Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Side 8
Fréttir Heimamenn reknir úr rjúpnalandinu: Peningamenn að sunnan borga stórt Rjúpnaskyttur Á haustin koma giarna upp deilumál varöandi rjúpnaveiöina „Það virðist stefna í að menn geti ekki skroppið til rjúpna án þess að eiga það á hættu að verða reknir af svæðinu af peninga- mönnum sunnan úr Reykjavík, sem eru búnir að leigja veiðilend- ur fyrir stórar upphæöir," segir rjúpnaskytta ein frá Sauðárkróki sem lenti i þrefi uppi í hlíðum Þrándarhlíöarfjalls á fyrstu dögum rjúpnaveiðtímabilsins. Króksarinn og félagi hans voru reknir burtu af svæðinu. „Við vorum þarna komnir langt upp í fjall og töldum okkur vera á almenningi, enda i ógirtu landi. Það var ekkert sem sagði til um að rjúpnaveiði væri þarna bönnuð, eða hafði verið auglýst. Það var nóg af fugli og dagurinn byrjaði vel þegar allt i einu komu á svæðið tveir íslendingar ásamt þremur Bandaríkjamönnum. Þeir sögðust vera búnir að leigja þetta land fyr- ir hundruð þúsunda og við ættum ekkert með að vera þama. Við sögðumst ekki láta hvem sem er reka okkur burtu og báðum um uppáskrifaðan og helst þinglýstan samning þessu til staðfestingar. Þeir voru búnir að hóta að kæra okkur og tóku niður bílnúmerið, en þegar farið var að tala um að fá lögreglu á staðinn fóru þeir bara að tala um eitthvað annað," sagði rjúpnaskyttan. „Bóndi úr Lýtingsstaðahreppi sem var eitthvað tengdur þessu leyfi kom síðan og rak okkur af svæðinu, enda höfðum við ekkert að gera þama lengur, og við skild- um svo sem mennina vel, að vera búnir að borga fleiri hundruð þús- und fyrir landið og sitja svo ekki einir að því,“ sagði rjúpnaskyttan. Á haustin koma gjarna upp deilumál varðandi rjúpnaveiðina og finnst skyttum það hart að bændur einstakra jarða geti bann- að veiði uppi á fjallsbrún og ofar ef því er er skipta, ef þeir telji sig hafa löggild landamerkjaplögg um eignarlönd. Einstakir aðilar eru famir að leigja út veiðilönd, og síð- asta haust var það fullyrt að einn þeirra hafi selt veiðileyfi í landi MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 I>V sem Sveitarfélagið Skagafjörður á frammi á Mælifellsdal, í svoköll- uðu Reykjaseli, og mun það mál að einhverju leyti hafa komið inn á borð sveitarstjórnar. -ÞÁ DV-MYNDIR ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Fyrsta steinullarbrettiö Gestir viö athöfnina fylgjast meö þegar fyrsta uilarbrettiö fer í gegnum pökkunarbúnaöinn. Taka 170 milljónir úr sjóðum sínum og framkvæma án þess að hækka skuldir: Ráðherraígildi Jósep Þóroddsson, elsti starfsmaöur Steinullarverksmiöjunnar, ýtti á hnapp- inn og ræsti nýja pökkunarbúnaöinn. Aö baki Jóseps stendur Einar Einarsson framkvæmdastjóri, en Jósep er orðinn ráöherraígildi, þrír iönaöarráöherrar hafa áöurýtt á hnapp og ræst búnaö í verksmiöjunni. Frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu Rífandi gangur í Steinullinni LÖGGILDINGARPRÓF FYRIR SKJALAÞÝÐENDUR OG DÓMTÚLKA Próf til löggildingar skjalaþýðenda verður haldið dagana 24. til 28. febrúar 2002. Próf til löggildingar dómtúlka verður kynnt í framhaldi skriflega prófsins. Umsóknir á eyðublöðum, sem fást í ráðuneytinu, berist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í síðasta lagi 14. desember 2001. Steinullarverksmiðjan á Sauðár- króki greiðir nýjan pökkunarbún- að og byggingu pökkunarhúss af eigin fé fyrirtækisins, 165-170 milljónir, en samt munu skuldir þess ekki hækka á árinu. Þetta kom fram þegar búnaðurinn var formlega tekinn í notkun á dögun- um. Nýi pökkunarbúnaðurinn set- ur ullina í nær loftþéttan hjúp á vörubretti og er ullin þjöppuð nær tvöfalt meira en við fyrri pökkun- araðferð sem þýðir mikinn sparn- að í flutningi. Eflaust er slík framkvæmdageta í dag, þegar fjárfestingar eru að stórum hluta kostaðar af lánsfé, einsdæmi miðað við fyrirtæki af svipaðri stæðargráðu og Steinull- arverksmiðjan, en þess má geta að örfá misseri eru síðan að fyrirtæk- ið endurgreiddi eigendum sínum hlutafjáraukningu sem gerð var um 1990 vegna erfiðra reksturs- skilyrða fyrirtæksins þá. Sjálfvirki pökkunarbúnaðurinn í Steinullarverksmiöjunni var ný- lega tekinn formlega í notkun með Vlð Jjurfum tílbreytíngu li-eystu sambandið með fjölbreýttum dstarleikjum I Ljúfum ástarleikjum er greint frá örvandi leikjum þar sem koma við sögu ýmis hjálpartæki ástarlifsins eins og vatn, tól og tæki, matur og myndbandsspólur. Bókin er ríkuitgn JPV ÚTGÁFA Bræðraborgarstíg 7 101 Reykjavík Sími 575 5600 jpv@jpv.is www.jpv.is mmmmmmmá, Héébss s • ..v ; m m mm athöfn í verksmiðjunni. Hann pakkar afurðum I plastumbúðir og raðar þeim á vörubretti og skilar tilbúnum til hleðslu fyrir lyftara á flutningstækin. Vörubretti eru sérstaklega hjúpuð plasti þannig að ullin þolir vel að standa úti í nokkurn tíma. í vígsluræðu Einars Einarsson- ar framkvæmdastjóra kom fram að undirbúningur að endumýjun pökkunarbúnaðar hafi hafist í byrjun árs 2000. Eftir ítarlega skoðun var ákveðið að ganga til samninga við danska fyrirtækið Seelen frá Esbjerg um kaup á bún- aði. í janúar sl. var gengið frá kaupum á rúmlega þúsund fer- metra stálgrindarhúsi frá Butler og í framhaldi samiö við lægst- bjóðanda, Djúpós hf. á Sauðár- króki, um byggingu hússins og voru helstu undirverktakar þeirra, Króksverk, sem sáu um jarðvinnu og malbikun og Norður- stál í Reykjavík sem sá um að reisa stálgrind og klæða þakið. Byggingarstjóri var Knútur Aad- negaard. -ÞÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.