Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 28
Gleðilega FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR hátíð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Bílheimar 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÓSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 Skip Þormóös ramma: Hafa fiskað fyrir 3,6 milljarða - Mánabergið drýgst Aflaverðmæti tiu skipa Þor- ' *• móðs ramma-Sæbergs hf. á þessu ári er komið í tæpa 3,6 milljarða króna. Er heildarafli skipa félags- ins samtals 22.043 tonn. Af einstökum skipum er Mána- berg með hátt i þriðjung aflaverð- mætisins, eða 1.064,9 milljónir króna. Á bak við þetta aflaverð- mæti liggja 5.018 tonn af fiski. Mánabergið er þó ekki aflahæst skipa Þormóðs ramma því Kleifa- berg er þar nokkru hærra með 5.323 tonn að verðmæti 880,7 milljónir króna. Auk áðurtaldra skipa fiskaði Sigurbjörg fyrir 797,6 milljónir króna, Sunna er með aflaverð- mæti upp á 228,3 milljónir, Jón á iWJHofi er með 117,6 milljónir, Fróði er með 114,1 milljón, Múlaberg er með 113,4 milljónir, Sólberg er með 91,3 milijónir, Stálvík er með 88,3 milljónir og Sigluvík er með tæpar 84,8 milljóna króna í afla- verðmæti. -HKr. Á leið til Póllands Það var kátt á hjalla og mikill feröahugur ríkjandi hjá íslenska handboltalandsliöinu í gær þegar liöiö lagði af staö til Póllahds í keppnisferð. í Póllandi mun liö- iö leika viö pólska landsliðiö í þriggja leikja æfingamóti. Samþykkt ríkisstjórnarinnar á fundi í gær: tsta* Ríkisábyrgð á flug- flotanum framlengd Ríkisstjórnin samþykkti á sérstökum fundi sínum í gær að framlengja bráðabirgðalög um ríkis- ábyrgð á íslenska flugvélaflotanum. Ábyrgðin er framlengd til 15. febrú- ar næstkomandi. Þegar bráða- birgöalögin voru fyrst samþykkt eft- ir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september sl. nam ábyrgðin 2.700 mifljörðum króna. Eftir framleng- . inguna nemur hún 270 milljörðum. 1 Stjómarandstaðan lýsti sig sam- mála framlengingunni. „Samkeppnisaðilar úti í löndum hafa fengið slíka fyrirgreiðslu," sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra við DV í morgun. „Það hefði haflað á íslensku félögin ef þetta hefði ekki verið gert. Þetta er ein- ungis tíundi hluti af þeirri ábyrgð sem upphaflega var. Skýringin er sú að ekki eru gerðar eins miklar kröf- ur og í haust.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, sagði i morgun að samþykkt stjórnvalda um framleng- ingu á ábyrgðinni væri afar ánægju- leg tíðindi. Steingrímur J. Sigfússon, formað- v 4 ur Vinstri grænna, sagði mikilvægt í atvinnulegu og efnahagslegu tilliti 'Mh Framhald ríkisábyrgðar Bráðabirgðalög um ríkisábyrgð á íslenska flugvélaflotanum hafa veriö fram- lengd til 15. febrúar að tryggja flug- flotann áfram. Menn hefðu ekki fundið aðrar leið- ir enn sem þeir teldu að flugfélög- in réðu almenni- lega við. Enn væru einhverjir hnútar í trygg- ingamálunum þannig að félögin fengju tryggingar á viðunandi verði. Fyrir lægi að önnur Evrópulönd hefðu framlengt sams konar tryggingar og því væri varla um annað að ræða en að ís- lensk stjórnvöld gerðu hið sama. Guðjón Arngrímsson. Steingrímur J. Sigfússon. Páll Pétursson. „Við höfum ekki gert neinar at- hugasemdir við þetta, hvorki í haust né nú,“ sagði Steingrimur, „þótt það sé auðvitað mjög slæmt að þetta skuli ekki hafa leyst á þann hátt sem menn áttu von á.“ -JSS Ríkissjóður sparar sér allt að 500 milljónir: | Komugjöld hækka f „Nei, þetta boðar enga stefnubreytingu í þessum efnum hér í heilbrigðis- ráðuneytinu. Mín stefna er að Jón Kristjánsson. halda þessum gjöldum i algeru lágmarki. Ann- ars vegar er hér um að ræða gjöld sem ekki hafa hækkað um nokkurt árabil og hins vegar eru þetta að- gerðir sem taka mið af þeim sér- stöku aðstæðum sem nú eru uppi í ríkisfjármálum og allir þekkja," segir Jón Kristjánsson aðspurður um hækkanir á komugjöldum, sem taka munu gildi um áramót. Út- færsla hækkananna er tilkynnt í dag, en þær voru í raun ákveðnar við afgreiöslu fjárlaga fyrir jól. Gert var ráð fyrir að með þessum aðgerðum yrði hægt að bæta stöðu ríkissjóðs um allt að 500 milljónum króna og kæmu þá 300 milljónir í gegnum lyfjaliðinn en restin i gegnum breytingar á komugjöld- um. Meginbreytingamar eru þær að komugjöld i heilsugæslu hækka í samræmi við verðlagsbreytingar frá janúar 1996 þegar þau hækk- uöu síðast. Komugöld til sérfræð- inga hækka líka og í stað 6000 kr. þaks sem sett var á komu til sér- fræðings er þakið nú sett við 18.000 Hækkun komugjalda Komugjöld í heilsugæslu hækka í samræmi viö verðlagsbreytingar frá janúar 1996 þegar þau hækkuðu síöast. EN LÆKKA ÞA FARGJÖLDIN? Urskurði hnekkt málefnalega - segir Össur Skarphéðinsson um fyrri yfirlýsingar sínar „Það er rétt að ég hefði að óbreyttu staðfest úrskurð skipulagsstjóra ef ég sæti í stól umhverfisráðherra," segir Össur Skarphéð- inssson aðspurður hvort hann stæði við yfirlýsingu sem hann gaf í sumar þegar úrskurður skipulagsstjóra féll þess efnis að þetta væri Ossur vandaður úrskurður, og Skarphéöinsson mikið þyrfti að koma til ef það ætti að hnekkja honum. „Það hafa hins vegar orðið mikil tíðindi í ferli málsins sem breyta myndinni algerlega," segir Össur ennfremur. Hann bendir á að Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórn- sýsMræðum, hafi úrskurðaö að ný gögn mættu koma fram í málinu og ný gögn hafi verið lögð fram. Þau gögn hafi svarað öllum meg- inathugasemdum skipulags- stjóra og þó fyrst og fremst þeim er vörðuðu afleiðingar rofs og áfoks við Hálslón og til hvaða mótvægisaðgerða ætti að gripa. „Því til viðbótar svör- uðu þeir sérfræðingar sem þessi gögn voru borin undir að mótvæg- isaðgerðirnar væru raunhæfar. Þetta gjörbreytti málinu. Þess vegna tel ég að búið sé að svara öll- um veigamestu aöfmnslum skipu- lagsstjóra og umhverfisráðherra því stætt að snúa við úrskurðinum með málefnalegum hætti. Það hefur hún nú gert og þessu til viðbótar skar hún burt ýmsar af þessum smáveitum í kringum Snæfell sem dregur verulega úr áhrifasvæði virkjunarinnar og gengið talsvert lengra en ég og aðrir umhverfis- sinnar töldum að hún myndi gera,“ segir Össur Skarphéðinsson. Sjá nánar á bls. 6 -BG krónur. Þakið er hins vegar 1/3, eða 6.000 kr. fyrir aldraða, öryrkja og börn. Þá er staða langveikra og fatlaðra barna bætt þannig að þau greiða strax eins og þau séu á full- um afslætti. Þá kemur inn hækkun á greiðsluþátttöku í lyfjum. Áformað er að ná þessum 300 milljónum með þrennum hætti. Um 140 milljónir náist með hærri greiðsluþátttöku, í öðru lagi er breyting á viðmiðunum í svoköll- uðum analog-lyfjum og i þriðja lagi er áformað að ná fram lækkun á heildsöluverði. Hækkun komu- gjaldanna í heilsugæslunni á að skila um 40 milljónum króna og munu þeir peningar renna að mestu til heilsugæslunnar til þess að styrkja hana. Mesta breytingin gagnvart almenningi kemur hins vegar fram í sérfræðiþátttökunni, sem á að skila um 96 milljónum króna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði í morgun að í þessum breytingum öllum væri þess gætt sérstaklega að hlífa þeim sem af einhverjum ástæðum stæðu höll- um fæti og það væri vitaskuld afar mikilvægt þegar svona ákvarðanir eru teknar. -BG wmsMmm iip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.