Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Side 4
4 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Fréttir I>V Verðlaun í viðskiptum - íslenski draumurinn fær viðurkenningar Viðskiptaverölaun DV, Viðskipta- blaðsins og Stöðvar 2 voru veitt í sjötta sinn í vikunni. Þau fengu annars vegar bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir sem stofn- uðu lítið fyrirtæki fyrir 15 árum með 20 þúsund krónur í hlutafé. Óhætt er að slá því fóstu að bræð- urnir Lýður og Ágúst Guðmunds- synir séu í hópi yngstu forstjóra stórfyrirtækja á íslandi en þeir eru 37 og 34 ára gamlir. Ágúst er stjórn- arformaður og Lýður forstjóri i fyr- irtæki sem heitir Bakkavör Group hf. sem hefur hægt og hljótt vaxið á undanförnum 15 árum úr því að vera bílskúrsfyrirtæki, sem saltaði þorskhrogn, upp í að verða eitt af stærstu fyrirtækjum í íslensku við- skiptalífi. Byrjuðu með 20 þúsund kall Það var árið 1986 sem Lýður, Ágúst og Guðmundur Lýðsson, fað- ir þeirra, stofnuðu lítiö fyrirtæki sem fékk nafnið Bakka- vör, en þeir bræður tóku fljótlega algerlega við öll- um rekstri og skuldbind- ingum fyrirtækisins. Fyrstu misserin var Bakkavör ekki fjárhags- lega öflugt fyrirtæki, stofnað með lágmarks- hlutafé sem á þessum árum var 20 þúsund krón- ur. Bræðurnir leigðu sér lítið frystihús suður með sjó og þar stóðu þeir sjálf- ir og söltuðu hrogn og gerðu það sem gera þurfti. Það er langur vegur frá fyrsta 20 þúsund kallinum yfir til hins nýja fyrirtæk- is en ætlað eigið fé þess mun verða á bilinu 8-9 milljarðar króna. Þegar kaup Bakkavarar Group hf. á breska mat- vælafyrirtækinu Katsouris Fresh Foods Ltd. voru undirrituð fyrir þremur vikum áttu sér stað stærstu fyrirtækja- kaup í íslenskri viðskipta- sögu. Kaupverðið er 15,6 kannanir eru meðal þeirra viða- mestu sem íslenskt fyrirtæki hefur gengist undir og meðal annars voru stjórnendur Bakkavarar sendir í ít- arlega læknisskoðun sem hluta af rannsókninni. Þeir reyndust vera við hestaheilsu. í viðtali sem birtist í DV við þá bræður um framtíðina og áætlanir þeirra sögðust þeir alltaf hafa ætlað að verða stórir en vildu fátt segja um framtíðaráformin. „Við fórum fljótlega í stefnumót- andi áætlanagerð og 1992 gerðum við áætlun til ársins 2000 og tveim- ur árum seinna til ársins 2005. Það er óhætt að segja að við erum þar sem við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti." Með snjó í skegginu Verðlaunaveiting DV, Viðskipta- blaðsins og Stöðvar 2 er afltaf tví- skipt og veitt eru bæði viðskipta- verðlaun og hins vegar viðurkenn- Bræöurnir í Bakkavör Ágúst og Lýður Guðmundssynir ólust upp úti á Seltjarnarnesi. Þeir hófu sína starfsemi suður í Garði ungir að árum, þegar þeir fóru að salta og verka þorskhrogn fyrir er- lendan markað. Þeir voru líka að selja vöru sem þeir þekktu mjög vel. ( ý/i' //)/(/(>('/'(!/( (//// // / X V Verðlaunahafar ársins 2001 Þeir fengu viöskiptaverölaun DV, Viðskiptablaðsins og Stöövar 2 árið 2001. Lengst til vinstri erÁgúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group, en Bakkavör fékk viöskiptaverðlaunin. í miðjunni stendur Arngrímur Hermannsson, stjórnarformaöur íslenskra ævintýraferöa, sem fékk verðlaun sem frumkvöðull ársins. Við hlið hans stendur svo Lýður Guömundsson, forstjóri Bakkavarar. milljarðar íslenskra króna og þrír breskir bankar munu fjármagna kaupin, auk þess sem fyrri eigendur KFF munu fá hluta kaupverðsins greiddan í formi hlutabréfa i Bakka- vör. í framhaldinu munu nokkur stærstu fjármálafyrirtæki og bank- ar í islensku viöskiptalífi sameinast um hlutafjárútboð í Bakkavör sem verður trúlega tæpir þrír milljarð- ar. Eftir kaupin verða starfsmenn Bakkavarar um 1.900 talsins og áætluð velta fyrirtækisins árið 2002 er um 20 milljarðar króna. Fyrir- tækið er með starfsemi í níu lönd- um og á verksmiðjur í Bretlandi, Chile, Svíþjóð, Frakklandi og sölu- og dreiflngarfyrirtæki í Póllandi og Þýskalandi og höfuðbækistöðvarnar eru í Danmörku. Katsouris til sölu Kaupin á fyrirtækinu áttu sér þann aðdraganda að bræðurnir höfðu þekkt til þess í 10 ár, eftir að hafa reynt að selja Katsouris hrogn en mistekist. Þeir höfðu áður leitað eftir kaupum á fyrirtækinu, eftir að Bakkavör óx fiskur um hrygg, en þá vildu eigendur ekki selja. Síðan bar það til tíðinda að Bakkavör keypti fyrirtæki sem hét Wine and Dine en heitir núna Bakkavör Birmingham. Það vill þannig til að íjölskyldan sem átti Wine and Dine þekkir vel Katsouris-fjölskylduna. Katsouris-fjölskyldan fylgdist með kaupum Bakkavarar á Wine and Dine af miklum áhuga. í fram- haldinu var ákveðið að setjast niður með þeim og hefja viðræður um kaup. Kaup eins og þessi gerast ekki í einu vetfangi því samningaviðræð- ur og úttektir sem nauðsynlegar eru taldar hafa staðið í nærri heilt ár áður en skrifað er undir. Þessar nokkra útlendinga i ökuferð i brjál- uðu veðri um hávetur. Þeir skemmtu sér alveg konunglega og Arngrímur áttaði sig á því að vont veður væri góð söluvara og snjór væri gulls ígildi. Hann byrjaði skömmu síðar að leigja út einn jeppa og gerði út fyrirtæki úr vinnuherbergi á heimili sínu með einn jeppa í hlaðinu. Arngrímur Hermannsson er starfandi stjórnarformaður í fyrir- tæki sem heitir íslenskar ævintýra- ferðir. Það varð til fyrir réttu ári, um og gerðum, allt frá ofurjeppum á axlarháum blöðrudekkjum sem geta ekið í hvaða snjó sem er, vélsleðum og snjóbílum yflr í átta hjóla trukka með húsi þar sem 50 farþegar geta setið í makindum og upplifað akstur á jökli. Bækistöðvar Ævintýraferða eru á tveimur stöðum í Reykjavík, með 500 fermetra á hvorum stað og sam- tals um 30 starfsmenn. Þar fyrir utan á fyrirtækið fjallaskála og bækistöðvar á nokkrum stöðum á hálendinu og lét síðastliðið vor grafa stærsta snjóhús í heimi sem var 500 fermetrar og kostaði slétta milljón. Með viðamiklu neti undir- verktaka geta Ævintýraferðir flutt 300-600 farþega í einu í 25-50 ferð- um. Saman í Flugbjörgunar- sveitinni Það er skemmtileg tilviljun að verðlaunahafar ársins tengjast gegnum islenska náttúru og íslenskan vetur með sérstökum hætti. Ágúst Guðmundsson, annar bræðranna í Bakkavör, er mikill útivistarmaður og fæst enn við leiðsögn göngumanna á sumrin. Ágúst fékk sína þjálfun innan raða Flugbjörgun- arsveitarinnar og gekkst þar undir sérstaka ný- liðaþjálfun á sínum tíma, þar sem ekkert er undan skilið og engum er hlíft. Þjálfari hans og leiösögu- maður gegnum þessa þjálfun á sínum tíma var einmitt Arngrimur Her- mannsson, einn af reynd- ustu kennurum sveitar- innar. Arngrímur sagði í samtali við blaðamann DV að hann myndi vel eftir Ágústi þvi hann hefði verið harðduglegur en afar sjálfstæður og uppátækjasamur. Arngrímur hefur ekki aðeins verið frumkvöðull á því sviði að selja útlend- ferðir um ísland í vetrar- heldur var hann einnig þeim snjóakstri á /*■ X Páll Asgeir Ásgeirsson blaðamaður Arngrimur Hermannsson ævintýramaður Arngrímur byrjaði starfsemi sína í vinnuherberginu á heimili sínu með eitt faxtæki og einn jeppa fyrir utan. Arngrímur var að selja það sem hann þekkti, íslenska náttúru og hiö hvikula íslenska veðurfar. ing sem frumkvöðull ársins. Þau hlaut að þessu sinni maður með snjó í skegginu, Arngrímur Her- mannsson. Þetta er maður sem hefur verið handgenginn íslenskri náttúru gegn- um þjálfun og störf með Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavik árum sam- an en Flugbjörgunarsveitin er senni- lega harðsnúnasta lið útivistar- og björgunarmanna sem til er á íslandi og þótt viðar væri leitað. Árngrímur lærði á sínum tíma röntgentækni en fýsti alltaf að starfa við ferðaþjónustu og það urðu straumhvörf í ferli hans þegar hann var eitt sinn fenginn til að fara með Innlent fréttalj þegar fyrirtæki Arngríms, Addice eða Addis, sameinaðist þremur öðr- um fyrirtækjum sem sinna afþrey- ingu í ferðaþjónustu á vetrum á ís- landi. Þetta voru fyrirtækin Lang- jökull, Vélsleðaleigan Geysir og Bátafólkið. Arngrímur lumaði á heitinu íslenskar ævintýraferðir, eða Iceland Adventure, sem hann notaði til kynningar erlendis, og það varð heiti hins nýja fyrirtækis. Sameiningum fylgja alltaf ákveðnir byrjunarörðugleikar og í tilfelli Ævintýraferða birtust þeir í einhverjum versta vetri sem komið hefur á íslandi. Snjóleysi og rign- ingar settu svip sinn á veturinn og í stað þess að skjótast með farþegana upp að Hengli þurfti yflrleitt að aka þeim upp að Langjökli til að komast i almennilegan snjó. Samt skilaði fyrirtækið hagnaði fyrsta árið og tvöfaldaði veltuna milli ára. Fyrirtækið ræður yflr 25-30 farartækjum af ýmsum stærð- mgum klæðum brautryðjandi í jeppum með stórum dekkjum sem hefur gert þessar ferðir mögulegar og eru einstæðar í heiminum. Arn- grímur hefur ásamt félögum sínum í íslenskum ævintýraferðum tvö- faldað veltu fyrirtækisins á fyrsta ári eftir sameiningu og reiknar með að hún tvöfaldist á ný með kaupun- um á innanlandsdeild Samvinnu- ferða-Landsýnar sem urðu að veru- leika fyrir tveimur vikum. Arngrimur ræddi við DV í ítar- legu viðtali fyrir rúmri viku og þar kom fram að hann hugsar um ís- lenska ferðaþjónustu til framtiðar og telur að sú stefna stóriðju og upp- byggingar virkjana sem nú er uppi sé tímaskekkja til lengri tíma litið. Fortíðin Verðlaunin voru nú veitt í sjötta sinn. í fyrsta sinn fengu þau hjónin Arngrímur og Þóra, sem reka Arn- arflug, og Kári Stefánsson, stofn- andi íslenskrar erfðagreiningar, fékk frumkvöðlaverðlaunin. 1997 var það Finnbogi Jónsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sem fékk verðlaunin en frumkvöð- ull ársins var Skúli Þorvaldsson á Hótel Holti fyrir erlendar fjárfest- ingar. 1998 fékk Sigurður Gísli Pálma- son, kenndur við Hagkaup og Hof, verðlaunin en ríkisstjórn íslands fékk frumkvöðlaverðlaunin. 1999 fékk Gunnar Örn Kristjáns- son, forstjóri SÍF, viðskiptaverð- launin en Össur Kristinsson, stofn- andi Össurar hf., frumkvöðlaverð- launin. Árið 2000 fékk Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., frumkvöðla- verðlaunin en Jákup Jacobsen, stofnandi Rúmfatalagersins, fékk frumkvöðlaverðlaunin. 501» REYKJAVIK Sólariag í kvóld 15.30 Sólarupprás á morgun 11.17 Síödeglsflóó 18.50 Árdegisflóð á morgun 07.12 gjfíliJAfi/JJ Bjartviðri norðaustan til Sunnan og suövestan 5 tll 13 og súld eða dálítil rigning sunnan og vestan til á morgun en bjartviðri norðaustan til. Afram hlýtt í veðri. -'C3 % \ Léttskýjað austan til Sunnan og suðvestan 5 til 10 m/s og dálítil súld en hæg breytileg átt og léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti 2 til 8 stig, en í kringum frostmark austanlands. ggjp/rgl". Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Hiti 0° Hiti 0° o o Hiti 0° til 0° tii O” til 0“ Vindur; 5-10‘V6 Vindur: 5-10 Vindur: 5-10 m/« t * S og SV 5 til 10 m/s og dáfitil súld en hæg breytlleg átt og léttsk. á austanv. landinu. Noröaustanátt og víöa slydda eða snjókoma. Kólnandi veftur. Norftlæg átt. Él noröarv og austanlands og fremur kalt. ■ðssm.'v m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 EMGfe J AKUREYRI léttskýjaö 9 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK úrkoma 10 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 7 KIRKJUBÆJARKL. þoka 6 KEFLAVÍK þokumóöa 10 RAUFARHÖFN heiöskírt 6 REYKJAVÍK þokumóöa 9 STÓRHÖFÐI þokumóöa 7 BERGEN HELSINKI léttskýjaö -1 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 2 ÓSLÓ þokumóða -1 STOKKHÓLMUR 3 ÞÓRSHÖFN skýjað 8 ÞRÁNDHEIMUR alskýjað 2 ALGARVE þokumóöa 16 AMSTERDAM léttskýjaö -2 BARCELONA rigning 2 BERLÍN skýjaö -5 CHICAGO snjókoma -1 DUBLIN hálfskýjað 7 HALIFAX léttskýjaö 7 FRANKFURT heiöskírt -4 HAMBORG skýjaö - -4 JAN MAYEN léttskýjaö 9 LONDON mistur 4 LÚXEMBORG heiðskírt -4 MALLORCA skýjað 12 M0NTREAL heiöskírt 4 NARSSARSSUAQ alskýjaö -4 NEW YORK alskýjaö 12 ORLANDO þokumóöa 21 PARÍS heiöskírt -1 VÍN heiðskírt -9 WASHINGTON rigning 13 WINNIPEG alskýjaö -4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.