Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 DV 7 Fréttir 24 hafa látist í umferðarslysum á þessu ári: 166 slösuðust alvarlega fýrstu 11 mánuðina - og geta átt við örkuml eða aðrar afleiðingar ævilangt Umferðin hefur tekið stóran toll á þessu ári. Fjöldi látinna, þegar fiórir dagar eru eftir af árinu, er 24 í 19 slysum. Haldist sú tala óbreytt er íjöldi banaslysa árið 2001 reynd- ar eins og í meðalári með tveimur látnum fyrir hvern mánuð ársins. Árið í fyrra var hins vegar sérstak- lega slæmt með 32 látnum í 23 slys- um. Þeir eru einnig margir sem lifað hafa umferðarslys en hlotið alvar- leg meiðsl og munu eiga við afleið- ingar þeirra um óákveðinn tíma, oft ævilangt. Fyrstu 11 mánuði þessa árs höfðu 166 slasast alvar- lega í umferðarslysum á árinu. Það jafngildir því að tæplega 14 hafl slasast alvarlega í umferðarslysum á mánuði eða allt að því ein mann- eskja annan hvern dag allt árið um kring. Sama var uppi á teningnum í fyrra þegar 167 slösuðust alvarlega í umferðarslysum. Við þessar tölur má örugglega bæta ótal minni hátt- ar meiðslum og andlegum áfóllum sem fólk getur átt mislengi í. En hvað eru alvarleg meiðsl? Öm Þ. Þorvarðarson hjá Umferðarráði segir að þegar meiðsl eru flokkuð sé stuðst við alþjóðlega staðla. Eftirfar- andi flokkast því sem alvarleg meiðsl: beinbrot, heilahristingur, innvortis meiðsl, kramin líffæri, al- varlegir skurðir og rifnir vefir, al- varlegt lost (taugaáfall) sem þarfnast læknismeðferðar og sérhver önnur alvarleg meiösl sem hafa í fór með sér nauðsynlega dvöl á sjúkrahúsi. Afleiöingar umferðarslysa oft alvarlegar Á fyrstu 'ellefu mánuöum ársins höföu 166 slasast alvarlega í umferðarslysum á árinu. Fjöldi látinna er 24 þegar fjórir dagar eru til ársloka. Maður telst látinn af völdum um- ferðarslyss ef hann deyr af afleið- ingum þess innan 30 daga. Ef einstaklingur deyr eftir að 30 dagar eru liðnir frá því að slys varð telst hann ekki hafa látist í umferð- arslysi heldur er hann talinn í hópi mikið slasaðra. I ár hefur orðið eitt slíkt tilvik og einnig árið 2000. -hlh ■ #' FIU&EIDAMARKADIR EJORGUKARSVEITANHA Fyrst skjótast upp kulur sem springa úl i stórglœsilega blóa og hvita hulu. Svo tckur viö glampandi regn sem fer því nœst yfir í glitrandi pálmastjörnur. Kakan endar meö trukki og stórglœsilegu gullregni. Þessi er alveg rosaleg! Þyngd: 17 kg Tími: 1 mínúta Smaauglysingar bækur, fyrirtækí, heildsala, hljóðfæri, Internet, matsölustaðir, skemmtanir, tónlist, tölvur, verslun, verðbréf, vélar-verkfæri, útgerðarvörur, landbunaöur.markaðstorgið DV Skoðaðu smáuglýsíngarnar á VÍSIf.lS 550 5000 31.12.2001 Gamlárskvöld VICTOR Staður og staff skreytt í tilefni kvöldsins Öll heitasta FM957 tónlistin á neðri hæð // DJ Gunni Tútti // DJ Joey Love '70 Disco / '90 / Funk og partýgír á efri hæð // DJ Gummi Gonzalez // DJ Austin Powers Allt flæðandi í Asti Gancia FRÍTTINN Á GAMLÁRSKVÖLD! - í Boði Asti Gancia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.