Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 Tilvera I>V -*■ 3 í f iö Útópía á Akureyri Sveitin Útópía er stödd norðan heiða yfir hátíðimar og ætlar að bjóða norðanmönnum upp á veislu í kvöld á Kaffi Akureyri. Engu verður stungið í samband því drengimir leika bestu lög sin órafmagnað í bland við önn- ur uppáhöld. Krár BUFF A VIDALIN Gleöilistamenn- irnir í Buff byrja upphitun fyrir gamlárskvöldspartíið á Vídalín. Böll 16 ARA BALL A BROAPWAY Hljómsveitin Ný dönsk stendur fyrir dansleik á Broadway. 16 ára aldurs- takmark. BÚÁLFARNIR í EGILSBÚC Búálfarnlr með Ola Egíls Fiðlu- Hansa í aðalhlutverki í Egilsbúö, Neskaupstað. Gleðitónlist með írsku ívafi. Frítt inn fyrir miðnætti. Miöa- verð 800 kr. eftir það. GEIRMUNDUR Á VH) POLLINN Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sveiflar sér í takt á Við pollinn. Leikhús BEÐIÐ EFTIR GODOT I kvöid verður Beöiö eftir Godot sýnt á fjölum nýja sviðsins í Borgarleikhúsinu . Höf- undur þess er Samuel Beckett. Með aðalhlutverk fara þeir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson. BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir leikritið Blessaö barnalán eftir Kjart- an Ragnarsson. KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI í kvöld sýnir Borgarleikhúsið leikrit Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli, en tónlistin er í umsjá hljóm- sveitarinnar Quarashi. Meðal leik- enda er Árni Tryggvason. Sýningin hefst kl. 20 og er á stóra sviðinu. SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Leik ritiö Syngjandi i rigningunni verður sýnt í kvóld á stóra sviöi Þjóöleik- hússins . Meðal leikenda í sýning- unni eru Selma Björnsdóttir og Stef- án Karl Stefánsson. Sýningin hefst kl. 20 stundvíslega. VIUI EMMU 1 kvöld verður leikritiö Vilji Emmu sýnt á fjölum Þjóðleik- hússins en verkið er eftir David Hare. Sýningin hefst stundvíslega kl. 20 og verður sýnt á Smiöaverk- stæolnu. Sýningar ISLENSK MYNDLIST Á 20. OLD I Listasafni Islands viö Fríkirkjuveg stendur yfir yfirlitssýningin Islensk myndlist á 20. öld. Þar eru verk í eigu safnsins eftir 39 íslenska listamenn. Sá elsti er Þórarinn B. Þorláksson og sá yngsti Sigurður Árni Sigurösson. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 11-17 og sýningin stendur til 15. janúar. LEITIN AÐ MIÐJU JARÐAR I Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstööum, er sýningin Leitin að miðju jarðar, sýning tékkneskra glerlistamanna sem eru meöal þeirra fremstu í heiminum. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga nema miðvikudaga frá 10-19. Sýningin stendur til 13. janúar. BENEDIKT í GALLERÍ REYKJAVÍK Benedikt S. Lafleur sýnir verk sín í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Hefur stofnað fyrirtækið Handlaginn: Frá Rauðahafinu í reksturinn Bíógagnrýni Svalir gæjar og sæt stelpa Upphaflega ætlaði hann að verða læknir. Hætti við og fór í heim- speki. Þaðan í viðskiptafræði og með MBA frá Barcelóna fór hann beint i að stofna fyrirtækið Hand- laginn sem býður upp á fagþjón- ustu iðnaðarmanna í ýmsum greinum. Ýmir Björgvin Arthúrs- son heitir maðurinn. Skyldi hann vera handlaginn? „Ja, ég hef unnið við allt mögulegt, allt frá því að stjórna skútu I Rauðahafinu til sér- fræðistarfa í tölvubransanum - en ég er ekki fagmaður í neinni iðn,“ segir Ýmir, allt að því afsakandi. „Aftur á móti hef ég ráðið meistara i mjög mörgum iðngreinum til starfa hjá fyrirtækinu, svo sem húsasmíði, pípulögnum, málningu, múrverki, dúklagningum, rafvirkj- un og ræstitækni." Sambíóin - Ocean’s Eleven: ★ ★ Gæðadrifið fyrirkomulag Handlaginn er eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi en að sögn Ýmis sniðið eftir erlendri fyr- irmynd. „Við vorum í 3-4 mánuði að púsla þessu saman, ég og með- eigandi minn sem er ástralskur og hefur gríðarlega reynslu af fyrir- tækjarekstri um allan heim. Sam- an þróuðum við þessa hugmynd,“ segir hann. Aðalmálið segir hann vera að hafa módelið þannig að starfsmennimir geri sitt besta, þótt þeir séu á ábyrgð annarra. „Ekki bara til að fyrirtækið græði á því heldur af því að ef þeir standa sig njóta þeir hluta ágóð- ans. Þetta er gæðadrifið.“ segir hann. Ýmir telur þörf fyrir svona þjónustu hér á landi og bendir á að séu menn að byggja hús þurfl þeir bara að hringja í eitt númer í stað þess að liggja í símanum allan dag- inn að eltast við iðnaðarmenn í hinum og þessum greinum. En skyldi vinnan ekki verða dýrari fyrst hún fer i gegn um millilið? Ekki vill hann meina það. „Eitt af mínum keppikeflum er að koma vinnunni á sanngjörnu verði til neytandans," segir hann. Sólarlagið glæsilegt við Rauðahafið En nú langar blaðamann að heyra meira um siglingarnar í Rauðahaf- inu sem Ýmir ympraði á í upphafl DV-MYND BRINK Framkvæmdastjórinn Ýmir Björgvin hefur ótal iönmeistara á sínum snærum. spjalls. Ekki stendur á því. „Eftir menntaskólann fór ég til ísraels og vann þar á samyrkjubúi í tvo mán- uði við að tína banana og appelsínur af trjám. Fór svo niður að Rauða- hafmu og var að vinna á seglskútu í rúmlega hálft ár. Þetta var stór skúta eins og við sjáum í sjóræn- ingjamyndum og var stjómað með seglunum eingöngu. Við fórum í dagsferðir með ferðafólk og eitt af mínum hlutverkum var að grilla kjúkling handa farþegunum þegar við léttum akkerum hjá kórallaeyju við Egyptaland," segir Ýmir og kveðst eiga góðar minningar frá þessum tíma. „Sólarlagið er glæsi- legt við Rauðahafið," segir hann, dreyminn á svip. í besta MBA skólanum Nú er Ýmir spurður aðeins út í námið. „Ég fór í heimspeki í þeirri von að fmna svarið við því hvað ég vildi. Með henni tók ég viðskipta- fræði sem aukafag og metnaður minn á þvi sviði varð til þess að ég sótti um MBA-nám við einkaskóla sem heitir ESADE og er í Barcelóna. Skólinn er mjög virtur og nýverið var hann metinn sem besti MBA- skólinn í Evrópu af Wall Street Jo- urnal. Það er erfitt að komast inn í hann og námið var mjög erfítt en gríðarlega skemmtilegt og lærdóms- ríkt. Það liggur við að maður sé með „heimþrá" núna í skammdeginu, enda er Barcelóna einhver fallegasta borg veraldar. Eftir að heim kom starfaði ég í hugbúnaðarfyrirtæki en hugurinn hefur alltaf stefnt í þá átt að byggja upp mitt eigið fyrirtæki." Yfirbygging í lágmarki Síðan Handlaginn varð að veru- leika kveðst Ýmir hafa haft nóg að gera. „Margir hafa furöað sig á því að ég hafi stofnað svona fyrirtæki en sú þjónusta sem Handlaginn býður upp á er vinningsstaða fyrir alla sem að málinu koma. Við ætlum að halda yfirbyggingunni í lágmarki og láta uppskeruna renna til starfs- manna, því ánægðir starfsmenn skila sér í gæðaþjónustu. Hug- myndafræðin er sótt yfir Atlantshaf- ið og við höfum fulla trú á því að hún komi til með að falla í góðan jarðveg hérlendis." -Gun. Ocean’s eleven er endurgerð á samnefndri kvikmynd frá árinu 1960 sem vann sér það helst til frægðar að vera fyrsta mynd „rottu- gengisins" - en í því voru töffararn- ir Frank Sinatra, Sammy Davis jr„ Dean Martin og fleiri góðir. Ekkert merkilegt hef ég fundið um frum- myndina í uppflettiritum - hún hef- ur aðallega gengið út á stóru nöfnin sem fylltu svo vel út í tjaldið en ekki söguna sjálfa. í endurgerð Steven Soderberghs er heldur ekkert verið að spara stór- stjörnurnar; Clooney, Pitt, Roberts, Damon og Garcia saman í einni mynd, ekki hefur það verið ódýrt. En sennilega hefur Soderbergh nokkuð frjálsar hendur eftir síðustu sigra sína; Erin Brockovich og Traffic. Oceans eleven er ekki stór- virki í líkingu þær, en Soderbergh hefur ef til vill þurft að hvíla sig frá snilldinni og gert eina ágæta hand- verksmynd á meðan. Ocean’s eleven er svöl og skemmtileg mynd um hinn full- kommna glæp. Danny Ocean (Cloo- ney) er nýsloppinn úr fangelsi og er ekki fyrr kominn út fyrir hlið en hann er farinn að safna saman (ell- efu) krimmum fyrir rán aldarinnar; að ræna samtímis þrjú spilavíti í Las Vegas sem hinn slimugi Terry Benedict (Garcia) á. Sá er að auki óvinsæll hjá Ocean af því hann er að gera hosur sínar grænar fyrir fyrrverandi eiginkonu Ocean. Rán í Las Vegas George Clooney fyrir miöri mynd í hlutverki Danny Ocean. Hægri hönd Ocean er töffarinn Rusty Ryan (Pitt) og með þeim er samansafn af nytsamlegum mönn- um eins og tölvusnillingnum, sprengjusérfræðingnum, liðuga kín- verjanum, vasaþjófnum, gamla svindlaranum og fleirum sem eru ómissandi þegar fremja á hinn full- komna glæp. Það er fátt nýtt í Ocean’s eleven. Ránið höfum við oft séð áður: það er gífurlega flókið og tímasett, allir þurfa að vera með hljóðnema í eyr- anu og hafa alltaf bara nokkrar sek- úndur til að gera mjög vandasama hluti. Enda er öryggiskerfið eins og utan um kjarnorkusprengju, allt út í geislum, myndavélum, vörðum og fleiru sem stöðvað gæti hinn harð- gerðasta bófa en ekki þessa svölu stráka. Allir eru í réttum fotum og með allskyns tæki og tól og allir krimmamir eru ótrúlega klárir og sætir og það er ekki lögga á plánet- unni sem á nokkuð í þá. Clooney er grár í vöngum og sjar- merandi á sama hátt og Cary Grant var sjarmerandi og ekki er Julia Ro- berts minna glæsileg en mót- leikkonur Grants voru á sínum tíma. Brad Pitt sýnir enn einu sinni að hann er megastjama og þarf lítið annað en að rölta um götur bæjar- ins til að konur kikni í hnjám. Af- gangurinn af genginu stendur sig vel en íjöldi aðalpersóna er helsti ókostur myndarinnar. Ræningjarn- ir eru svo margir að áhorfandinn tengist engum þeirra og þótt maður vilji vissulega að ránið takist er spennan aldrei þannig að hárin rísi. Þrátt fyrir það er Oceans eleven hin besta skemmtun, enda glæsilega unnin og áferðarfalleg. Samtölin eru vel heppnuð og írónísk, hvert skot er úthugsað og smart, þannig að glæsilegir aðalleikararnir njóti sín sem best, tónlistin létt djössuð og fonkuð sem fer vel við öll svöl- heitin og Las Vegas sem sviðsmynd er glitrandi og glæsileg. En næst viljum við fá meira kjöt á beinunum frá Soderbergh. Leikstjórn og kvikmyndataka: Steven Soderbergh. Handrit: Ted Griffin. Tónlist: David Holmes. Aðalhlutverk: George Clooney, Brad Pitt, Julia Roberts, Casey Affleck, Scott Caan, Don Cheadle, Matt Damon, Andy Garcia, Elliott Gould, Carl Reiner og Don Cheadle.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.