Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 Fréttir ÐV Ný réttarhöld fram undan í umtalaðasta sakamáli Bretlands á árinu: Gísli dáleiddi meintan morðingja Jill Dando - hafði blindast áður en hann fór fyrir kviðdóm - kemur fyrir Hæstarétt eftir nýár Gísli Guðjónsson dáleiddi Barry George Hann haföi 15 mínútur til að „gera eitthvaö" áöur en sakborningurinn, sem kvaöst vera oröinn biindur, mætti fyrst fyrir kviödóm. Maður, sem í sumar var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skot- ið hina þekktu sjónvarpskonu Jill Dando fyrir utan heimili sitt í London, kemur aftur fyrir dóm eftir áramót - aðeins sex mánuðum eftir að hann var hnepptur í fangelsi. Ástæðan er sú að Hæstiréttur í Bretlandi hefur fallist á að taka mál hans fyrir. Gísli Guðjónsson rétt- arsálfræðingur dáleiddi hinn meinta morðingja, Barry George, rétt áður en hann mætti fyrir fram- an kviðdóm í réttarhöldunum. Ge- orge hafði þá misst sjónina eftir fimm daga stanslausa réttarfundi með fjölda lögfræðinga áður en dómsyfirheyrslur hæfust fyrir fram- an kviðdóm. Gísli sagði í samtali viö DV að hann hefði rannsakað Ge- orge og komist að þeirri niðurstöðu að hann væri að líkindum með heilaskemmd af völdum flogaveiki. „Ég hafði 15 mínútur til að gera eitthvað áður en við færum með Ge- EXCLUSIVE Dando’s killer granted appea SCOHISH DAILY MAIL. Jill Dando, sjónvarpskonan þekkta sem var myrt Sannanirnar sem ákæruvaidiö byggöi á voru hvorki byggðar á játn- ingu né á sjónarvotti sem sá hver framdi verknaöinn. SCOTTISH DAILY MAIL Barry George fékk lífstíðardóm Þrír hæstaréttardómarar munu ákveöa hvort dómnum veröur hnekkt meö sýknu, honum vísaö aft- ur heim í héraö eða undirréttardóm- ur veröur staöfestur. orge fyrir kviðdóminn því ekki gát- um við, ég, sálfræðingur og geð- læknir, sem einnig voru fengnir til að skoða sakborninginn, farið með hann inn í dómsal eins og hann var á sig kominn. Mér datt því i hug að dáleiða hann því hann var orðinn úttaugaöur. Þegar dáleiðslunni lauk nokkrum mínútum síðar sagðist hann sjá þannig að við gátum farið með hann fyrir dóm,“ sagði Gísli sem vann í málinu af hálfu verjenda Georges. Sakfelldur á veikum sönnunum Bresku blöðin greindu frá því í síðustu viku að Hæstiréttur hefði fallist á að taka mál George fyrir, ekki sist í ljósi þess að hann var sakfelldur á mjög takmörkuðum sönnunum svo ekki sé meira sagt. George hefur alltaf haldið sakleysi sínu fram þannig að ekki liggur játning fyrir. Og óbeinar sannanir eru veikar. Ein af meginsönnunum sem lög- regla og ákæruvald lögðu fram í réttarhöldunum var sú að púður fannst í frakkavasa Georges heilu ári eftir að morðiö á Jill Dando var framið. Frakkinn lá þá á skyrtu lög- reglumanns sem handfjatlaði skot- vopn áöur en frakkinn var rannsak- aður. Gísli segir að fjölmiðlar í Bret- landi virtust hafa beitt kviðdóminn í málinu þrýstingi um að George, sem telst á meðal einkennilegri ein- staklinga, skyldi sakfelldur. Hvaö sem því líður var maðurinn sak- felldur á einstaklega fáum sönnun- um. Átta sjónvarvottar gáfu sig fram sem sögðust hafa séö til ferða manns fyrir utan hús Dandos skömmu áöur en hún var skotin og myrt. Engum þeirra ber saman um hvemig morðinginn var klæddur en aðeins einn þeirra sagðist geta bor- ið kennsl á George. Þrír hæstaréttardómarar munu leggja mat á sannanir í málinu. Þeir munu annað hvort hnekkja dómi undirréttar og leysa George úr haldi eða staðfesta lífstíöardóminn sem kveðinn var upp þann 2. júlí. í þriðja lagi geta þeir ómerkt undir- réttardóminn og vísað honum aftur heim í hérað. -Ótt ^ Menntamálaráðherra ánægður með tillögur um Rás 2: Óttast ekki atgervisflótta - fordómar að telja að gott fólk fáist ekki til starfa óti á landi Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra segist fagna því hve verkefnið um flutning Rásar tvö hefur unnist hratt á vegum útvarpsstjóra og út- Hluthafafundur í Bakkavör Group hf. verður haldinn á Lögfræðistofu Reykjavíkur, Laugavegi 99, Reykjavík, þann 4. janúar 2002 kl. 13.15. Dagskrá:1. Kosning tveggja manna til viðbótar í stjórn félagsins skv. heimild í 19. gr. samþykkta félagsins. Stjórn Bakkavarar Group hf. varpsráðs. Aðspurður hvernig menntamálaráð- herra lítist á framkomnar hugmyndir starfshóps um málið segir Björn greini- legt að skýrsla hópsins sýni að efling Rásar 2 sé vel til þess fallin að styrkja þjónustu Ríkisút- varpsins við landsbyggð- ina. „Ég tel einnig að þaö ^ . falli vel að hlutverki rás- arinnar," segir Björn í samtali við DV. Starfsmenn Rásar 2 í Reykjavík eru um 10 talsins en verða aðeins þrír ef breytingarnar ná að fullu fram að ganga sbr. tillögum starfs- hópsins. Kurr er í röðum dagskrár- gerðarmanna skv. áreiðanlegum heimildum DV en spurður hvort óttist segir Björn Bjarnason. menntamálaráðherra ekki atgervisflótta hann: „Mér finnst í spurning- unni felast hefðbundin van- trú á því að gott fólk fáist til starfa utan höfuðborgar- svæðisins en mín skoðun er sú að ástæðúlaust sé að líta þannig á starfsemi Rás- ar 2 eða hvaðeina annað, sem unnið er á sviði mennta, menningar og íþrótta, svo að ég nefni höfuðverk- efni menntamálaráðuneytisins. Það er verkefni útvarpsstjóra að taka ákvarðanir i framhaldi af þessu starfl og ég vænti þess að hann hafi jafnsnör handtök í því efni og við skipun þeirrar nefndar, sem að þessu verki hefur unnið.“ -BÞ DV-MYND ÞÓK Sveinki gefur blóð Þriðjungur þess blóös sem safnaö veröur í framtíöinni muni koma í gegnum nýja blóðsöfnunarbílinn. Blóðbanki á hjólum: Stóreykur óryggi í sjúkraþjónustu Rauði kross íslands og Blóðbankinn skrifuðu í gær undir samkomulag um afhendingu á fúllkomnum blóðsöfnun- arbil. Um er að ræða eins konar blóð- banka á hjólum sem er væntanlegur til landsins næsta sumar. Með tilkomu bílsins er öryggi í blóðbankaþjónustu stóraukið, ekki síst ef bregðast þarf skyndilega við stórslysum eða annarri vá einhvers staðar á landinu. f frétta- tilkynningu um undrritunina segir Sigrún Ámadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross fslands, að með blóðsöfn- unarbílnum vilji félagið koma í veg fyrir að sú staða komi upp hér á landi að ekki sé hægt að bjarga manneskju á skurðarborðinu af því að það vantar blóð. Nýja tækið er 13,5 metra langur vagn búinn fullkomnustu tækjum til blóðgjafar sem getur annað 50 til 100 blóðgjöfum á venjulegum vinnudegi og mun fleirum í neyðartilvikum. Gert er ráð fyrir að þriðjungur þess blóðs sem safnast í landinu í framtíðinni muni koma í gegnum þennan færanlega blóðbanka. Heildarkostnaður við kaup bílsins eru um 31 milljón króna og koma 26 milljónir frá Rauða krossinum en af- gangur frá stjómvöldum. Rekstur bank- ans verður í höndum Blóðbankans en gert er ráð fyrir að deildir Rauða kross fslands muni aðstoða við blóðsafnanir likt og hingað tií. -MA enn óákveðin í heimildarákvæðum fjárlaga kem- ur fram að fjármálaráðherra hefur leyfi til að láta kaupa eða leigja jörðina Vafhöll á Þingvölium og taka til þess nauðsynleg lán. Það sama gildir um jarðir og sumarbústaði í þjóðgarðin- um. Bjöm Bjamason, formaður Þing- vallanefndar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að nýta heimild- ina. Hún hafl verið fastur liður í fjár- lagafrumvarpinu svo árum skipti. Meðal annarra heimildarákvæða í frumvarpinu era kaup og lán fyrir húsnæði varamanns sendiherra ís- lands í Moskvu og sendiherrans í Austurriki. -jtr Ungmenni kveiktu varðeld Hópur ungmenna í Grindavík kveikti varðeld í bænum aðfaranótt annars í jólum. Höfðu ungmennin kveikt í trébrettum og öðru rasli og fór varðeldasamkoman friðsamlega fram. Slökkvilið bæjarins kom á stað- inn og útskýrði fyrir ungmennunum að ekki væri leyfilegt að kveikja varð- eld í miðjum bæ og slökkti eldinn sem ekki olli neinu tjóni. -snæ Braut rúður Ungur Húsvíkingur var handtek- inn í gærmorgun við söluskála í bæn- um. Maðurinn hafði þá gert sér að leik að brjóta rúður í söluskálanum. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann viðurkenndi rúðubrotið. Honum var sleppt að yfirheyrslu lok- inni og telst málið upplýst. Að sögn lögreglu er ekki ljóst hvað manninum gekk til en hann hefur ekki áður komist í kast við lögin. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.