Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 16
28 _________________________________________________________________________________________FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 ♦Skoðun DV ipurning dagsins Eru margir flugeldar keyptir á þínu heimili? Birna Ásbjörnsdóttir nemi: Nei, frekar lítiö, kannski einn flugeldur og ein kaka. Aníta Ásmundsdóttir nemi: Ábyggilega einhver slatti. Guðmundur Arnar Björnsson, 14 ára: Pabbi kaupir mikiö og svo ætla ég aö kaupa fyrir 3 þúsund krónur. Arnljótur Jóhannesson, vinnur á Reykjalundi: Já, slatti. Rúdolf Pálsson: Nei, ekkert. Ég er á móti flugeldum. Þaö er óþarfa peningaeyösla og bara ónæöi. Halldór Bjarnason hljóömaður: Nei, þaö er svo dýrt. Tilgangslaust að upplýsa Fíknó? Viö skólalóðina Ekki allt sem sýnist? Móðlr sendi þennan pistil: Ég komst aö því fyrir nokkru aö ungur strákur sem ég þekkti lítið væri byrjaður að selja e-pillur í hverflnu mínu og nálægt skóla þar sem að börnin mín eru. Og þar sem bæði börnin mín eru að nálgast unglingsárin hringdi ég í Fíknó, lét þá vita og gaf þeim allar upplýsing- ar sem þurfti til að taka hanri úr umferð. Þeir þökkuðu fyrir þessar upplýsingar, og ég spurði hvað yrði gert. Svarið var svo sem ekki merki- legt; þeir ætluðu að skoöa málið, en tóku fram að þeir vildu helst ná stærri sölunum sem eru yfir hinum svokölluðu „peðum“. Ég kvaddi og ákvað að grennslast aðeins betur fyrir um þetta. Ég kæri mig ekki um að hafa dópsala í mínu hverfi þar sem fullt er af börnum sem skilja ekki hversu hættulegar þessar skrautlegu pillur eru. Þegar ég var loks búin að fá upplýsingar um hverjir útveguðu dópið hringdi ég aftur og gaf þær upplýsingar sem ég var með. Það eina sem ég hafði voru stutt hálfgerð gælunöfn, en þeir þekkja víst vel til og vita hvar þeir eiga að leita. Spurði ég nú enn og aftur hvað yrði nú gert þar sem ég var búin að útvega þeim enn meiri upp- lýsingar. „Það er voðalega lítið,“ sagði maðurinn, „við viljum stóru salana," bætti maðurinn við. Ég spurði hann hvort þeir þyrftu nú ekki að byrja einhvers staðar og kannski byrja á því að taka þessi „peð“ úr umferð, því staðan er sú að þeir ganga alltaf lausir og fá aldrei „Eru þetta eðlileg vinnu- brögð hjá Fíknó, ég bara spyr? Ég get ekki séð að það geri mikið gagn að láta þá vita um þennan dópsala því sennilega verður hann látinn í friði með sitt dóp. “ dóm. „Nei, þetta virkar víst ekki svona.“ En þar sem ég er eins og ég er, svolítið ákveðin og áhyggjufull móð- ir, þá féllst maðurinn á að gera svo- kallaða stikkprufu einhvem tíma. Þá stoppa þeir viðkomandi „peð“ og leita í bilnum hans eða á honum. Finnist ekkert þá gera þeir ekkert, en finnist eitthvað þá fara þeir með hann niður á „stöð“, en hann fær sennilega engan dóm. - Ég veit að þessi stikkprufa hefur ekki enn komið til framkvæmda, og ég efast um að það gerist. í þessu símtali hrósaði ég þeim fyrir það hvað þeir hafa tekið sig á hvað varðar að stoppa innflutning á dópi til landsins en það þarf líka að taka á því sem gerist í hverfunum því að það dóp sem kemst til lands- ins fer að sjálfsögðu á götuna, til litlu barnanna okkar. Eru þetta eðli- leg vinnubrögð hjá Fíknó, ég bara spyr? Ég get ekki séð að það geri mikið gagn að láta þá vita um þenn- an dópsala því sennilega verður hann látinn i friði með sitt dóp. Og þar með heldur ferlið einfaldlega áfram og þróast sífellt til hins verra þar tO - ja, þar til hvað? íslensku flugöryggi ábótavant Karl Jónsson skrifar: Það er án efa hárrétt hjá trúnað- arlækni Flugmálastjómar, sem nú hefur verið látinn víkja, að það er bein ósk um afslátt á flugöryggi þeg- ar hagsmunaaðilar eins og félag at- vinnuflugmanna geta komið því til leiðar að embættismönnum sem gegna trúnaðarskyldu gagnvart al- menningi er sparkað úr starfi eins og ekkert sé. - Og það með tilstilli ráðuneytis eins og gerist einmitt núna þegar ráðherra samgöngu- mála grípur inn í mál sem hann og hans ráðuneyti á í raun ekkert aö skipta sér af. Það er alvarlegt þegar pólitíkin er orðin ógn við flugöryggið hjá einni þjóð. Erlendis er litið á brottrekstur „í bandarísku tímariti birt- ist t.d. pistill þar sem greint var frá því að þarlend flugfé- lög hafi látið einkamál, svo sem erfiðleika í hjónabandi, skilnaði eða ástvinamissi skipta máli þegar þau koma upp í fjölskyldu flugstjóra flugfélaganna. “ trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar vegna þrýstings eða afskipta ráð- herra samgöngumála mjög alvar- legum augum. Það er kunn staðreynd að strangt eftirlit er með heilsufari flugmanna í farþegaflugi og allt skiptir þar máli. 1 bandarísku tímariti birtist t.d. pistill þar sem greint var frá því að þarlend flugfélög hafi látið einka- mál, svo sem erfiðleika í hjóna- bandi, skilnaði eða ástvinamissi skipta máli þegar þau koma upp í fjölskyldu flugstjóra flugfélaganna. Hygg ég að svo sé enn, og a.m.k. er grannt fylgst með sálarástandi og hvers konar veilu í fari þeirra sem stjórna loftförum þar sem við- bragðsflýtir og skörp hugsun og óheft eru þeir þættir sem flugstjórar verða að ráða yfir. - Þessi síðustu viðbrögð ráðherra gagnvart sam- göngum í þágu Islendinga vekja upp spurningar um hæfni hans til for- stöðu svo mikilvægs embættis. Milosevic fórnað? Guðjón Einarsson skrifar: Það er ekkert að því að ákæra stríðs- glæpamenn, líkt og verið er að gera hjá stríðsglæpadóm- stólnum í Haag þessi misserin. Stríðið í Bosníu og framkoma Serba við minnihluta- hópa af albönskum upþruna og aðra sem eru múslímar hefur rýrt orðspor allra þjóðanna á Balkanskaga, þótt þær allar séu ekki viðriðnar hryUileg morð, nauðganir og ofsóknir. Nú sætir MUisevic sem þjóðarleiðtogi Serbíu ákæru fyrir áð- urnefndum dómstól. Aðrir telja höf- uðpaura alira pyntinganna og ofsókn- anna þá Radovan Karadzic og Mvlad- ic hershöfðingja. Því eru réttarhöld yfir ráðamönnum í Serbíu án þeirra skrípaleikur að mínu mati. Flugvirki fótbrotnar Hjálmar hringdi: Mér finnst furðulegt hvernig fjöl- miðlar, einkum RÚV og Stöð 2, taka á málum sem varða ólöglegan innflutn- ing flkniefna. Ég tek dæmi af flug- virkjanum sem var að koma heim með áætlunarflugi og var gripinn með fikniefni. Umsvifalaust tUgreint hvaða starf maðurinn hafði með höndum! Hefði þetta verið smiður eða kennari, myndu fjölmiðlarnir þá líka hafa tilgreint störf þeirra? Auðvitað ekki. Það hefur ekki verið vani að tU- greina sérstaklega hvaða störfum menn sinna þótt þeir séu gripnir með fikniefni á KeflavíkurflugveUi, aðeins þjóðemi. Myndu þessir sömu fjöl- miðlar geta þess með áberandi hætti hefði Uugvirki fótbrotnað? - Hvers konar rugl er þetta eiginlega? Reykjavík, fjölmenn og víðfeöm En ekki til skiptanna. Reykjavík í tvennt Þórður Magnússon skrifar: Að skipta höfuöborginni upp í tvö kjördæmi er líklega það allra ömur- legasta sem Reykjavík hefur verið gert í seinni tíð. Verði það raunin að borgin verði tvö kjördæmi krefst ég þess, fyrir mitt leyti, að fá sérstakan borgarstjóra eða ígildi borgarstjóra (kannski sveitarstjóra eða eins konar „Gauleiter" eins og þeir nefndu það í Þriðja ríkinu á sínum tíma) sem er pólitískt ábyrgur fyrir þeim hluta borgarinnar sem ég bý í. Ég held að með skiptingu Reykjavíkur í tvö kjör- dæmi hafi verið vaðið út í fen sem ekki verði komist upp úr með auð- veldum hætti. Borgin á að vera eitt kjördæmi þótt fjölmenn sé og víðfeðm. Milosevic, fyrrv. forseti Serbíu Fórnaö fyrir mestu skúrkana? Myndband mánaðarins Þá er komið út nýtt myndband mánaðarins frá Osama bin Laden. Éins og áður eru uppi ein- Vhverjar efasemdir um að myndbandið sé ekta, en Garra sýnist engin ástæða til að efast um það. Þetta er í það minnsta þriðja vídeóið sem fram kemur þar sem bin Laden er í aðalhlutverki og fer með einræðu nánast allan tímann sem hann er í mynd. Að þessu sinni er tilefni myndbands- upptökunnar sagt að þrír mánuir hafi verið liðn- ir frá árásunum á Bandaríkin, sem aftur gefur mönnum tilefni til að ætla að þessi bin Laden hafi verið á lífi um miðjan desember. Handritið að þessari myndbandsuppöku virðist ekki vera eins áhugavert og handritið að síðustu mynd, sem kom út með bin Laden i aðalhlutverki. Enda mun hans síðasta myndband hafa verið meira frjáls tjáning sem ekki átti að gefa út á meðan »það myndband sem nú kemur fyrir manna sjónir virðist vera njörvað niður með fyrir fram skrif- aðan texta. Eins hverfur bin Laden nú aftur til fyrri leikmyndar, þeirrar sem var í fyrsta vídeó- inu hans, þ.e.a.s. aö hann er einn í mynd klædd- ur gæsaveiöigalla og með Kalashnikov-vélbyss- una sína. í síðasta vídeói var hann hins vegar með fleiri með sér sem kunnugt er, sem gerði myndina ólikt fjölbreyttari. Misnotkun á Palestínumönnum Efnislega er i sjálfu sér fátt nýtt sem kemur fram í þessu nýja myndbandi bin Ladens og þama fer hann með sömu gömlu þuluna um að Bandaríkjamenn fyrirlíti íslam og fylgjendur þess og taki ekkert tillit til bænahalds þeirra í ramadan og fleira i þeim dúr. Jafnframt reynir hann að réttlæta hryðjuverk sín með vísan til ástandsins í Palestinu og yfirgangs ísraelsmanna þar og stuðnings Bandaríkjamanna við þann yf- irgang. Sú tilraun ber vitaskuld vott um að bin Laden sé kominn i vöm og'telji sig þurfa að verja gerðir sínar. Hann grípur því til þess gamla bragðs að notfæra sér samúö umheimsins með Palestínumönnum én varðar að sjálfsögðu ekkert um það - ekki frekar en fyrri daginn - að , með því að nota Palestínumenn sem björgunar- hring fyrir eigið ofstæki dregur hann málstað Palestínumanna með sér niður í djúpið. Meö vídeódellu En öfugt við það sem bin Laden var að vona, hefur umheimurinn ekki keypt þessar réttlæting- ar á hryöjuverkum hans og einfaldlega stimplað hann sem stórhættulegan glæpamann og óvin mannkynsins. Gildir þar einu hverjir eiga í hlut, múslímar, kristnir, hindúar eða trúleysingjar. Hins vegar er ímynd bin Ladens að breytast úr mynd af trúarofstækismanni í mynd af hégóma- fullum miljónara með vídeódellu. Hann virðist vera með vídeótökuvélina í gangi i tíma og ótíma til að taka myndir af sjálfum sér: Hann að tala um trúmál í gæsaveiðigallanum; hann að segja strákunum frægðarsögur af skipulagningu hryðjuverka; og hann aftur með vélbyssuna að hóta öllu illu. Og allt tekiö upp á vídeó! Síðan þegar umræðan um hann í heimsfréttunum fer aðeins aö dofria og byrjað er að tala um ein- hverja aðra sem „menn ársins" hjá Time, þá sendir hann eina spólu til al-Jazzera sjónvarps- stöðvarinnar. Það er í því ljósi sem Garri treyst- ir sér ekki til að gefa þessu nýjasta myndbandi mánaðarins frá bin Landen nema eina stjörnu! CjJuCfe Frekir flugmenn Ásdís hringdi: Það er ekki að spyrja að flug- mannastéttinni og öðrum sem tengj- ast fluginu, líkt og flugumferðarstjór- unum sem sífellt eru á höttunum eft- ir verkfalli til að knýja fram launa- hækkun. En frekja flugmanna gengur fram af manni þegar þeir krefjast þess að sómakærum og virtum lækni verði sparkað úr starfi trúnaðarlækn- is Flugmálastjórnar. Flugmenn verða að sætta sig við læknisúrskurð sem metur einn og einn starfsbróður þeirra vanhæfan til starfs vegna lík- amslegs eða andlegs ástands. Starfs- stéttin á ekki að geta ráðið hver telst hæfur til að vera ábyrgur til að stjóma flugfari. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverhottl 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.