Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Page 8
8 Utlönd LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Baleno Wagon 4x4 Skr. 5/98, ek. 51 þús. Verð kr. 1050 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4 Skr. 7/98, ek. 85 þús. Verð kr. 960 þús. Suzuki Jimny JLX 4x4 Skr. 6/00, ek. 28 þús. Verð kr. 1290 þús. Suzuki Jimny JLX 4x4 Skr. 5/99, ek. 47 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Vítara JLX, ssk. Skr. 9/95, ek. 105 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Vitara JLX, bsk. Skr. 5/97, ek. 115 þús. Verð kr. 990 þús. Daihatsu Terios SX 4x4 Skr. 10/98, ek. 35 þús. Verð kr. 990 þús. Daihatsu Terios SX 4x4 Skr. 5/99, ek. 53 þús. Verð kr. 990 þús. Subaru Impreza 2,0 4x4 Skr. 11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1580 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓//✓—...... SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Peres gagnrýnir forsætisráðherra sinn í blaðaviðtali: Hryllir við sumum hern- aðaraðgerðum Sharons Shimon Peres, utanríkisráðherra tsraels, gegnrýnir Ariel Sharon, for- sætisráðherra landsins fyrir þá ákvörðun ríkistjórnarinnar að hætta öllum samskiptum við Yasser Arafat og palestínsk yfirvöld. Þetta kemur fram í viðtali við Peres í ísraelska dagblaðinu Yedioth Ahronoth þar sem hann segir að þrátt fyrir að klippt hafi verið á samskiptin telji hann Arafat ekki dauðan úr öllum æðum. „Aftur á móti tel ég að þetta muni styrkja stöðu Arafats meðal palestínsku þjöð- arinnar og einnig meðal nágranna- þjóðanna. Ég tel einnig aö þetta muni auka samúö Evrópuþjóða með Palest- ínumönnum," sagði Peres og bætti við að hann hryllti við sumum hernaðar- aðgerum Sharons að undanfömu, án þess þó að nefna þar neitt sérstakt. „Ég er ýmsu vanur og sit því bara og bíð átekta. Ef Sharon tekst að binda enda á sjálfsmorösárásirnar með háttalagi sínu, þá verð ég fyrstur til að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér,“ segir Peres, sem viður- Yasser Arafat Shimon Peres segir aö aögeröir Shar- ons muni styrkja stööu Arafats. kennir þó að Arafat hafi mistekist hrapallega við að binda enda á sjálfs- morðsárásirnar. „Hann er nú að gjalda mistakanna og hefur fengið skömm í hattinn frá Bandaríkjamönn- um. En hvað gerist ef við fælum hann í burtu? Þá fyrst fáum við að sjá vandamál," segir Peres. ísraesk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni halda áfram að elta uppi palestínska hryðjuverkamenn og segj- ast þegar hafa haft hendur í hári fjölda þeirra, þar af átján í fyrrinótt. í gær héldu ísraelsmenn áfram hemaðaraðgerðum á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu og h'afa þær ekki verið harðari í langan tíma. Óstað- festar fréttir herma að að minnsta kosti átta Palestínumenn hafi látið lif- ið og fjöldi annarra slasast. Fimm hinna látnu vom lögreglumenn frá bænum Salfit í nágrenni Nablus og sá sjötti eftirlýstur hryðjuverkamaður af dauðalista ísraelsmanna. í bænum Assiya vom þrettán Palestínumenn umkringdir og skutu ísraelsmenn tvo þeirra þegar þeir reyndu að flýja. í bænum Dura voru tólf menn hand- teknir, þar á meðal faðir og sjö synir. Á sama tíma héldu skriðdrekasveitir inn í flóttamannabúðir á Gaza-svæð- inu, þar sem tíu heimili og ein verk- smiðja vom lögð í rúst. Hörðustu aðgerðir ísraela í langan tíma Aögeröir ísraelska hersins gegn palestínskum borgurum í gær eru þær höröustu í langan tíma. Á myndinni hér aö of- an sjáum viö ísraelskan hermann handtaka palestínskan íbúa borgarinnar Hebron á Vesturbakkanum. Bin Laden-myndbandið fær misjöfn viðbrögð Viðbrögð við myndbandsupptök- unni sem sýnir Osama bin Laden og nána samstarfsmenn hans skemmta sér yfir afleiðingum hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum þann 11. september sl. hafa verið æði misjöfn, en þó á einn veg hjá forystumönnum helstu samstarfsþjóða Bandarikjanna, sem allir telja upptökuna sanna að bin Laden beri ábyrgð á árásunum og dauða þeirra rúmlega 3000 manna sem fórast. Viðbrögð í arabaheiminum eru þó misjöfn og fullyrða margir meðal al- mennings að um hreina fólsun sé að ræða og aðeins um leiksýningu að ræða sem Bandaríkjamenn hafi sett á sviö til að bæta ímynd sína og rétt- læta árásir á saklaust fólk. Sumir halda því fram að viðbrögð bin Ladens hljóti að hafa verið mistúlkuð, enda um mjög léleg hljóð- og mynd- gæði að ræða. Sérfræðingar í arabisku, sem bandarísk stjórnvöld fengu til að hlusta á upptökuna, hafa staðfest að þýðing textans sé rétt og höföu ekkert Osama bin Laden Margir í arabaheiminum telja mynd- bandiö falsaö. við hana að athuga. Samt era margir vantrúaðir á að þarna sé raunvera- lega um bin Laden að ræða og þar á meðal er fyrrum utanrikisráðherra talibanastjórnarinnar í Afganistan, sem segist efast um að bin Laden sé svo vitlaus að láta svona nokkuð út úr sér á myndbandsupptöku. Stjómvöld í Pakistan segja upptök- una sanna að þau hafi tekið rétta ákvörðun um að styðja baráttu banda- riskra stjómvalda í baráttunni gegn hryðjuverkum og hernaðaraðgerðir þeirra í Afganistan. Labib Kamhawi, þekktur jórdansk- ur stjómmálaskýrandi, sagði að þó upptakan væri ófölsuð þá sannaði hún ekki að bin Laden bæri ábyrgð á hryðjuverkunumn þó hann hafi lofað þær. Éinn helsti leiðtogi araba búsettra í Bretlandi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist viss um að upptök- urnar væru ófalsaðar, en taldi þó að þær myndu frekar auka stuðninginn við bin Laden meðal araba sem er í nöp við Bandaríkin. „Ummæli hans sýna að hann hefur styrk og þor og það vigtar mikið hjá þessu fólki,“ sagði talsmaðurinn og bætti við að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs væri mun ofar í hugum araba þessa dagana. Hizbollah í startholunum? Jerúsalemdagur líbanskra Hiz- bollah-skæruliða var haldinn hátíð- legur í Beirút í Líbanon í gær og í til- efni dagsins var efnt til skrúðgöngu fyrir börnin. Sheikh Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-hreyfing- arinnar í Líbanon, notaði tækifærið til að hvetja palestínska sjálfs- morðsliða til dáða um leið og hann boðaði frekari þátttöku samtaka sinna í baráttunni gegn ísraelsmönnum. Kúariða í Austurríki Heilbrigðisyfirvöld í Austurríki til- kynntu í gær að kúariðutilfelli hefði í fyrsta skipti greinst í landinu. Það sama gerðist í Finnlandi í síðustu viku og er Svíþjóð því eina landið inn- an Evrópusambandsins, þar sem sjúk- dómurinn hefur ekki greinst. Hamas heitir hefndum Hinn herskái arm- ur palestínsku Ham- as-samtakanna hefur hótað Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra- els, að drápanna á mönnunum sex í gær- morgun verði hefnt grimmilega. „í hvert skipti sem Sharon drepur munum við grípa til aðgerða í Jerúsalem eða öðr- um borgurn," sagði Khaled Meshaal, pólitískur leiðtogi Hamas-samtakanna sem ekki viðurkenna tilvist ísraels- ríkis. Þetta kom fram í ræðu sem Mes- hall hélt á mótmælafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Ný friðargæslusveit ESB Fundur leiðtoga Evrópusambands- ríkjanna samþykkti samhljóða í gær sameiginlega þátttöku ríkjanna við hugsanleg friðargæslustörf í Afganist- an á vegum SÞ og er þetta í fyrsta skipti sem ESB-ríkin munu fylkja sameiginlegu herliði. njósnarar Bandarískur dóm- stóll í Flórída hefur dæmt tvo meðlimi kúbversks njósna- hrings til lífstíðar- fangelsins með dags millibili og bíða þrír aðrir félagar þeirra dóms næstu daga. Sá sem fyrst var dæmdur var forsprakki hópsins, en sá sem dæmdur var í gær var gómaður þegar hann reyndi að smjúga inn á bandaríska herstöð í sumar. Kastró Kúbuforseti hefur gagnrýnt dóminn og segir að menn- irnir hafi ekki á neinn hátt ógnað ör- yggi Bandaríkjanna. „Þeir eru hetj- ur,“ sagði Kastró, en mönnunum mun hafa verið ætlað að njósna um hóp kúbverskra útlaga sem skipulögðu árás á Kúbu að sögn þarlendra yfir- valda. Kúbverskir 50 fórust í Jórdaníu Meira en 50 egypskir múslímar fór- ust þegar fólksflutningabifreið sem ilutti þá frá helgu borginni Mekka í Sádi-Arabíu fór í gær út af þjóðvegin- um nálægt hafnarbænum Aqaba í Jórdaníu. Bílstjórinn mun hafa misst stjórn á bifreiðinni og kviknaði í henni eftir veltuna. Þrengt að al-Qaeda liöum Afganskir hermenn sem beijast í fremstu víglínu í sókninni gegn al-Qa- eda-liðunum í Tora Bora-íjöllum sögð- ust í gær hafa það á tilfmningunni að andstæðingar þeirra væru að gæta dýrmæts fengs. „Þeir haga sér ein- kennilega og halda mætti að þeir væra að gæta bin Ladens," sagði einn her- mannanna. Sóknin gekk vel i gær og náðu afganskar hersveitir nokkr-um hellum á sitt vald, þar sem augljóst var að bin Laden hafði nýlega dvalið. Bandarískar sérsveitir tóku þátt í sókninni og særðust tveirúr þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.