Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Síða 26
42
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára______________________________
Indiana Guövaröardóttir,
Sólvangi, Hafnarfiröi.
80 ára______________________________
Guömundur Jónasson,
Skúlagötu 40, Reykjavík.
Jón Helgason,
Hlíöarvegi 39, Kópavogi.
Ósk Ásgrímsdóttir,
Geröavegi 3, Garði.
Steinunn Guöbjörnsdóttir,
Sogavegi 104, Reykjavík.
Valdimar Ottósson,
Dalbraut 46, Bíldudal.
75 ára______________________________
ísleifur Sumarliöason,
Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ.
Jakob Ágústsson,
Aðalgötu 25, Ólafsfirði.
Jórunn Siguröardóttir,
Gilstúni 17, Sauðárkróki.
Margrét Vilmundardóttir,
Mófellsstöðum, Borg.
Torfhildur Jóhannesdóttir,
Torfnesi, Hlíf 1, Isafirði.
Þorbergur Jónsson,
Skeggjastöðum 1, Egilsstööum.
60 ára______________________________
Birgir Jónsson,
Sjávarflöt 3, Stykkishólmi.
Sigurjón Þórarinsson,
Keilugranda 10, Reykjavík.
50 ára______________________________
Ásthildur Davíösdóttir,
Barrholti 13, Mosfellsbæ.
Ragnheiöur Blandon,
Furugrund 54, Kópavogi.
Ragnhildur Þórðardóttir,
Merkjalæk, Blönduósi.
Sigrún Haröardóttir,
Ennishlíð 3, Snæfellsbæ.
Þóra Ólafsdóttir,
Þrastarlundi 5, Garðabæ.
40 ára______________________________
Friörik Þór Friðriksson,
Hjallagötu 12, Sandgeröi.
Guörún Margrét Jóhannesdóttir,
Baldursgötu 24, Reykjavík.
Helgi Magnússon,
Bugðulæk 15, Reykjavík.
Höskuldur R. Höskuldsson,
Borgarbraut 2, Grundarfirði.
íris Hlíökvist Bjarnadóttir,
Gunnlaugsgötu 6a, Borgarnesi.
Jón Ingimar Jónsson,
Garöhúsum 53, Reykjavík.
Jónína Elr Hauksdóttir,
Fornhaga 24, Reykjavík.
Kristín Anna Alfreösdóttir,
Smiöjustíg 10, Grundarfirði.
Margrét Högnadóttir,
Hlíöarvegi 38, ísafirði.
Rommanee Chaemlek,
Aðalgötu 10, Suðureyri.
Sigrún Arnórsdóttir,
Uppsalavegi 2, Húsavík.
Sigurjón Kristlnsson,
Leirdal 16, Vogum.
7
JJrval
-gottíbátinn
Persónuleg,
alhliöa útfararþjónusta.
Svorrír Einarsoon Bryndía
útfararstjóri Vaibjamardóttir
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suöurhlíö35* Sfmi 581 3300
allan sólarhrlnglnn. www.Utforin.ÍS
I>V
imEmssmmm
Viðar Eggertsson
leikstjori
Viðar Eggertsson, leikari og leik-
stjóri, hefur leikstýrt þremur verk-
um sem eru á fjölunum nú í haust.
Það eru Öndvegiskonur í Borgar-
leikhúsinu; Laufm i Toscana í Þjóð-
leikhúsinu, og Túskildingsóperan í
Nemendaleikhúsinu. Þetta kom
fram í viðtali við Viðar sem birtist í
DV sl. fostudag.
Starfsferill
Viðar fæddist i Reykjavík og ólst
þar upp og í Ytri-Njarðvík en flutti
þrettán ára til Akureyrar þar sem
hann átti heima unglingsárin. Hann •
stundaði nám við leiklistarskóla
SÁL 1972-75 og lauk því námi við
Leiklistarskóla íslands 1976. Hann
var þátttakandi í alþjóðlegri
leiksmiðju á vegum UNESCO 1977,
fulltrúi íslands í leiksmiðju Alþjóð-
legu leikhússtofnunarinnar 1989 og
starfaði í norrænni leiksmiðju á
Grænlandi 1992.
Viðar hefur leikið hjá Leikfélagi
Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Leikfé-
lagi Reykjavíkur, Alþýðuleikhúsinu
og ýmsum atvinnuleikhópum en
alls hefur hann leikið í um tæplega
sjötíu leikritum á sviði. Hann var
fastráðinn við LA 1978-80, stofnaði
EGG-leikhúsið 1981 og hefur starf-
rækt það síðan með öðrum verkefn-
um og verið boðið með ýmsar sýn-
ingar þess víða um heim, var fast-
ráðinn við Þjóðleikhúsið 1986-87,
hefur leikið í útvarpi, sjónvarpi og
kvikmyndum, var fastráðinn dag-
skrárgerðarmaður hjá RÚV 1991-92,
var Leikhússtjóri Leikfélags Akur-
eyar 1993-96, leikhússtjóri Leikfé-
lags Reykjavíkur 1996, starfaði síð-
an sem leikari og leikstjóri, hér
heima og erlendis, en hann lék t.d.
Drakúla í samnefndu verki í leik-
húsi í Dublin 1997.
Viðar hefur sett á svið samtals á
fimmta tug leikrita. Af verkum sem
hann hefur leikstýrt á síðustu árum
má nefna Sannar sögur af sálarlífi
systra þar sem hann gerði einnig
leikgerð upp úr verkum Guðbergs
Bergssonar; KafTi, eftir Bjarna Jóns-
son; Hægan Elektra eftir Hrafnhildi
Hagalín og Bróðir minn Ljónshjarta
en öll þessi verk voru sýnd í Þjóð-
leikhúsinu. Auk þess má nefna
Tobacco Road, sýnt hjá LA, Franke
og Johnny, hjá LÍ í Iðnó, og
Krabbasvalirnar, hjá leikhópnum
Grímu í Færeyjum.
Viðar hefur átt sæti í stjórn Fé-
lags íslenskra leikara, Bandalags is-
lenskra listamanna, Friðarsamtaka
listamanna, Kjarvalsstaða, setið í
leikhúsráði LA, í stjórn Alþýðuleik-
hússins, í Þjóðleikhúsráði og í
stjórn íslenska dansflokksins. Hann
var varaformaður leiklistarráðs,
varformaður Félags leikstjóra á ís-
landi og formaður þess 1991-92. Þá
sat hann í prófnefnd Félags ís-
lenskra leikara.
Hann er nú ritari í stjórn Félags
leikstjóra á íslandi, ritari í stjórn
Leiklistarsambands tslands og full-
trúi íslands í stjórn Norðurlanda-
hússins í Færeyjum.
Viðar hlaut starfslaun lista-
manna 1984, 1986 og 1992 og menn-
ingarverðlaun DV 1995.
Fjölskylda
Tvíburasystir Viðars er Urður
Björk, f. 18.6. 1954, verkakona á Ak-
ureyri.
Hálfsystkini Viðars eru Stefán
Rafn Valtýsson, f. 18.12. 1943, sjó-
maður i Sandgerði; Hafsteinn Egg-
ertsson, f. 21.9. 1956, húsasmiða-
meistari í Hafnarfirði; Guðbjörg
Eggertsdóttir, f. 15.12. 1959, við-
skiptafræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Viðars: Eggert Eggerts-
son, f. 5.9. 1926, vélstjóri í Reykja-
vík, og Hulda Kristinsdóttir, f. 26.8.
1921, verkakona á Akureyri.
Stjúpfaðir Viðars er Aðalsteinn
Kristjánsson, f. 12.11. 1915, lengi
bóndi að Gásum í Eyjafirði, síðar
verkamaður á Akureyri.
Ætt
Eggert er sonur Eggerts vélstjóra,
bróður Guðlaugs, afa Úlfars Þor-
móðssonar. Annar bróðir Eggerts
var Bjami, afi Sveins Eyjólfssonar,
útgáfustjóra DV, fóður Eyjólfs,
framkvæmdastjóra Frjálsrar fjöl-
miðlunar. Eggert var sonur Bjarna,
b. á Björgum á Skagaströnd, bróður
Önnu, móður Guðmundar J. Hlíð-
dal, póst- og símamálastjóra. Bjami
var sonur Guðlaugs, b. á Tjörn í
Nesjum, Guölaugssonar, bróður
Guðlaugs, langafa Þorsteins Gísla-
sonar, prófasts í Steinnesi, fóður
Guðmundar, pr. i Árbæjarsókn.
Móðir Eggerts Bjarnasonar var
Guðrún Anna Eiriksdóttir, b. á Hól-
um í Fljótum, Eiríkssonar, og Krist-
ínar Guðmundsdóttur, b. á Heiðar-
seli í Gönguskörðum, Jónssonar.
Móðir Eggerts Eggertssonar var
Ólafla Þóra Jónsdóttir, tómthús-
manns í Reykjavík, Hinrikssonar,
og Karitasar Ólafsdóttur.
Hulda er dóttir Kristins, sjó-
manns í Glerárþorpi, Sigurðssonar,
b. á Helgafelli í Svarfaðardal, Guð-
mundssonar. Móðir Kristins var
Soffia Pálsdóttir, b. í Syðraholti,
Jónssonar og Guðrúnar Sigfúsdótt-
ur.
Móðir Huldu var Sigrún, hálfsyst-
ir Eiríks Hjartarsonar, raffræðings
og kaupmanns í Reykjavík, afa Sig-
urðar Örlygssonar listmálara. Sig-
rún var dóttir Hjartar, b. á Uppsöl-
um í Svarfaðardal, Guðmundsson-
ar, hreppstjóra í Grímsey, Jónsson-
ar, hreppstjóra þar, Jónssonar.
Móðir Sigrúnar var Stefanía Stef-
ánsdóttir, b. á Hrappsstöðum, Stef-
ánssonar og Ingibjargar Eiriksdótt-
ur, b. í Pálsgerði, Sveinssonar. Móð-
ir Ingibjargar var Ólafía Loftsdóttir,
systir Hákarla-Jörundar, en meðal
afkomenda hans eru leikararnir
Gestur Pálsson, Bríet Héðinsdóttir
og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Sextugur
Árni Ingi Guöjónsson
vélvirki í Hafnarfiröi
Ámi Ingi Guðjónsson vélvirki,
Arnarhrauni 31, Hafnarfirði, er sex-
tugur í dag.
Starfsferill
Árni er fæddur í Hafnarfirði og
ólst þar upp. Hann gekk í Barna-
skóla Hafnarfjarðar og tók gagn-
fræðapróf frá Flensborgar-
skólanum. Árni stundaði nám við
Iðnskólann i Hafnarfirði, lauk vél-
virkjaprófi þaðan 1962 en verklegt
nám í vélvirkjun stundaði hann í
Vélsmiðju Hafnarfjaröar.
Ámi starfaði í Vélsmiðju Hafnar-
flarðar allt til 1972. Hann hóf þá
störf hjá ísal í Straumsvik og hefur
starfað þar síðan.
Árni lék handknattleik með
meistaraflokki Fimleikafélags Hafn-
arfjaröar, FH, í yfir fimmtán ár og
varð margfaldur íslands- og bikar-
meistari með liðinu. Hann tekur
enn virkan þátt í ýmsum störfum fé-
lagsins.
Fjölskylda
Ámi kvæntist 15.6. 1963 Lilju
Guðjónsdóttur, f. 19.10. 1944, sjúkra-
liða. Foreldrar Lilju: Guðjón Ingólfs-
son, fyrrv. fiskmatsmaður, og Aðal-
heiður Frímannsdóttir gæslukona
en þau fluttu frá Skagaströnd til
Hafnarfjarðar 1952.
Synir Árna og Lilju: Guðjón, f.
5.2. 1963, iðnrekstrarfræðingur,
maki Hafdís Stefánsdóttir banka-
starfsmaður, þau eiga tvö böm,
Árna Stefán og Hildi Rún; Magnús,
f. 24.2. 1964, bankastarfsmaöur,
maki Ragnheiður E. Ásmundsdóttir
kennari, þau eiga fjögur böm, Lilju
Björg, Arnar Helga, Ásdísi Ingu og
Magnús Fannar; Jónas, f. 1.8. 1969,
slökkviliðsmaöur og húsasmiður,
maki Berglind Adda Halldórsdóttir
snyrtifræðingur, þau eiga einn son,
Halldór Inga.
Systkini Áma: Guðjón Rúnar, f.
19.5. 1940, d. 1978, flugmaður en
hans kona var Sigriöur Alexanders-
Merkir Islendingar
Elínborg Lárusdóttir rithöfundur fæddist á
Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi í Skaga-
firði 12. nóvember 1891. Hún var dóttir
Lárusar Þorsteinssonar, bónda þar, og
k.h., Þóreyjar Bjarnadóttur, bónda á
Hofi, Hannessonar, prests og skálds á
Ríp, Bjarnasonar.
Elínborg stundaði nám við Kvenna-
skólann á Blönduósi, Hússtjórnarskól-
ann á Akureyri og Kennaraskólann.
Hún giftist Ingimar Jónssyni sem var
prestur að Mosfelli í Grímsnesi
1922-1928 og síðan skólastjóri Ung-
mennaskóla Reykjavíkur frá stofnun 1928
en sá skóli nefndist Gagnfræðaskóli
Reykjavíkur frá 1930 og Gagnfræðaskóli
Austurbæjar frá 1949.
Elínborg Lárusdóttir
Elínborg var afkastamikill rithöfundur og
býsna mikið lesin á fjórða, fimmta og sjötta
áratugnum. Hún samdi jöfnum höndum
skáldsögur, smásögur, ævisögur og
þætti. Meðal ritverka hennar eru Sög-
ur, 1935; Anna frá Heiðarkoti, 1936;
Gróður, 1937; Förumenn, 1939-1940;
Frá liðnum árum, 1941; Strandar-
kirkja, 1943; Úr dagbók miðilsins, 1944;
Hvíta höllin, 1944; Símon í Norðurhlíð,
1945; Miðillinn Hafsteinn Björnsson,
1946; Gömul blöð, 1947; Steingerður,
1947; Tvennir tímar, 1949; I faðmi sveit-
anna, 1950; Miðillinn Hafsteinn Bjöms-
son, II. 1952; Merkar konur, 1954; Forspár
og fyrirbæri, 1957; Leikur örlaganna, 1958,
og Horfnar kynslóðir. Elínborg lést 1973.
dóttir og eignuðust þau þrjú þöm;
Auður, f. 2.5. 1943, verslunarmaður
en maður hennar er Guðbjartur
Þormóðsson og eiga þau tvö böm.
Foreldrar Árna voru Guöjón
Ámason, f. 22.2. 1909, d. 1990, vél-
stjóri, og Magnúsína Katrín Guð-
jónsdóttir, f. 21.6. 1912, d. 1974. Þau
bjuggu í Hafnarfirði.
Ætt
Guðjón var sonur Árna Jónatans-
sonar og Ingibjargar Cýrusdóttur
frá Hellissandi. Magnúsína var dótt-
ir Guðjóns Magnússonar, skósmiðs
í Hafnarfirði, og Guðrúnar Einars-
dóttur.
Árni tekur á móti ættingjum og
vinum fóstudaginn 16. nóvember í
Félagsmiðstöð FH í Kaplakrika kl.
20.00-23.00.
Allt til alls
►I550 5000