Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Side 63
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001
67
x>v
Skyldi hann hafa fundið það sem
leitað var að?
„Bæði og. Sumt var eins og mig
grunaði að það væri en annað mjög
framandi. Þarna eru margar indíána-
þjóðir og menning margra á hverfanda
hveli. Þama hafði valtari vestrænnar
menningar verið á ferð hvað eftir ann-
að í 500 ár og grimmdin og örvænting-
in afar mikil, sem og fátæktin."
Sigfús talar um fátækar, glaðar og
hjálpsamar þjóðir Miö-Ameríku og við
veltum því fyrir okkur hvort skáldið
frá Fagraskógi hafi hitt í mark þegar
hann sagði að það væri sælt að vera
fátækur.
„Það er aðeins sælt að vera fátækur
á fáum góðum stundum. Þess á milli
er þetta bara baslið og það er ekki
beinlínis mannbætandi."
Hann segir að nú standi yfir tölu-
'verð endurreisn viða í Mið-Ameríku,
þar sem menn sækja meira til fornra
menningararfleifða en áður og stjórn-
mála- og menningaröfl sæki í þann
brunn.
Kúgun ofgnóttarinnar
En hvað skyldi það nú vera sem
menn sjá i sínu eigin landi þegar þeir
hafa dvalið langdvölum með erlendum
þjóðum, jafnólíkum okkar eigin, og
Sigfús gerði. Hvað sá hann þegar hann
kom heim?
„Maður sér alla hluti í nýju ljósi,
bæði kosti og galla, og þá til dæmis vel
hvað fámenn þjóð metur mannslifið
hátt, eins og á að gera, og maður sér
allátakanlega hvað viö höfum það gott
en kunnum lítið að meta það. Maður
sér hvað við gerum smávægileg
vandamál að stórum vandamálum.
Skorturinn losar manninn vissu-
lega við mikið af áhyggjum. Sá sem á
engan pening hefur ekki áhyggjur af
þeim, en við sem búum við ofgnóttina
sofum ekki á nóttunni fyrir afborgun-
um og hlutabréfagengi. Við búum
þannig við kúgun efnislegra gæða; við
ok sem við leggjum okkur til sjálf.“
Feröalög og sjálfstætt fólk
Nú heyrir maður fólk oft halda
langdregnar hneykslunarræður sem
hefjast gjarnan á orðunum: Við íslend-
ingar. Er þetta þá della, byggð á van-
þekkingu, og er ísland kannski sælu-
ríki eftir allt saman?
„Við gleymum okkur í smáatriðum
en höfum minni áhuga á því sem
skiptir raunverulega máli, eins og
framtíðarmöguleikum okkar sem
búum hér og því hvernig við getum
gert stundir okkar andlega verðmæt-
ari. Oft gerum við okkur lífið leitt með
tittlingaskít, tengdum vandamálum,"
segir Sigfús og kveikir sér í öfugri
Camelsígarettu sem hann má reykja
eitt stykki af á dag.
Svo tölum við talsvert um ferðalög
*og ferðamennsku og sérstaklega ferða-
mannaþjónustu og hvernig hún getur
Helgarblað
flatt út menningu og gert lítið úr sjálf-
stæðu fólki. Sigfús segir að sumir
fjallabúar í Suður-Ameríku vilji ekki
sjá ferðamenn sem líti á þá sem flfl
eða skepnur í dýragarði og borgi sig
inn á niðurlægingu þeirra. Kannski
myndu bændur á Jökuldal eða við Mý-
vatn ekki una því hlutskipti neitt bet-
ur. Sigfús segir að hópferðir rikra ís-
lendinga til þriðjaheimslanda, eins og
t.d. Kúbu, séu glansmynd sem gefi
falska og fegraða mynd af lífinu í þess-
um löndum. Svo drekkum við kaffi og
tölum um silungsveiði í Héðinsfirði og
á Homströndum og þetta er afar rólegt
allt saman.
-PÁÁ
BOUTIQUE
Vorum að taka upp nýjar
vörur fró París og Portúgal
Mikið úrval af vönduðum
vörum sem aðeins fúst í Kókó
Kringlan
Sími 568 9995 - Fax 551 1160.
E-mail: eign@mmedia.is
„fPcá c/l áfuctt <ul occ|ja. <v3 3o<ja/wvvv fljúcji
í <leAamhe/i. (ijá cicJóu/c á ÉPócLimurv
og, mái jctmaL <jaman a3 eiya. AÍtaiiXinn. Jiátt
í JóíaafcnvtvingumU. (ijá Cviona, nvckgum.
U)
</>
o
Q.
<í
£
5
Við aukum þjónustuna í desember svo um munar.
Pósthús vítt um land verða opin lengur fram að jólum samkvæmt eftirfarandi:
Höfuðborgarsvæðið og Akureyri:
Laugardagur 15. des. kl. 13.00 - 18.00
Sunnudagur 16. des. kl. 13.00 -18.00
Virkir dagar 17.-21.des. kl. 09.00 - 18.00
Laugardagur 22. des. kl. 10.00 - 18.00
Sunnudagur 23. des. kl. 10.00 -18.00
Mánudagur 24. des. kl. 09.00 - 12.00
Nýir móttökustaðir fyrir jólasendingar
opnir á verslanatíma: Kringlan og Smáralind
Höfn, Vestmannaeyjar, Selfoss, Keflavík, Akranes,
Borgarnes, ísafjörður, Sauðárkrókur, Húsavík, Egilsstaðir:
Virkirdagar 17.-21.des. kl. 09.00 - 18.00
Laugardagur 22. des. kl. 13.00 - 16.00
Sunnudagur 23. des. kl. 13.00 - 16.00
Mánudagur 24. des. kl. 09.00 - 12.00
Aðrir afgreiðslustaðir verða með
óbreyttan afgreiðslutíma í desember
POSTURIN N
• m&ðjó LaJaœ,tyus
Njóttu ánægjunnar á aðventu og sendu jólapóstinn í tæka tíð