Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 I>v Fréttir Brottvikning trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar: Braut lög meö geð- þóttaákvörðu nu m - segir lögmaður FÍA. Telur heimilislækninn hunsa sérfræðinga „Það er engin tilviljun að trúnað- arlæknirinn hafi verið settur af tímabundið og það er greinilega reiður maður sem talar á forsíðu DV. Það sem er hins vegar alvarleg- ast í þessu máli er að lægra sett stjórnvald, það er Flugmálastjóm, hefur ekki farið eftir þeim úrskurð- um sem sérstök kærunefnd og sam- gönguráðuneytið hafa kveðið upp. Það er kjarni þessa máls,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sem kunnugt er hefur Þengli Oddsyni, trúnaðarlækni Flugmála- stjórnar, verið vikið frá störfum tímabundið á meðan störf hans eru rannsökuð. Ástæðan er sá ágrein- ingur sem uppi hefur verið um út- gáfu heilbrigðisvottorðs til Árna G. Atli Þengill Gíslason. Oddsson. Sigurðssonar flugstjóra sem hefur átt í tæplega tveggja ára stríði við flugmálayfirvöld. Hópur sérfræði- lækna hefur hnekkt úrskurði Þeng- ils og samgönguráðuneytið hefur í tvígang úrskurðað flugmanninum í hag vegna sama máls. „Skjólstæðingur minn hefur staö- ist þrjár læknis- skoðanir flug- lækna sem hann hefur farið í síð- an í júní og ekk- ert fundist at- hugavert. Trún- aðarlæknirinn, sem er heimilis- læknir að mennt, tekur hins vegar fram fyrir hend- urnar á sérfræðilæknunum, að þvi er virðist að einberum geðþótta. Hann fer heldur ekki eftir stað- reyndum málsins heldur tekur af- stöðu á sínum eigin forsendum. Það er líka athyglisvert að hann hefur sjálfur aldrei skoðað þennan skjól- stæðing minn,“ segir Atli Gíslason. í DV í gær segir Þengill Oddsson að hann hafi við mat sitt á heilsu- fari umrædds flugstjóra kappkostað að fara eftir þeim Evrópustöðlum sem gildi þar um. „íslensk löggjöf um þessi efni er í samræmi við al- þjóðleg lög sem gilda í þessu sam- bandi. Margsinnis hef ég kallað eft- ir þessum alþjóðasamþykktum sem Þengill vísar til en aldrei fengið nein svör,“ segir Atli. Hann segir einnig alvarlegt í máli þessu að flug- maður sé með geðþóttaákvörðun með þessum hætti sviptur lífsviður- væri sinu, starfi sem hann hafi menntað sig til og stundað um langt skeið. Þetta sé í öllu tilliti ólögmætt og til að mynda'brot á ákvæðum stjórnarskrár um atvinnuréttindi þegnanna. -sbs Árni G. Sigurösson. Sparnaður á Landspítala: Fjárskortur kemur mjög á óvart - segir fjárlaganefndarmaðurinn Kristján Pálsson Kalkúnn vinsæll Neysla á kalkúni hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum og er hann orðinn vinsæll réttur á há- tíðarmatseðlum landsmanna. Reykjabúið í Mosfellsbæ er eini framleiðandi kalkúns hér á landi og segir Guðmundur Jónsson fram- kvæmdastjóri að heldur sé aukning í sölu nú miðað við síðustu tvö ár. „Helstu ástæður aukinna vinsælda kalkúnsins eru að þetta er góður matur sem hentar vel fyrir fjölmenn matarboð," segir hann og bætir við að fyrir 2-3 árum hafi verið gerð könnun á matarvenjum lands- manna þar sem fram kom að flestir sem neyta kalkúns yfir hátíðarnar gera það um áramótin. -ÓSB Framboð öryrkja og eldri: Mögulegur stuðn- ingur hjá 48% Rúmlega 48% svarenda í nýrri könnun PricewaterhouseCoopers segj- ast geta hugsað sér að ljá sameiginlegu framboði öryrkja og eldri borgara at- kvæði sitt í alþingiskosningum ef slíkt framboð kæmi fram. Könnunin var framkvæmd í þessum mánuði og var tekið slembiúrtak 1.200 íslendinga um allt land á aldrinum 18 til 67 ára. Nettósvarhlutfall var 63% og var könn- unin framkvæmd símleiðis. Marktæk- ur munur er á afstöðu kynjanna. Kon- ur svara spumingunni fremur játandi heldur en karlar. Þá segist 31% lands- byggðarfólks ekki geta hugsað sér að að styðja framboðið á móti 39% svar- enda á höfuðborgarsvæðinu. -MA Hafnarfjörður: Leikskólabið í lágmarki Biðlistar 2 til 5 ára barna eftir leik- skóladvöl í Hafnarfirði eru nú í sögu- legu lágmarki. í úttekt, sem gerð var í nóvember, kom í ljós að 99% barna sem eru fædd á árunum 1996 til 1998 hafa fengið inni á leikskóla og 66% bama fædd 1999. í nóvember síðast- liðnum voru 915 barna á aldrinum 2 til 5 ára á leikskóla. Árið 1998 setti bæjarstjórn Hafnarfjarðar sér það markmið að uppfylla þörf bæjarbúa fyrir leikskóladvalir fyrir 2 til 5 ára böm árið 2002. Til að ná því hefur verið byggt við einn leikskóla og barnafjöldi tvöfaldaður, tveir nýir leikskólar byggðir og sá þriðji verður tekinn í notkun næsta vor. Auk þessa verður þjónusta við bæjarbúa varð- andi innritun á leikskóla bæjarins aukin í janúar 2002 þegar nýtt gagn- virkt innritunarkerfi verður tekið í notkun. Kerfið gerir foreldrum kleift að sækja um leikskóladvöl fyrir böm sín á heimasíðum bæjarins. -MA Kristján Pálsson, alþingismaður og meðlimur í fiárlaganefnd þings- ins, segir að sér komi á óvart að Landspítali - háskólasjúkrahús skuli nú lýsa því yfir að spara þurfi um 800 milljónir í rekstrinum á næsta ári. Engin slík áform hafi komið fram þegar unnið var við fiárlagagerðina. Það sé sérkennilegt að í endaðan desember séu að koma fram tölur um að svo og svo mikið vanti inn í reksturinn en ekkert hafi verið komið fram um slíkt í byrjun október. Kristján segir að hækkunin sem Landspítalinn fái á milli áranna 2001 og 2002 nemi um í haust gerði Sjóslysanefnd at- hugasemdir við lög og reglur varð- andi sportköfunarkennslu á íslandi sem var sögð með öllu eftirlitslaus. í kjölfar skýrslu nefndarinnar tók Siglingastofnun það hlutverk að sér að hafa eftirlit með köfunarkennslu á landinu og skyldaði stofnunin alla köfunarkennara til þess að sækja um sérstakt leyfi hjá sér ætluðu þeir að kenna köfun á íslandi. Fyrir helgi gaf Siglingastofnun út sitt fyrsta sportköfunarkennaraleyfi til Héðins Ólafssonar en fleiri kafarar hafa nú þegar sótt um leyfi til stofn- unarinnar. „Til þess að fá þetta leyfi verður viðkomandi kennari að fá kennslugögn sin samþykkt, gangast undir ítarlega læknisskoðun, skila inn lista yfir nemendur og búnaður- inn sem hann notar til kennslunnar verður einnig að vera samþykktur," segir Héðinn, kátur yfir því að vera kominn með skírteinið í hendurnar, en það þarf að endurnýja á fimm ára fresti. Héðinn, sem rekið hefur köfunarskólann Divelceland.com frá því í sumar, kennir eftir hinu al- þjóðlega PADI-kerfi en PADI eru stærstu sportköfunarsamtök í 2,6 milljörðum króna og þar af séu um 2 millj- arðar vegna verð- lags og launa- hækkana. Eftir standi um 600 milljóna króna raunaukning. Hann segist hafa fengið upplýsing- ar um það í haust að sú 200 milljóna króna aukafiár- veiting sem komið hafi á fiárauka- lögum ætti að duga til að brúa bilið í rekstrinum í ár og síðan hafi kom- heimi. „Sportkafarar eru vissulega ánægðir með þetta eftirlit Siglinga- stofnunar enda ætti það að veröa ið 200 milljónir til viðbótar milli 2. og 3. umræðu fiárlaga. Kristján tel- ur að svigrúm ætti að vera í rekstri spítalans til að mæta þeim áföllum sem hann kynni að hafa orðið fyrir án þess að skera neitt niður. íVrir jólin tilkynnti stjórnar- nefnd spítalans að miðað við Qár- framlög á næst ári þyrfti að skera niður um 4% í rekstri spítalans frá því sem var í ár ef endar ættu að nást saman. Það gerir um 800 millj- ónir króna og stendur til að grípa til margháttaðra aðgerða til að mæta þessu. okkur öllum til góðs,“ segir Héðinn sem er einnig formaður Sportkaf- arafélags íslands. -snæ -BG Köfunarkennsla undir eftirliti Siglingastofnunar: Fyrsti kennarinn með fullgilt leyfi til sportköfunarkennslu - nýjar reglur settar eftir athugasemdir Sjóslysanefndar í haust DVWND SNÆ Má kenna Héðinn Ólafsson, sem rekur köfunarskólann Divelceland.com, er fyrsti köfun- arkennarinn sem Siglingastofnun hefur samþykkt sem fuligiidan áhugaköfun- arkennara. Hér er hann meö nemendur viö kennslu í sundlauginni í Hvera- gerði. Héðinn er lengst til vinstri á myndinni. Kristján Pálsson alþingismaöur. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.37 14.52 Sólarupprás á morgun 11.21 11.35 Síödegisflóð 17.10 21.43 Árdegisflóð á morgun 05.31 10.04 Dregur úr vindi Norðan 13 til 18 vestan til á landinu en 18 til 23 austan til. Éljagangur um noröanvert landið en skýjað meö köflum sunnan til. Dregur úr vindi og léttir til vestanlands í kvöld og nótt. Norðan 10 til 15 allra austast á morgun en 5 til 8 vestan til. Él noröaustanlands en annars skýjað með köflum. Frost 3 til 10 stig. Veðrið Sunnudagur Hiti 0° ti!4" Vindurt 5-8 m/s Snjókoma vestan- og norövestan- lands, skýjaö meö köflum suö- austanlands en annars skýjaö. Mánudagur Slydda eöa rignlng, en skýjaö og úrkomulítiö austanlands. Þriðjudagur Suölæg átt. Víöa rigning eöa súld, en skýjaö og úrkomulítiö noröaustan tll. Milt veöur. ti! Vindur: Vindur: 5—10 m/s 5-8 m/s m'tmsmam m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárvlöri >= 32,7 ¥eðriö AKUREYRI snjókoma -6 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK alskýjaó -5 EGILSSTAÐIR skýjaö -10 KIRKJUBÆJARKL. rokur -7 KEFLAVlK snjóél -6 RAUFARHÖFN snjóél -6 REYKJAVÍK skýjaö -7 STÓRHÖFÐI léttskýjaö -8 BERGEN skýjaö ■6 HELSINKI snjókoma -13 KAUPMANNAHÖFN skýjaö -2 ÓSLÓ léttskýjað -12 STOKKHÓLMUR snjókoma -7 ÞÓRSHÖFN léttskýjað -3 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað -13 ALGARVE heiöskírt 7 AMSTERDAM alskýjaö 8 BARCELONA heiöskírt 2 BERLÍN alskýjaö 2 CHICAGO skýjaö -6 DUBUN léttskýjað 3 HALIFAX léttskýjaö -2 FRANKFURT alskýjað 4 HAMBORG skýjaö 0 JAN MAYEN snjóél -2 LONDON skýjaö 8 LÚXEMBORG þokumóöa 4 MALLORCA léttskýjaö 1 MONTREAL -7 NARSSARSSUAQ heiöskirt -1 NEWYORK heiöskírt -1 ORLANDO alskýjaö 9 PARÍS rigning 7 VÍN alskýjaö -3 WASHINGTON heiöskírt -7 WINNIPEG alskýjaö -13 IfffliMfeHliihiiiliMiW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.