Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Page 12
12 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Verður Saddam næstur í röðinni? Saddam Hussein er sannur foringi lands síns Saddam Hussein nýtur gífurlegs stuönings heima fyrir og viröist hann eflast meö hverri rauninni eins og innrásin í Kúveit sannaöi. Mikið er rætt um það þessa dag- ana hvert verði næsta skref Banda- ríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum i heiminum eftir að ætlunarverkinu í Afganistan lýkur en samkvæmt áður fram komnum yfirlýsingum ýmissa forystumanna í Bandaríkjunum mun þeirri bar- áttu hvergi nærri lokið þrátt fyrir fall talibanahreyfingarinnar í Af- ganistan og upprætingu al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna þar í landi. Talið er að samtökin teygi anga sína víðar og hafa lönd eins og írak, Sómalía, Súdan og Jemen helst ver- ið nefnd sem næsta skref en þrjú þau siðastnefndu eiga það sameigin- legt að þar hafa bandarískir borgar- ar látið lifið fyrir hendi hryðju- verkamanna, sem fram að því höfðu fengið að starfa óáreittir i lönd- unum og jafnvel í skjóli yfirvalda. Erlingur Kristensson Æk: -dyc.' blaöamaöur ./jfi Það sem bandarísk stjórnvöld virðast helst beina sjónum sínum að er einmitt starfsemi hryðjuverka- hópa innan landanna og tengsl þeirra við Osama bin Laden og al- Qaeda-samtök hans en í Sómalíu, Súdan og Jemen, telja menn sig hafa haldbærar sannanir fyrir bein- um tengslum við al-Qaeda og jafnvel visbendingar um þjálfunarbúðir og bækistöðvar innan landanna. Öðru máli gegnir um írak en þar er það Saddam Hussein, einvaldur forseti landsins, sem menn vilja koma höndum yfir. Saddam Hussein til alls vís Hussein hefur rækilega sannað að hann er til alls vís og er innrás herja hans í Kúveit nærtækasta dæmið um útþenslustefnu hans. Þar bauð hann bandaríska heimsveld- inu heldur betur birginn og ögraði heimsfriðnum með brjálæðislegri hugsjónabaráttu sinni gegn vest- rænni menningu fyrir hönd íslams. Hvað svo sem stóð að baki þessari glórulausu innrás hans þá virtist hún aðeins styrkja stöðu hans inn- anlands og segja má að þrátt fyrir sigur í atinu hafi Bandaríkjamenn komiö frá því með öngulinn i rass- inum. Vandamálin hlóðust upp og með sífelldum skírskotunum til of- sókna vestrænna ríkja gegn íslam tókst Hussein að endurreisa veldi sitt í írak og er nú aftur orðinn helsta ógn vesturveldanna og virð- ist fara sínu fram. Meint tengsl leyniþjónustu lands- ins við al-Qaeda-samtök Osama bin Ladens virðast þó liggja á borðinu en með ótrúlegum klækjum hefur Hussein tekist að halda sér að mestu fyrir utan hasarinn og glottir eílaust út í annað. Hann sendi meira að segja frá sér yfirlýsingu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum um að hann styddi baráttu alþjóðasamfélagsins gegn hryðjuverkum, eins og reyndar bar- áttubróðir hans, Gaddafi frá Líbíu, gerði einnig. Óhreint mjöl í pokahorninu Tengslin við hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens eru þó ekki eina ógnunin sem vesturveldin standa frammi fyrir varðandi Irak því írakar eru einnig grunaðir um að eiga í sínum fórum mikið magn sýklavopna, auk þess sem grunur leikur á að þeir hafi eitthvað verið að fikta við kjarnorkuvopn. Hvor- ugt hefur þó verið sannað en talið meira en líklegt að þeir hafi óhreint mjöl í pokahorninu, þar sem þeir hafa ítrekaö neitað eftir- litsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka málið og í staðinn fengið á sig þrálátt viðskiptabann sem farið hefur heldur illa með þjóðina. Eitthvað í aðsigi Nýlegir fundir bandarískra stjórn- valda með kúrdískum embættis- mönnum þykja renna stoðum undir það að eitthvað sé í aðsigi en Kúrd- ar og írakar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Fundurinn fór fram í Kúrdahéruðum íraks í norðurhluta landsins sem samkvæmt ákvöröun Sameinuðu þjóðanna er griðland Kúrdaþjóðarinnar utan yfirráða- svæðis stjómvalda í Bagdad. Þetta er í fyrsta skipti siðan í febrúar sem fulltrúar Bandaríkjanna sækja Kúrda heim og er tímasetningin grunsamleg þar sem Bandaríkja- menn hafa nýlega flutt höfuðstöðvar herafla síns í Miðausturlöndum og Suður-Asíu til Kúveit. Að sögn talsmanns bandaríska ut- anríkisráðuneytisins var tilgangur fundarins að treysta vináttuböndin við Kúrda og efla stuðninginn við stjórnarandstöðuhópa sem barist hafa gegn stjómvöldum í Bagdad en á loforðalistanum mun vera her- þjálfun auk þess sem heitið hefur verið aukinni fjárhagsaðstoð vegna áastandsins meðal þjóðarinnar. Óhugsandi nema með aðstoö Skilaboð bandarísku sendinefnd- arinnar til Bush forseta voru þau að aðgerðir til að steypa Saddam Hussein af stóli væru óhugsandi nema með aðstoö vinveittra hópa innan íraks en þar ér einnig horft til Shíta-múslíma í suðurhluta landsins sem hugsanlegra banda- manna en þeir eru minnihiutahóp- ur og hafa eins og Kúrdar orðið fyr- ir ofsóknum stjórnvalda. Það er þó ekkert miðað við slátranirnar í hér- uðum Kúrda en talið er að um fimm þúsund manns hafi fallið í sinneps- gasárás í lok stríðsins gegn Iran ár- ið 1988. Það var hefnd íraka fyrir að- stoð Kúrda við írana í stríðinu. Síð- an hafa írakar stöðugt kúgaö Kúrda, sem telja um fjórar milljónir Hussein í baráttuhug Þaö er yfírleitt stutt í byssuna þegar Hussein er annars vegar. og eftir Persailóastríð náðu ofsókn- irnar hámarki eftir að Sammdan hóf aftur hefndaraðgerðir vegna stuðnings þeirra við Bandaríkin. Það er kaldhæðnislegt að Saddam hefur notað þyrlur, sem Bandarikja- stjórn leyfði honum að halda eftir Persaflóastríðið, til árása á kúrd- íska borgara og er talið að um 100 þúsund þeirra hafi fallið til þessa, auk þess sem rúmlega ein milljón þeirra hefur flúið land til Irans og Tyrklands. Það má því búast við að eins og í Afganistan geti Banda- ríkjamenn nýtt sér kúgunina í Irak sér til framdráttar gegn hryðjuverka- öflunum en óvíst um árangurinn, þar sem Saddam virðist njóta gífur- legra vinsælda meðal þjóðar sinnar. Hörö viðbrögð Viðbrögð við hugsanlegri innrás Bandaríkjamanna í Irak hefur að vonum hlotið misjafnar undirtektir og hefur Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, til dæmis þeg- ar varað harðlega við henni. „Inn- rás í landið gæti haft hræðilegar af- leiðingar og ég vona að aldrei komi til þess,“ sagði Annan. Viðbrögð í arabaheiminum eru einnig hörð og er það samdóma álit flestra að innrás myndi einungis gera slæmt ástand verra og innrás myndi ganga að baráttunni gegn hryðjuverkum dauðri. Stjórnleysi í Sómalíu Hinar þjóðirnar ,þjár, Sómalía, Súdan og Jemen, liafa ekki beint verið á vinsældalistanum hjá Bandaríkjamönnum enda mjög óvinveittar stjórnir ríkjandi í lönd- unum. Ástandið virðist þó hafa breyst hvað varðar Súdan og Jemen en ráðamenn beggja þjóðanna hafa lýst yfir stuðningi við Bandaríkja- menn i baráttunni gegn hryðjuverk- um. Sómalía má aftur á móti heita stjórnlaus en þar er ríkjandi bráða- birgðastjórn, studd af Eþíópumönn- um. Stjórnin er grunuð um að hafa stutt al-Qaeda-samtökin og talið að þau hafi rekið þjálfunarbúðir í land- inu. Ekki bætir úr skák að átján bandarískir friðargæsluliðar voru drepnir í landinu árið 1993 og því hafa Bandaríkjamenn örugglega ekki gleymt. Þar að auki hefur hóp- ur sómalskra múslíma barist með al-Qaeda-samtökunum í Afganistan, en þeir munu nú flúnir úr landi og er haft eftir stjórnarandstæðingnum og skæruliðaforingjanum Hussein Aideed að þeir reyni nú að smygla sér aftur inn i Sómalíu. Mennirnir munu félagar i íslömsku heittrúar- samtökunum al-Itihad sem eru á lista Bandaríkjamanna yfir hættuleg hryðjuverkasamtök en þau eru grunuð um að vera á mála hjá Osama bin Laden. Bin Laden hefur nýtt sér glund- roðann í landinu en stöðugar óeirð- ir hafa geisað þar síðustu tíu árin, eða frá þvi Siad Barre forseti var hrakinn frá völdum eftir uppreisn skæruliðasveita árið 1991. Siðan hafa hinir ýmsu hópar, sem studdir eru af nágrannaþjóðunum, Eþíópum og Kenímönnum, til skiptis, barist um völdin með tilheyrandi hörm- ungum fyrir íbúana. Aukinn ótti í Sómalíu Eftir fall talibanastjórnarinnar í Afganistan er því aukinn ótti í Sómalíu um að landið verði næst í röðinni í baráttunni gegn hryðju- verkum, ekki síst eftir að bandaríski herinn sendi herskip á hafsvæðið úti fyrir ströndum landsins. Hassan Abshir Farah, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins, sem nýtur stuðnings Eþíópumanna, sá sig því tilneyddan til að fara fram á fund með bandariskum embættis- mönnum. Fundurinn fór fram i ná- grenni höfuðborgarinnar Moga- dishu fyrr í vikunni og reyndi Farah þar eftir megni að sannfæra banda- rísku sendinefndina um sakleysi Sómala. Að sögn Pauls Wolfowitz, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkjanna, er Sómalía ofarlega á lista Banda- rikjanna í baráttunni gegn hryðju- verkum. „Landið er svo að segja stjórnlaust og nægar sannanir fyrir tengslum stjómvalda við al-Qaeda- samtökin," sagði Wolfowitz. Að sögn Farah, sem heldur því fram að engir erlendir hryðjuverka- menn leynist í landinu, hefur hann sent Bush Bandaríkjaforseta bréf og boðið honum að senda fulltrúa sína til landsins til að kanna ástandið. Foringjar skæruliðahópa, sem barist hafa gegn stjórnvöldum, hafa aftur á móti bent Bandaríkjamönnum á æf- ingabúðir al-Itihad-hreyfingarinnar við landamæri Keníu og hvetja þá til að hefja aðgerðir sem fyrst. I Súdan og Jemen virðast ráða- menn anda mun léttar og þrátt fyrir að al-Qaeda-samtökin hafi komist upp með að gera árás á bandarískt herskip í höfninni í Adan, höfuð- borg Jemen, þar sem sautján bandarískir sjóliðar létu lífið, segjast þarlend yfirvöld ekki hræð- ast bandariska innrás. Skálmöld sem aldrei fyrr Skálmöldin fyr- ir botni Miðjarð- arhafs virðist eng- an endi ætla að taka. Manndrápin héldu áfram á báða bóga en sýnu verst var þó árás palestínskra skæruliða á lang- ferðabifreið í ísrael á miðvikudag, þegar að minnsta kosti tíu manns voru drepnir og tugir manna særð- ust. I kjölfarið ákvað ríkisstjórn Ariels Sharons í ísrael að slíta öll tengsl við Yasser Arafat, forseta Palestínumanna og heimastjórn hans. Israelski herinn hélt einnig áfram árásum sínum á byggðir Palestinumanna alla vikuna og féll fjöldi óbreyttra borgara. Sjálfsmorðsárás á þingið Tólf manns féllu í valinn þegar fimm vopnaöir menn gerðu sjálfs- morðsárás á indverska þingið á fimmtudagsmorgun. Allir árásar- mennirnir voru drepnir og að auki sjö öryggisverðir sem snerust til varnar. Forsætisráðherra landsins og fjöldi háttsettra manna voru i þinghúsinu þegar árásin var gerð en þá sakaði ekki. Mikill viðbúnað- ur er nú við allar helstu opinberar byggingar á Indlandi. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en grunur leikur á að þetta hafi verið menn úr aðskilnaðarhreyfingu Kasmírs sem hefur aðsetur i ná- grannaríkinu Pakistan. Bin Laden umkringdur Háttsettur bandarískur her- foringi greindi fréttamönnum frá því á fimmtu- dag að hryðju- verkamaðurinn Osama bin Laden og menn hans væru um- kringdir á hella- svæði í austurhluta Afganistans og að þeir ættu sér engrar undankomu auðið. Myndbandsupptaka af bin Laden, sem fannst í Afganistan fyr- ir skömmu, þykir ótvíræð sönnun þess að hann hafi staðið fyrir hryðjuverkaárásunum á Bandarík- in 11. september. Kínverjar í WTO Kinverjar gengu i Heimsvið- skiptastofnunina (WTO) á þriðjudag og er búist við að þaö eigi eftir að hafa miklar breytingar i för með sér. Það dró þó eitthvað úr bjartsýni manna að margir efast um að kín- versk stjórnvöld geti uppfyllt allar skuldbindingar sínar við WTO. Embættismenn óttast einnig áhrif sársaukafullra umbóta sem þarf að gera á efnahagslífinu. Annan tók við friðarnóbel Kofl Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, veitti friðar- verðlaunum Nóbels viðtöku þegar þau voru af- hent í hundraðasta sinn í Ósló á mánudag. Hann deildi verðlaunun- um með samtökunum sem hann stýrir. Við þetta tækifæri hvatti Annan þjóöir heims til að leggja aukna áherslu á mannréttindi. Hann sagði að á nýrri öld ættu SÞ að hafa það að leiðarljósi að það að bjarga einu mannslifi jafngilti því að bjarga mannkyninu sjálfu. Bush fellur frá ABM George W. Bush Bandaríkjafor- seti gerði í vikunni alvöru úr því sem hann hafði lengiö hótað að gera, það er að segja upp ABM-gagn- ílaugasamningnum við Rússa sem gerður var árið 1972. Bush lét and- stöðu Rússa og margra annarra sem vind um eyru þjóða. Bandaríkjafor- seti sagði samninginn barn síns tíma og að hann hamlaði því að Bandaríkjamenn gætu þróað eld- flaugavarnarkerfi til að verjast árásum þrjótaríkja sem hann kallar svo, landa á borð við írak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.