Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 X>V Richard Reid Segist hafa veriö einn aö verki en þaö er dregiö í efa. Hugsanleg tengsl við al-Qaeda Samkvæmt heimildum netfrétta- stofu BBC þá er talið hugsanlegt að Richard Reid, sem handtekinn var eftir að hafa reynt að sprengja sig upp í flugvél American Airlines á leið frá París til Miami siðastliðinn laugardag, tengist al-Qaeda-hryðju- verkasamtökunum. Þar segir m.a. að meðlimir al-Qaeda sem náðst hafa í Afganistan hafi viðurkennt að Reid hafi verið við þjálfun í búð- um samtakanna i Afganistan. Reid, sem kemur fyrir rétt í Boston i dag, sagði við yfirheyrslur að hann hafi einn búið til sprengj- umar sem hann hafði komið fyrir i skóm sínum. Sérfræðingar segja hins vegar að þær séu of fullkomn- ar til að hann hafl gert þær einn. Einnig hefur verið haft eftir um- sjónarmanni moskunnar sem Reid sótti í Brixton í Englandi að hann hafi umgengist öfgasinnaða aðila sem moskuna sækja. Aukin spenna í deilu Indverja og Pakistana: Mikill liðsafnaður á landamærum ríkjanna Vopnaviöbúnaöur á landmærum Indiands og Pakistans Pakistanskir hermenn gera loftvarnabyssu kiára fyrir heræfmgu sem fram fer um heigina viö landamæri indlands. Spennan milli Ind- verja og Pakistana, eftir sprengiárásina á ind- verska þingið fyrr í mánuðinum, eykst nú með hverjum deginum og hefur liðsafnaður ná- grannaríkjanna tveggja við landmæri þeirra í Kasmírhéraði ekki verið meiri síðustu fimmtán árin. Spennan jókst til muna í gær þegar Ind- verjar fóru fram á það að Pakistanar kölluðu helming starfsliðs síns við sendiráðið í Nýju- Delhí heim, en í kjölfar- ið svöruðu Pakistanar í sömu mynt og kröfðust þess sama af Indverjum, en hvöttu þá í leiðinni til viðræðna. Þá gripu Ind- verjar til þess að banna allt flug pakistanskra flugvéla í ind- verskri lofthelgi frá og með áramót- um. Að sögn Jaswant Singh, utanríkis- ráðherra Indlands, sem tilkynnti um ákvörðun indversku stjómarinnar, verður starfsemi pakistanska sendi- ráðsins einskorðuð við Nýju-Delhí. Hann sagöi einnig að inverska stjómin gerði þá kröfu til pakistönsku herstjómarinnar að hún grípi þegar til aðgerða gegn skæruliðahópum í Kasmír, sem taldir eru bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið, þar sem tólf manns létu lífið. Þessu hafa Pakistan- ar hingað til hafnað, en indversk stjórnvöld telja þá samseka þar sem herstjórnin styður baráttu skæruliða- hópanna í baráttu þeirra fyrir sjálf- stæði Kasmírs og telja þeir árásina hafa verið gerða með fullri vitund pakistönsku leyniþjónustunnar. „Við grípum til þessara aðgerða þar sem Pakistanar hafa ekki sýnt kröfum okkar um aðgerðir gegn skæruliðun- um nein viðbrögð, heldur aðeins reynt að blekkja aðþjóðasamfélagið með sýndarmennsku," sagði Singh og bætti við að viðræður kæmu ekki til greina á meðan ekkert væri aðhafst gegn þeim sem bera ábyrgðina. Að sögn pakistönsku herstjórnarinnar urðu þeir fyrir miklum von- brigðum með ákvörðun indversku stjómarinnar, en lýstu þó yfir vilja sín- um til að ná sáttum. „Þetta gerir ekkert annað en flækja málið,“ sagði Aziz Ahmed Khan, tals- maður pakistanska utan- rikisráðuneytisins, og bætti við að Pakistanar gætu ekki annað en svar- að í sömu mynt. „Við munum einnig einskorða starfsemi sendiráðs þeirra við Islamabad og einnig banna alla flugumferð indverskra flugvéla yfir Pakistan," sagði Khan. Bandarísk stjórnvöld hafa þrýst mjög á báðar þjóðimar um að hefja þegar sáttaviðræður, en Bandaríkjamenn hræðast mjög þau áhrif sem stríð milli þjóðanna gæti haft á baráttuna gegn hryðjuverkum í heiminum. Báðar þjóðirnar, sem ráða yfir kjarnaorkuvopnum, virðast til- búnar i stríð, en að sögn Rashid Quereshi, hershöfðingja í her Pakist- ana, yrði kjarnorkuvopnum aldrei beitt. „Við munum þó gera allt til aö verjast Indverjum, en kjarnorku- vopnin aðeins hugsuð til að verjast kjarnorkuárás en ekki sem árásar- vopn,“ sagði Quereshi. Hamid Karzai Talinn vilja aö Bandaríkin stöövi árásir á ausuturhluta Afganistans. Bandaríkin hætti sprengjuárásum Talsmaður afganska varnarmála- ráðuneytisins, Mohammad Habeel, lýsti því yflr að afgönsk stjómvöld myndu fljótlega fara fram á það að Bandaríkin stöðvuðu sprengjuárás- ir sína, jafnvel innan fárra daga. Habeel segir örfáa talibana og al-Qa- eda-meðlimi vera eftir í landinu og þeir verði brátt yflrbugaðir. Yfirlýs- ingin þykir benda til hugsanlegra örðugleika í samskiptum Af- ganistans og Bandaríkjanna. Yfirlýsingin kemur degi á eftir að öldungur eins ættbálks í austur- hluta landsins sagði aö Hamid Karzai myndi óska þess að sprengjuárásum yrði hætt í austur- hluta landsins eftir að bandarískar sprengjuflugvélar drápu um 65 manns sem voru á leið á athöfn þar sem Karzai og stjórn hans tók við völdum. Bandaríkin segja enn að um meðlimi talibana og al-Qaeda hafi verið að ræða. íbúar Garðabæjar og Kópavogs athugið! SKJÁRE/A/A/ tekur í notkun nýjan, öflugri sendi fyrir notendur UHF loftneta og sendir nú út á rás 55. Þeir sem hafa náð SKJÁEINUM illa eða verið í skuggasvæði eiga nú að ná útsendingum SKJÁSE/A/S. Þetta snertir ekki þá sem ná SKJÁEINUM á Breiðbandinu eða örbylgjuloftneti. SkjárE™ - alltaf á uppleið. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.