Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 DV Fréttir Enn í skoðun að fara með úrskurð umhverfisráðherra fyrir dómstóla: Dómsmál yrði höfðað vegna stjórnsýslugalla - andmælaréttur skoðaður og að ráðuneytið vísaði málinu ekki til baka Hugsanleg dómsmál sem höfðuð kunna að verða vegna úrskurðar Sivj- ar Friðleifsdóttur vegna Kárahnjúka- virkjunar munu snúast um form en ekki efnisinnihald úrskurðarins. Eins og fram hefur komið í DV hafa for- menn níu virtra umhverfissamtaka lýst þeirri skoðun að hugsanlega ver- ið höfðað dómsmál vegna niðurstöð- unnar en að sögn Árna Finnssonar, formanns Náttúruvemdarsamtaka ís- lands, liggur enn ekki fyrir hvaða at- riði það em sem látið yrði reyna á í slíku máli. „Lögmenn hafa ekki kom- ist til þess yfir hátíðimar að fara nægjanlega yfir úrskurðinn til þess að negla þessa hluti niður,“ segir Árni. Hann telur þó nokkrar líkur á því að tU málaferla komi, enda sé ým- islegt við málsmeðferðina að athuga. Aðspurður fellst hann á þá túlkun að málaferli geti ekki snúist um úr- skurðarorðin sjálf, þ.e. á sjálft mat ráðherrans og niðurstöðu, heldur hljóti dómsmálið að snúast fyrst og fremst um formsatriði og stjómsýslu og í þessum málatUbúnaði öllum séu vissulega mörg mikUvæg formsatriði sem orki tvímælis. Kæra frá í haust Árni kveðst þó á þessu stigi máls- ins ekki vUja tilgreina neina ákveðna þætti umfram aðra en vísar til kæru Náttúru- verndarsamtak- anna til umhverf- isráðherra í nóv- ember sl., þar sem kært er tU stað- festingar á úr- skurði Skipulags- stofnunar en til vara gerð sú krafa að málið verði aUt ógilt og sent tU baka til Skipulagsstofnunar. Það er raunar sama athugasemd og Stein- grímur J. Sigfússon og Vinstrihreyf- ingin, grænt framboð, hefur gert við úrskurðinn, þ.e. að umhverfisráð- herra haFi ekki átt að taka kæru Landsvirkjunar og framkvæma nýtt „mini-umhverfismat“ á grundveUi hennar. Þvert á móti hafi ráðherra borið að taka kæruna fyrir á grund- veUi þeirra upplýsinga sem lágu fyrir þegar Skipulagsstofnun úrskurðaði i málinu. En úr því að ráðuneytið taldi að upplýsingar væru ónógar telja Vinstri grænir að senda hefði átt mál- ið aftur til baka tU Skipulagsstofnun- ar. Þessi möguleiki er vissulega reif- aður í úrskurði Sivjar sjálfrar og kemur þar fram að ráðuneytið hafi metið þessa ágaUa þannig að þeir gæfu ekki tilefni tU að ógilda málið í heild sinni og senda það tU baka, enda hafi borist ný gögn sem bættu úr göUunum. 1 ljósi þess að nú virðist þessi málsmeðferð og form stjórnsýsl- unnar vera það sem líklegast er að muni verða látið reyna á fyrir dóm- stólum er forvitnUegt að skoöa rök- stuðning Náttúruvemdarsamtakanna og Magnúsar Inga Erlingssonar, lög- manns þeirra, við varakröfu Náttúru- vemdarsamtakanna í kæra þeirra til umhverfisráðherra, þar sem farið var fram á að málið yrði sent Skipulags- stofnun aftur vegna ágalla í stjóm- sýslu. Andmælaréttur almennings í fyrsta lagi er það spumingin um andmælarétt almennings sem for- ustumenn Náttúruverndarsamtak- anna telja að geti skipt máli nú. í kæra sinni tU ráðherra í haust kom líka fram sú ábending að erfitt væri fyrir Náttúraverndarsamtökin og fé- lagsmenn þeirra að kynna sér þau gögn sem lögð vora fram eftir að úr- Úrskurður kynntur Siv Friöleifsdóttir umhverfisráöherra kynnir úrskurö sinn um umhverfismat vegna Kárahnjúkavirkjunar sem náttúru- verndarsamtök íhuga nú aö fara meö fyrir dómstóla. Steingrímur J. Árni Sigfússon. Finnsson. skurður Skipulagsstofnunar féU og móta sér skoðun og gera athugasemd- ir við þær upplýsingar. „Bent skal á að almenningur verður ekki einungis að vera vel innsettur í matsskýrslu Landsvirkjunar um fyrirhugaða framkvæmd heldur verða þeir sem hyggjast neyta andmælaréttar síns að setja sig inn í úrskurð Skipulags- stofnunar og stjórnsýslukæra Lands- virkjunar og fylgiskjöl með henni ... Andmælaréttar verður hins vegar ekki gætt nema að einstaklingum og samtökum þeirra gefist rúm til að móta afstöðu sína og koma að rök- studdum athugasemdum," segir í kærunni. í framhaldinu er því svo haldið fram að hinn skammi frestur, eða einungis átta dagar, sem ráðu- neytið veitti almenningi í þessu skyni, sér i lagi sá tími sem gafst til að kanna umsagnir hinna ýmsu um- sagnaraðila, sé skýrt brot á andmæla- rétti Náttúruverndarsamtakanna og félagsmanna þeirra, sbr. nýju lögin um umhverfismat (c-lið 1. gr. laga nr. 25/2000). Ný gögn óheimil? í öðru lagi kynni það að verða ve- fengt að heimilt hafl verið að leggja fram ný gögn eftir að úrskurður Skipulagsstofnunar gekk. Það var m.a. skoðun Náttúravemdarsamtak- anna í fyrrnefndri kæra og undir þessa skoðun hafa Vinstri grænir tek- ið. Fullyrt er að lagaheimild skorti til að leggja fram ný gögn á kærustigi Siv Magnús Ingi Friðleifsdóttir. Erlingsson. enda skuli úrskurður Skipulagsstofn- unar og umhverfisráðherra á kæru- stigi byggjast á fyrirliggjandi gögn- um. Vísað er til þess að í nýju lögun- um um umhverfismat frá þvi í fyrra sé umhverfisráðherra skuldbundinn til að úrskurða í kærumálum á „grandvelli fyrirliggjandi gagna“ og fullyrt að með þeim fyrirliggjandi gögnum sé átt við þau gögn sem lágu fyrir þegar Skipulagsstofnun fjallaði um málið en ekki ný gögn eða, eins og segir í rökstuðningi í kæra Nátt- úruverndarsamtakanna: „Við slíka málsmeðferð er andmælaréttur ekki virtur, aðilar búa við ójafnræði og fagleg yfirferð Skipulagsstofnunar á fyrsta stjórnsýslustigi liggur ekki fyr- ir á viðbótargögnum Landsvirkjunar. Grandvelli málsins hefur því verið raskað í veigamiklum atriðum og ber því að ómerkja málsmeðferðina alla og vísa málinu aftur til Skipulags- stofnunar." Tefur varla framkvæmdir Rétt er að undirstrika að engar ákvarðanir liggja fyrir um það að far- ið verði með þennan úrskurð fyrir dómstóla þó það mál sé í skoðun hjá umhverfissamtökum. Hins vegar er ólíklegt, en þó alls ekki útilokað, að dómsmál muni raska þeirri fram- kvæmdaáætlun sem Landsvirkjun vinnur eftir og gerir ráð fyrir að und- irbúningsframkvæmdir hefiist strax næsta sumar og framkvæmdirnar sjálfar næsta haust. Mun líklegra er að aðrir óvissuþættir, s.s. varðandi fiármögnun og umhverfismat á álver- inu sem slíku, muni hafa áhrif á framkvæmdaáætlunina en hugsan- legt dómsmál. Auk þess liggur fyrir sú yfirlýsing forráðamanna Lands- virkjunar, m.a. Friðriks Sophusson- ar, að framkvæmdir muni boðnar út með nauðsynlegum fyrirvörum um að tilskilin leyfi fáist. Vinstrihreyf- Friörik Sophusson. ingin grænt fram- boð hefur ekki boðað dómstóla- leiðina í þessu máli þrátt fyrir að flokkurinn telji klárt að ekki hafi verið farið að lög- um í stjórnsýslu- legri meðferð málsins. Hins veg- ar hefur flokkur- inn boðað að málið verði tekið upp á pólitiskum vettvangi strax og þingið kemur saman. Það verður þá bæði gert í utandagskrárumræðu og síðan eins þegar frumvarp iðnaðarráðherra um virkjanaleyfi kemur fram, en það hefur verið boðað á vorþinginu. Samfylkingin meö Kárahnjúkavirkjun og úrskurður umhverfisráðherra mun væntanlega eiga sér fiölmarga formælendur á Al- þingi en stuðningur við virkjunina nær langt út fyrir raðir stjórnarliða. Einhverjir samfylkingarmenn hafa uppi efasemdir um virkjunina en á formanni flokksins er ekki annað að skilja en að flokkurinn muni styðja málið reynist það á annað borð þjóð- hagslega hagkvæmt. Þannig segist Össur Skarphéðinsson ekki vilja slíta i sundur umhverfisáhrifin af virkjun- inni og efnahagslegan ávinning og það sé í raun hlutverk stjórnmála- manna að meta hvort ávinningurinn réttlæti þau áhrif sem þessi virkjun hafi á umhverfið. „Eitt af því sem skipti til dæmis máli varðandi þetta mat sé það hver verði landnýtingin á landsvæðinu norðan Vatnajökuls. Það liggur fyrir að jafnvel þó þetta verði virkjað þá er þarna stærra ósnortið víðerni heldur en t.d. Harð- angursvíðemið í Noregi. Þetta verður sem sé áfram stærsta ósnortna víð- ernið í Evrópu," segir Össur. Hann kveðst ekki tilbúinn til að gefa upp frekar afstöðu flokksins til framgangs málsins fyrr en hann sjái nánari út- færslu á því hvað ríkisstjórnin sé að hugsa í málinu. Hitt virðist ljóst af orðum hans að hann telur úrskurð umhverfisráðherra mjög til bóta og af samræðum við samfylkingarmenn er greinilegt að Össur hyggst færa flokk- inn til stuðnings þessari framkvæmd að breyttu breytanda. Umsjón: Hördur Kristjánsson netfang: hkrist@dv.is I samtök hurðaskella Ólafur F. Magnússon, sem yfir- gaf Sjálfstæðisflokkinn með stæl fyr- ir jólin, er sagður hafa fengið nýtt nafn meðal fyrrum félaga á D-listan- um. Þar sem úr-. sögn hans úr flokknum bar upp I á aðventuna þykir ýmsum við hæfi að kalla hann hurða-1 skelli. í heita pott- inum þykir afar I líklegt að Ólafur I gangi til liðs við ' frjálslynda varðandi framboð í borg- arstjórnarkosningum í vor. Þar verð- ur kappinn væntanlega ekki í slæm- um félagsskap. Spaugsamir telja þó réttara að kalla Frjálslynda flokkinn Samtök íslenskra hurðaskella. í for- svari þeirra samtaka sé yfirhurða- skellir sjálfur, Sverrir Hermanns- son, sem líka yfirgaf Sjálfstæðis- flokkinn með stæl. Sömu sögu er að segja af þingmanninum Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Pétur Bjarnason skellti líka hurðum að baki sér í Framsóknarflokknum og sömu sögu má líka segja af Magnúsi Reyni Guðmundssyni, meintum forystukandídat frjálslyndra á ísa- firði... Litlu sigurvegararnir Jólabókavertíðin að þessu sinni er ótvírætt talin sigur litlu forlaganna, Bjarts og JPV-útgáfunnar. Þrátt fyrir yfirgnæfandi markaðshlutdeild Eddu (samnefnari Vöku- Helgafells, Máls og menningar og fleiri) í bókaútgáf- unni, þá átti hún ekki nema 6 af 15 söluhæstu bókun- um á jólavertíð- inni. Bjartur átti 4 og JPV átti þar einnig 4. Sigurvegarar jólabókaflóðs- ins eru þvi án efa Snæbjörn Arn- grímsson hjá Bjarti og Jóhann Páll Valdimarsson hjá JPV-útgáfunni ... Flýgur inn í RÚV Jóhannes Bjarni Guðmundsson, fyrrum fréttamaður á Ríkisútvarp- inu og síðar flugmaður hjá Flugleið- um, mun á ný setjast á bak við hljóðnemann hjá RÚV. Þessi hug- prúði Hnífsdæling- ur hefur unnið sig hratt upp í flug- heiminum og vann sig upp af Fokker í þotuflugið hjá Flug- leiðum. Á tímum samdráttar í flug- inu fór þó svo að kappanum var sagt upp. í stað þess að tala til fárra hundruða farþega í gegnum hljóð- nemann mun rödd hans á ný hljóma i eyrum nærri þrjú hundruð þús- unda íslendinga dag hvem. Væntan- lega verður Jói Baddi staðsettur í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Litlar líkur eru á að hann fái aftur það embætti sem hann hóf sinn feril í hjá RÚV, nefnilega sem hljóðmaður hjá Finnboga Hermannssyni á ísa- firði. Hjá RÚV er nefnilega líka nið- urskurður og Finnbogi orðinn að fiölnota útvarpsmanni... Ekkert púður... Skoteldasinnaðir pottverjar segja ekkert varið í þessar rakettur leng- ur. Fyrir nokkrum árum var hægt að kaupa flugelda með myndum af helstu stjómmála- leiðtogum lands- ins. Þar voru m.a. Davíð Oddsson, Steingrímur Her- mannsson og gott ef ekki Ólafur Ragnar Grímsson lika. Öll sú ánægja sem fylgdi því að skjóta þessum fýram upp og sjá þá springa með látum á himinhvolfinu heyri nú sögunni til. Menn greinir á um ástæður þess að hætt var þessari skemmtilegu flugeldaframleiðslu. Sennilega sé þó skýringin sú að ekk- ert púður sé lengur í okkar helstu stjórnmálaleiðtogum ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.