Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Síða 39
-41- LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Helgarblað X>V Þreyttur bardagamaöur Þessi roskni maöur hefur barist í fjórum styrjöldum. Byssan gægist upp úr farangri hans. (Jppeldisstoö ofstækismanna Skóiar strangtrúaöra í Pakistan nefnast Madrasa. Þar er Kóraninn kyrjaður frá morgni til kvölds. í þessum skótum þar sem kynt er undir hatrinu á Vesturlöndum er rót ofstækisins. Viö landamærin Afganskir flóttamenn húka við giröingu á landamærum Pakistans og Afganistans. snerta konur í íran. Það varð hálfgert uppistand þegar ég reyndi að heilsa konu með handabandi; hún færöist undan og viðstaddir stukku til og leiddu mig frá villu míns vegar. írönsk stjórnvöld áttu í fyrsta skipti í langan tíma sam- skipti við Bandaríkin. Eitt mesta samfélagsvandamál í íran er flöldi flóttamanna frá Afganistan sem losar tvær milljónir manna. íranar hafa um nokkurt skeið háð eiturlyíjastríð við talibana en Afganar í íran hafa verið iðnir við smygl til landsins. Helvíti á jörðu Leið min lá til Austur-lrans að landamærunum við Afganistan. Þar ætlaði ég að freista þess að komast yfir í flóttamannabúðir handan við landamærin. Við landamærin er eyðimörk svo langt sem augað eygir. Þar hefur ekki rignt í mörg ár. Flest fólkið sem er í flótta- mannabúðunum hefur flúið frá Herat og Kandahar, Þetta er mestmegnis venjulegt fólk sem skiptir sér ekki af stjóm- málum, hirðingjar, bændur, smákaupmenn. Ungt fólk í miklum minnihluta, kannski 10%. Konur eru í miklum meirihluta i Afganistan því karlmennirnir berjast til dauða. Þrátt fyrir hörmulegan aðbúnað í flóttamannabúðunum vildi fólkið frekar vera þar en heima hjá sér; það sá enga framtíð í Afganistan og vildi ekki snúa heim. Það var alltaf einhver von í flóttamannabúðunum þótt ekki væri annað. Handan línunnar Frelsinu fegiö gengur fólk yfir iandamærin og inn í Cham- an í Pakistan. Flóttamannabúðirnar eru hálfgert fangelsi saknaðar og ótta. En vonin lifir í óhrjálegum búöunum og hún finnst ekki heima. —----

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.