Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 33 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveínsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kjaftshögg á keifið Fréttaflutningur fjölmiöla síöustu daga af brottkasti á fiski er enn eitt kjaftshöggiö á algerlega galið fiskveiði- stjórnunarkerfi sem hefur viöfengist hér á landi í ríflega hálfan annan áratug meö öllum sínum göllum og örfáum kostum. Fréttamiðlarnir hafa sýnt meö afgerandi hætti hvernig raunveruleg umgengni landsmanna er um helstu auðlind sína. Þessar fréttir af fljúgandi fiskum er enn ein sönnun þess aö í núverandi fiskveiðistjórnarkerfi er inn- byggöur livati til að henda fiski sem hentar ekki. Viöbrögð kerfisins eru eins og vænta mátti. Sjávarútvegs- ráöherra hefur gagnrýnt sýslumenn og lögreglu fyrir aö sinna ekki eftirlitshlutverki sínu sem skyldi og segir að meint lögbrot séu lítt eöa ekki rannsökuö. Ráöherrann hef- ur áhyggjur af þessari linkind einkennisklæddra manna og ætlar aö ræöa við dómsmálaráðherra. Sá síðarnefndi mun væntanlega skipa nefnd sem í munu sitja nokkrir brúna- þungir menn úr báöum ráðuneytum ásamt fulltrúum hags- munaaðila. Nefndin skuli flýta störfum. Þetta er dæmigert. Hér starfa ráöherrar sem telja aö vandann megi rekja til valdsins manna en ekki kerfisins sjálfs. Talsmaöur LÍÚ talar eins. Hann sagöi í DV á fóstudag að hér væri glæpur á ferðinni sem taka þyrfti á, en talar þess utan eins og ráðherra sem bendir á allt nema augljósa ástæöu vandans; kerfiö sjálft. Hann segir þaö ömurlega niö- urstööu ef menn neyðist til aö aö taka upp eftirlitsmynda- vélar í skipum, en eftir siöustu fréttir telji hann einsýnt aö þaö sé eina leiöin til að taka á brottkastinu. Eina leiðin, já. Þetta heitir blindni á mannamáli. Kerfið er greinilega heilagt í augum manna sem tala meö þessum hætti. í þeirra huga er gagnrýni á kerfið ekki einasta goö- gá. Þessir menn ganga enn lengra og líkja andstæöingum kerfisins nánast viö föðurlandssvikara. Meö rökum þessara manna væri vandi miðborgarinnar leystur á einni nóttu meö myndbandsupptökum og væntanlega mætti beita sömu tækni til að höggva aö rótum eiturlyfjavandans. Nei, lögum veröur allra síst framfylgt ef þau eru kolvitlaus. Rótina aö þessum gríöarlega vanda sem blasir viö á miö- um landsins er ekki aö finna í tveimur kvótalitlum skip- stjórum vestur á fjöröum sem hafa verið í sviösljósinu siö- ustu daga. Rótina aö þessum alvarlega vanda er ekki einu sinni aö finna í kvótalitlum útgeröum. Rótina er aö finna í kerfi sem gefur mönnum þrjá kosti úti á miðunum og alla slæma; að koma meö forboðinn afla á land og missa leyfið fyrir þær sakir, aö landa þessum forboðna afla fram hjá eins og gjarna er gert, eöa kasta honum fyrir borö úti á rúmsjó. Hver sjómaðurinn af öðrum hefur um helgina haft sam- band við ritstjórn DV og rætt um verst varðveitta leyndar- mál íslenska kvótakerfisins. Allir tala þeir einum rómi um þaö gegndarlausa brottkast sem viðgengist hefur um borö í íslenskum fiskveiðiskipum. Þessir menn segja brottkastið ekki bundið við ákveöna tegund báta og nefna ekki síður stærstu og afkastamestu togara landsmanna en þá smærri og kvótaminni. Þessum mönnum er skipað aö fleygja 3-4 kílóa fiski og smærri - öllum, takk fyrir. Gegndarlaust brottkast á fiski á íslandsmiðum verður ekki úr sögunni fyrr en núverandi gjafakvótakerfi veröur kastað fyrir róöa. í auölindamálum íslensku þjóðarinnar er ekkert mikilvægara en aö afnema núverandi fiskveiöikvóta- kerfi. Gjafakvótakerfið hefur gert þaö aö verkum aö verð á kvóta er svo hátt að ekki hvarflar að mönnum að koma að landi meö annan afla en kerfið býður mönnum. Það á aö innkalla aflaheimildir í áföngum og setja á markað. Þar með lækkar verðið, svo og hvatinn aö kasta. Sigmundur Ernir DV Skoðun Krafsað í yfirborð Kjallari Vandi landsbyggðarinn- ar er stór, en ólíklegt er að bót fáist meðan umræður á þingi líkjast koddaslag. Einar Oddur lét til sín taka fyrir áratug svo um mun- aði enda glöggur drengur; þá var lagður grunnur að stöðugleika. Nú vildu fleiri Lilju kveðiö hafa. Einar segir nú um sjávarútveg: „Okkur hefur hér stórlega mistekist.“ „Við notum nú þrefalt meira vélarafl til að ná helmingi minni fiski,“ sagði Einar Oddur. Þessi eina setning lýsir vandanum í hnot- skum. Kannski erum við að veiða með röngum veiðarfærum á vitlaus- um tímum. Þetta sjá reyndar fleiri en aðrir geta byxst sig að baki Kára eins og Bjöm í Mörk. Fyrir nokkrum árum varaði Sig- hvatur Björgvinsson lífeyrissjóði við fjárfestingum í sjávarútvegi, þ.e. í kvóta þvi hann væri ekki var- anlegur. Forsætisráðherra snupraði hann og sagði þetta sýna hug hans til sjávarútvegs; aðvörunin var rétt og nú má sjá að togskip eru allt of mörg og skuldum vafin. £0 iönas Bjarnason efnaverkfræöingur Rangar forsendur Fyrir 35 árum veiddu bátar undir 150 t. 60% botnfisks en nú veiða tog- arar 55%. Þetta hefur líka gerst annars staðar; þegar togarar voru flestir voru vandamál mest. 14.10. s.l. sagði utanríkisráðherra að smábátar væru að taka fisk frá öðrum og því gætu þeir ekki fengið að veiöa frjálst. Reikniregla sem telur einn flsk veiddan á krók jafngildan einum fiski úr vörpu er röng. Togari í eigu stórútgerðar fær að veiða frjálst meðan hann hefur fulla vinnu í veiðum; hvers vegna gefur hann minni hagnað á hvern veiddan fisk en smábátar? „Hag- ræðing" er ekki að gerast á meðan veiðar eru að færast frá „þjóðhags- lega hagkvæmari veiðum" yfir á of marga og dýra togara; útgerðir þeirra muna aldrei framvisa mikl- um hagnaði þvi hann er auðveld bráð sem „skattstofn"; fyrr munu skuldir gleypa hagnaöinn og pen- ingar leystir út til hluthafa. „Þegar gnótt er af stórri loðnu á tilteknu svœði getur hún gefið af sér mörg hundruð þúsund tonna vöxt þorsks á ári; þann tímann er grisjun botnfisks á svœð- inu ekki rétt meðan loðnu er ekki ógnað. Til að nýta hana sem best þarf stóran afránsstofn. “ Hver étur hvern? Forsenda sterks stofns er góð hrygning og svo æti allar götur frá kviðpokaseiði tO veiðifisks en fæð- upýramídinn er flókinn og afgerandi er að fæðukeðjan sé óslitin og sem styst. Rætt hefur verið um grisjun á fiski til að hámarka vöxt flska af til- teknu ætisframboði. Margir þorsk- stofnar eru við landið og hrygningar- s.o.s. Fyrir tæpum fimm árum tiifærði ég í pistli sem þessum þau ummæli hljóm- sveitarstjórans heimskunna, Kurts Ma- surs, að ef hverjum skóla væri séð fyr- ir tveimur hæfum tónmenntakennur- um, mætti fækka lögregluþjónum um tvo í hverju skólahverfi. Það er til marks um að Masur hafði lög að mæla, að á liðnum fimm árum hefur afbrotum hérlendis verulega fiölgað á sama tíma og kjörum tónmenntakennara hefur stórhrakað í víðræmdu „góðærinu", og var þó ekki úr háum söðli aö detta. Það segir sína ömurlegu sögu, að það unga hugsjónafólk, sem sérhæft er í tónmenntakennslu eftir strangt nám, hefur átt svo erfitt uppdráttar vegna vanskilnings og nöturlegra launakjara, að flest af þvi hverfur frá kennslu til annarra starfa eftir tvö eða þrjú ár. Frumstæður skilningur Hérlent tónlistai'líf hefur staðið með miklum blóma undanfama áratugi, og þá fyrst og fremst fyrir framtak tónlist- arskóla um land alit, en þeir eiga nú við talsverð vandkvæði að búa vegna ein- setningar grunnskóla, sem var frámunalega skammsýn og skaðleg stjómvaldsráðstöfun. Samt er almenn- ur skilningur á mikilvægi tónmennta- fræðslu einkennilega frumstæður, ekki síst hjá ýmsum forráðamönnum skól- anna. Þess em mörg dæmi að skóla- stjórar telji tónlist einhverskonar auka- getu eða viðhengi við námskrána sem þarflaust sé að leggja sérstaka rækt við, enda er hún einatt látin víkja fyrir öðr- um námsgreinum. í mörgum skólum er alis enga tón- menntakennslu að hafa, en í öðrum er hún í skötulíki. Til dæmis telja sumir skólastjórar að með því að stofna hljóm- sveit eða æfa söngkór sé ákvæðum laga um tónmenntafræðslu í grunnsólum fullnægt, sem er vitaskuld ijarstæða og minnir satt að segja á Bakkabræður. Víðast hvar er tónmenntakennsla látin „Það segir sína sögu um lögmálin sem ríkja í íslensku samfélagi, að þœr tvœr stéttir sem tvímœlalaust eru meðal þeirra allraþörfustu, tónmenntakennarar og sjúkraliðar, skuli þurfa að standa í langvinnum og von- litlum verkföllum til að fá kjör sín bcett.“ m niður falla við tólf ára aldur, sem er bíræfíð og ódulið lög- brot sem stuðlar að óviðun- andi misrétti, meðþví þeim börnum einum er gert Meift að stunda reglulegt tónlistar- nám sem eiga efnaða foreldra og geta sótt dýra og sérhæfða tónlistarskóla. Með þjóðum sem vilja kenna sig við siðmenningu nýtur tónmenntakennsla mik- illar virðingar og er launuð í samræmi við það, enda má hiklaust staðhæfa að tónlist sé meðal veigamestu námsgreina hvers skóla. Grikkir til foma töldu tónlistar- nám vera undirstöðu allrar frekari menntunar, og hefur sá skilningur ver- ið íterkaður og staðfestur með margvís- legum tiiraunum og rannsóknum á lið- inni öld. Menn hafa væntanlega tekið eftir því, að pilturinn, sem útskrifaðist úr háskólanum nýlega með 10 i öllum greinum nema einni og sló öll fyrri met, hefur stundað tónlistamám frá bai-n- æsku og er góður hljóðfæraleikari. Tón- listin tafði hann ekki frá námi, heldur margefldi sjálfsaga hans, einbeitni og athyglisgáfu. í samfélagi skefjalausrar sérdrægni og samkeppni er tónmenntanám brýnna verkefni en nokkur önnur námsgrein, meðþví það byggir á sam- hug og samstarfi þarsem allir taka virk- an þátt í að túlka, skapa og njóta, ekki einungis með rödd og fmgrum, heldur líkamanum öllum, afþví tónlist er ekki síður tjáð og túlkuð með látbragði og dansi en söng og hljóðfæraleik. Hóp- vinna í tónlistarnámi er tvímælalaust vænlegasta leið sem hugsast getur til að samhæfa sundurleitar bekkjardeldir og fá þær til að vinna saman einhuga að Síguröur A. Magnússon rithöfundur verkefnum sem fyrir eru tek- in. Þessvegna er nánast glæp- samlegt að skólarnir skuli ekki gera tónlistinni hærra undir höfði en raun ber vitni. S.O.S. útí geiminn Til marks um lítilsvirðing- una sem tónmenntakennur- um hefur verið sýnd á undan- fómum ámm má hafa þau hróplegu tíðindi, að fyrr á árum miðuðu þeir laun sín _____ við framhaldsskólakennara, en em nú á mun lægri laun- um en grunnskólakennarar. Að öllu eðlilegu ættu þeir að njóta sömu kjara og háskólakennarar eða jafnvel alþing- ismenn, sem vissulega skipta framtíð þjóðarinnar snöggtum minna máli en tónmenntakennarar. Það segir síha sögu um lögmálin sem rikja i íslensku samfélagi, að þær tvær stéttir sem tvímælalaust eru meðal þeirra allraþörfustu, tónmenntakennar- ar og sjúkraliðar, skuli þurfa að standa í langvinnum og vonlitlum verkfóllum til að fá kjör sín bætt á sama tíma og ráðamenn þjóðarinnar leggja tæpan milljarð í pjattsendiráð í Japan og eyða tugum milljóna í þarflausar utanlands- reisur með rífum dagpeningum og öðr- um tekjuaukandi hlunnindum. Launanefnd sveitarfélaga hefur i máli tónmenntakennara verið svo skammsýn, metnaðarlaus og þveróðsk, að ekki er annað sýnna en senda verði S.O.S. útí geiminn í þeirri veiku von að þar fyrirfmnist einhveijar vitibornar verur sem taki framfyrir hendumar á þeim glámskyggnu faráðlingum sem þykjast vera að spara eyrinn um leið og þeir kasta burt krónunni! Sigurður A. Magnússon Karl V. Matthíasson, þingmaður Vestfirðinga: Lífsgleði út um land „Kvikmyndasjóður ætti að hafa lögheimili og varnarþing á Flateyri. Þá myndu þeir sem sjóðnum stýra sjá að viða um land býr mikil lífsgleði og þróttur meðal fólks, þó lífsbaráttan sé stundum hörð og erfið. Sú spurning vaknar við að heyra þetta hvort þeir sem stýra Kvikmyndasjóði þurfi að fara í með- ferð vegna þunglyndis. Liður í því gæti verið að fara út á land og njóta íslenskrar náttúru. Kvik- myndasjóður á að flytjast út á land, einsog fleiri rikisstofnanir. Það væri vel til fundið að sjóður- inn væri með kóntór á Bíldudal eða Flateyri, einsog ég nefndi á áðan, en á báðum þessum stöðum býr fjöldi góðra listamanna." Ástmar Ingvarsson sölumadur: Forðumst alhœfingar „Hin glaða mynd af þorpi úti á landi þarf ekki að vera ósannfær- andi, það þekki ég vel frá uppvexti mínum í litlu sjávarþorpi vestur á fjörðum. Maður getur verið jafn hamingjusamur þar einsog í borginni, slíkt fer aðeins eftir aðstæð- um hvers og eins. Sjálfur er ég ekkert hamingjusam- ari þótt ég sé fluttur í borgina, en öll tilbreyting af hinu góða fyrir alla. Meginmálið hlýtur að vera að tryggja fólkinu í landinu viðunandi lífskjör og að- stæður til að bjarga sér hvar sem það svo aftur kýs að búa. Vissulega hefur heyrst barlómur utan af landi sem veldur því að margir á mölinni telja hina glöðu þorpsímynd ekki sannfærandi, en í þessu sem öðru ber okkur að forðast alhæfingar." Gerður Kristný, ritstjóri Mannlífs: Barlómurinn kœtir ekki „Af barlóminum sem reglulega berst af Vestfjörðum má vel vera að reykvísku kvikmyndasjóðsfólki þyki ósennilegt að fólk sem brygði fyrir í kvik- mynd þaðan gæti hugsanlega kæst, jafnvel þótt all- ir vissu aö þetta væri aðeins leikur. Kannski var það Blóðrautt sólarlag sem kom þessu inn í kollinn á þeim, eða Ingaló. Þessar myndir eru tæpast þess eðlis að nokkurn langi til að flytja vestur og stofna nýsköpunarsetur eða margmiðlunarfyrirtæki í ein- hverjum firðinum. Samkvæmt frétt DV sagði hand- ritanefndin líka að persónur handritsins væru flat- ar og samúðarfullar og hliðarsögur yflrborðs- kenndar. Það er greinilega fleira að handritinu en ósannfærandi þorpsímynd." svæði einnig, reyndar misstór. Þegar gnótt er af stórri loðnu á tilteknu svæði getur hún gefið af sér mörg hundruð þúsund tonna vöxt þorsks á ári; þann tímann er grisjun botnfisks á svæðinu ekki rétt meðan loðnu er ekki ógnað. Til að nýta hana sem best þarf stóran afránsstofn. Hins vegar er allt eins vist að grisjun botnfisks sé skynsamleg víða á grunnslóð því vöxtur er þar lítill végna fæðuskorts marga mánuði á ári hverju. Þetta er ekki þversögn því aflaleysi nú gæti verið vegna of- sóknar og skarks á djúpslóðum, van- nýtingar á grunnslóðum og rangra tíma- og staðsetninga netaveiða. For- tíðin veitir bestu leiðsögnina i þess- um efnum; frjáls veiði á grunnslóð með krókum er skynsamleg, ekki síst ef dregið verði úr togveiðum og netaveiðar að vori takmarkaðar og bannaðar á viðkvæmum stöðum. Sterk rök hníga að því að krókaveið- ar eigi að njóta forgangs því afli stjórnast þá af aðstæðum í sjó; þegar fiskgengd er góð en lítið æti tekur fiskur vel krókabeitu; veiðarfærin hafa þá vit fyrir mönnum. Jónas Bjarnason Skattalækkanir örva atvinnulíf „Ýmislegt bendir til þess að íslenskt at- vinnulíf búi ekki leng- ur við það forskot sem hér ríkti i skatta- legu tilliti á síðasta áratug... Þetta eru hin efnahagslegu rök sem liggja að baki þeim tillögum sem nú hafa verið lagðar fram um breyt- ingar á skattlagningu fyrirtækja. Hér er á fei’ðinni einhver umfangsmesta skattalækkun sem gripið hefúr verið til gagnvart íslensku atvinnulifi. Eng- inn vafi leikur á því að þær munu örva atvinnulífið og skapa forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu þess, bæði fyrir tilstilli innlendra og erlendra fyrirtækja, og þannig renna traustari stoðum undir íslenskt efna- hagslíf. Þessa sjást þegar merki á verðbréfamarkaðinum.“ Geir H. Haarde Qármálaráðherra á ráðstefnu Félags lögg. endursk. Samþykki sölu Perluna „Ef borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík vilja að einka- aðilar sjái um rekstur þeirra fyrir- tækja sem starfa á samkeppnismark- aði hefðu þeir hiklaust átt að sam- þykkja tillögu R-listans um sölu á Perlunni. Þeir ákváðu hins vegar að sitja hjá þar sem þeim þótti augljóst að R-listinn væri einungis að standa í þessari sölu til að hylma yfir mistök þeirra í málefnum Linu.net. Það hefði verið miklu nær fyrir borgarfulltrúa að samþykkja söluna, þar sem þeir segjast vera hlynntir því að borgaryf- irvöld losi sig við eignir og rekstur, en gagnrýna engu að síður vinnu- brögð R-listans og benda á að þetta hefði átt að gera miklu fyrr.“ Haukur Örn Birgisson í pistli á Frelsi.is Hallgrímur Helgason rithöfundur: Ekki árás á landsbyggðina „í þessu handriti hefur mönn- um ef til vill ekki tekist að gera þessa ímynd sannfærandi, án þess að ég viti neitt um þetta mál. Það er fáránlegt að taka þetta upp sem ein- hverskonar árás á landsbyggðina og ég vil minna á að í þessum töluðum orðum er verið að taka kvikmyndir á Hofsósi, Siglufirði, Neskaup- stað, ísafirði og væntanlega er Hilmar Oddsson að undirbúa tökur á mynd á Seyðisfirði. Sjálfur er ég að koma með skáldsögu sem gerist öll á Austurlandi, þannig að ég held að framtiðin sé mjög björt fyrir landsbyggðina aö þessu leyti." Mistök í fisk- veiðistjórnun Ennþá finnst einn réttlát- ur til að færa Guði dýrðina. - Föstudaginn 2. nóvember 2001 sagði Einar Oddur Krist- jánsson á Alþingi að hann nennti ekki að láta draga sig í dálka um hvort hann ætti að fylgja þrem flokkum sem vilja afskrifa kvótakerfið á 10 árum eða tveim stjórnar- flokkum sem vilja framlengja kvótakerfið með því að leggja málamyndagjald á gjafa- kvótaþegana, því komið sé í ljós að fiskveiðistjórnin hefði mistekist með öllu. Minnkandi Onundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís fisk- Rateyrarkvikmyndin í faðmi hafsins hefur fengið afsvar um styrk hjá Kvikmyndasjóði. Rökstuðningurinn er m.a. aö hin glaða þorpsímynd sé ekki sannfærandi. gengd væri stærsta vandamál þjóðfé- lagsins og allt annað væri hjómið eitt. Eftir lok umræðunnar á Álþingi um aðbúnað smábátanna og fiskibyggð- anna mætti sjávarútvegsráðherrann til að flytja boðskap stjórnvalda hjá Sam- tökum fiskvinnslu án útgerða, SFÁÚ, en þar fékk hann eðlilega engar undir- tektir. Þar fóru hins vegar fram mjög fróðlegar og gagnlegar umræður um málefni SFÁÚ og um starfsskilyröi fiskmarkaða, en báðir berjast harðri baráttu gegn stefnu stjórnvalda um framlengingu á kvótakerfinu, sem leið- ir til gjöreyðingar þorskstofnsins í landhelginni. Á fiskmarkaði komu að- eins um 18% af lönduðum þorski sl. fiskveiðiár. Minnkun veiöistofnsins. Fyrir um 30 árum var talið að hrygningarstofn þorsksins við ísland væri um 1500-2000 tonn og menn töldu þá að með góðri stjórnun mætti veiða um 500-600.000 tonn af þorski árlega. Bætt veiðitækni með skuttogurum upp úr 1970, öflugri vélbúnaði og togbúnaði skipanna leiddi til þess, að eftir að er- lendir togarar hættu að veiða á miðun- um 1975 var sóknin engu minni og jafnvel aukinn afli af miðunum. Það er þó fyrst eftir að Framsókn tókst að koma á kvótakerfinu 1984 að verulega tekur að halla á ógæfuhliðina í þorskveiðunum og 1991 eru þorsk- veiðarnar komnar niður í 150.000 tonn á ári í stað 450.000 tonna veiði áður. Þetta er veiðiskerðing um 300.000 tonn á ári eða tvo þriðju hluta. Áhrif kvótakerfisins á þjóðar- tekjur. Þótt stórútgerðin og LÍÚ reyndi árum saman að fá samþykkt lög frá Al- þingi um að færa mætti upp til eignar keypta kvóta í ársreikningum félag- anna fékkst sú heimild aldrei viðurkennd þar því að sam- kvæmt lögum eru kvótarnir sameign þjóðarinnar. Samt hafa þessar útgerðir fært upp keypta kvóta í ársreikning- um sínum, en heildarskuldir stórútgerðarinnar nema nú um 180 milljörðum króna og er það um 70 milljörðum um- fram eignir þeirra og eru þá meðtaldir keyptir og eign- færðir kvótar. Þvi má sjá að þessar útgerðir þola illa skerðingu á kvótunum. Sennilegt er að allar stóríttgerðir í landinu séu gjaldþrota, nema kannske Samherji á Akureyri. í meira en 70 ár hefir Framsókn set- ið um hvert tækifæri til að úthluta gæðum samfélagsins í þágu meðlima flokksins. Eftir að Sambandið og Mikligarður hrundu, fundu þeir upp kvótakerfið til að stýra fjármagni til sinna manna. Framsókn hefir fengið hlutfallslega langmest af úthlutuðum kvótum. Þetta hefir verið stutt af sér- hagsmunahópi í forystu núverandi Sjálfstæðisflokks og saman hafa þeir beitt alkunnum bolabrögðum með meirihlutaaðstöðu á Alþingi. Þannig er öll misnotkun á kvótakerfinu gerð lögleg. í öðrum löndum er þetta nefnt mafíustarfsemi, en ekki hér. Það eru nógu margir taglhnýtingar innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins til að sam- þykkja þessi vinnubrögð. Foringja- fylgnin þar er sú sama og var á tímum sálufélaganna Stalíns og Hitlers. Mælt magn hrygningarþorsks nú er 570.000 tonn og hefir minnkað um helming á árinu vegna smáfískadráps togskipanna. Samkvæmt 25% veiði- reglu Hafró mætti því veiða mest um 142.500 tonn, en gefnir hafa verið út kvótar fyrir 190.000 tonn. Með bola- brögðum á Alþingi allra íslendinga var samþykkt að ekki mætti skerða þorsk- kvóta um meira en 30.000 tonn á ári, þ.e. úr 220.000 tonnum. Þjóðhagsstofn- un hefír reiknað út að þessi skerðing valdi lækkun á þjóðartekjum um 6 milljarða króna á ári. Árleg veiðiskerðing með kvótakerfinu um 300.000 tonn kostar þjóðarbúið þannig um 60 milljarða árlega. Það er aðkallandi að afnema núver- andi kvótakerfi og senda allar togveið- ar út fyrir 50 mílna línuna hans Lúð- víks. Þetta verður aðeins gert með því að menn hætti að kjósa Sjáifstæðis- flokkinn en samtök eru nú að myndast um þetta víðs vegar um allt land. Skítt með Framsókn. Þar eru allir á mála hvort sem er. Önundur Ásgeirsson „Framsókn hefir fengið hlutfallslega langmest af út- hlutuðum kvótum. Þetta hefir verið stutt af sérhags- munahópi í forystu núverandi Sjálfstœðisflokks og saman hafa þeir beitt alkunnum bolabrögðum með meirihlutaaðstöðu á Alþingi. - Þannig er öll misnotk- un á kvótakerfinu gerð lögleg. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.