Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Helgarblað DV MMatthías Johannessen hefur um langt árabil verið eitt dáðasta skáld íslands. Nú fyrir jólin kom út Ljóða- úrval hans en Silja Aðalsteinsdóttir valdi ljóðin og ritar formála. Það þykja ekki minni tíðindi að út er komin ný skáldsaga Matthíasar, Hann nærist á góðum minningum. „Sagan var lengi í smíðum. Ég byrjaði á henni í Bibione á ítaliu og skrifaði grunninn fyrir allmörgum árum. Ég hef nostrað við hana nokkuð lengi. Þegar maður er ung- ur þá hefur maður mest gaman af að gefa út bækur en þegar maður fer að eldast vill maður eiga hand- ritin, geyma þau og liggja í þeim eins og ormur í laufi. Ég hef mesta nautn af því að vafstra í hverju orði. Það má líka vara sig á því að laufin drepist ekki. Þegar fiðrildið flýgur úr púpunnni þá hættir maður að hugsa um það og hefur mesta löng- un til þess að það geti orðið gleði- auki í umhverfinu. Ég hef aldrei skrifað vegna út- gáfuþrýstings eins og sumir rithöf- undar eru neyddir til, það myndi misbjóða mér. Ástæðan er einfald- lega sú að þegar ég skrifa prósa þá stendur skáldið í brúnni en ekki blaðamaðurinn - hann er annars staðar.“ Minnið kemur ekki í stórmörkuðum „Ég hef haft vissa nautn af því að ljúka þessari bók. Það er alltaf ver- ið að spyrja hvort Hann nærist á góðum minningum sé ævisaga eða ekki. Auðvitað er þetta ekki ævi- saga. Ég hef unnið lungann úr æv- inni við blaðamennsku og hvernig geta það verið æviminningar þegar ekki er minnst einu orði á slík störf. Eins og Kiljan sagði við mig: „vond- ir gagnrýnendur eru alltaf að lesa aðra bók en þeir eru með í höndun- um og ef þeir fá ekki þá bók sem þeir vilja lesa þá verða þeir reiöir og kenna höfundinum um, í staðinn fyrir að læra að lesa bækur.“ Ég tala nú ekki um skáldskap. Það eru ágætir vel menntaðir gagnrýnendur á ferðinni nú um stundir, með ræktaða tilfinningu fyrir skáldskap og tilfinningalega burði til að nota sína menntun. Ég hef séð þetta í dagblöðunum og á Stöð 2 og það hefur glatt mig. Ég læt gervismiðina liggja á milli hluta, það eru fúskarar í öllum stéttum og ótrúlegt hvað þeir geta villt á sér heimildir, en sleppum þvi. Annars fylgist ég heldur illa meö þessum hasar sem heitir jólabóka- ílóð, það er einhver versta skruna sem ég þekki og satt best aö segja frnnst mér einatt vanta í þetta fár menningarlegan metnað. Nú, hitt er guðblessunarlegt að menntaðir bók- menntafræðingar eru að taka viö í þessu svokallaða markaösþjóðfélagi, það verður vonandi til heilla. Það er eitt af ævintýrum þessara síðustu og verstu tíma. Það þarf að lóðsa fólk til góðra hluta. Steinn sagði i samtölum okkar að viö vær- um á leiö í kaupstaö en við værum búin að gleyma hvað við ætluðum að kaupa - og minniö kemur ekki í stórmörkuðunum. “ Stíllinn er mikil áskorun „Ég vona að þeir hafi rétt fyrir sér sem segja að stíllinn á skáldsög- unni Hann nærist á góðum minn- ingum sé ljóðrænn prósi. Freisting- in, því það er náttúrlega freisting í öllum skáldskap eins og lífinu sjálfu, er hnýsni í duldar og hálf- duldar tilfinningar og sálarlíf per- sónanna. Eigum við að segja áð þessi saga sé eins og aðrar sögur sem ég hef skrifað, eins og til að mynda Sól á heimsenda. Þetta er eins konar heimsókn inn í vitundar- líf persónanna og sem gestur vona ég að höfundurinn sé velkomimi inn í þá veröld sem hann er að reyna að lýsa. Þá vona ég aö ljóð- skáldið sé alltaf á næstu grösum þegar ég skrifa óbundið mál, metn- aður minn stendur til þess. Ég lærði það í blaðamennsku að stíllinn er mikil áskorun og blaðamaðurinn á ekkert erindi við skáldskap, hann sinnir öðrum þáttum ritlistar. Það má eiginlega segja að Hann nærist á DV-MYND E.ÓL. Skáldiö „Hvaö er skáld? Þaö er maöur sem upplifir umhverfi sitt meö nýjum og óvæntum hætti. Klisjumennin lifa og hrærast i afþreyingu," segir Matthías Jo- hannessen. Skáldið stendur í brúnni - Matthías Johannessen ræðir um skáldskapinn og Hrunadans jólamarkaðarins góðum minningum sé, eins og segir í nýrri merkri ævisögu Proust eftir Edmund White, eins konar „nonfict- ion novel", ætli það merki ekki skáldsaga sem á rætur í umhverf- inu, þar sem höfundur notar skálda- leyfi til að fjalla um reynslu sína og annarra. Þetta er eins konar stefnu- mót ritgerðar og skáldsögu án þess það sé um að ræða essayskáldsögu, eins og það hét þegar ég átti samtöl- in við Kiljan. Svo kemur fólk í heimsókn og ætlast til þess að fá góöar móttökur í' sögunni en þá mega menn ekki koma með hugarfar þeirra sem hafa það eitt takmark að ógna öryggis- kerfi hússins heldur löngun til að njóta þess sem boðið er upp á. Og allra síst eiga þeir að koma eins og alvitringar sem þurfa alltaf að vera að segja höfundum hvernig þessi húsakynni eiga að vera. Ég tók eftir því þegar ég var ungur ritstjóri að við fengum sumarmenn sem stund- um þóttust vita allt um blaöa- mennsku og ætluðu að gera okkur, sem höfðum þetta ævistarf, að ein- hvers konar lærisveinum sínum í því að vita ekkert um hvað blaða- mennska snerist. Þeir voru aldrei nema sumarið á enda, þeir hurfu til annarra starfa og gömlu jálkarnir drógu vagninn áfram. Það kostar mikla reynslu aö búa til blað og enn þá meira átak að skrifa skáldverk, hvort sem það er ljóð, saga eða leikrit. Ég held að hugarfarið skipti gríðarlega miklu máli og þá ekki síður hugarfar les- enda; eru þeir reiöubúnir að taka áskorun eða ætla þeir bara að fleyta kerlingar? Sumir þessara gesta eru áhugalausir, aðrir skilja ekkert í heimilishaldinu, sumir þykjast allt vita - og byrja að færa til málverk- in í stofunni. í þessu tilfelli er til fólk sem hef- ur það að atvinnu að fjalla um skáldskap en fer í baklás um leið og það horfist í augu við skáldlega til- finningu." Ranghverfan á sannleikanum „Það má má segja að persónurnar í þessari sögu séu fólk sem stendur hjarta mínu nærri og ég tel mig þekkja vel. Þær eru sprottnar úr draumum og veruleika, en þar og einmitt þar verður skáldskapurinn til (eins og ég hef ávallt minnt á í ljóðum mínum og sögum), úr draumum, úr stefnumóti drauma og veruleika, einmitt! Eins og líflð sem kviknar á mörkum elds og íss. Það gefur auga leiö að skáldskap- ur á rætur í reynslu höfundar og auðvitað fjallar allur skáldskapur um höfund sinn, ekki síst stíllinn. Sjáðu Borges. Sjáðu Proust, ég tala nú ekki um Hemingway. Ég er ný- búinn að lesa The Sun Also Rises og það er minnsti vandi í heiminum að sanna að hún sé einhvers konar minningar skáldsins, en slík full- yrðing væri þó ranghverfan á sann- leikanum, gætum við sagt. Úr marg- víslegum minningum þjappast sam- an kjarninn sem er hráefni alls skáldskapar og getur orðið eins og súputengingur sem breytist í nær- ingu við rétta meðferð. Það er þannig sem skáld sögunnar upplifir umhverfið og þá sem um er fjallaö. En skáldskapur er margvíslegur. Hann þarf ekki endilega að vera miklar bókmenntir, þaö fer allt eftir því hvemig að verki er staðið. Þór- bergur Þórðarson var eitt mesta skáld síns tíma vegna ferskrar hugs- unar og stils sem kom ævinlega á óvart og er stjarnfræðilega miklu betri en nokkur höfundur skrifar nú um stundir. Það er þessi þáttur skáldskapar hans sem ég hef fallið fyrir. Ég er sammála Tómasi Guð- mundssyni sem sagði einhverju sinni við mig: „þegar við erum öll löngu gleymd sem nú lifum verður fólk enn aö upplifa stíl Þórbergs og sérstæðan húmor hans.“ Það er misskilningur að menn eigi að leita að pólitískri sannfær- ingu í verkum Þórbergs, ekki frekar en maður fari í fjölleikahús á háu plani til aö ákveöa hvað maður kýs í næstu kosningum. En annar eins ljónatemjari á íslenskan stíl hefur ekki verið um okkar daga.“ Vitfirringin fátíð hjá einstaklmgum „Fyrst viö erum að tala um ævi- sögutengdan skáldskap Þórbergs og annarra þeirra höfunda sem ég gat um að framan get ég minnt á þau orð Nietzsches sem vissi svo sann- arlega hvað hann söng þegar hann segir í Handan góðs og ills: „Skáld- in eru blygðunarlaus gagnvart eigin reynslu, þau sjúga úr henni allan merg.“ Hann segir margt athyglis- vert í þessu riti sínu eins og öðrum. Afgreiðsla hans á mergðinni er til dæmis íhugunarverð, finnst mér, vegna þess að ég hef aldrei legið flatur fyrir einhverju sem heitir hópsál og hef engan áhuga á þvi að komast í tengsl við hana, enda ekki í framboði: vitfirringin er fátiö hjá einstaklingum en hjá hópum, flokk- um, þjóöum og tíðaröndum er hún regla, sagði Nietzsche. Það kom líka í ljós þegar Þjóðverjar kusu Hitler til valda í frjálsum kosningum. Þessi orð fjalla eiginlega einnig um jólamarkaöinn. Það er mér kvöl að þurfa að taka þátt í honum. Það er eins og aö vera staddur við Ref- sveinu (sem ég veit ekki hvað merk- ir en er læna á Arnarvatnsheiði) og veiða silung en þurfa svo allt í einu að koma sér í húsaskjól því að þok- an leggst að eins og hendi sé veifað og ekkert heyrist í þessari villu nema holtaþokuvælið. Maður nær engum áttum eftir það og verður að bíða átekta þar til hasarnum lýkur en þá fellur líka allt í dúnalogn og maður andar léttar eins og í þögn- inni eftir dansinn í Hruna. Þá var kirkjan sokkin. Þá heldur maður að það sé komiö sæmilegt hlé en þá upphefst verðlaunafárið sem lýkur með hátíðlegri athöfn á Bessastöð- um, náttúrlega. Árni Ibsen skrifaöi nýlega í Lesbók athyglisverða grein um þetta og blöskrar uppistandið. Ég skil það vel. En ég skil ekki þá sem hafa heilsu til að taka þátt í þessari villu. Ofnæmi mínu er að minnsta kosti ofboðið og það er gott að þurfa ekki að stjórna þessari fjöl- miðlaveislu úr ritstjórnarskrifstof- um blaðs allra landsmanna. Það er hlutverk annarra, guði sé lof. Útgef- endur mínir þekkja þetta ofnæmi, samt eru þeir nógu umburðarlyndir til að gefa út bækumar mínar. Þeim er ekki fisjað saman.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.