Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 DV Neytendur 9 Gott á gamlárskvöld Nú líður að áramótum og víst að margir hafa í hyggju að bjóða heim vinum og vandamönnum til að kveðja gamla árið og fagna hinu nýja. Á meðan sumir láta sér nægja að hella Þykkvabæjarflögum í skál vilja aðrir hafa annað og meira á boðstólum. En þar sem flestir vaka lengi þessa nótt er óþarfi að slíta sér algerlega út í matarundirbúningi og því rétt að reyna að sleppa sem auð- veldast út úr honum. Hér eru nokkrar tillögur að hentugum veit- ingum, t.d. eru þessar litlu pitsur fljótlegar og auðveldar. Marineraðir tómatarnir gefa þeim sérstakt og skemmtilegt bragð. Uppskriftin er fyrir fjóra. 2 tómatar 1 kraminn hvítlauksgeiri 4 msk. olía 1 pk. pitsudeig 2 msk. rautt pestó 150 g mozzarella-ostur í þunnum sneiðum 4 steinlausar svartar ólífur 1 msk. ferskt, saxað oregano salt og svartur pipar oregano-lauf til skreytingar Skerið tómatana í þunna báta og hvern bát í tvennt. Setjið þá í grunna skál með hvítlauknum. Hellið 2 matskeiðum af olíu yfir tómatana og kryddið með salti og pipar. Látið marinerast í um 15 mínútur. Á meðan tómat- arnir marinerast hitið ofninn í 220"C . Hrær- ið pitsu- deigið og skiptið því í 4 hluta og rúflið út í 4 litl- ar pitsur, um 13 cm í þvermál. Setjið á bök- unarpappír á plötu og þrýstið brún- um upp til að gera góðan kant. Burstið deigið með helmingnum af olíunni sem eftir er og smyrjið með pestói. Látið renna af tómötunum og raðið til skiptis með ostinum hring. Stráið ólífum og oregano yfir. Dreypið afgangnum af olíunni yfir og bakið í 15-20 mínútur, eða þar til pitsumar eru stökkar og gylltar. Skreytið með oreganoblöð- um og berið fram. Gado Gado Alls kyns fæða verður að hreinu lostæti með hnetusósunni og hug- myndaflugið eitt ræður því hvað fer á bakkann. Hér er tillaga að svona bakka-sem að megninu til sam- anstendur af grænmeti og dugar fyr- ir fjóra. 2 soðnar kartöflur 175 g baunabelgir 1 haus iceberg-kál 3 harðsoðin egg, skorin í báta 350 g stórar eldaðar rækjur 1 lftið búnt kóríander 4 tómatar, skornir i báta 115 g baunaspirur Hnetusósa 1 lítilll laukur, saxaður 150 g mjúkt hnetusmjör safi úr 1/2 sitrónu 1 hvítlauksgeiri, maukaður 2 stk. rauður chili, smátt skorinn, fræið tekið úr 30 ml fiskisósa (má sleppa) 150 ml kókosmjólk 1 msk. flórsykur Allt sett saman í blandara og hrært þar til það er mjúkt. Sjóð- ið kartöflurnar, baunabelgina og rækjurnar, ef þarf, og kælið. Raðið öllu hrá- efninu á bakka ásamt iceberg- blöðum. Berið fram kælt. Hver gestur býr sér svo til eigin salat- „pakka“ með því að vefja hráefni að eigin vali inn i salat- blöðin og dýfa í hnetusósuna. Oáfengir ávaxtadrykkir Ferskir og svalandi drykkir fyrir þá sem fóru of nálægt brenn- unni og kjósa að sleppa áfenginu. Dykkur 1 2 sítrónur 2 appelsínur 2 kiwi 1 banani 1/4 hunangsmelóna 2 dl ananassafi Drykkur 2 1 peli rjómi 6 fersk jarðarber 1 ugli-ávöxtur 1 epli Kreistið safa úr appelsínum, sítrónum og ugli. Afliýðið kiwi, ban- ana, melónu og epli, kjarnhreinsið melónu og epli. Skerið ávexti í bita og maukið hvora uppskrift fyrir sig í mat- vinnsluvél. Ath! Gott er að setja einn til tvo ísmola í matvinnsluvélina þegar maukaö er. Hellið drykkjunum í glös og skreytið með ferskum ávöxt- um. Uppskriftir að drykkjum úr Grill- bók Hagkaups Uftit* BBBIM afliqHfg M.Benz Vito 110D 05/98, 2300cc, ek. 53 þús, ssk., 8 manna, ABS, rafm. o.ft. Verð 2.390 þús. MMC Eclipse GS 2000cc arg’95 5 gíra, ek. 101 þús., geislasp., toppl. ,17“álf., rafm. o.fl. Verð 890 þús. Áhv. 315 þús Jeep Grand Cherokee Laredo. 07/99, ek. 25 þús., ssk. ABS, leður.hraðastillir, álfelgur, dráttarkrókur.rafm. o.fl. Verð 2.990 bús. Opel Combo 1,4. 02/015 gira, ek. 14 þús., álfelgur,vsk.-bíll, sumar- og vetrardekk. Verð 1. 290 þús. Áhv. 1.200 þús. M.Benz A 140 Classic 05/99.ek. 32 þús., 5 gíra, þjófavörn.samlæs., o.fl. Verð 1.480 þús Áhv. 800 þús Subaru Legacy GLI 2000 06/95, ssk ek. 93 þús., álfelgur.dráttarkrókur, ný tímareim.sumar- og vetrard, rafm. o.fl Verð 990 þús. Suzuki Baleno GL 1300cc 10/97ssk ek. 24 þús., rafm. o.fl. Verð 780 þús. Suzuki Vitara JLXI V6 4x4. 07/98 ek. 61 þús., 5 gíra, ABS, geislasp.,33 dekk, rafm. o.fl. Verð 1.590 þús. ySíloAöllin/ ósÁim uufsAiþtxuMnunt súuun^lexfiletjra ^Jóia oig/urGee/aan á Áo/naadi ári. Subaru Forester 2,0 Stw. 01/98 ssk. ek. 67 þús. geislasp., dráttarkrókurrafm. o.fl. Verð 1.450 þús. Renault Megane Classic 08/99 ssk. ek. 47 þús., ABS, geislasp.rafm o.fl. Verð 1.380 þús. Vísa- og Euro- raðgr. Löggild bílasala. Vantar bíla á skrá og á staðinn. Daihatsu Applause XI 1600cc 10/98.ssk. ek. 15 þús., ABS, Jgeislasp.,álf., rafm. o.fl. Verð 1.030 þús. MMC Pajero langur disil turbo, 06/99, ssk., ek. 68 þús., geislasp. ABS, topplúga, leður, hraðastillir, upphækkaður, rafm. o.fl. Verð 3.250 þús. www. Góð ryðvörn tryggir endingu, endursöiu og eykur öryggi ykkar í umferðinni. Bílarydvörn Bíldshöfða 5 sími 587 1390 biíahoUinJs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.