirisey var ekið með rútu til Reykjavíkur strax og komið var til hafnar en yfirmenn urðu eftir. Þeir sigldu svo skipinu til hafnar i Reykjavík í nótt, eftir að við- gerðum var lokið. -fin DV-MYND GUNNAR ALEXANDERSSON Urslitatilraunin Ægir Franzson, stýrimaöur á Snorra Sturlusyni, mundar hér línubyssuna í lokatilraun til aö koma taugyfir í Örfirisey. Hólpnir Örfirisey viö bryggu á ísafiröi. Umsjón: Birgir Guömundsson netfang: birgir@dv.is Hætta þeir? Menn eru aðeins byrjaðir að velta fyrir sér skipan framboðslista vegna sveitarstjómarkosninganna í vor. Hvergi er þó byrjað að raða á listana nema hjá sjáifstæðismönnum á Sel- tjamamesi. Norður í iandi horfa menn nú tO þess hvort tvær „gaml- ar“ kempur muni halda áfram af- skiptum af sveitar- stjómarmálum en þetta eru þeir Sig- urður J. Sigurðs- son, sjálfstæðismað ur á Ákureyri, og Kristján Ásgeirs- son, oddviti Húsa- vikurlistans og þar áður Alþýðu- bandalagsins um árabil. Báðir hafa þessir menn geysOega reynslu í bæj- armálunum í sínum heimabyggðum enda hafa þeir setið í bæjarstjómum í yfir aldarfjórðung. Ekki virðist neitt lát á þeim og kæmi engum á óvart þótt þeir tækju eins og svona eitt tO tvö kjörtímabO tO viðbótar. Akureyringar í Periuna Alfreð Þorsteinsson, borgarfuO- trúi R-listans og formaður veitustofhana borgarinnar, er búinn að láta þau boð út ganga að nú eigi að selja Perluna, annað af tveimur aðal minn- ismerkjum Davíðs í borginni. Alfreð glottir gjarnan þeg- ar þetta ber á góma og gerir því skóna að áhugasamir kaupendur séu tO staðar, bæði heima og erlendis. Það er haft á orði að sá kaupandinn sem er erlendis sé Jón Ólafsson í Skífunni og sennOega yrðu margir hrifnir, t.d. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, ef Jón eignaðist Perluna. Þá hefur heyrst um áhuga nokkurra brottfluttra Akureyringa á því að kaupa glervirkið og gera það að félagsheimOi sínu í borginni. Ef augað er... Pétur Pétursson, heOsugæslu- læknir á Akureyri, var á ámm áður læknh í Bolungarvík og segir lítOIega frá því í bókinni „Með lífið í lúkun- um“ sem nýkomin er út, en þar em sagðar gamansögur af íslenskum lækn- um. Aðstaðan hjá Pétri í Bolungarvík þótti bágborin og var sama herbergið notað tO flestra hluta. Þar var m.a. skoðunarbekkur sem kom jafnframt í góðar þarfir við mæðraskoðun, enda á bekknum sérstakir standar fyrir fætur kvennanna. Þegar vélsmiður nokkur sem hafði fengið í augað kom tO Péturs var honum sagt að leggjast á bekkinn og spurði vélsmiðurinn um leið og hann lagðist hvort hann ætti að setja lappimar upp á standana. Þá svaraði Pétur með sinni sérstæðu raust: „Já, það skaltu gera, ef þú ert með augað i rassgatinu." Ástríða stjórans Blaðamenn sem mættu á blaða- mannafúnd á skrifstofu Eiríks Jó- hannessonar, kaupfélagsstjóra KEA, í fyrri vOm þurftu ekki að velkjast í vafa um eina af ástríðum forstjórans. í tölvu hans mátti sjá myndskeið af einu marka enska knatt- spymuliðsins Arsenal og upp um aOa veggi skrif- stofunnar héngu Arsenal-fánar og - veifur. Efni blaðamannafundarins var að kynna framtíðarstefnu KEA en blaðamennimir misstu sig sumir við að skoða „Arsenal-safnið“. Einum þeirra leið þó ekki vel, enda yfirlýstur stuðningsmaður Tottenham, en það er einmitt eitt af aðalóvinafélögum Ei- rOcs og Arsenal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.