Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Qupperneq 76

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Qupperneq 76
iS'bangsarnir eru lcomnir tii lslaiuls FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. Heildverslunin Bjarkey Sími 567 4151 550 5555 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Forsætisráðherra um Þjóðhagsstofnun: Kannast ekki viö ágreining - Jóhanna Sig. brýnir framsóknarmenn Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á þingi í gær að hann kannaðist ekki við ágreining meðal stjórnar- flokkanna um hvort Þjóðhags- stofnun ætti að fara eða vera. Það eina sem hann hefði séð um málið Davíð Oddsson. ►-væri frétt i DV. Að öðru leyti hefði hann ekki séð eitt orð um það. Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) stað- hæfði hins vegar að mikill ágreiningur Olafur Helgi fer á Selfoss „Ég gleðst yfir því trausti sem mér er sýnt. Það verða viðbrigði að fara héðan að vestan eftir nær átján ár, en jafnframt gaman að snúa aftur á heimaslóðir mínar á Suðurlandi," seg- ’ ir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumað- ur á ísafirði, sem í gær var skipaður sýslumaður á Selfossi frá næstu ára- mótum, úr hópi fjórtán umsækjenda. Jafnframt skipaði dómsmálaráð- herra Kjartan Þorkelsson veraldlegt yfirvald á Hvolsvelli og Anna Bima Þráinsdóttir fær sama embætti í Búð- árdal. -sbs EKKI VAR EG MEÐ ÁGREINING! Jóhanna Siguröardóttir. væri um hvort Þjóðhagsstofnun ætti að lifa eða deyja. Hún hvatti - Framsóknarflokk- inn tii að standa eins fast í ístaðið og mögulegt væri og lúffa hvergi fyr- ir Sjálfstæðis- flokknum. Það yrði þjóðfélaginu hættulegt ef frjáls og óháð stofnun likt og Þjóðhagsstofnun yrði lögð af. Tilefni orðaskiptanna var að Davíð og fleiri töldu Þjóðhagsstofnun hafa reiknað ranglega út afleiðingar tiltek- innar breytingar og sagt áhrifm meiri á verðbólgu en rétt væri. Jóhanna sagði að allir vissu að forsætisráð- herra hefði itrekað lýst vilja til að leggja stofnunina niður og þetta væri enn eitt dæmið. -BÞ Stjörnumessa 2001 Mikil hátíð var haldin í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar mættu Grafarvogsskáldin svokölluðu og lásu upp úr verkum sínum. Fleiri listamenn komu þar einnig fram en heiðursgestur var Thor VHhjáimsson. I lokin fór svo fram gríðarmikil flugeldasýning. Krónan styrktist um eitt prósent í gær eftir samkomulag vinnumarkaðarins: Forsendur fyrir áfram haldandi styrkingu - og minni verðbólgu — skuldabréfamarkaður hressist Már Guömundsson. „Það eru allar forsendur fyrir áframhaldandi styrkingu krónunn- ar og voru það raunar áður en samkomulag aðila | vinnumarkaðarins var gert,“ sagði | Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Svo virðist sem áður nefnt samkomulag um frestun á uppsagnarákvæðum kjarasamninga fram í maí og yfirlýs- ing ríkisstjórnarinnar henni tengd hafi haft heilsubætandi áhrif á gengi krónunnar. Krónan styrktist um tæpt prósent í 4,7 milljarða króna viðskipt- um í gær. Tæplega háifs prósents lækkun krónunnar á fimmudag gekk því til baka og vel rúmlega það. Ef marka má tilskrif á fjármálavefjum í gær hefur tiltrú aukist verulega á krónuna og þjóðarsáttaraðgerðimar virðast vera að skila tilætluðum ár- angri. Styrkara gengi ætti, að sögn Más Guðmundssonar, alténd að þýða minni hækkanir á verðlagi; eða með öðrum orðum minni verðbólgu. Hann segir enn fremur að ef litið sé á þær verð- bólguspár sem Seðlabankinn gerði í nóvember sl. og tekið tiilit til þeirra gengishækkunar sem orðið hefur að undanfómu og fyrirhugaðrar lækkun- ar á grænmetisverði séu góðar líkur á verðbólgan fari ekki að fara upp fyrir þau rauðu strik sem em i samkomu- lagi aðila vinnumarkaðarins og ríkis- valdsins. „En auðvitað era enn líkur á sam- drætti í efnahagslífmu á næsta ári, en hann er hins vegar hluti af óhjá- kvæmilegri aðlögun þjóðarbúsins að betra jafnvægi og lægri viðskiptahalla. En likumar á því að við komum út úr þeim samdrætti með verðbólguna á því stigi sem samrýmist verðbólgu- markmiðum Seðlabankans um 2,5 pró- sent verðbólgu hafa hins vegar stór- lega aukist," sagði Már. Hluti af innleggi ríkisvaldsins í sam- komulag aðila vinnumarkaðarins var Seölabanki Islands. að lækka vexti og haga lánamálum rík- isins á þann veg að slíkt hefði áhrif til hækkunar gengis íslensku krónunnar. Jafnframt kom fram í yfírlýsingu rík- isstjórnarinnar að farið yrði í aðgerðir til lækkunar á vaxtastigi í landinu. Sérfræðingur sem DV' ræddi við sagði að í mánaðarskýrslu íbúðalánasjóðs, sem kom út í gær, hefði verulega ver- ið dregið í land frá frá fyrri yfirlýsing- um um aukna útgáfu húsbréfa á næsta ári. Yftrlýsingin hafi haft verulega góð áhrif á skuldabréfamarkaðinn, en ávöxtunarkrafa helstu markflokka hefði lækkað verulega í líðandi viku. -sbs/BG Segir 150 störf tapast - vegna smábátalaga Lagasetning um ráðstafanir í ríkisfjármálum varð að veruleika á þingi í gær eða bandormurinn svokallaði. Stjórnarandstað- an sagðist nánast ekki sammála neinu í frum- varpinu. Það Guöjón A. Kristjánsson. sýndi betur en margt annað hvaða áherslur væru hjá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Hátekjufólki væri hlíft en námsmenn, aldraðir og öryrkjar fengju á baukinn. Frum- varpið var samþykkt með 27 at- kvæðum gegn 20. Þá voru ýmis fleiri stórmál af- greidd á þessum síðasta degi þings- ins fyrir jól. Þ. á m. var löggjöfin um smábátana og sagði Guðjón A. Kristjánsson, frjálslyndum, að störf- um á Vestfjörðum myndi fækka um 150 alls vegna lagasetningarinnar. Hundrað störf hyrfu hjá sjómönn- um en 50 í fiskvinnslunni. Samfylking og Vinstri grænir sátu hjá við atkvæðagreiðslu en frjálslyndir greiddu atkvæði gegn lögunum. -BÞ Atvinnulausum fjölgar um 23% milli mánaöa: Mesta meðaltalsaukning í 10 ár - mikil sveifla í nóvember segir Vinnumálastofnun Atvinnulausum í nóvember hef- ur fjölgað í heild að meðaltali um tæp 23% frá októbermánuði og fjölgað um tæplega 49% miðaö við nóvember i fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vinnu- málastofnun. Sé litið til meðaltals- aukningar atvinnuleysis milli mánaðanna október og nóvember siðustu 10 ár, kemur í ljós að þessi aukning hefur verið tæp 10%. Árs- tíðasveiflan milli október og nóv- ember nú er því miklu meiri en hún hefur verið að meöaltali síð- astliðin 10 ár. Atvinnuástandið versnar alls staðar á landinu. At- vinnuleysi er nú hlutfallslega mest á Norðurlandi eystra og á höfuð- borgarsvæðinu. Atvinnuleysið er nú meira en í nóvember í fyrra á öllum svæðum nema á Vestfjörð- um og Norðurlandi vestra sam- kvæmt því sem fram kemur í yfir- liti Vinnumálastofnunar. At- vinnuleysi kvenna eykst um 14,5% milli mánaða en atvinnuleysi karla eykst um 34,1% milli mán- aða. Þannig fjölgar atvinnulausum konum að meðaltali um 149 á land- inu öllu en atvinnulausum körlum fjölgar um 252. Fram kemur hjá Vinnumálastofnun að atvinnuleys- isdagar í nóvember síðastliðnum jafngilda því að rúmlega 2.100 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Það þýðir að að meöaltali eru 401 fleiri atvinnulausir í nóvember en október, en um 710 fleiri en í nóv- ember í fyrra. Síðasta virkan dag nóvembermánaðar voru 2.712 manns á atvinnuleysisskrá á land- inu öllu en það eru um 504 fleiri en í lok októbermánaðar. -BG JÚLAKORtfDAGATÖL OG LJÓSMYNDABÆK US FRA 12 -16 Á LAUGARDÖGUM I NÓV-DES YJARVIDDIR.IS LAUGARNESVEGI 114 I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.