Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Qupperneq 76
iS'bangsarnir eru lcomnir tii lslaiuls
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
Heildverslunin Bjarkey
Sími 567 4151
550 5555
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001
Forsætisráðherra um Þjóðhagsstofnun:
Kannast ekki
viö ágreining
- Jóhanna Sig. brýnir framsóknarmenn
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
sagði á þingi í gær
að hann kannaðist
ekki við ágreining
meðal stjórnar-
flokkanna um
hvort Þjóðhags-
stofnun ætti að
fara eða vera. Það
eina sem hann
hefði séð um málið
Davíð
Oddsson.
►-væri frétt i DV. Að öðru leyti hefði
hann ekki séð eitt orð um það.
Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) stað-
hæfði hins vegar að mikill ágreiningur
Olafur Helgi
fer á Selfoss
„Ég gleðst yfir því trausti sem mér
er sýnt. Það verða viðbrigði að fara
héðan að vestan eftir nær átján ár, en
jafnframt gaman að snúa aftur á
heimaslóðir mínar á Suðurlandi," seg-
’ ir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumað-
ur á ísafirði, sem í gær var skipaður
sýslumaður á Selfossi frá næstu ára-
mótum, úr hópi fjórtán umsækjenda.
Jafnframt skipaði dómsmálaráð-
herra Kjartan Þorkelsson veraldlegt
yfirvald á Hvolsvelli og Anna Bima
Þráinsdóttir fær sama embætti í Búð-
árdal. -sbs
EKKI VAR EG MEÐ
ÁGREINING!
Jóhanna
Siguröardóttir.
væri um hvort
Þjóðhagsstofnun
ætti að lifa eða
deyja. Hún hvatti -
Framsóknarflokk-
inn tii að standa
eins fast í ístaðið
og mögulegt væri
og lúffa hvergi fyr-
ir Sjálfstæðis-
flokknum. Það
yrði þjóðfélaginu
hættulegt ef frjáls og óháð stofnun likt
og Þjóðhagsstofnun yrði lögð af.
Tilefni orðaskiptanna var að Davíð
og fleiri töldu Þjóðhagsstofnun hafa
reiknað ranglega út afleiðingar tiltek-
innar breytingar og sagt áhrifm meiri
á verðbólgu en rétt væri. Jóhanna
sagði að allir vissu að forsætisráð-
herra hefði itrekað lýst vilja til að
leggja stofnunina niður og þetta væri
enn eitt dæmið. -BÞ
Stjörnumessa 2001
Mikil hátíð var haldin í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar mættu Grafarvogsskáldin svokölluðu og lásu upp úr verkum sínum. Fleiri
listamenn komu þar einnig fram en heiðursgestur var Thor VHhjáimsson. I lokin fór svo fram gríðarmikil flugeldasýning.
Krónan styrktist um eitt prósent í gær eftir samkomulag vinnumarkaðarins:
Forsendur fyrir áfram
haldandi styrkingu
- og minni verðbólgu — skuldabréfamarkaður hressist
Már
Guömundsson.
„Það eru allar
forsendur fyrir
áframhaldandi
styrkingu krónunn-
ar og voru það
raunar áður en
samkomulag aðila |
vinnumarkaðarins
var gert,“ sagði |
Már Guðmundsson,
aðalhagfræðingur
Seðlabankans. Svo
virðist sem áður nefnt samkomulag
um frestun á uppsagnarákvæðum
kjarasamninga fram í maí og yfirlýs-
ing ríkisstjórnarinnar henni tengd
hafi haft heilsubætandi áhrif á gengi
krónunnar. Krónan styrktist um tæpt
prósent í 4,7 milljarða króna viðskipt-
um í gær. Tæplega háifs prósents
lækkun krónunnar á fimmudag gekk
því til baka og vel rúmlega það. Ef
marka má tilskrif á fjármálavefjum í
gær hefur tiltrú aukist verulega á
krónuna og þjóðarsáttaraðgerðimar
virðast vera að skila tilætluðum ár-
angri.
Styrkara gengi ætti, að sögn Más
Guðmundssonar, alténd að þýða minni
hækkanir á verðlagi; eða með öðrum
orðum minni verðbólgu. Hann segir
enn fremur að ef litið sé á þær verð-
bólguspár sem Seðlabankinn gerði í
nóvember sl. og tekið tiilit til þeirra
gengishækkunar sem orðið hefur að
undanfómu og fyrirhugaðrar lækkun-
ar á grænmetisverði séu góðar líkur á
verðbólgan fari ekki að fara upp fyrir
þau rauðu strik sem em i samkomu-
lagi aðila vinnumarkaðarins og ríkis-
valdsins.
„En auðvitað era enn líkur á sam-
drætti í efnahagslífmu á næsta ári, en
hann er hins vegar hluti af óhjá-
kvæmilegri aðlögun þjóðarbúsins að
betra jafnvægi og lægri viðskiptahalla.
En likumar á því að við komum út úr
þeim samdrætti með verðbólguna á
því stigi sem samrýmist verðbólgu-
markmiðum Seðlabankans um 2,5 pró-
sent verðbólgu hafa hins vegar stór-
lega aukist," sagði Már.
Hluti af innleggi ríkisvaldsins í sam-
komulag aðila vinnumarkaðarins var
Seölabanki Islands.
að lækka vexti og haga lánamálum rík-
isins á þann veg að slíkt hefði áhrif til
hækkunar gengis íslensku krónunnar.
Jafnframt kom fram í yfírlýsingu rík-
isstjórnarinnar að farið yrði í aðgerðir
til lækkunar á vaxtastigi í landinu.
Sérfræðingur sem DV' ræddi við sagði
að í mánaðarskýrslu íbúðalánasjóðs,
sem kom út í gær, hefði verulega ver-
ið dregið í land frá frá fyrri yfirlýsing-
um um aukna útgáfu húsbréfa á næsta
ári. Yftrlýsingin hafi haft verulega góð
áhrif á skuldabréfamarkaðinn, en
ávöxtunarkrafa helstu markflokka
hefði lækkað verulega í líðandi viku.
-sbs/BG
Segir
150 störf
tapast
- vegna smábátalaga
Lagasetning
um ráðstafanir í
ríkisfjármálum
varð að veruleika
á þingi í gær eða
bandormurinn
svokallaði.
Stjórnarandstað-
an sagðist nánast
ekki sammála
neinu í frum-
varpinu. Það
Guöjón A.
Kristjánsson.
sýndi betur en margt annað hvaða
áherslur væru hjá ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar. Hátekjufólki
væri hlíft en námsmenn, aldraðir og
öryrkjar fengju á baukinn. Frum-
varpið var samþykkt með 27 at-
kvæðum gegn 20.
Þá voru ýmis fleiri stórmál af-
greidd á þessum síðasta degi þings-
ins fyrir jól. Þ. á m. var löggjöfin
um smábátana og sagði Guðjón A.
Kristjánsson, frjálslyndum, að störf-
um á Vestfjörðum myndi fækka um
150 alls vegna lagasetningarinnar.
Hundrað störf hyrfu hjá sjómönn-
um en 50 í fiskvinnslunni.
Samfylking og Vinstri grænir
sátu hjá við atkvæðagreiðslu en
frjálslyndir greiddu atkvæði gegn
lögunum. -BÞ
Atvinnulausum fjölgar um 23% milli mánaöa:
Mesta meðaltalsaukning í 10 ár
- mikil sveifla í nóvember segir Vinnumálastofnun
Atvinnulausum í nóvember hef-
ur fjölgað í heild að meðaltali um
tæp 23% frá októbermánuði og
fjölgað um tæplega 49% miðaö við
nóvember i fyrra. Þetta kemur
fram í nýjum tölum frá Vinnu-
málastofnun. Sé litið til meðaltals-
aukningar atvinnuleysis milli
mánaðanna október og nóvember
siðustu 10 ár, kemur í ljós að þessi
aukning hefur verið tæp 10%. Árs-
tíðasveiflan milli október og nóv-
ember nú er því miklu meiri en
hún hefur verið að meöaltali síð-
astliðin 10 ár. Atvinnuástandið
versnar alls staðar á landinu. At-
vinnuleysi er nú hlutfallslega mest
á Norðurlandi eystra og á höfuð-
borgarsvæðinu. Atvinnuleysið er
nú meira en í nóvember í fyrra á
öllum svæðum nema á Vestfjörð-
um og Norðurlandi vestra sam-
kvæmt því sem fram kemur í yfir-
liti Vinnumálastofnunar. At-
vinnuleysi kvenna eykst um 14,5%
milli mánaða en atvinnuleysi
karla eykst um 34,1% milli mán-
aða. Þannig fjölgar atvinnulausum
konum að meðaltali um 149 á land-
inu öllu en atvinnulausum körlum
fjölgar um 252. Fram kemur hjá
Vinnumálastofnun að atvinnuleys-
isdagar í nóvember síðastliðnum
jafngilda því að rúmlega 2.100
manns hafi að meðaltali verið á at-
vinnuleysisskrá í mánuðinum.
Það þýðir að að meöaltali eru 401
fleiri atvinnulausir í nóvember en
október, en um 710 fleiri en í nóv-
ember í fyrra. Síðasta virkan dag
nóvembermánaðar voru 2.712
manns á atvinnuleysisskrá á land-
inu öllu en það eru um 504 fleiri
en í lok októbermánaðar.
-BG
JÚLAKORtfDAGATÖL OG LJÓSMYNDABÆK
US FRA 12 -16 Á LAUGARDÖGUM I NÓV-DES
YJARVIDDIR.IS LAUGARNESVEGI 114
I